FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fréttapistill litlunefndarferðar

by Dagur Bragason

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Fréttapistill litlunefndarferðar

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kristján Kristjánsson Kristján Kristjánsson 14 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.10.2010 at 10:09 #215353
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant

    Nú er Litlanefndin lögð af stað í októberferðina og var lagt af stað um kl 09.00 og er fyrsti hópurinn kominn á Hvolsvöll nú um kl 10.00.
    Vedur er bjart og smá gola í boði formanns Umhverfisnefndar, enda hefur hún kontrol á formanni Litlunefndar.
    55 bílar eru í ferðinni og verður hópnum skipt í 2 hópa og heldur annar að Naflausafossinum „Rúdolf“ og hinn að Dalakofanum.
    Stefnt er að hóparnir fari þaðan í Hrafntinnusker.
    Reynt verður að fylgja hópnum eftir í þessari ferð í þessum pistli á milli þess sem fréttasnápur fer í útköll.
    LitlunefndarFréttasnápur

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 23.10.2010 at 11:39 #707570
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Óli formaður Litlunefndar hafði samband og er hann kominn að Blesamýri og er fyrsti snjór að falla, hundslappadrífa.
    Heyrði í Kristjáni á Tetra og er hann síðastur og kominn um 3 km. framhjá vegamótum Heklubrautar.
    LitlunefndarFréttasnápur





    23.10.2010 at 12:14 #707572
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Fyrstu bílar eru komnir í Dalakofan og eru að setjast að snæðingi.
    LitlunefndarFréttasnápur





    23.10.2010 at 14:44 #707574
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Það sem er að frétta af Litlunefndarferðinni er að hópurinn komst klakklaust yfir Markarfjót en stoppaði í fyrstu brekku eftir það vegna hálku.
    Hópstjórar tóku ákvörðun um að snúa við og fara þess í stað Krakatindaleið.
    Hópurinn er nú staddur við Rauðufossafjöll og gengur hægt vegna hálku.
    Litlunefndarferðafréttasnápur





    23.10.2010 at 16:29 #707576
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Nú er allur hópurinn á leið suður Heklubraut og var einn skafl á leiðinni og náði einn bíll að festa sig þar.
    Vel gekk að losa bílinn og mun hópurinn stefna á Keldur. Enn er snjókoma og hált á veginum.
    Litlunefndarferðafréttasnápur





    23.10.2010 at 18:24 #707578
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Nú er komið að ferðalokum. Allur hópurinn er kominn niður á þjóðveg rétt við Keldur og sumir búnir að pumpa í dekkin.
    Litlunefndarferðafréttasnápur þakkar fyrir sig og óska öllum góðrar heimferðar.





    23.10.2010 at 21:37 #707580
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Nú eru líklega flestir ferðalangar komnir til síns heima. Þetta reyndist hin skemmtilegasta ferð og eitthvað um ævintýri. Eins og fram hefur komið var haldið frá Reykjavík á Hvolsvöll, en þaðan að Keldum og að Laufafelli. Þegar við nálguðumst Laufafell var farið að bera á hálku, enda snjóaði nokkuð og hitastigið í kring um 0°C. Allir komust klakklaust í sitt nestisstopp, um helmingur við Dalakofann en hinn helmingurinn við fossinn sem við höfum nú 3 nöfn á, "Nafnlausi fossinn", Rúdolf og Lýsingur, en það verður ekki frekar rætt hér.

    Lítið var í Markarfljóti og auðvelt að komast þar yfir, en þegar kom að því að fara upp brekkurnar vandaðist málið, því snjórinn var þannig að hann þjappaðist fljótt og eftir nokkra bíla, var orðið flughált. Þar sem mikið er um brattar brekkur og úrrensli á þessari leið ákváðu fararstjórar að snúa við og velja aðra leið. Því var haldið aftur að Dalakofanum og þaðan inn á Hekluleið, en síðan átti að taka ákvörðun um framhaldið í ljósi aðstæðna. Sú leið reyndist ágæt, en krefjandi á köflum og fannst öllum áhugavert og spennandi að keyra í gegn um hraunið. Þegar komið var að gatnamótum Vatnafjallaleiðar, var ákveðið að halda þá leið til byggða. Þetta gekk vel, nema að seinfarið var yfir Mundafellsháls, vegna flughálku þar. En allir komust að lokum til byggða og skemmtu sér hið besta.

    Mig langar að þakka hópstjórum okkar sem stóðu sig með mikilli prýði eins og venjulega, það er frábært að hafa svona góðan hóp til aðstoðar. Einnig vill ég þakka fréttasnápnum fyrir góðan fréttaflutning. En aðalþakkirnar fá þó hinir fjölmörgu ferðalangar sem komu með okkur.

    Á opnu húsi hjá Ferðaklúbbnum á fimmtudagskvöldið verður myndasýning úr þessari ferð. Og hvet ég alla ferðalanga að mæta með sínar myndir til að deila með öðrum.

    Næsta ferð Litlunefndar verður laugardaginn 20. nóvember n.k. en það verður jafnframt síðasta ferð nefndarinnar fyrir jól. Nánari upplýsgingar um þá ferð verða birtar hér á síðunni þegar nær dregur.

    Kv. Óli, Litlunefnd





    26.10.2010 at 11:08 #707582
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Minnum á myndakvöld úr síðustu 2 ferðum Litlunefndar. Myndakvöldið verður í félagsheimili klúbbsins að Eirhöfða á opnu húsi á fimmtudagskvöldið kemur, 28. okt. Þeir ferðalangar sem fóru í haustlitaferðina í september og í Hrafntinnuskersferðina nú í október eru hvattir til að mæta með myndir sínar.

    Kv. Óli, Litlunefnd





    28.10.2010 at 08:01 #707584
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Minnum á að á opnu húsi í kvöld verður myndakvöld úr síðustu 2 ferðum Litlunefndar. Allir að mæta með sínar myndir…

    Kv. Óli, Litlunefnd





    28.10.2010 at 14:33 #707586
    Profile photo of Sverrir Már Jónsson
    Sverrir Már Jónsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 24

    Ein lítill punktur hérna.

    Ég sé hvergi klukkan hvað menn ætla að mæta í kvöld.





    28.10.2010 at 14:58 #707588
    Profile photo of Kristján Kristjánsson
    Kristján Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 166

    Það kemur fram í öðrum þræði hér á netinu "Opið hús" að það sé opið hús frá kl. 20:00 til ????
    Sjáumst í kvöld
    Kristján K.
    Litlunefnd





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.