FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Frétt á mbl.is

by Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Frétt á mbl.is

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ólafur Magnússon Ólafur Magnússon 17 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.09.2007 at 11:09 #200744
    Profile photo of Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson
    Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson
    Participant

    Það fór um mig kaldur hrollur þegar ég las þessa frétt á mbl.is:

    http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1289417

    Nú á að fara að hleypa útlendingum á 38″ breyttum bílum upp á hálendið með þá hugmynd í kollinum að þeir geti keyrt hvert sem er, og það að vetri til.

    Slæmt mál þetta!!!

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 04.09.2007 at 11:37 #595960
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Það var lengi vel hægt að leigja 38" Defendara hjá ALP (eða hvað sem þeir heita núna). Hefur staðið einn vélarlaus fyrir utan hjá þeim lengi vel. Óttarleg fjós þessir bílar þeirra, en það er kannski bara eðli týpunnar :)

    kv
    Rúnar.





    04.09.2007 at 11:41 #595962
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Budget bílaleiga á tvo 38" breytta Landrover jeppa sem þeir leigja út.
    Kv. Dúkkan





    04.09.2007 at 13:16 #595964
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Var að setja inn annan þráð um torfæruakstur danskra dáta á einhverjum eyðimerkurtröllum. Ef að vanda lætur hvað varðar heræfingar, þá verður ekki verið með neina smámunasemi eins og náttúruvernd í þetta skipti frekar en önnur sambærileg. Þetta er hið nýja "samstarf um varnarmál".





    04.09.2007 at 14:32 #595966
    Profile photo of Gudni Alexandersson
    Gudni Alexandersson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 336

    Ef þið lesið þetta þá stendur þarna

    Verða þeir frá áramótum leigðir út í skipulagðar ferðir undir eftirliti og leiðsögn starfsmanna Ísafoldar.

    Í tilkynningu frá Ísafold segir, að allir þátttakendur fái ítarlegar leiðbeiningar um hvað þurfi að aðgæta í sambandi við akstur breyttra bíla áður en lagt er af stað, en einnig standi í boði stutt námskeið í bíltækni, aksturstækni og ferðamennsku í upphafi ferðar.

    Þetta er nu strax smá Plús.. 😀





    04.09.2007 at 16:49 #595968
    Profile photo of Tryggvi Már Gunnarsson
    Tryggvi Már Gunnarsson
    Member
    • Umræður: 9
    • Svör: 88

    Heyrst hefur að eftir 50 ára framleiðslu séu Landróvermenn búnir að þróa hátæknilausn á meintum hitaskorti í Landróver og að það hafi verið ein ástæða þess að Ísafold valdi Defender:
    [img:1zaypjx9]http://farm1.static.flickr.com/165/407808347_c0697745c4.jpg[/img:1zaypjx9]

    Sagt er að Comfort pills séu væntanlegar eftir önnur 50 ár. :)

    Landróverkveðja,
    Tryggvi Már





    05.09.2007 at 10:55 #595970
    Profile photo of Andri Már Johnsen
    Andri Már Johnsen
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 62

    það er alveg sama hvort það er undir leiðsögn eða ekki, það þurfa þá að vera ansi margir leiðsögumenn. Námskeið kennir þér ekkert hvernig þú átt að koma bílnum áfram þegar færið þyngist og veðrið versnar og ríki strákurinn frá útlöndum sem leigði bílinn er orðinn hræddur.
    Ég held að þetta sé ekkert nema slæmt, alveg sama hvort það er powerpoint show eða ekki.





    05.09.2007 at 14:19 #595972
    Profile photo of Þórður Aðalsteinsson
    Þórður Aðalsteinsson
    Participant
    • Umræður: 25
    • Svör: 130

    Ég bara skil ekki þessa vinstri grænu forræðishyggju, hvað er athugavert við það að sýna smá framtak og hagnast í leiðinni á því sem við öll höfum gaman af. Þetta er bara gott mál og vonandi að fleiri fá að upplifa það að ferðast í jeppa á Íslenskum fjöllum að vetrarlagi.

    d.





    05.09.2007 at 21:38 #595974
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Hvaða hvaða félagar, það er ekki verið að tala um að senda óreynda ferðalanga eina í jöklaferðir á breyttum bílum (þó svo margir okkar hafi einmitt hafið "ferilinn" svoleiðis).
    Þarna er verið að stofna rekstur sem ætlar sér að selja "self-drive" ferðir á breyttum bílum um íslenska fjallvegi að SUMARLAGI.
    .
    Erum við svo hræddir um að einhver komist að því að það er ekkert merkilegt að ferðast um hálendið? Má engin annar geta það?
    .
    Mér finnst þetta til fyrirmyndar. Frábær landkynning og fækkar þá mögulega jafnvel aðeins þeim sem eru á ferð þarna án eftirlits og leiðsagnar.
    .
    Öndum og njótum :) Leyfum hinum að vera með líka.
    .
    Kv. Baddi





    05.09.2007 at 22:51 #595976
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Tek undir með tveimur síðustu ræðumönnum, þetta er skemmtileg hugmynd hjá þeim í Ísafold. Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort þetta gangi upp, en vonandi blússgengur þetta.
    Eins og ég sagði hér í öðrum þræði getum við kennt erlendum jeppamönnum ýmislegt, en það þýðir ekki að útlendingar almennt geti ekki lært. Eru annars margir í þessum klúbb sem aldrei fóru í sinn fyrsta túr grænir á bak við eyrun???
    Ég hef séð á breskum Landrover spjallsíðum að það er draumur margra að koma til Íslands og jeppast. Margir láta verða að því og taka Roverinn sinn með en stærsti draumurinn er þó að prófa að ferðast á ‘Icelandic Super-Rover’. Og þá eru þeir ekki með farþegasætið í huga.
    Kv – Skúli





    06.09.2007 at 11:25 #595978
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Eftirfarandi athugasemd hefur borist til vefnefndar frá Jóni Baldri hjá Ísafold Travel vegna þessarar umræðu:

    Þætti gott til að fyrirbyggja frekari misskilning að fram kæmi í fréttum hjá 4×4 hvernig staðið verður að útleigudæminu hjá okkur. Lesa má fréttatilkynningu um þetta á vefsíðu Ísafoldar, [url=http://www.isafoldtravel.is:i5tmzach][b:i5tmzach]www.isafoldtravel.is[/b:i5tmzach][/url:i5tmzach]





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.