Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › FRAMHÁSING UNDIR PAJERÓ
This topic contains 80 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years ago.
-
CreatorTopic
-
01.06.2002 at 16:07 #191542
Anonymoushefur einhver reinslu af því að breita toyota hilux hásingu það að segja færa drifkúluna vm
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.06.2002 at 16:26 #461478
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
vandamálið er fólgið í því að finna mann með nothæfu hugarfari hafðu það að leiðarljósi að þeir eigi ekki amrískan jeppa vegna hroðvirkni þeirra (mannanna) en þar virðist allt vera nógu gott þar til það bilar haft að leiðarljósi jafnvel aðnota þrjár akreinar í beinni keyrslu
13.06.2002 at 23:10 #461480
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þeir hjá Vélsmiðju Suðurnesja hafa gert þetta við
babí cruser.Þú getur talað þá.
13.06.2002 at 23:13 #461482
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
síminn hjá þeim er 4215750 biddu um Billa eða Sigga
17.06.2002 at 11:09 #461484
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er Toyota hásing með lausum köggli, ekki satt?
Er ekki hægt að hvolfa henni og snúa bara liðhúsafestingunum yst í hálfhring?
20.06.2002 at 20:51 #461486
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jú þetta er með lausum köggli þeir stytta vinstra rörið og lengja hægra megin og setja alvöru efni í þetta . Þeir eru að klára barbí cruser núna . Talaðu bara við þá þetta er ekki svo dýrt.Ef þú snírð henni vinnur hún á móti er það ekki
20.06.2002 at 21:02 #461488Sælir drengir.
Er ekki bara málið að fá sér Toy kram og boddý ofaná þessa hásingu og sleppa þessu Pæju dóti?
Ferðakveðja,
BÞV
20.06.2002 at 21:36 #461490Ég er búin að stútera þetta aðeins og þegar þú er búinn að snúa hásingunni snýrðu kögglinum um 180° og hún vinnur rétt.
20.06.2002 at 22:25 #461492
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér finnst nú svarið hans Björns Þorra bera af í þessu sambandi!
21.06.2002 at 13:27 #461494Ef hásingunni er snúið, þá væri ráð að sjóða styrkingu undir hana, alveg eins og er orginal undir henni (sem nú er orðið upp). Gæti átt það til að bogna annars.
Rúnar.
12.11.2002 at 11:22 #461496Sælir félagar.
Þar sem ég er einn af þeim sem dreymir um að setja hásingu undir minn bíl, langar mig að vita hvort menn hafa gert það sem hér er sagt frá í fyrri pistlum. Ef svo er væri gaman að heyra og fá síðan að sjá herlegheitin hjá viðkomandi.
kv
Palli.
13.11.2002 at 23:37 #461498Sæll Palli minn.
Nú er ég í stuði og ákveðinn í að svara pistli þínum. (Nú set é Caps Lock takkann á eins og Snake gerir:)
HÆTTU ÞESSUM PAJERÓPÆLINGUM OG FÁÐU ÞÉR ÞAÐ SEM ÞIG LANGAR MEST Í…. TOYOTU. EKKI LÁTA HÁSINGU DUGA, HELDUR FÁÐU ÞÉR HEILAN SVOLEIÐIS BÍL!
Nú er ég búinn að taka Caps Lock takkan af, en það kann ormurinn (Snake) ekki.
Annars verð ég að játa að það væri gaman að sjá Eirík á hásingu. Hann gerði það ekkert smá gott í Fýluferðinni, jafnvel þar sem barbí var ekki búin að gera slóðir… low gírinn… ojojoj! Helvítið svínvirkaði!
Nei annars, ekki selja Eirík…., hann er bíllinn þinn… meira að segja ég myndi sakna hans… (smá tár…) Finnum bara toy rör og skellum undir piltinn. Uppskriftin er hér að ofan, við þurfum ekki að fjölyrða það frekar. Á ég að taka til í skúrnum og vera klár um helgina???
Ferðakveðja,
BÞVps. Ef þú nefnir óreiðu í mínum skúr einu orði á netinu, þá tala ég aldrei við þig meir…
14.11.2002 at 00:45 #461500Það hlaut að koma að því að þú mundir gjósa. Þetta var bara spurning um hvenær og yfir hvern. Og þá kemur bara eitt fórnarlamb til greina.
Ef allt þrýtur BÞV og Caps Lock takkinn festist þá fékk ég svar við auglýsinguni forðum daga og fjárfesti í lítið notuðu kúbeini, ég skal lána þér það og þú getur farið í kaffi til besta vinar þíns með það og aðstoðað hann með lyklaborðið.
14.11.2002 at 00:53 #461502Sæll BÞV..
Ég gat nú ekki orðabundist…
Er nokkurntímann óreiða í skúrnum hjá jeppamanni???
Er ekki bara mismikil regla á hlutunum?????????
