Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fréttablaðið-kálfur
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.03.2008 at 08:42 #202050
Góðann daginn. Mér þykir það miður að sjá ekki umfjöllun um Umhverfisnefnd í kálfinum í dag eins og gert er með aðrar nefndir.
Kv. Magnús G.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.03.2008 at 09:17 #616968
Að þetta er frábært blað og góð auglýsing fyrir klúbbinn.
08.03.2008 at 10:00 #616970Blaðberar Fréttablaðsins í mínu hverfi eru svefnpurkur þannig að ég er ekki búinn að sjá blaðið en auðvitað hægt að taka undir það með Magnúsi að það er slæmt að ekki sé grein um umhverfisnefndina. Ég verð hins vegar að játa á mig sök á því. Man það núna þegar þetta er nefnt að Agnes hringdi í mig fyrir einhverju síðan og bað mig um grein um nefndina, sem ég auðvitað lofaði. Í annríki síðustu vikna steingleymdi ég þessu og mundi ekki eftir þessu aftur fyrr en núna. Hefði svosem verið ágætt að fá áminningu.
Kv – Skúli
08.03.2008 at 10:04 #616972Já, það hefði verið mjög gaman að sjá etthvað um umhverfisnefnd og eins líka hjálparsveitina okkar. En við munum eftir þeim næst. Það mætti kannski vera extra áberandi þráður um umhverfisnefnd og hjálparsveitina hér á þessu neti okkar, jú margir sem að skvoða kálfinn eiga kannski eftir að kíkja á heimasíðuna hjá okkur í dag og á morgun.
Kveðja
Spotti
08.03.2008 at 10:06 #616974Ég veit ekki til þess að umhverfisnefndin hafi fengið tölvupóst varðandi þennan kálf.
Allavega hafði èg ekki hugmynd um kálfin fyrr en auglýsing um útgáfuteit byrtist hér á vefnum og fór þá að kanna málið.
Ekki veit ég hver var að ritstýra þessu,
En því miður er þetta búið og gert, en kálfurinn virðist góður að öðru leiti.
kveðja Dagur
08.03.2008 at 11:31 #616976Ég var ein að þeim sem kom að kálfinum.
Ég skilaði grein frá Hjálparsveit sem birtist ekki og ég tók ekki eftir því þegar við fengum síðurnar til yfirlestrar. Þetta var eins og á kosninganótt þegar síðurnar birtust ein og ein og við höfðum mjög takmarkaðan tíma. Ég horfði eingöngu á það efni sem að mér snéri og fylgist með að það skilaði sér.
Ég veit heldur ekki hvernig að því var staðið að fá efni frá nefndunum en ég fékk allavega beiðni um efni frá Hjálparsveit og það var gífurlegt áfall í gærkveldi þegar í ljós kom að það vantaði frá þessum tvem nefndum.
Því þetta eru auðvitað tvær flottustu nefndirnar í klúbbnum.
Áfram Hjálparsveit og Umhverfisnefnd spurning hvort við gefum ekki út sér blað með þeim.
Hjálp Lella
08.03.2008 at 11:52 #616978Grein um sögu dekkjanefndar er skemmd vegna þess að bréf frá 06.10.1983 er þannig uppsett að það er ólæsilegt. Hér er textinn fyrir þá sem hafa áhuga:
Reykjavík 06.10.1983
Til Bifreiðaeftirlits RíkisinsEitt af markmiðum Ferðaklúbbsins 4×4 er að stuðla að auknu öryggi vegna breytinga á búnaði 4×4 bíla. Þetta hyggjumst við gera með því að miðla upplýsingum til félaga um breytingar á bílum þeirra og einnig að reyna að auka tengsl áhugamanna um 4×4 bíla við bifreiðaeftirlitið.
Önnur ástæða fyrir stofnun 4×4, er sú þróun sem hefur átt sér stað í gerð og notkun hjólbarða undir 4×4 bílum. Undanfarin ár hafa komið á markaðinn dekk sem hafa valdið algerri byltingu hvað varðar búnað 4×4 bíla og notkunarmöguleika þeirra. Nokkurrar tortryggni hefur gætt hjá opinberum aðilum í garð þessara hjólbarða vegna þess að þau eru öllu stærri en menn hafa átt að venjast til þessa. Hingað til hafa menn ekki fengið skoðun á bíla sína búna slíkum dekkjum. Þetta hefur valdið því að menn koma í skoðun með lítil dekk undir bílum sínum en aka þess utan á stærri dekkjum. Nú er notkun stórra hjólbarða orðin svo almenn að eigendur 4×4 bíla hafa fullan hug á því að koma sínum málum í skipulegra horf gagnvart opinberum aðiljum.
