Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › FRAMHÁSING UNDIR PAJERÓ
This topic contains 80 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years ago.
-
CreatorTopic
-
01.06.2002 at 16:07 #191542
Anonymoushefur einhver reinslu af því að breita toyota hilux hásingu það að segja færa drifkúluna vm
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.11.2002 at 15:44 #461558
Ég held að þetta sé minnimáttarkennd, þeir þurfa stöðugt að vera að sannfæra sjálfa sig og aðra um ágæti þessara bifreiða. Held að rökin séu þessi: "Ef ég gala nógu hátt og oft þá hlýtur einhver að trúa mér". Og þetta með að vera á móti því að setja eðal ameríkudót í Pajero eða eitthvað annað, þeir eru bara hræddir um verða alltaf síðastir.
Kv.
Bjarni G.p.s. varðandi Bronco, Scout og Wagoneer hásingar þá eru Bronco og Scout með 5 bolta hjólnáum en Wagoneer er með 6 bolta. Bronco og "yngri" árgerðir (kringum 87) af Wagoneer eru með drifkúluna vinstra megin. Í flestum tilfellum passa Wagoneer hjólná á Bronco og Scout rör. Þannig að það ætti að vera auðvelt að finna eða setja saman eitthvað sem passar fyrir t.d. Pajero. Auk þess sem það er mjög einföld aðgerð að flytja kúluna til á þessum Dana hásingum.
15.11.2002 at 15:45 #461560Ef minnið er ekki að svíkja mig þeim mun meira þá var það Jeep Commanche sem fór hæst alla bíla (Hvannadalshnúk).
Jón H.
15.11.2002 at 16:16 #461562
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jú gott ef það var ekki Commanche, en í því tilfelli skipti tegundaheitið ekki máli, það var Warn spil sem kom honum þarna upp (og væntanlega þrjóskan í leiðangursmönnum).
15.11.2002 at 16:22 #461564það er rétt að jeepinn fór á hnjúkinn,en hann var að vísu ógangfær þegar upp var komið.
15.11.2002 at 17:34 #461566Eitthvað var þetta nú biturt svar hjá þér Lúther. Ég bíð spenntur eftir því að þú fullyrðir að Togoýta jeppi geti keyrt þarna upp 😉
Kv.
Bjarni G.
15.11.2002 at 18:22 #461568ég væri nú heldur en ekki til í það,en ég myndi taka með mér Come-up spil þá væri þetta leikur einn!!
15.11.2002 at 21:12 #461570Lúther.
Hvaða væll er þetta? Þarftu amerískan startara með spotta vafinn um ankerið til að komast upp smá brekkur? Til hvers er þá að hafa Þetta TDI? Stendur það kanski fyrir "treysti dótinu illa"? Þú mátt ekki láta Bjarna draga þig niður. Hann kemst ekki einu sinni á Snæfellsjökul. (Segir sá sem ekki dreif í vinnuna í morgun)
Og ástæðan fyrir því að hann er að lofsyngja Dana 44 er sú að hann er með svoleiðis sem hann þarf að selja. Hún er víst ekki nógu sterk.En var ekki jeppinn hans Jóns bróður í fínu standi eftir að hafa verið togaður á hjúkinn?
Kv. Emil. (Bara með TD)
15.11.2002 at 21:29 #461572Emil… ég ætla ekki að svara þessu með Snæfellsjökul… sálfræðingurinn minn er búinn að ýta því máli lengst niður í undirmeðvitund… 😉
En það er rétt, Dana 44 framhásing er ekki nógu sterk fyrir mig enda ekki mikið af búnaði sem þolir 44" Super Swamper á 18.5" breiðum felgum. Dana 44 er hins vegar skotheldur búnaður fyrir venjulega 38" bíla. Hásingin mín er ekki til sölu fyrr en ég er búinn að græja öflugri búnað.
Kv.
Bjarni G.
15.11.2002 at 21:37 #461574Sæl öllsömul.
