Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Frammstell
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Már Gauksson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.11.2006 at 21:16 #198969
Sælir félagar…
ég veit að þetta hefur örugglega komið áður en ég finn það ekki en ég er að spá í að setja rör undir runnerinn að framan (væntalega) en mér er svona spurt hvað þarf ég að gera sko frá a til ö (kannski þú gætir sett fróðlegann pistil Ofsi)
Kv Röralausi Davíð R-2856
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.11.2006 at 21:43 #568252
það væri nú helvíti langur pistill, að lýsa því öllu. en við erum nú ekki sérlega margir með hásingu að framan og höfum kannski ekki allir farið sömu leiðir í þessum málum þó svo að það hafi verið nokkuð áþekk útfærsla. Reyndar var hásingin kominn undir þegar ég fékk jeppann en ég þurfti að endurbæta helling við það að fara af 38 tommu í 44 tommu enda léttur bíll og hefur minnsta slit mikil áhrif á jeppaveiki sem ekki var þekkt á 38 tomunni. ég skal reyna að setja eitthvað saman. En þú gætir líka kíkt á myg og tekið myndir.
15.11.2006 at 22:03 #568254Hásing undir Runner.
Einhvern vegin svona var dótið sem notað var. Í síðustu útfærslu. Vandamálið er svo hinsvegar að koma draslinu fyrir svo það sé ekki hvert fyrir öðru. PS ég man ekkert hvaða sektorsarmurinn er. Annars er þetta einfalt og kostar ekkert nema blóð svita og tár
Tilbúnar útskornar plötur fyrir dempara og gorma ofl frá Áhaldaleigunni upp á Höfða
Gormar OME Patrol gormar 50 m/m lengri en orginal og með 50 kg meiri burð.
Stuðpúðar frá Toyota úr Landcruser
Koní demparar breyttir hjá Bjarna í Bílanaust
Millibilstöng frá Toyota og breytt á renniverkstæði Egils
Stýrisarmar smíðaðir hjá Árna Brynjólfs
Togstöng smíðuð af Árnar Brynjólfs
Allir endar eru núna orginal Toyota
Stýrisdempari frá Fjallabílum
Stýristjakkur frá Landvélum
Stýrismaskína 4Runner boruð hjá Snorra Landrover meistara
Stýrisslöngur frá Barka
Boddý stífa ( skástífa ) efnisrör og endar úr Landrover BSA
Stífur á hásingu Range Rover með stífari fóðringunum frá BSA
Hlutfall 5.71
Læsing ARB frá Benna
Framskaft er úr Dubbelcap og var notað það sem gaf mesta sveigju og var því púslað saman að Fjallabílum stál og stönsum.
Driflokur og diskabremsur þó ekki loftkældar
Lengdar bremsuslöngur Stilling
Öndu á hásingu tekinn upp.
Að lokum var framhásingin færð u.þ.b 5 cm framar.
15.11.2006 at 22:34 #568256
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta dabbi minn efast um að þú ráðir við svona nema fá einhvern góðan með þér í svona . En góð hugmynd samt sem áður gangi þér vel ef þú ferð út í þetta:)
Er það út að leika um helgina JÁ!!!
15.11.2006 at 22:42 #568258Það er líka ágætis lausn til á þessu vandamáli. Best er að kaupa sér bara jeppa, en vera ekki að reyna að breyta þessum slyddurum í jeppa.
Góðar stundir
15.11.2006 at 22:43 #568260Það þarf nú kanski ekki alltaf að taka stóra pakkan ef farið er út í svona framkvæmdir.
Þetta er svona tiltölulega ódýrt og lítið mál að eiga við, ef maður efnar sig rétt upp í upphafi.
Þú getur gáð á [url=http://www.uppsveitir.is/knarrarholt:b2eqyssv][b:b2eqyssv]heimasíðuna[/b:b2eqyssv][/url:b2eqyssv] mína, þar á að vera um eitthvað svona undir "bílavesen"
15.11.2006 at 22:44 #568262
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er nú einginn slyddujeppi sem dreingurinn er á En alltaf má betrumbæta
15.11.2006 at 23:38 #568264Ofsi:
Mig langar aðeins að forvitnast meira um smíði Slóðríks II, enda lýtur út fyrir að þú hafir verið í stanslausum gripflutningum bæjarfélaga á milli til að safna saman hlutum í í rörið.1. hvernig stendur á öllu þessu millibil/tog-stangar sérsmíði,
er verið að fá þetta dót sterkara?, eða hásingin í annarri breidd?
