Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › FRAMHÁSING UNDIR PAJERÓ
This topic contains 80 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years ago.
-
CreatorTopic
-
01.06.2002 at 16:07 #191542
Anonymoushefur einhver reinslu af því að breita toyota hilux hásingu það að segja færa drifkúluna vm
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.11.2002 at 14:55 #46159817.11.2002 at 21:49 #461600
Og þurftir þú að draga Toyoturnar í bæjinn með ónýtar kúplingar…………….
17.11.2002 at 22:42 #461602Já það þurfti tvo Togoýta hrísgrjónabrennara til að kippa honum upp enda engir alvöru bílar með í för 😉 (og ekkert spil með heldur, það var eiginlega verst) Þökk sé góðum teygjuspottum sluppu þær við stórskaða, aftursætið í öðrum kom að vísu út um hliðargluggana en það var nú ekki stórmál…
Kv.
Bjarni G.
17.11.2002 at 23:51 #461604Nú fer ég að halda að þessar þyngdartölur sem Bjarni gaf
okkur upp á bílnum hafi verið stórlega ýktar og fyrir allar breytingar á bílnum,sjálfsagt staðið bara á grindinni.
Skil bara af hverju þú Bjarni ert ekki búinn að útbúa
innbyggt spil á hann ýkt,þá væri nóg að ein toyota fylgdi
þér í vetur og hinar gert eithvað gagn annarsstaðar!!!
18.11.2002 at 22:03 #461606
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
89-90 Cherokeeinn er með dana44 frá cræsler að aftan og dana 35 að framann Og það er ekki þvermálið sem segir til um það hvað sterkt drif er heldur hvaða málmblanda er í draslinu Eitt gott dæmi um málblöndu ,það er þegar þú sérð cruiser í átökum þó hann sé fulllæstur þá snúast dekkin ekki alveg í takt heldur hnökrar hann áfram, og það er vegna þess að hann vindur up á öxlana þangað til vægi snúnings er orðið meira en mótstaðan. Svo er það nýi cruiserinn sem ég er að tala um
Hveðja Krakkinn
19.11.2002 at 21:46 #461608
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ER búinn að vera pæla í svona breytigum fyrir sjálfan mig. ER ekki málið að setja gírkassa úr Mazda B 2600 árgerð ´87 eða ´88 í þeim er mmc vél.Gírkassinn passar við vél í Pajero. millikassinn úr Mazda er fyrir drif kuluna hægramegin. Toyotu framm hásing ???
kv
Trausti
04.12.2002 at 21:10 #461610klafar öxlar liðir drif og allur sá búnaður virðist mjög góður í pajeró því mesta della að henda því sem gott er og setja hundléleg toyotu drif í staðin
04.12.2002 at 23:38 #461612
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ha? eru menn ennþá að spá í þennan pajeró??
04.12.2002 at 23:57 #461614AGNARE hefur margt til síns máls, enda er mér ekki kunnugt um að menn hafi staðið í stórvandræðum með þennan búnað í Pajero. Hins vegar kann að vera að menn fái sterkari búnað með heilli hásingu, en þá fórna þeir auðvitað ýmsu öðru í staðinn (aðallega fjöðrun og aksturseiginleikum).
Ég er reyndar hissa að menn skuli ekki hafa spáð meira í gamla Pajero til breytinga og enn meira hissa að enginnskuli enn hafa breytt nýja Pajero á "38 hjól. Það yrði örugglega meiriháttar bomba, léttur bíll með öfluga vél.
Ferðumst í friði og á stöðugu iði…
BÞV
05.12.2002 at 09:02 #461616
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er þessi nýji Pajero ekki grindarlaust helvíti! Ef menn eru að spá í jeppa í þessum verðflokki myndi maður ætla að ýmsir betri kostir séu í stöðunni (t.d. Toyota).
Kv – Skúli H.
