Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › FRAMHÁSING UNDIR PAJERÓ
This topic contains 80 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.06.2002 at 16:07 #191542
Anonymoushefur einhver reinslu af því að breita toyota hilux hásingu það að segja færa drifkúluna vm
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.11.2002 at 16:14 #461518
Æ, strákar. Svona hlutir verða náttúrulega að vera í lagi.
Toy-let eða Pæjubíll
Barbie eða Pjatt-róla
Trooper sterkur eins og fíll
og nokkuð stutt til jóla….Komi hlutunum í lag svo "frýrnar" geti skellt sér í kvennaferðina eftir áramót. Veriði ekki að þessu drolli.
Fjallakveðja,
Soffía
14.11.2002 at 16:29 #461520
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú er ég búinn að lesa gegnum þessa pistla og hafa gaman af.
Og sýnist mér flestir pistlarnir ganga út á að koma inn á þig Toyotu.
Eru ekki Toyotu karlarnir bara að reyna að losna við sínar???
Með NISSAN kveðju
Siggi_F
14.11.2002 at 16:44 #461522Þetta er flott, vísur og alles… Nei ég læt ekki bugast og held mig við gamla seig…, enda stutt í að hann verði gjaldgengur í Fornbílaklúbbinn…, (frí gjöld..!!..)…
Já, líst vel á kvennaferðina og sendi fulltrúa…
P
14.11.2002 at 16:44 #461524Fordómar og útúrsnúningar… ég vísa þessu nú bara til föðurhúsanna. Ég hef nú oftar dregið bilaðar Togoýtur (gerðist síðast í fyrradag) en þær hafa dregið mig bilaðan. Það hefur reyndar aldrei gerst enda fáar original Togoýtur sem hafa nægt afl eða nógu öflugan drifbúnað til að hreyfa við mér og mínum 😉
Og Palli ég mæli með Dana 44 hásingu með diskabremsum undan gamla Bronco með stífunum og öllu saman. Það er einfalt og ódýrt.
Kv.
Bjarni G.
14.11.2002 at 16:47 #461526Finn ég einhver hlutföll á móti því sem er að aftan nú þegar, eða geri ég eitthvað róttækara, og hvar finn ég dótið á viðráðanlegu verði ?
P
14.11.2002 at 16:51 #461528Ma ma maður verður alveg kjaftstopp á að lesa þessa pisla. Hér kemur maður með gamlann PAJERO til að fá ráðleggingar reyndari manna á jeppa breytingum. Þá ríða mann fram á ritvöllinn og fara að rakka jeppann hans niður aðeins vegna þess að hann á ekki jeppling eins og þeir. 95% ræðumanna eru TOYOTU eigendur en samt endar einn sinn pirstil á "látum þetta ekki yfir okkur ganga" ??
Ég á PAJERO á 38", sem hefur aldrei verið dreginn af TOYOTU en hefur aftur á móti dregið TOYOTU fjórum sinnum.
Ég hef fest mig, en hver hefur ekki, sem eitthvað hefur farið.
TOYOTUR eru engar undrakerrur aðeins járnarusl eins og allar aðrar tegundur. Ég skil bara ekki af hverju Agnar er að spá í hilux hásingu, er hún ekki einn af veikleikum Toyotunar?.
PAJERO-EIGENDUR RÍSUM UPP TIL VARNAR !!! Þvílikt bull
14.11.2002 at 17:13 #461530Sælir félagar!
Ef farið er út í þessar breytingar á framparti pæjunar þarf þá ekki að breyta heilmiklu öðru í leiðinni svo sem gírhlutföllum, afturdrifi og millikassa? Er einhver hásing sem passar við afturhásinguna sem er fyrir? Hvernig gorma væri ráðlegt að setja undir til að lyfta afturendanum á svolítið hærra plan?