Hér á eftir fer lýsing á þeim hjólbörðum sem vinsælastir hafa orðið meðal eigenda 4×4 bifreiða.
Monster Mudder 15/38.5-15 LT
Felgubreidd…: 10"
Munsturbreidd.: 10.8"
Hæð………..: 37.75"Þetta eru dekk sem einna mest reynsla er komin á. Þau komu fyrst 1978 og hefur þeim farið hraðfjölgandi síðan. Þau eru ótrúlega góð í snjó og drullu en hafa jafnframt reynst frábærlega vel í akstri á þjóðvegum, vegna mýktar sinnar og hæðar.
Armstrong 37X14.5-15LT
Felgubreidd…: 10"
Munsturbreidd.: 10.7"
Hæð………..: 37"Þessi dekk hafa sýnt góða eiginleika í snjó, og einnig hafa þau reynst sérstaklega vel við akstur á malarvegum. Munstur þeirra er þannig að þau slitna hægar en Monster dekkin og eru hljóðlátari. Þessi dekk eiga því miklum og síauknum vinsældum að fagna.
Monster Q78-15 LT
Felgubreidd…: 8"
Munsturbreidd.: 9"
Hæð………..: 35.50"Þessi dekk hafa verið mjög vinsæl. Þau hafa reynst mjög vel sem alhliða dekk, en reynast heldur lítil við mjög erfiðar aðstæður.
Fleiri dekkjagerðir og stærðir bæði stærri og minni eru notaðar undir 4×4 bíla, en ofangreind dekk eru þau sem við teljum algengust, og er komin mikil og góð reynsla á notkun þeirra. Einnig er farið að bera á stærri dekkjum, en þau eru óhemju dýr og eigendur þeirra nota þau ekki nema við erfiðustu aðstæður en nota einhver af framangreindum dekkjum við venjulegar aðstæður.
Við athugum nú nokkur atriði varðandi þessi dekk.
1. Þessi dekk eru ekki aðeins breið, heldur líka há, sem gefur þeim betri aksturseiginleika.
2. Þau eru mjög mjúk, sem gefur þeim, ásamt hæðinni mjög skemmtilega eiginleika á holóttum vegi, og við akstur inn á brýr. Við teljum að þessi dekk fylgi yfirborði vegar betur í holum en minni dekk, og einnig verða holurnar hlutfallslega minni gagnvart stórum dekkjum en litlum.
3. Ekki teljum við ástæðu til að óttast mikið hættur vegna stærðar þeirra við akstur í ám, því þau valda því aðeins að bíllinn hækkar frá jörð, og því fer bíllinn sjaldnast ofan í vatnið, auk þess sem hæð þeirra auðveldar mjög yfirferð á grýttum árfarvegum.
Þróun þessi í dekkjastærðum fór fyrst af stað upp úr 1973. Fyrir þann tíma var ekki hægt að láta jeppa fljóta í snjó nema í harðfenni. Þegar Lapplanderdekkin komu um 1975 var hægt að láta jeppa fljóta í aðeins lausari snjó. Með tilkomu Monster dekkjanna 1978 varð algjör bylting í flothæfni jeppa. Þau gerðu mönnum kleyft að komast áfram í tiltölulega mjúkum snjó. Þróunin virðist vera sú að með tilkomu enn stærri dekkja muni akstur í snjó ekki lengur verða vandamál. Sem betur fer hafa bestu torfærudekkin einnig reynst mjög vel í akstri á vegum.
.bp
Í ljósi framangreindra ábendinga og að fenginni reynslu teljum við að óhætt sé að veita mönnum heimild til að aka á löglegan hátt á þessum dekkjum.F.h. Ferðaklúbbsins 4×4
08.03.2008 at 11:56 #616980Eftirfarandi texti er líka úr bréfi sem var skrifað stuttu síðar, þessi texti fylgdi greininn en var ekki birtur.