Nei ég bara spyr…
Og þessi helv… Caps Lock takki, hann er að verða vinsælt umræðuefniEn að öllu gríni slepptu þá er mismikið vit í því sem menn hafa til málanna að leggja, nefnum engin nöfn, en ég held að eia vitið ef Palli á að hætta þessum Pæjupælingum að hann fái sér bara Patrol aftur. Hann kemur þá ekki til með að eiga í nenum vandræðum með 7,5" framdrifið.
Með tæknikveðjum
Siggi tæknó
14.11.2002 at 09:33 #461504Sælir félagar.
Ég sé mig knúinn til að svara þessu aðeins….
Varðandi Datsuninn hérna um árið, þá hlít ég að hafa verið á lyfjum á þeim tíma, því ég á bara ekki orð yfir vitleysunni í mér að eiga slíka bifreið…………##!!
Varðandi hina tegundina, þá eigum við frúin prinsip í lífinu, hún vill ekki eiga Toy og ég fer ekki í flugvél með Ómari Ragnarssyni(þó að það komi þessu máli ekkert við). Þannig að það þarf ekkert að ræða þetta meir.
Jú, "Eiríkur" verður örugglega ekki verri við að fá rör að framan. ég átti bara eftir að segja þér/ykkur frá því að ég ætla um leið að taka flatjárnin undan að aftan….. Eftir þessar breytingar hætti ég að drífa mest og dríf þá bara "lang" mest…..
Jú Bjössi minn, ég segi ekki neinum frá óreiðunni í dótakassanum þínum og held alveg kjafti yfir hrúgunni á borðinu…
Annars er ég bara í stuði….eins og sést… Sjáumst í nýliðaferðunum um mánaðarmótin….
P
14.11.2002 at 12:22 #461506
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta fannst mér athyglisvert, svo ég blandi mér aðeins í umræðuna. Það er örugglega mjög gott að frúin hafi skoðun á hvernig jeppinn er, það bendir til þess að hún geri sér grein fyrir hvar jeppinn á að vera á forgangslistanum í fjárhagsáætlunum. En ef konan mín hefði svona prinsipp liti ég svo á að það væri aðeins eitt að gera: rífa boddýið af Toyotunni og setja annarrar tegundar boddý í staðin. Þú getur athugað það frekar en vera að týna Toy hlutina í hann rör fyrir rör.
Kv – Skúli H.
14.11.2002 at 13:04 #461508Afhverju viljið þið endilega menga pæjuna með rusli úr Togogýta flokknum. Ég veit ekki betur en að það séu til fullt af eðal rörum frá Ameríkuhrepp sem gætu passað undir og eru bæði sterkari og ódýrari.
Kv.
Bjarni G.
14.11.2002 at 13:35 #461510ég hef nú bara orðið vitni af svona snilldarhugmyndum eins og hjá Palla okkar oftar en ekki einu sinni og í öllum útgáfum,tökum bara svona patt-rollu af handahófi og skoðum hann eru ekki allar líkur á því að eitthvað toyotu dót finnist sem hafi verið skipt inn í staðinn fyrir org patthlut.allavega er það eina sem mönnum hughvæmist að setja undir Eirik gamla svo vel sé er einmitt toy-rör.
Eini skandallin sem hefur verið gerður var þegar ónefndur höfðingi setti hizza vél ofan í 4-runner!!!!
En margur væri nú búinn að spara sér aurinn ef hann hefði
bara fengið sér strax(caps-lock) TOYOTU
14.11.2002 at 14:35 #461512Það er nú lítill sparnaður fólginn í því að kaupa sér Togoýta ef þú þarft að fá vél úr annarri gerð til að fá almennilegt power og síðan fá drifbúnað úr jafnvel enn annarri gerð til að hann þoli powerið
Kv.
Bjarni G.
14.11.2002 at 15:03 #461514Hó..
Aðeins farið að hitna.. Flott…
Bjarni, komdu nú með útgáfuna sem ég á að smíða undir…
Ég er nefnilega (og nú er ég að segja þér "soldið" sem er bara okkar á milli) algjör rati í þessum málum. Kann bara að keyra þessar tíkur, en ekki að smíða neitt…P
14.11.2002 at 15:44 #461516Þetta fannst mér ekki ÝKTUR pistill hjá Bjarna
bara eintómir útúrsnúningar og öfgakenndar misþyrmingar
á okkur toyotu mönnum sem erum alltaf til taks og fúsir til aðstoðar þegar eithvað bjátar á hjá ykkur gerfi uppum!!
Við lánum ykkur jafnvel varahluti úr okkar eigin bílum
í miðjum öræfum til að koma þessum "miggsbílum" ykkar í bæinn, og svo á bara að jarða okkur herramennina hér í beinni á vefnum.NEI NEI TOYOTU MENN(þetta var caps-lock)
látum þetta ekki yfir okkur ganga:)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.