Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Framhásing undir Cruiser
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Kári Rafn Þorbergsson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.01.2006 at 18:49 #197090
Hvaða Framhásingu hafa menn verið að nota undir 80 cruiser. ég var að spá í að setja undan 60 bíl er hún ekki sterkari ? hvernig er með breyddina á svoleiðis hásingu
Kveðja kárinn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.01.2006 at 19:45 #539364
Jæja Kári.
Er strax búið að mölva draslið?
Þið eruð ljótu groddarnir þarna út frá.
60 hásingin er of mjó og eins eru kúluliðirnir of veikir, en menn hafa verið nota drifin úr þeim í 80 hásingarnar en það er talsverð aðgerð sem kostar marga peninga.Held það gæti verið sniðugt að setja pppp (get varla sagt þetta) patrol hásingu í staðinn, en í guðanna bænum ekki segja neinum að ég hafi sagt þetta.
Kv. Smárinn.
17.01.2006 at 20:11 #539366Sælir Kári. Það sem ég gerði og það sem hefur verið gert er að taka rör af framhásingu af LC60, rörið er tekið í sundur bílstjóramegin við drifhús, nýtt efnisrör er soðið við drifhús, skift um kúluliði á endum (notaðir úr 80 hásingu, helst ónýtri t.d. boginni). Þetta allt saman soðið saman eftir kúnstarinnar reglum, réttum spindilhalla, gormaundirstöður, stífur osfrv. Í þetta er svo settur afturdrifsköggull úr LC80 en hann passar beint i. Ef þú hefur áhuga á nánarri uppl. er þér velkomið að hringja, koma og skoða osfrv. Ef þér vantar framdrif original þá á ég köggull til sölu, með öllu nýju.
Kveðja
Agust
17.01.2006 at 20:31 #539368
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er soldið sniðugt að nota Patrol drif því það er með yfirpinjon og þá ér hægt að nota LC-80 stýrisganginn óbreittan áfram. Annars þarf að smíða nýja stýrisarma og færa millibilsstöngina fram fyrir hásingu.Það er reindar hægt að smíða bogna stöng og hafa hana aftan við hásingu, þá er hún beigð yfir drifið. Það er svoleiðis í bílnum sem Arctic Trucks eiga.
Kv. Vippi.
17.01.2006 at 20:33 #539370já þetta brotnaði hjá mér um helgina ég ekki alveg sáttur núna því þetta gerðist ekki í neinum þjösnaskap eða slíku bara saklaus að keyra niður brekku en nó um það..
ef ég nota patrol hásinguna er hún ekki aðeins breyðari heldur er orginal 80 hásingin? en er til 4,56 í patrolinn
17.01.2006 at 20:41 #539372
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bara nota Patrol drifið og LC-80 öxla og hjólabúnað. Það er soldið styttra á milli legana á Patrol.
Kv. Vippi.
17.01.2006 at 21:31 #539374Sælir
Það væri náttúrulega lang eðlilegast fyrir menn í slíkum hugleiðingum að skipta bílnum í heild út fyrir Patról en ekki bara nokkrum hlutum.
En ef þig langar að sitja í Toyotunni þinni áfram og láta Patról halda á dekkjunum ættirðu að hringja í KT jeppabúðina. Hann heitir minnir mig Halldór og á hlutfall sem gerir þetta mögulegt
Kv Izan
17.01.2006 at 22:09 #539376viðar ertu þá að tala um að ég geti haldið hásingunni og öxlunum og fengið patrol drif í staðinn fyrir ToyDÓTið
17.01.2006 at 22:19 #539378http://www.kliptrom.is/spurtogsvarad.htm
Það er ekki alveg ljóst af þessu hvort Patrol köggullinn (stendur Patrol "miðja") passi í LC housinguna eða hvort patrol rörið er notað að hluta.
-haffi
ps. Þessir selja líka 4.88 í patrol mism.drif:
http://www.power-trax.de/produkte/ringp … nion-e.htm
17.01.2006 at 22:21 #539380Einfaldast er að nota bara Patrol hásingu. Gallinn við þær eru framhjólalegurnar, þurfa gjörgæslu með 44" dekkjum.
Held að það sé ekki hægt að nota Patrol köggul með Cruiser öxlunum, held að þeir séu með bæði mismunandi þvermál sem og rílufjölda. Annars væri það lang kúlast.
kv
Rúnar.
17.01.2006 at 22:53 #539382Ég fór þá leið að fá mér Patrol hásingu og nota miðjuna úr henni, það er ekkert mál og svo færð þú þér algrips lás sem er "moddaður" þannig að ekkert þarf að eiga við öxla, annars eru félagar mínir hér fyrir norðan búnir að stela af mér patrol hásingunni minni og nota hana í varahluti fyrir sig sjálfa HA…
Benni
17.01.2006 at 22:56 #539384Þér veitir nú ekki af sterkri og góðri hásingu Benni minn. Eins gott að rifja þetta upp af og til, svo maður gleymi þessu ekki.
Með Óþverakveðju.
17.01.2006 at 23:12 #539386M.v. það sem Benni segir þá er það eina sem er úr patrol er 3rd memberinn og hlutfallið. Maður spyr þá, hvað er það eiginlega sem fer í 80 hásingunni? Leguboltar?
-haffi
17.01.2006 at 23:33 #539388ljóninn græjuðu fyrir okkur í dalbjörgu dana eithvað miðju í hásinguna þá þurfti að dífka rílurnar á öxlunum aðeins.
18.01.2006 at 10:43 #539390Er ekki best að nota bara hásingu undan Patrol 89 – 97? Það eru sterkari legur í þeim er það ekki heldur enn í yngri Patrolum? Allaveganna hefur mér verið sagt þetta, en mæli ég að sjálfsögðu með því að tala við menn sem þekkja þetta, vildi bara benda á þetta þar sem að þetta var ekki komið fram.
Kv
Siggi
18.01.2006 at 13:08 #539392Hefur ekki Dana 60 verið að koma best út þarna í þessum bílum, þegar menn hafa farið í 44"? Þá held ég að Ljónin séu líklegust til að leysa málið.
18.01.2006 at 15:57 #539394
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skera liðhúsendana af Patrol hásinguni og setja þar LC dótið og læsingu frá nafna þínum Kára rennismið, en ég veit ekki hvort það er til 4,56 í Patrol dótið. Það er allavega til 4,88 í það hjá KT.
Ég er reindar að setja Pajerodrif hjá mér, er með réttu hlutfalli og læsingu orginal en þarf aðsmíða öxla í staðinn. 31 rilla á móti 30.
Kv. Viðar.
18.01.2006 at 20:22 #539396það er semsagt best að að halda bara toydótinu gera bara við það sem er brotið það þarf ég ekki að henda 3-4 hundruð þúsund í þetta lámark..
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.