05.12.2002 at 09:16 #461618Hó hó…
Þetta er sá lífseigasti þráður sem ég man eftir á þessu spjalli. Það sem ég var að leita eftir, er að fá lengri fjöðrun að framan á gamla seig, því fjöðrunin er nú uppskrúfuð að fullu og gerir lítið gang í uppslaginu. Sammála mönnum um að búnaðurinn sjálfur er mjög sterkur og bílanalítill.
Varðandi nýja bílinn Skúli, þarf þú aðeins að passa hvað þú segir, því ekki er bíllinn grindarlaus. Grindin er inn í boddíinu sjálfu, kann samt ekki að skýra þá hönnun hér, en bíllinn er hannaður upp úr þeim keppnisbílum sem hafa unnið París Dakar rallið sem oftast síðustu ár.
Menn sem hafa vit á jeppabreytingum, hafa frekar haft áhyggjur af öxulhosunum í drifbúnaðnum að aftan, heldur að grind og boddý sé ekki nógu gott ! Og þá er verið að tala um, ef menn ætla að nota bílinn á fjöll og lenda í miklum krapa. Aron Árnason í Jeppasmiðjunni er búinn að skoða hugsanlegar breytingar á þessum bíl og segir þær lítið mál, ekki meiri mál en að breyta Barbý…. (vona að ég sé að hafa þetta rétt eftir honum).
Kv
Palli.
05.12.2002 at 09:30 #461620Aron er að sjálfsögðu í JEPPAÞJÓNUSTUNNI, beint fyrir ofan Sólningu…
P
05.12.2002 at 15:30 #461622Hvenær er fjórhjólaökutæki skilgreint sem jeppi og hvenær sem jepplingur.
Einhvern tímann var Honda auglýst sem kraftmesti jepplingurinn ??
Mín persónulega skoðun er að ökutæki sem hefur sjálfstæða grind þannig að mögulegt er að lyfta boddíinu frá grindinni til að koma undir stærri dekkjum ofl. geti talist vera jeppi.
Ökutæki sem hefur innbyggða grind inni í boddíið mundi ég setja í flokk jepplinga t.d. Hondu, nýja Pajeroinn ofl.
Að halda því fram að nýji Pajeroinn sé grindabíll, aðeins að grindin sé inni í bódíinu, er bara brandari.Ég skoðaði nýja Pajeroinn og eftir lauslegt mat og viðræður við sölumann Heklu er það alveg ljóst að það er ekkert einfalt mál að setja þennan jeppling á t.d. 38? dekk.
Hitt er annað mál að menn hafa sett moskvit á stór dekk og ef einhver er tilbúinn í svoleiðis æfingar með nýja Pajeroinn væri gaman að sjá það.Ég á sjálfur Pajero ?98 á 38? og var því svolítið leiður yfir því að arftakinn skuli bara vera jepplingur.
05.12.2002 at 15:52 #461624Sumir hafa talið það einkenni alvöru jeppa að vera á hásingu bæði framan og aftan. Jeep Cherokee (XJ) og Grand Cherokee (ZJ) eru með heilar hásingar bæði framan og aftan, það er hægt að kaupa allar tegundar af læsingum fyrir bæði drifin og niðurfærslan í lágadrifinu er 1/2.72.
Samt eru þetta bara jepplingar samkvæmt skilgreiningu Vals. Sannleikurinn er að með "unibody" hönnun verður bíllinn um 200kg léttari miðað við sambærilegan styrk. Þetta munar álíka í floti og að fara upp um eina stærð í dekkjum.
05.12.2002 at 16:37 #461626
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ætlarðu að voga þér að segja að Siberian Benz sé EKKI jeppi ! ! ! Nú ertu kominn kominn á hálann ís.
