This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Soffía Eydís Björgvinsdóttir 19 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Um mánaðarmótin Mai-Júní kom ekkert Fréttablað út og var ástæðan sögð vera að sameina ætti júní og Júli hefti í eitt hefti.
Útkoman var að berast okkur félagsmönnum nú fyrir nokkrum dögum og hvað…. jú blað upp á heilar 4 bls þar af ein heilsíða sem var bara auglýsing sem sagt 3 bls af lestrarefni. Ég er ekkert feimin að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þetta blað.Finnst félagsmönnum þetta vera ásættanlegt?? Ég hef nú nokkurn vegin svarið á hreinu hvernig ritnefnd vor svarar þessu, nefnilega að félagsmenn hafi verið svona lélegir í að útvega efni, svo þá er ekkert hægt að birta neitt. En er ekki ritnefnd upp á heilar 5 persónur hæf til að fara á stúfana og ná í efni þó svo það sé ekki nema til að fylla upp í 2-3 bls. til viðbótar.
Oftar enn einu sinni hefur það borið á góma hvað sé dýrt að gefa út Setrið. En hver ætli kostnaðurinn hafi verið að gefa út þetta ömurlega hefti sem kom út nú um mánaðarmótin?? hefði bara ekki verið nær að sleppa því og spara aurinn?
kveðjur Lúther
You must be logged in to reply to this topic.