Kv. Magnús
R- 2136
14.11.2002 at 17:14 #461532Ódýrast yrði væntanlega að skipta afturhásingunni út líka fyrst þú ætlar að hræra í afturfjöðruninni hvort sem er. Svo er líka gott að hafa hásingarnar jafnbreiðar og með jafnmörgum felguboltum. Hagvæmast myndi ég telja að kaupa gamlann breytann Bronco, Scout eða Wagoneer sem er að hruni kominn vegna ryðs. Þannig gætirðu í besta falli fengið fínar hásingar með hentugum hlutföllum og læsingum og jafnvel einhverjar dekkjablöðrur með fyrir sama verð eða minna og læsing kostar í 7.5" Togoýta drif.
Jeppapartasalan í hrauninu rétt fyrir utan Hafnafjörð ætti að eiga nóg af dóti handa þér.
Kv.
Bjarni G.
14.11.2002 at 17:20 #461534Ég skil bara ekki hvað menn nenna að spá í þessa hluti þegar það er hægt að kaupa Datsun sem ber höfuð og herðar yfir þessar jeppatíkur sem menn eru að jaskast á.
Farið nú að átta ykkur á því að Datsun er mátturinn og dýrðin í jeppamenskuni…
Hlynur R2208
14.11.2002 at 18:14 #461536Nei Nei strákar!
þessir flokksbræður og vitríngar ætla sér að gera þetta svona og ekkert öðruvísi.
Eins og sjá mátti á pistli Björns Þorra bera þeir sterkar taugar til Eiriks gamla og vilja allt fyrir hann gera.Ekki væri nú upplífgandi að mæta í Mörkina góðu og þar sætu þeir félagarnir háskælandi af söknuði út af horfnum gömlum pajero
sem allir áttu svo góðar minningar um.
Stöndum nú saman með þeim þjáningarbræðrum og reynum nú að
finna lausn á þessu vandamáli Palla litla.
SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR SAMEINAÐIR FÖLLUM VÉR.
(bara varð að fá að nota caps lockið)
14.11.2002 at 18:36 #461538Hó.
Mar´er bara búinn að missa af öllu fjörinu í dag. Það er naumast það er hiti í mönnum!
Palli. Af því þú ert vinur minn, í öllum guðslifandibænum ekki setja gamalt bronkodót í Eirík. Bjarni G er besti drengur, en hann er bara með þennan ameríkuvírus sem er víst djöfullegt að losna við. Það er því ekkert mark á honum takandi í þessu máli, enda allt þræl ÝKT sem frá honum kemur…
Reyndar er ég einnig að skrifa þetta af eigingjörnum hvötum, þar sem ég ferðast talsvert með þér og nenni ekki að draga Eirík með bilað ameríkudót um fjöll og firnindi. Þótt ég sé ekki nískur á dráttinn, þá hægir þetta bara á ferðahraðanum og það veistu að er ekki gott.
Mér finnst einnig ótrúlegt, að menn fjölyrða endalaust um 7,5" drifhlutföll í Toy rörum, þótt engin slík rör séu til. Mér vitanlega er ekkert hásingahlutfall í þeim rörum minna en 8"… SEM ER GOTT! (rosa útrás að skrifa með Caps Lock takkann á…) 7,5" hlutföllin eru bara í framdrifum á klafabílum og Barbí.
Af því magnum var að tala um að lyfta Eiríki upp að aftan… þá tel ég að nú þegar sé nóg komið af hnélyftum á afturhlutanum á honum og ætti jafnvel að slaka gæjanum aðeins í átt til jarðar þeim megin.
EKKERT AMERÍKUKJAFTÆÐI, ÞVÍ ÞÁ HÆTTA MENN AÐ FERÐAST NEMA Í MUNNINUM OG SNÚA SÉR AÐ VIÐGERÐUM!!!
BÞV
14.11.2002 at 19:08 #461540Ef þið takið hásingar undan Wagoneer eða Bronco, Scout þá þarf líklega að færa kúluna, og hver er þá hagurinn, betra er að nota Toyota hásinguna, betri legur, þéttngar sterkari liðir(6kúlu) en amerísku.