Það er mikið að menn eru farnir að ræða þessi heimsálfumál í jeppaframleiðslu án fordóma og af fullkominni einurð! Ég hef satt að segja saknað umræðu sem er ekki lituð af sleggjudómum og fávísi, heldur vel ígrunduð og með tilliti til reynslu íslenskra jeppamanna sl. ár og áratugi.
Að vísu sýnist mér að það sé einungis ríflegur helmingur þeirra sem tjáir sig sem virðir þessi grundvallarviðmið heilbrigðrar rökræðu, þ.e. þeir sem séð hafa ljósið í jeppaferðamennskunni. Þarna á ég við þá sem náð hafa að þróast með reynslunni frá gömlum, stífum traktorsjeppum frá USA (ennþá afgreiddir á blaðfjöðrum eins og hestvagnar villta vestursins) yfir í japansk-framleidda eðaljeppa.
Ef þú sérð jeppamann á fjöllum, sem er úttaugaður, dauðþreyttur og löngu hættur að hafa gaman af túrnum, auk þess sem hann er allur haugskítugur af smurolíu uppfyrir haus og konan hans annað hvort farin frá honum eða að íhuga það alvarlega, þá geturður verið viss um að þar er á ferð vírussmitaður Ford, Chevy eða Dodge eigandi, sem sér ekkert annað og munaldreisjáannað sama á hverju gengur.
Það eina sem vinnst með þessari ameríkuútgerð hinna vanþróuðu, er að við hinir á japönsku hrísgrónahýðunum fáum með því staðfestingu á því að við völdum rétt!
FERÐAKVEÐJA (á Caps Lock)
já vel á minnst ORMUR, ég nenni ekki að elta ólar við að svara þínum pistli núna, til þess er ég einfaldlega í allt of góðu skapi, en ÞVÍLÍKT BULL!!!!! (nú notaði ég upphrópunarmerkin eins og hann)
BÞV
15.11.2002 at 21:41 #461576Hæ Bjarni.
Ertu til í að gefa mér upp númerið hjá sálanum þínum?
Mér veitir ekki af eftir GLÓÐARKERTA-TÍMASTILLA-KALDSTARTS-RAFGEYMA (varð að prófa "CAPS LOCK" trykkið) vandamálin mín undanfarna daga.Og jú, ég get ekki annað en verið sammála þér með gæði amríska rörsins. það er trúlega ekkert rör sem er auðveldara að setja undir þreytta trukka en það.
En hvernig er það? Hefur engum dottið í hug að setja þessar pæjur á 44"? það hlítur að ganga fyrst það gengur undir Barbí. Ekki sat Björn Þorri?
Emil.
15.11.2002 at 22:11 #461578Ég held að þessi amerískt/japanskt umræða sé eitthvað sem fær aldrei enda. En fyrir mér er það að ferðast á tilbúnum keyptum breyttum bíl álíka spennandi og að fara út í búð að kaupa mjólk. Ég vil heldur hlaupa út í haga, góma belju, hafa hana undir og mjólka sjálfur. Það er kikk sem þið hrísgrjónahýðiskallar munuð seint upplifa og aldrei skilja. Það jafnast fátt á við það að aka um á einhverju sem maður sjálfur hefur smíðað/breytt með berum höndum, með manns eigin höndum (svo bæti við smá drama). Og það að þykjast vera jeppakall en þola ekki að fá smá olíu á sig er eins og að vera skurðlæknir sem þolir ekki að sjá blóð.
Það er vissulega gaman að ferðast um hálendið en það er bara alls ekki allt, það er líka gaman að standa í brasi og smíðum og sjá síðan þegar hugarsmíðin virkar, nú eða virkar ekki.
Ég sé þetta sem tvo hópa:
1) Ferðamenn, það eru þeir sem láta breyta fyrir sig og þola ekki að sjá blóð/olíu.
2) Alvöru jeppamenn, þeir sem þola að sjá blóð…Með beljukveðjum 😉
Bjarni G.
