Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fréttakýringar
This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.11.2004 at 17:25 #194943
Mig langaði að vita hvort við sem fengum ekki fararleyfi hjá konunum um helgina komum til með að geta fylgst með öllum þessum stóru ferðum hér á vefnum um helgina.
Er ekki örugglega búið að ráða fréttaritara????
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.11.2004 at 14:51 #509568
Eru Jólasveinar landsins búnir að taka þá inná sig og halda þeim í ánauð við að pakka pökkum eða eru þeir gufaðir upp.
Hef ekki náð sambandi við neinn þar sem þessir símar sem eru í bílunum eru ekki í sambandi eða hefur þeim verið skipt út fyrir gjallarhorn ,og röddin búin svo að ekki heyrirst hóst.
kv
Jóhannes
27.11.2004 at 15:10 #509570Var að fá upphringingu frá Benna og segir hann mér að þeir séu enn að reyna að komast upp á topp Langjökuls enn eru einungis ennþá bara við girðinguna í löngu stóru brekkunni sem við könnumst við og er staðan þessi:
Allmargar affelganir og eins og staðan er núna er Gundur á hliðinni ofan í skurð búinn að affelga að aftan, og eru 3 bílar honum til aðstoðar
L-200 var búinn að affelga á báðum ofan í skurð.
Kjartan var kominn í sjálfheldu í miklum hliðarhalla og þurfti aðstoð til að rétta sig við.
Slatti af Setursförum eru komnir á staðinn því þarna er greinilega ACTION.
Flest allir bílarnir eru komnir á beinu brautina enn minna breyttir bílar eru skildir eftir.Stefnan er ennþá að komast upp á Jökul enn hvort það tekst er óvitað og er Benni frekar svartsýnn á að það takist.
27.11.2004 at 15:26 #509572Jökulheimafarar eru núna staddir við Pálsfjall,drukku smá kaffi þar og eru í þann veginn að leggja af stað niður í skál að gera klárt fyrir matinn.
Þeir eru búnir að vera í kafsnjó og þurfti að nota spottann á nokkrar Toyotur,annars hefur allt gengið vel og engar affelganir átt sér stað og bara ekkert vesen.
Benni(hmm) og coarinn Pajero biðja að heilsa í bæinn.
kv
Jóhannes
27.11.2004 at 16:48 #509574Benni hrindi og sagði þá hafa snúið við við gilið en þar var svo stór hengja að þeir ákváðu að fara ekki lengra, fara heldur tilbaka og hafa það náðugt. Nú eru þeir að renna í hlaðið og er næst á dagskrá að fara að kynda grillið og opna bjórinn.
kv.
Alma
27.11.2004 at 16:58 #509576Hvaða hvaða, og klukkan ekki nema rúmlega 17. Til hvers fóru þessar skræfur á fjöll, ef þeir geta ekki verið nema 5 tíma í einu úti og leika og flestir konulausir, Isss maaabarrra skilur þetta ekki.
Alger óþarfi að athuga með grillið og ölið fyrr enn bara rétt um 23.
27.11.2004 at 20:40 #509578Lúther minn, þegar Norðlendingar ferðast þá eru þeir ekkert að dóla sér í Suez-skipaskurðalagningum og þolprófunum á ís, 😉
Alma
Heimasæta
27.11.2004 at 21:01 #509580Verður ekki boðið uppá svoleiðis.
Þar sem það spáir rigningu,verður þá ekki að fara á móti þeim til þess að það verði öruggt bílarnir komist til byggða vegna vatnavaxta?svona miðað við síðustu Nýliðaferð.Bara svona að spyrja,eða þannig sko
28.11.2004 at 10:45 #509582Jökulheimafarar eru lagðir af stað til byggða, 1 gráðu hiti og rigning. Þeir ætla að kíkja við í Veiðivötnum, svo til baka og í Hrauneyjar og heim.
Kveðja Birna
28.11.2004 at 13:09 #509584Ég var að tala við Guðmund. Hveravallahópurinn ákvað að skella sér áfram norður og voru þau við Blönduvirkjun þegar ég talaði við þau, í mikilli hálku.
Ferðin hefur gengið stórkostlega vel, nægur snjór, nokkrar affelganir en bara gaman.
28.11.2004 at 13:09 #509586Ég var að tala við Guðmund. Hveravallahópurinn ákvað að skella sér áfram norður og voru þau við Blönduvirkjun þegar ég talaði við þau, í mikilli hálku.
Ferðin hefur gengið stórkostlega vel, nægur snjór, nokkrar affelganir en bara gaman.
28.11.2004 at 13:48 #509588Eru komnir í Hrauneyjar eftir rólega ferð,þeir fóru í veiðivötn og vatnahringinn.
kv
Jóhannes
28.11.2004 at 14:29 #509590
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Palli Jökulheimafararstjóri var að hringja og er hópurinn kominn á malbik á heimleið. Mjög mikil ánægja með túrinn. Þau áttu frábæran dag á Vatnajökli í gær, fóru víða um jökulinn, á Grímsfjall og Pálsfjall í þungu færi með passlegum skammt af spottaæfingum, lólói og öðru tilheyrandi.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