ATH þessi texti er skrifaður árið 1983 eða 1984 og er birtur til að varpa ljósi á tíðarandann þá og þau viðfangsefni og pælignar sem voru í málaflokknum á þeim tíma.
Texti byrjar******************************
Ferðaklúbburinn 4×4
Hugmyndir að lausn dekkjamálsinsTil þessa hefur bifreiðaeftirlit ríkisins veigrað sér við að leyfa stærri dekk, talið það ábyrgðarhluta að leyfa þessa hluti sem ef til vill gætu verið hættulegir.
Reynslan hefur sýnt að þessi dekk geta auðveldað mikið samgöngur að vetri til í okkar torfæra landi og sparað mikið fé, auk þess sem þau auka mikið öryggi. Einnig hefur reynslan sýnt að þessi dekk valda ekki of miklu álagi á burðarhluti torfærubíla.
Sífellt fleiri hafa uppgötvað þessa nýju samgöngutækni á vetrum, og meðal þeirra sem nú nota hana eru áhugamenn um jeppaferðir, bændur,
björgunarsveitir, lögregla úti á landi og ýmis opinber fyrirtæki (svo sem RARIK o.fl.).Það er ekki minni ábyrgðarhluti fyrir bifreiðaeftirlit Ríkisins að standa í vegi fyrir tækniframförum sem þegar hafa sýnt stórkostlegt
notagildi hér á landi. Um leið er það ábyrgðarhluti að standa í vegi fyrir því að þennan útbúnað sé mögulegt að nota á löglegan hátt. Það er því ljóst að finna þarf nothæfa lausn á þessum málum sem fyrst. Við mótun á slíkri lausn þarf að taka tillit til þess að hvorki er til fjármagn hjá hinu opinbera né notendum þessara hluta til að gera nákvæma úttekt á hvernig best muni að taka á þessum málum, hvað eigi að leyfa og undir hvaða skilyrðum. Hins vegar teljum við að hægt sé að byggja mikið á þeirri reynslu sem einkaaðilar hafa aflað með prófunum og notkun stórra dekkja. Við teljum að ákveðin hefð hafi skapast um breytingar og nokkuð ljóst sé orðið hvaða atriði skipta mestu máli í breytingum, bæði hvað varðar styrk, endingu og aksturshæfni. Út frá því sé hægt að setja upp
nokkuð skýran ramma utan um þær breytingar sem þegar hafa sýnt ágæti sitt. Þessi atriði hafa mikið verið rædd meðal þeirra sem mest hafa rófað þennan búnað og hafa menn alltaf komist að þeirri niðurstöðu að erfiðasti og í raun eini erfiði punkturinn er að setja upp reglur um breytingar og hvernig tryggt sé að þær séu unnar á fullnægjandi hátt.Öllum er ljóst að mikið vandræðaástand hefur skapast með því að menn mega ekki mæta með bíla sína í skoðun á þeim dekkjum sem notuð eru. ekki er gengið nægilega vel frá aurhlífum og hemlabúnaður reynist í sumum tilfellum ekki nógu
öflugur á stærstu dekkjum, bíllin er aðeins skoðaður á minni dekkjum og í skoðun reynir því ekki á þessi atriði. Vissulega eru margir sem hafa þetta í lagi, en það er skoðun okkar að skoðun bíla
hjá Bifreiðaeftirliti Ríkisins sé nauðsynleg til að tryggja að allir hafi bíla sína í lagi. Í framhaldi
af þessu teljum við að þessi mál muni komast í gott horf sé öllum gert skylt að láta skoða bíla sína á stærstu dekkjum sem notuð eru. Einnig muni það virka hvetjandi á menn að vanda vel til breytinga þannig að svonefndar bráðabirgðalausnir og felureddingar þekkist ekki.Ferðaklúbburinn 4×4
Tillögur að reglum um gerð og búnað ökutækjaHeimilt er að skrá torfærubifreið á fleiri en eina gerð hjólbarða.
Sækja skal um skráningu á dekk á einverju
stærðarbili sem tilgreint er í umsókn. Dekk til
notkunar að staðaldri og torfærudekk.Ef breytinga er þörf á bílnum til þess að koma dekkjunum undir, skal fylgja skrifleg skýrsla um allar breytingar sem hafa verið framkvæmdar og þær skýrðar (ljósmyndir eða teikningar).