Ég held að það sé ekki hægt að skilja jeppa og jepplinga svo létt í sundur með einhverjum alsherjar fullyrðingum um að jeppi sé svona og svona. Jeppar eru td. ekki allir á grind samanber Cherokee, Siberian Benz og fleiri. Ekki allir bílar með millikassa eru jeppar samanber Subaru. Því er ekki hægt að nota þetta til að skilja í sundur. Hvað með lúxusjeppana frá BMW, Lexus, VW og Mercedes? Eru þetta fullgyldir jeppar? En Toy Rav4? Honum hefur nú verið breytt fyrir eitthvað stærri dekk! Skilgreiningin held ég að verði bara að vera persónubundin! En Siberian Benz er JEPPI og á því leikur enginn vafi ! ! !
Kveðja
LadaI’d rather push my Lada than drive a Land Rover
05.12.2002 at 17:06 #461628
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Engu að síður er Pajeroinn eins og hann kemur af tréinu um 2,1 tonn sem ég held að sé ef eitthvað er meira en Barbí.
Annars ætlaði ég ekki að vera með neinar bömmeringar á pæjurnar (umgengst þær yfirleitt af varkárni!). Eflaust er ágætur styrkur í þessum bitum í boddýinu, fjöðrun skilst mér að sé eðal fín og ágæt vél og örugglega margt gott í þessum bílum. Engu að síður held ég að það að hann er ekki með sjálfstæðri grind (má ég orða það þannig?) geti skýrt það að menn eru ekkert að breyta þeim úr forstjórajeppa í fjallajeppa.
Skúli H.
05.12.2002 at 23:23 #461630Þessi umræð kom upp fyrir all nokkrum árum þegar Cheerokee kom án sjálfstæðrar grindar, þá voru margir sem sögðu það er ekki hægt að breyta þessu og er handónýtt. Ég sé ekki betur en að það sé verið að nota þessa bíla ennþá í dag þó þeir séu ekki með sjálfstæða grind án vandamála. Þannig að hvort Pajeró eða aðrir jeppar eru á sjálfstæðri grind eða ekki hefur eitt og sér ekkert að gera með hentugleika þeirra til breytinga.
Helgi
06.12.2002 at 07:43 #461632Það er að jafnaði auðveldara að hækka bíla upp sem eru með heilar hásingar og/eða með sjálfstæða grind. En íslenskir jeppamenn eru búnir að átta sig á því að það þarf ekki að hækka bíla mikið upp til að koma fyrir stærri dekkjum. Í flestum tilfellum duga 10 sentimetrar fyrir 38" dekk, á grindarbílum er hægt að ná þeirri hækkun með því að lyfta boddíinu. Það er snúnara að eiga við bíla sem eru hvorki með sjálfstæða grind eða hásingar. Í sumum tilfellum er hægt að hækka slíka bíla, ég setti einu sinni 35" dekk undir svoleiðis bíl frá Mitsubishi, og fór á bílnum yfir 5 jökla.
13.01.2003 at 23:25 #461634Gleðilegt ár á einum líflegasta þræði spjallsins frá upphafi!
Tek undir þetta með eik, það er ekkert mál að hækka upp bíla sem ekki eru á sjálfstæðri grind. Er hins vegar ekki sammála þeim sem halda því sífellt og endalaust fram að "ekkert vit sé í öðru en að vera á hásingu…", enda eru menn þá bara ekkert að fylgjast með framþróun í fjöðrunarkerfum á þessum bílum.
Sjáiði t.d. bílinn hjá vini mínum boa. Byrjar ekki nema karlkúlan á að rífa það úr þessum bíl sem gerði hann að "limma", þ.e. framfjöðrunina og vélina. Og hvað haldiðisvo??? Setur hann ekki nema gamla rörið, vélina og "69 módelið af Benz kassanum oní djásnið! (ég reyndar skil þetta vel með vélina, hún er snilld). Þetta kallar maður að vera "fastur í gírnum".
Ferðakveðja,
BÞV
14.01.2003 at 02:12 #461636
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er caps Lock í cruser 90? lítið mál að setja cruser 80 gormafjöðrun undir og kostar bara 740,000Kr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.