This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 17 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Fréttablaðið í dag.
Best að leiðrétta strax smá misskilning sem kom fram í Fréttablaðinu í dag. En þar segir að ég hafi farið nokkrar ferðir með Landmælingarmenn á fjöll. Það er ekki rétt heldur hef ég aðeins einu sinni farið með Landmælingum og þá var ég undanfari ( en blaðamanninum hefur þó þetta innlegg skemmtilegra og hverju er ekki sama ). Um leið og Sprengisandur opnaði, fórum við á tveim jeppum. Þar sem allar slóðir eru þannig við opnun Sprengisands að þær er ornar daufar og ógreinilegar ók ég á langt á undan Barböru, sem var með mælingarmann um borð. Tilgangurinn með því að vera á undan var sá að finna réttustu leiðina og mælingarjeppinn gæti því alltaf rúllað áfram rétta leið.
Það sem búið er að mæla með þessum hætti eru ýmsar leiðir frá Sultartanga norður undir Kistuöldu. Einnig hefur verið farið á norðanverðan Sprengisand og norður í drög dala sem liggja til norðurs frá miðhálendinu. Mælt hefur verið frá Bláfelli og vestur með Langjökli. Núna er verið að mæla meira á Sprengisandi og síðan verður mælt á hálendinu frá sunnanverðum Hofsjökli suður á Tangaleið ( línuvegur frá Sultartanga yfir á Hrunamannaafrétt ). Lokaverkefni ársins verður síðan að mæla á norðausturlandi.
Annars er það að frétta af gagnagrunni Ferðaklúbbsins 4×4 að hann stækkar stöðugt og telur nú 1782 ferla langa sem stutta. Við erum einnig með Mapsource skrá þar sem við teiknum inn þær leiðir sem eftir er að ferla og við munum eftir. Sú skrá samanstendur af rúmum 300 leiðum. Og minkar ekkert, frekar að skráin stækki og á hún eftir að stækka enn frekar áður en hún minkar. Því reyndin er jú sú að þegar farið er að ferla kerfisbundið og rúllað er inna á einhverja slóðina þá kemur alltaf í ljós að fullt er af aukaleiðum út frá megin leiðinni. Ég vill svo bara minna á söfnunar póstfang Ferðaklúbbsins 4×4 en þar tökum við á móti bæði sumar og vetrarferlum ferlasafn4x4@f4x4.is
You must be logged in to reply to this topic.