15.11.2002 at 22:13 #461580Nú já það var svo sem auðvitað að menn miskildu þennan stutta pistil minn áðan,reyndar er þessi einstaka come-up
spilgræja Tælensk.En ég hélt reyndar að þú ýkti óþokki
myndir þora með mér á Hnjúkinn,þess vegna taldi ég brýna þörf á spilinu og ekki bara til að koma þínum jeppa upp
heldur svo ég gæti haldið í við hann þegar hann hlunkaðist stjórnlaust niður hlíðina þannig að þó langt sé niður á fast
þá væri stór hætta á jarðraski og þá færum við að sjá
lög um öxulþungatakmarkanir á jöklum.
15.11.2002 at 22:51 #461582
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Palli,
þú hefur aldeilis náð að blása lífi í gamlan þráð. Ég var að lesa í gegnum þatta og sýnist að nú eigi að fara að ýkja Pæjeróinn …frekar en fara að ráðum vinar þíns og ferðafélaga Björns Þorra, enda samræmast þau ráð ekki vilja yfirvaldsins.
Menn eru alltaf jafn fastir í trúnni á sinn fák og sína tegund og gefa ráð samkvæmt því. Mér dettur oft í hug vísa eftir Stein Steinarr þegar maður heyrir eða les málflutnig fólks sem er illa haldið af einhverri ofsatrú á fákinum sínum, en vísan hljóðar einhvern veginn svona.Hávært tal er heimskra rök,
hæst í tómu bylur.
Oft er viss í sinni sök,
sá er ekkert skilur.….maður hefði kannski átt að nota SNÁKALETUR
En svo maður haldi sig við efnið, þá held ég að draumar þínir þýði að þér líkaði vel við Datsún dolluna, en ekki það að þú eigir að setja rör undir Pæjeróinn. En sama hvaða leið þú velur þá vona ég að þér gangi sem allra best og Pæjeróinn verði ekki jafn rangskreiður og gamli Datsúninn.
ÓE
15.11.2002 at 23:33 #461584Sælir aftur.
Nú er gaman að vera til.
Bjarni G. er þá laumubóndi eftir allt saman… auðvitað hefði maður átt að vera búinn að átta sig á því, karlinn ekur á draumi íslenska bóndans og er stoltur af! Hvernig er það með ykkur mjólkurbændur, komist þið nokkuð á fjöll yfir höfuð, þjakaðir af mjaltatímum bæði kvölds og morgna…
Reyndar hélt ég eitt augnablik að karlinn væri skurðlæknir… en sá svo að það gat ekki verið.
Óskar á stórleik með nýyrðinu "rangskreiður". Þetta er hrein snilld og ég vona bara að þú hafir sagt Merði Árna frá þessu áður en nýja orðabókin kom út.
Fyrir þá sem ekki vita, enduðu lífdagar Patróls Palla Hall með smá tjóni, er hann kyssti fósturjörðina helst til harkalega. Af því hlaust illvíg grindarskekkja, auk þess sem báðar hásingar bognuðu talsvert. Bílinn gerði Páll þó ótrauður út um nokkurt skeið eftir óhappið og plataði mig m.a. með sér í "Pabbatúr" á fjöll áður en tryggingarnar leystu djásnið til sín. það varð mér nánast til ólífis, er páll á 3ja degi opnaði vélarhlífina til að athuga með nýtilkomið kraftleysi í bílnum (túrbórör hafði farið í sundur) og ég áttaði mig á því í hvílíkum henglum bifreiðin var. Gerðist ég óðamála mjög og ásakaði félaga minn um óábyrga ferðamennsku að þvælast með börnin á bílnum svona til höfðum, en þá var karlinn búinn að strappa túrbórör og allan fjandan til og frá, þar sem vélin var gengin margar tommur til frá upphaflegri legu. Hásingaskekkjan gerði það svo af verkum að bíllinn keyrði hálfpartinn útá hlið (eins og hundur í hliðarvindi) en hann var líka svaka fínn í vinstri hliðarhalla…
Rangskreiður er rétta orðið yfir þetta ástand bílsins. Vel mælt Óskar.
