Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › framhásing undir 90 crucer
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.12.2005 at 23:01 #196756
mig langar að forvitnast um hvaða hásingu menn hafa notað undir 90 crucerin að framan og eins hvernig stýrisbúnaði er breitt
með von um greinargóð svör
KV Palli á móti -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.12.2005 at 23:12 #534538
er ekki eitthver sem getur hjálpað mér með fróðleik um þetta.
03.12.2005 at 12:48 #534540Þetta er raunar töluvert mál þar sem framskaftið er vinstra megin undir bílnum. Allar Toyota hásingar eru með kúluna hægra megin. Dana 44 undan Bronco 74 væri kannski málið en þá er spurning um breidd. Þú getur líka fært kúluna á hásingunni eða fengið þér annan millikassa. Ég held að maskína úr Toyotu með IFS fjöðrun væri góð í þetta.
KV
HG
03.12.2005 at 13:01 #534542Það er náttúrulega allt hægt….
Veit um einn bíl sem er með 80’cruiser fram og aftuhásingu. Þar var einnig skipt um millikassa.
Ódýrara væri að nota 80-cruiser framhásingu og setja tvöfaldan Hilux millikassa, gæti trúað að það væri til milliplata hjá [url=http://www.marlincrawler.com:2s32cei6]www.marlincrawler.com.[/url:2s32cei6]
Svo má líka bara hvolfa hásingunni og fá þannig kúluna réttu megin. Það þýðir að það þarf að snúa liðhúsunum og breyta öllum stífufestingum á hásingunni, sem er svo sem ekkert svo mikið mál.kv
Rúnar.
04.12.2005 at 02:53 #534544Ef hásingu er hvolft, þarf þá ekki að skifta um hluföll, fá hlutföll fyrir "reverse rotation" ef slíkt var ekki fyrir, annars "venjuleg". Nú er víst hvort tveggja til fyrir 8" Toyota drifin, með minna úrvali af hlutföllum fyrir "reverse".
Er það þá rétt skilið hjá mér að af framhásing úr 80 krúser er sett á hvolf, að þá sé hægt að fá lægri hlutföll en annars (5.71 vs. 4.88)
-Eeinar
04.12.2005 at 10:38 #534546Þú bara "af-hvolfir" miðjunni (kögglinum), þannig að hann snúi rétt á eftir. Þeir eru nú yfirleitt symetrískir. Nú ef ekki þá er bara að færa boltana í rörinu.
Reyndar gæti verið sniðugt að setja venjulegan 8" köggul í 80-cruiser hásingu. Það er orðið hægt að fá stýrisarma sem færa millibilsstöngina fram fyrir hásinguna. Gæti nefnilega trúað því að venjulegu kögglarnir endust lengur. Hef svo sem ekkert fyrir mér í því, og hef ekki hugmynd um hvort það sé hægt.
kv
Rúnar.
04.12.2005 at 14:26 #534548Það er ekkert til sem heitir "reverse rotation" drifhlutfall, þau eru "reverse cut" en snúast eins og venjuleg drifhlutfall. Munurinn er sá að pinjóninn fer inn í kampinn á öðrum stað (ofar) en á venjulegum drifum. Ef venjulegt drifhlutfall (ekki reverse cut) er sett að framan þá kemur átakið á það eins og þú sért að bakka sem er ekki alveg það besta. Til að bæta úr þessu eru (reverse cut) drifhlutföllin skorin út með þetta í huga og í bónus lendir pinjóninn ofar á kambinum.
Það er hægt að nota nánast hvaða Dana hásingu sem er undir svona bíl. Það er lítið mál að færa kúluna til og/eða mjókka eða breikka þær.
–
Bjarni G.
04.12.2005 at 23:50 #534550þakka svör. líst best á að vera með hælux framhásingu og millikassa úr 4 runner hann á að passa beint á skiftinguna
en er að heyra að þeir sem hafa látiði breyta hafa orðið fyrir vonbrigðum með aksturhæfileikana
í þeim, hvefur eitthver brófað svona bíll sem er búið að breyta
kv pali
05.12.2005 at 00:34 #534552Þú þarft ekki annað en að prufa klafa hilux og svo hásingar hilux til að finna hvað breytist. En það er pottþétt að hann fer að drífa meira, eins og hásingar bílar gera.
08.02.2006 at 22:00 #534554Ég var að bara að skoða og rakst á þetta með að hvolfa hásingunni. Vil bara benda ykkur á að þetta sé ekki mjög sniðugt vegna þess að drifið bakkar. það er að segja framdrifið bakkar þegar afturdrifið fer áfram og öfugt. Ég vona bara að eingin sé byrjaður á stórframkvæmdum eftir þessum ráðleggingum.
Guðmundur
08.02.2006 at 22:04 #534556Ætli þeir hvolfi ekki bara rörinu Köggullinn "hliðrast" væntanlega bara. En þá er ýmislegt "smálegt" eftir, snúa liðhúsum, færa olíugöt, boltagöt fyrir köggul.
Ég hef séð 90 krúser með einhverju sem líktist dana hásingu.
-haffi
08.02.2006 at 22:22 #534558http://www.ringpinion.biz/index.php/cPa … 57eca23b78
það er víst til reverse rotation drif kiktu á þessa síðu
08.02.2006 at 22:40 #534560"Often mistakenly referred to as "reverse rotation," the term "reverse-cut" is perhaps the single most misunderstood term by four wheelers and even many in the axle business."
–
Sjá t.d. [url=http://katy.tx4wd.org/tech/general_axle_info.htm:21hebzc1][b:21hebzc1]hér[/b:21hebzc1][/url:21hebzc1]
–
Bjarni G.
08.02.2006 at 22:42 #534562Ég var búinn að sjá þetta með að "af snúa kögglinum" en það að drifið á hvolfi bakkar hafði samt ekki komið fram þrátt fyrir spegulasjónir um rewers drif og svo framvegis.
Guðmundur
08.02.2006 at 22:55 #534564Ég hef margsinnis séð grænan 90 Crúser með hásingu að framan en hann er með einkanúmerið GRÍMSI. Veit ekki einhver hvernig hvernig sá ágæti maður útfærði þetta ?
08.02.2006 at 23:11 #534566Framhásing, afturhásing og millikassi úr 80 LC. Er ekki viss úr hverju milligírinn var smíðaður. Guttarnir í mosó breyttu þessum bíl og líklega er hægt að skella honum á 44" eins og hann er.
Góðar stundir
08.02.2006 at 23:14 #534568Er með 80-cruiser hásingar og millikassa (reyndar með lóló líka). Þrusu græja.
Og Gummi, þegar þú hvolfir Hilux rörinu til að færa kúluna, þá bara af-hvolfirðu drifkögglinum aftur, þannig að hann snýr orginal á eftir. Þarf fyrst að tékka að þetta passi örugglega saman (að boltagötin séu ekki örugglega symetrísk).
Drifið reyndar snýst áfram "afturábak" eins og öll orginal Hilux framhásingardrif, en það er allt önnur ella.
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.