2. Hefur eitthvað verið að hefur brotna’? í sem tengist frammrörinu, dirf , spindilegur, hjólalegur, stýrimaskina, bognar stýrisstangir?
3.Er hásingin eitthvað styrkt?
4.Er það rétt að Slóðríkur sé búinn að ganga í gegnum fleiri vélarupptektir en Patrol, sem er að renna úr ábyrgð?Kv
Kristján krossarastrákur
16.11.2006 at 00:14 #568266Það er nú gaman að geta svarað nokkrum af þessum spurningum.
1 Millibils og togstangirnar voru of granna og svignuðu þær, þegar þær fengu að kenna á 44 tommunni og auk þess var vart við jeppaveiki í byrjun. Þ.a.s áður er tjakkur og dempari voru komin á sinn stað. Auk þess voru Speiser endar í stöngunum sem þurfti að skipta úr reglulega en eftir að Toyotu endarnir voru komnir í varð það til friðs.
2 Það sem hefur skemmst voru festingar fyrir skástífu og þurfti að styrkja hana verulega, enda var vægið á henni breytt frá því að hann var á 38 tommu. Annars hefur hásingin sjálf verið til friðs, nema einu sinni braut ég drif við það að draga Landrover upp brekku sem var með tveggja öxla kerru í eftir dragi og lítinn gám. Annað vandamál var að ég var að lemja skástífunni niður í stýristjakinn á meðan ég var með orginal gorma úr nýja Pattanum en var í lagi eftir að ég fékk mér öflugri gorma.
3 Hásingin er ekkert styrkt enda er jeppinn ekki nema 2240 kg tilbúinn á fjöll. Þó svo manni hafi dotti það í hug að styrkja hana aðeins enda ekki verra að byrgja brunnin áður eða þannig.
4 Til þess að svara þessari spurningu verð ég að fá leifi núverandi stjórnar, en ég hafði ekki leifi fyrrverandi stjórnar að tjá mig vélarupptekningar á Slóðrík. Legg ég því til að þú sendir þetta erindi á tækninefnd klúbbsins og hún gæti fjallað sérstaklega um það, því tækninefndin á að gæta hagsmuna 4×4 félaga einsog Einar eik bendir á í þræði um dekkjarmál.
16.11.2006 at 12:29 #568268þakka skjót og flott svör ofsi það er aldrei að vita nema ég fái að kíkja á þig með ljósmyndarann með mér og taka myndir af heila galleríinu og hjalti maður er nú að læra bílasmiðinn svo maður kann aðeins fyrir sér svo fæst oft góð hjálp hjá félögum 4×4 sérstaklega ef í boði er eins og smá öl eða álíka í staðinn nú eða greiði á móti 😀
Viva Las 4X4
Davíð R-2856
16.11.2006 at 12:36 #568270
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jú mikið rétt dabbi en góð hjálp fæst ekki allstaðar
16.11.2006 at 13:29 #568272Jamm. Félagi minn lenti í því að heddpakkning gaf sig á Toyotu með reynslu, hann var búinn að panta tíma á ákveðnu verkstæði, sem sérhæfir sig í viðgerðum á vélum. Eftir að ég sagði honum undan og ofan, af hremmingum vélarinnar í Slóðrík, þá skipti hann um skoðun og skipti sjálfur um heddpakkninguna. Og gékk bara vel.
-Einar
14.12.2006 at 21:29 #568274Ég er að fara að setja framhásingu hjá mér og fékk mér doublecab hásingu. Mínar spurningar er þær hvort er betra að nota orginal stýrisarma af 70 cruiser eða armana frá Árna? einnig hvernig hafa menn náð breikkað þær ? (Er á extra cab.)
Kv Bjarni
15.12.2006 at 19:23 #568276???
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.