Þegar leyfi er veitt fyrir breytingum skal settur miði í augsýn ökumanns, þar sem stendur að hann aki breyttum bíl og honum bent á að kynna sér þær breytingar með tilliti til hvernig þær geti haft áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar.
Bíllinn skal skoðaður á stærstu dekkjum sem hann er leyfður á, þótt hann sé ekki notaður á þeim að staðaldri.
Við umfjöllun um breytingar skal fyrst og fremst athugað hvort eftirtalin atriði séu í lagi.
– Millibilsstangir, togstangir, stýrisarmar og stýrisliðir séu ekki soðnir saman sé mögulegt að komast hjá því. Ef nauðsynlegt er að sjóða þessa hluti saman, skal fylgja styrkleikavottorð frá ðntæknistofnun ríkisins.
– Upphækkun sé eins lítil og hægt er að komast af með vegna dekkjanna.
– Bretti og aurhlífar nái út fyrir gripflöt hjólbarða sem ekið er á að staðaldri og hylji minnst 7/8 hluta bana stærstu dekka sem leyfð eru undir bílnum.
– Bíllinn prófaður og athugað hvort hemlar vinni ægilega vel með stærstu dekkjum sem notuð eru undir bílnum.
– Heimilt er að veita undanþágu frá ljósahæð allt að 15 cm.Skráð skal í skoðunarvottorð að bíllinn sé breyttur. Greinargerð um bílinn skal hafa með í skoðun og kal hún framfærð ef breytingar hafa átt sér stað frá fyrri skoðun.
Ferðaklúbburinn 4×4 vill einnig benda á eftirfarandi atriði.
Síðustu áratugi hefur það viðgengist hér á landi að smíðaðar hafa verið yfirbyggingar á bíla. Þær hafa oft á tíðum verið byggðar þannig að breidd og hæð yfirbygginga bílanna hefur verið aukin, án nokkurra annarra breytinga.
Litlir eða millistærð af bílum hafa verið lengdir og gerðir að fólks eða flutningabílum. (T.d. DODGE WEAPON bílar sem voru gerðir fyrir 1/2 tonns burð, Á þá voru sett hús sem rúmuðu allt að 20 manns auk farangurs.) Þyngd yfirbygginga hefur stundum farið yfir þau mörk sem bílnum er ætlað að bera í heild, og vantar þó farþega og farangur sem yfirbyggingin var ætluð fyrir. Flutningabílum og langferðabílum hefur verið breytt þannig að bætt hefur verið við hásingu og grind lengd, þannig að burðarmöguleikar bílsins hafa stóraukist, án breytinga á öðrum búnaði bílsins. (hemlabúnaði, fjaðrabúnaði o.fl.) Þarna er oft um að ræða bifreiðir sem notaðir eru til fólks og þungaflutninga,Þarna er um að ræða breytingar sem oft á tíðum breyta gífurlega aksturseiginleikum bílanna, og jafnvel gera þá hættulega. Þessir bílar þurfa ekki síður athugunar við og nákvæmrar lýsingar á breytingum, en títtnefndar torfærubifreiðir.
Við leggjum því til að fyrir hvern bíl sem breytt er í grundvallaratriðum, þurfi að leggja fram skýrslu yfir breytingar og lýsingar á breytingum (sjá framar), og að bifreiðin sé í samræmi við þá ýsingu, hvort sem um er að ræða fólksbifreið, torfærubifreið, sendibifreið, hópferðabifreið, flutningabifreið eða aðrar gerðir farartækja.
08.03.2008 at 12:52 #616982Blaðið er fínt að mínu mati og bara hreint út frábær kynning á klúbbnum.
Ef eitthvað er um mistök í blaðinu þá er það nú svo að öll erum við mannleg "punktur".