Ég held að þessi snildarhugmynd um að velta rörinu og snúa liðhúsunum verði ekki toppuð, bara láta afstressa öxlana(því þeir snúast í hina áttina)
Fá svo RangeRover stífur eða Landcruiser undir og einhverja gorma.Nafni, fáðu frekar heila Toyotu heldur en að kaupa hana í bútum, það er dýrara þegar uppi er staðið.
kv
Páll Pálsson
14.11.2002 at 19:52 #461542Ég myndi nú taka hæfilega lítið mark á okkar ágæta fyrrum formanni BÞV, hann er illilega smitaður af hrísgrjónavírusnum hræðilega eins og svo ótrúlega margir aðrir.
Gamalt ameríkudót eins og hásingar eru eitthvað sem enginn ætti að vera hræddur við. Þrautreyndur búnaður, einfaldur og sterkur. Löngu eftir að eðalvagnarnir sem keyrðu upphaflega á þessum búnaði er horfnar á vit feðranna þá finnur þessi búnaður sér nýtt líf undir einhverju hrísgrjóninu.Kv.
Bjarni G.
p.s. ég er ekki bara með ameríkuvírus heldur bresku veikina líka…
p.p.s. ég veit vel að 7,5" drif er ekki til í neinum rörum frá Togoýta enda dytti engum í hug að setja svona ræfilslegt drif í alvöru búnað, ég notaði það bara sem verðdæmi
14.11.2002 at 20:39 #461544
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Björn Þorri Viktorsson…..Ég var að lesa í gegnum ALLT sem ég hef skrifað hérna síðan vefspjallið byrjaði, og fæ ég ekki séð að ég noti CAPS LOCK meira enn aðrir….
Þetta virkar reyndar þannig á internetinu að ef maður notar CAPS LOCK þá er maður að kalla…eða öskra…hvernig sem menn vilja skilgreina þetta, en svo hlýtur þú nú sem lærður maður að vita það að STÓRIR stafir eru notaðir til að leggja áherslu á það sem maður er að segja.
Þessar ásakanir í minn garð fara að verða hálf leiðinlegar og ef þeim linnir ekki er nokkuð ljóst að þú vilt stríð.
Er ekki viss um að það sé eitthvað sem er neitt alltof sniðugt…ég veit að skotkrafturinn hjá mér get reynst svona TOYBOY eins og þér hættulegur….*hehe*…
Stórskotaliðið kemur EKKI frá ASÍU….heldur hvaðan???…think about that TOYBOY 😉
Bið að heilsa ykkur í bili…
Kveðja
SNAKE
14.11.2002 at 21:39 #461546
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það þykir mér merkilegt þetta með hvað menn eru hrifnir af Toyotukrami, vegna þess að ef maður fer að spegulera í því, hvað nota þeir í torffærunni þar þurfa þeir að hafa búnað sem þolir mikið og kostar ekki mikið og eingöngu nota þeir ameríkst. Og svo vill nú svo til að norðan heiða hafa þeir sett framhásingu undir Pæjann. Og þá nota þeir hásingu undan FORD með yfirliggjandi pinjón undan fullorðnum bíl, og skifta út liðhúsunum fyrir liðhús undan Wagoner, þau eru sexbolta. Og svo í lokinn talandi um Toyotukram að framhásing undan litla Cheeroki er með jafn stórum drifum og stóri Cruserinn,En að sjálfsögðu er þetta spurning um að hafa drif sem þolir stóðið.
Kveðja Krakkinn
14.11.2002 at 22:19 #461548Þetta er nú bara bölvað bull í yður hr. Krakki.
Sérokí er með 7" framdrif sem er nær Suzuki að stærð en krúser. Þá er háttvirtur Sérokí með heilar 7.5" að aftan sem er álíka og framdrif í barbí og klafa Hilux, og er það að sjálfsöðgu búnaður sem er frægur fyrir styrk og áræðanleika.En svo náttúrulega skipta þessar tölur engu máli, því styrkurinn liggur í fullt af öðrum hönnunaratriðum.