Hvernig er það annars með ykkur stórferðamenn sem aldrei stoppið. Af hverju leyfið þið okkur malbikskörlunum ekki að fá fréttir af færð á fjöllum. Endilega skrifið fréttir í dálkinn á heimasíðunni.
Ferðakveðja,
BÞV
15.11.2002 at 23:34 #461586Sælir.
Ég vissi jú að Come-up spilið er framleitt í henni Asíu. En hvaðan skyldi hugmyndin koma? er þetta ekki sama sultan og Warn? þau líta allavaga eins út.
það er gott að lífga upp á pistlana með vel ortum kveðskap. Þó snilldin sé ekki viðurkend enn, datt mér í hug:
Stórbrotinn og ýktur
stendur úti á stæði,
hlaðinn skuldaböndum.
Eygandinn er sýktur
ameríkuæði
hann byggð?ann með eigin höndum,
blóði og sorgarröndum.En ég verð aðeins að verja Bjarna vin minn, því hann er farinn að sofa og getur það ekki sjálfur.
Hafið þið hugmynd um þyngd Ýkts?
Ég er ekki viss. Hvort haldið þið að hann með álhúsi og léttri innréttingu eða Patrol, tja, eða Krúser á 44" sé þyngri? Mér þætti gaman að sjá það.Jæja. Nú ætla ég að öskra smá á ykkur.
GÓÐA NÓTT, OG DREYMI YKKUR VEL UM KOMANDI SNJÓBYLJI.Kv. Emil, í stuði, enda með nýja rafgeyma. Ef dísillinn minn drífur ekki upp brekkurnar sjálfur, þá get ég hjálpað til með startaranum.
16.11.2002 at 11:47 #461588Bóndi er ég ekki og fyrir ykkur sem hafið ekkert ímyndunarafl þá var þetta með mjaltirnar myndlíking… þið ættuð að geta flett því upp í orðabók ef þið skiljið ekki orðið 😉
Og Emil… takk fyrir ljóðið, það var gott þó vitlaust væri því engin eru skuldaböndin á mínum fjallabíl. Það er hinsvegar rétt hjá þér með þyngdina, það gefur auga leið að bíll með hús úr áli og plasti er léttari en sambærilega stór bíll úr stáli. Hann er ekki léttur en samt ekki mjög þungur, 2.4 tonn á 44" með 150 lítra af bensíni og sætum fyrir sjö.
Kv.
Bjarni G.
16.11.2002 at 13:06 #461590Sælir drengir.
Þú ert stórskáld Emil. Flott vísa og nýmóðins bragháttur.
Bjarni minn, ég ætlaði varla að sofna í gærkveldi eftir að hafa áttað mig á því hve veröldin yrði fátækari ef ekki væru til græjur eins og ÝKTUR. Tilhugsunin ein olli mér andvöku langt fram á nótt… Flottur bíll sem þú mátt vera stoltur af og gaman væri að sjá fleiri smíða bíla "frá grunni" af jafn mikilli vandvirkni og þú hefur gert.
Það er auðvitað skemmtilegast að hafa flóruna sem fjölbreyttasta og út af fyrir sig ánægjulegt þess vegna að menn skuli enn fást til að gera út ameríkudæmið…
Kv. BÞV
16.11.2002 at 13:16 #461592Ég þakka hólið Björn Þorri, þú ert ekki sem verstur sjálfur Og þú skalt ekki voga þér að halda að ég taki það nærri mér þó þú skjótir á mig, ég hef talsvert þykkari skráp en það. Auðvitað væri heimurinn ekki eins skemmtilegur ef allir væru steyptir úr sama móti. Mér þótti bara vanta í þessa umræðu einhvern sem þorði að standa upp í hárinu á þessum Togoýta köllum. Þetta er búið að vera ágætt og hleypti aðeins lífi í þennan vef
Kv.
Bjarni G.
16.11.2002 at 17:10 #461594Þetta er allt hárrétt sem Björn Þorri segir um "Ýkt"
alveg aðdáunarvert framtak.
en oft má satt kyrrt liggja.
16.11.2002 at 19:29 #461596 -
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.