Ég sé Því ekki hægt annað en að hrósa því fólki sem lagði mikið á sig að gera þennan fína kálf að því sem við lásum í morgun,sem er mjög jákvæð og öflug auglýsing fyrir Ferðaklúbbinn.Kv Jóhannes
08.03.2008 at 13:05 #616984Mér þykir það miður að ekki náðist að fá grein frá umhverfisnefnd, því það var sú nefnd sem ég vildi gera góð skil ásamt tækninefnd. Ég hafði samband við Stínu í fjallasport og reyndi að finna Halldór í hátækni, einnig hafði ég samband við Val Helgason en öll voru þau viðriðin stofnun og fyrstu ár umhverfisnefndar. Ekkert þeirra var í aðstöðu til eða höfðu tíma til að skrifa neitt um stofnun umhverfisnefndar. Eg hafði samband við Skúla á eftir Agnesi til að ítreka það að fá eitthvað frá núverandi umhverfisnefnd. Skúli er búinn að gera grein fyrir því hér. Ég get þó játað á mig þau mistök að ég merkti óvart við á gátlistanum mínum að skúli væri búinn að skila grein og því voru ekki gerðar frekari ítrekanir á hann eins og þurfti að gera við nokkra aðra nefndarformenn.
Einnig þykir mér það leitt að greinin frá hjálparsveit skyldi ekki birtast en þau mistök voru gerð hjá Fréttablaðinu því greininni var skilað þangað og eins og Lella hefur lýst hér þá fengum við mjög stuttan tíma til prófarkarlesturs en um 15 mínútur liðu frá því að við fengum síðustu síðuna þangað til blaðið fór í prentun og ekki var hægt að gera frekari breytingar.
Á mánudagsfund í byrjun febrúar fór ég í pontu og sagði frá útgáfu þessa blaðs og að haft yrði samband við nefndir til að skrifa greinar í blaðið. Á fundi með Nefndum og stjórn þann 27 febrúar sagði ég líka frá útgáfu þessa blaðs. Hvort að menn séu svo uppteknir í kleinuáti að þeir taki ekkert eftir því sem rætt er á fundum, get ég ekki borið ábyrgð á. Ættu þeir menn að draga aðeins úr fullyrðingum sínum um að upplýsingaveitan til nefndarmanna í sambandi við þessa útgáfu hafi verið léleg.
Það efni og myndir sem við vorum búin að sanka að okkur og skrifa hefði getað fyllt heilt fréttablað og því urðum við að skera helling niður. Eitt viðtal tókum við út, ferðasögur frá deildum, styttum greinar, tókum út helling af myndum og annað bréfið sem kom frá tækninefnd. Ég er Snorra þakklátur fyrir að hann er búinn að birta bréfið sem vantaði hér.
Viðtöl og Ferðasögur koma til með að birtast í Setrinu sem kemur út í haust.
Kveðja
Sigurður Ásmundsson
ritstjóri
08.03.2008 at 13:08 #616986Blaðberinn í mínu hverfi í Kópavoginum hefur greinilega ekki nennt að dreifa Fréttablaðinu í dag frekar en oft áður um helgar.
Ég verð því líklega að láta mér nægja að kíkja á þetta á netinu.Kv. Sigurbjörn.
08.03.2008 at 13:30 #616988Það hefði verið gaman að sjá einnig umfjöllun um eitt af aðal hagsmunamálum samtímans þ.e.a.s. ferlamálið og slóðavinnuna, í þessum kálfi. Skora ég á yfirrithöfundinn að setja pistil varðandi þau hér á þennann þráð.
Kv. Magnús G
R 2136
08.03.2008 at 13:39 #616990En var ein af þeim greinum sem við létum víkja fyrir plássleysinu, vegna þess ma. að hún birtist nánast í sömu mynd í Setrinu síðasta.
En hér birti ég greinina um ferlaverkefnið í heild sinni.
Mælingarverkefni Ferðaklúbbsins 4×4 og LandmælingaUpphaf skipulagðar ferilsöfnunar Ferðaklúbbsins 4×4, má kannski rekja aftur til þess tíma er klúbburinn lagði Mál og Menningu til g.p.s mælda óbyggðaslóða eða um síðustu aldarmót. Bessi Aðalsteinsson sá um utanumhald þessara gagna á þeim tíma, eins lögðu margir félagsmenn til gögn í þetta verkefni með því að ferla fyrir klúbbinn. En ætlunin meðal annars að gera hálendiskort með Máli og Menningu og það væri sem best úr garði gert, einnig að lítt þekktir hálendisslóðar kæmust á kort.