Kveðja
Rúnsinn.
14.11.2002 at 22:25 #461550Hvorn "stóra" Cruiserinn ertu að tala um. Sá eldri LC-60 (81-89) er með 9.5" framdrifi og efast ég um að lítill indjánastrákur sé með svo stórt undir sér.
14.11.2002 at 23:22 #461552Palli!!
Hann Gunnivald var hér í auglýsinga dálkinum að auglýsa
Econoline árg 1996 allan ný uppgerðan, viltu ekki bara kaupa
hann og rífa í spað og nota svo dótið í þinn eðalvagn?
vél-kassi-hásingar-læsingar og ég veit ekki hvað og hvað.
þið BÞV þyrftuð þá ekki að gráta Eirík gamla og Ekkó-Eiki
öðlaðist betra líf.
(sko hvað ég er duglegur sífellt að aðstoða)
15.11.2002 at 09:39 #461554Jæja strákar, hvernig væri nú að fara að nota besta farartækið af öllum. Ha.
Hér kemur smá lýsing:
-Drífur fáránlega mikið
-Alveg sama hver snjódýptin er, festist aldrei
-Ef jeppar komast vart áfram leitar "það" nýrra og betri leiða
-Drifið er að öllu jöfnu 2×2 en í miklum bratta er það 4×4
-Ef jeppi festist er það undantekningarlaust "þetta" sem kemur til bjargarJæja eflaust hafið þið fundið út hvað "þetta" er: VIÐ!
Mér finnst í þessum ferðum menn oft og latir til að gera nokkuð utan jeppanns. Oft er ég úti að ganga á undan jeppum til að finna nothæfa leið. Það finnst mér mjög gaman (enda á ég ekki enn jeppa, er of ungur). Svo eru það sumir sem eru svo óheyrilega latir að þegar jeppin byrjar að halla of mikið, festist eða eitthvað í þeim dúr nenna þeir ekki út til að athuga hvort hliðarhallinn er of mikill eða til að hengja spotta í bílin. Þeir bíða þar til þeir sem voru úti og gengu á undan gangi að bílnum, setji í hann spotta ef þörf er á eða ath. hvort í lagi sé að halda áfram. Þetta tæki bílstjórann kannski svona 1/2 mín. en í staðin er beðið.
Einnig hefur komið fyrir í ferðum þar sem mjög margir ferðast saman að örfáir fari út og leiti að góðri leið þegar aðstæður versna. ‘A meðan finna einhverjir jeppar betri leið og fara hana þar til næsta hindrun stöðvar þá. Þá fara ekki nýir menn út að labba heldur er beðið þar til þessir kannski 2-3 sem leituðu á hinu svæðinu koma og leysa vandann. Það veldur því að það verður seinkunn á hópnum vegna þess að þeir sem eru úti að ganga hratt og jafnvel hlaupa á undan í miklum snjó verða fljótt þreyttir.
Freyr
15.11.2002 at 15:29 #461556Sælir félagar.
Ég er alveg gáttaður á öllum þessum Toyotu- og Datsuneigendum hvað þeir þurfa stanslaust að vera minna sjálfa sig á ágæti þeirra eigin bíla.
Af hverju ætli það sé?????? Einhver hlítur minnimáttartilfinningin að vera eða eru menn bara komnir með alsheimer-syndrom light?.
Ég veit ekki betur en að allir bílar hafi eitthvað til síns ágætis. Maður gæti haldið að það hefðu bara ekki verið framleiddir aðrir jeppar.
MÁ ÉG NÚ MINNA Á AÐ ÞAÐ ER EÐALPÆJA SEM HEFUR FARIÐ HÆÐST ALLRA JEPPA Á LANDINU.
Ég var nú að spá í þetta fyrir minn "Gamla Grána" en ekki "Eirík" eins og þú hélst Björn Þorri.
MAGNÚS
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.