Næsti áfangi ferlaverkefnisins kemur í kjölfar þess að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra skipar starfshóp sem fjalla á um slóða í óbyggðum. Þetta var 1 september 2004. Hópinn skipuðu þrjár stofnanir, einn frá hvorum þ.a.s Landmælingar, Vegagerðin og Umhverfisstofnun. Í tengslum við verkefni fær Ferðaklúbburinn 4×4, aðild að verkefninu. Og verður það til þess að stofnaður er starfshópur innan Ferðaklúbbsin, sem ætlar að leggja þessu verkefni lið.
Hafist var handa við það að koma upp vefsíðunni http://vegir.klaki.net/vegir/, Einar Kjartansson var helsta driffjöðrin í vefsíðugerðinni og síðan var safnað upplýsingum um hina ýmsu slóða bæði í textaformi og á g.p.s formi. Ári seinna rann samningstíminn út og nefnd ríkisins skilaði af sér skýrslu sem hét Skýrsla starfshóps umhverfisráðherra um vegi og slóða í óbyggðum, sem margir félagar í Ferðaklúbbnum höfðu ýmislegt útá að setja. Í kjölfarið kom vefsíðan Á vegi og voru þar kortagögn um þá slóða sem talið var að mætti aka.
Ferðaklúbburinn 4×4 gerði fjölmargar athugasemdir við þetta kort. Samtímis hafði VÍK vélhjólaíþróttarklúbburinn og Ferðaklúbburinn 4×4, verið í góðu samstarfi um verkefni sem kallaðist Á réttum slóðum https://old.f4x4.is/arettumslodum/index2.htm og fengu þeir til liðs við sig ýmsa aðila, svo sem Landvernd, Landgræðsluna, Umhverfisstofnun, FÍ, Útivist og síðast en ekki síst þáverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmanz. En með útkomu kortsins fyrrnefnda á vefinn, má segja að verkefnið Á réttum slóðum hafi verið andvana fætt og lagðist það niður í kjölfarið.
Eftir nokkur hlé á skipulagðri söfnun gagna hjá Ferðaklúbbnum 4×4 var ákveðið að halda áfram á sömu braut og áður, enda ljóst að mikil þörf var á gagnaöflun fyrir hina ýmsu aðila. Og ekki á færi margra annarra en jeppamanna á öflugum fjallajeppum að afla þeirra. Í kjölfarið gerðu Ferðaklúbburinn 4×4 og Landmælingar Íslands með sér samning haustið 2006, um að byggja upp þekjandi gagnagrunn yfir slóðir landsins. Hófst sú vinna á fullum krafti, þá þegar um haustið, með því að Ferðaklúbburinn 4×4 lagði LMÍ til mikið af ferilgögnum og síðan hófst skipulögð samvinna um vegamælingar sumarið 2007. Sú vinna gekk mjög vel. Fóru mælingarnar fram með þeim hætti að félagar í klúbbnum lögðu til jeppa í ferðirnar en Landmælingar lögðu til mælingartæki og mælingarfólk. Í sumar er ætlunin að aka og mæla í 60 daga sem eru u.þ.b 600 klukkustunda akstur. Og verður síðan haldið áfram gagnaöflun fram til ársloka 2009.
Jón G Snæland.
08.03.2008 at 13:49 #616992Ofar í þessum þræði segi ég að umhverfisnefndin umhverfisnefnd@f4X4.is hafi ekki fengið tölvupóst varðandi umræddan kálf og ekki hef ég fengið tölvupóst persónulega.
Ég stend við þessa fullyrðingu.
Varðandi hver ritstýrir er ekki alltaf ljóst, þó að siggi74 sé skráður formaður ritnefndar.
En að fella út alla umfjöllun um umhverfismál er ekki að mínu skapi.
kveðja Dagur
08.03.2008 at 13:59 #616994Dagur, þú segir líka ofar í þessum þræði.
Allavega hafði èg ekki hugmynd um kálfin fyrr en auglýsing um útgáfuteit byrtist hér á vefnum og fór þá að kanna málið.
Sem er helber lýgi þó svo að þú hafir ekki fengið tölvupóst.
Á síðu 2 í kálfinum kemur líka fram hver er ábyrgðarmaður og kverjir komu að útgáfunni.
hér ofar skrifa ég líka ástæðu þess af hverju ekkert kom frá umhverfisnefnd, þær greinar voru ekki teknar út eins og þú gefur í skyn.
Mér þykir leitt að ekkert kom um umhverfismál klúbbsins og ég lagði á mig mikla vinnu við að reyna að gera þeim málum góð skil en afrakstur vinnunnar varð því miður engin.
kveðja Siggi
08.03.2008 at 14:10 #616996Held að við ættum ekki að láta umræðu um þessa glæsilegu kynningu á klúbbnum snúast um karp um þetta. Eins og ég segi klikkaði ég á að skila inn grein frá nefndinni (líklega var það Siggi en ekki Agnes sem hringdi í mig, segir nú allt um minn leka haus að muna það ekki einu sinni rétt) og ekki birtir Siggi grein sem ekki er skilað. Örugglega verið í nógu mörg horn að líta við að koma þessu út. En þrátt fyrir þetta er blaðið glæsileg kynning á klúbbnum og svona kynning nýtist síðar í öllu okkar starfi.
Kv – Skúli
08.03.2008 at 14:11 #616998Sæll siggi74.
Ég man vissulega eftir kynningu þinni á félagsfundi í Mörkinni, en vissi ekki að komið væri að úgáfu.
Varðandi hver ritstýrir, þá segðu okkur hver horfði yfir öxlina hjá þér.
kveðja Dagur
08.03.2008 at 14:36 #617000það hengu margir á öxlunum á mér.
Ég, Sveinbjörn og Lella unnum saman að þessu blaði, skiptum á milli okkar verkefnum þannig að Lella sá um viðtöl og hafa samband við deildir, ég sá um samningsvinnu við fréttablaðið, öll samskipti við fréttablaðið og samskipti við formenn nefnda og Sveinbjörn sá um allt gamla liðið og gömlu myndirnar.
Þegar haft var samband við okkur frá fréttablaðinu á fimmtudagskvöldið síðastliðið og okkur tjáð að efnið sem við værum með kæmist aldrei fyrir í blaðinu, hófst niðurskurðurinn. Sveinbirni tókst að fá fréttablaðið til að stækka kálfinn uppí 16 síður en hámarksstærð á seldum kálfum hjá fréttablaðinu er 12 síður. Hringdum við í hvort annað og sendum hvort öðru mail allan föstudagsmorguninn og átti ég held ég einhver 15 símtöl við Sveinbjörn á þessum tíma og fékk 22 mail frá miðnætti á fimmtudag til klukkan 14:30 á föstudag, þar sem við ræddum um það hvað ætti að skera niður.
Engin annar en við þrjú komu að því hvernig blaðið ætti að líta út.
Svarar þetta spurningu þinni Dagur?
kveðja Siggi
08.03.2008 at 14:43 #617002Þakka þér fyrir þetta siggi74.
Eins og ég sagði ofarlega þá finnst mér kálfurinn góður að öðru leiti en umfjöllun um umhverfisnefndarmál.
Þú átt þökk mína fyrir góð störf.kveðja Dagur
08.03.2008 at 17:00 #617004bara fjör
08.03.2008 at 17:25 #617006Þar sem ég hef verið ötull talsmaður þess að leggja niður hjálparsveit 4×4, skal ég hér með taka á mig ábyrgð á því að sá pistill var ekki birtur, og geri það með glöðu geði. Við í fjarskiptanefnd höfum nefnilega verið að þróa nýja gerð af fjarskiptatækni, svo kallað hugskeyti og ég sendi eitt svoleiðis og lét taka út greinina um hjálparsveit, enda eru allir búnir að fá hundleið á söguni um eina útkallið á þessari öld, sem var að gefa einhverjum í 101 Reykjavík start. Eins höfum við verið að þróa nýja aðferð til að særa upp drauga með einni af VHF tíðni 4×4, og gengur það vel. Umhverfisnefnd þarf þó að koma að því máli, og moka ofaní holurnar sem þessir draugar skylja eftir sig. Ef þetta særingarverkrfni gengur vel er hægt að legga hálparsveit 4×4 endanlega niður, enda eru draugar hrikalega öflugir á skófluni og redda föstum og biluðum bílum á met tíma.
Góðar stundir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.