Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › framhásing á pajero
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.03.2005 at 12:44 #195759
Anonymouseitt sem að ég hef verið að spá í, hafa menn ekkert verið að setja framhásingu á pajero, þá ekki nýjasta útlitið, heldu þessa sem eru með röri að aftan.
ég veit um einn sem að hefur gert þetta og kom það frábærlega út, en ég var að pæla hvort að það væri ekkert meira um þetta?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.03.2005 at 14:04 #519984
Til hvers hásingu?
Ég veit um marga sem eru bara á original búnadinum og virkar bara fullkomlega, baedi "38 og "44 breyttir.
Er sagan um hásingarnar og yfirburdi theirra enn ad komast á kreik??? Spurdu Rotturnar sem voru í Hofsjokulstúrnum hvort hásingar séu ekki sterkar og óbrjótanlegar!
Ferdakvedja úr fjallaferd.
B.V.
28.03.2005 at 17:19 #519986
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sko, pabbi minn á pajero 38" breyttann, með vindu-fjöðrunar-búnaðinum, og treystu mér, hásingar er þörf á þessum bílum, það fer illa með mann að sitja í þessu og það eina sem að bjargar manni frá því að drepast í aftur endanum eru sætin, sem að fjaðra, sem að ég myndi ekki vilja að færu úr bílnum
en BÞV þetta er ekkert eins og er undir þínum bíl, það virkar líklega mikið betur en hitt draslið…veit um einn sem að setti hásingu undir hjá sér og er svo ánægður að það er ekki eðlilegt, og drýfur mikið meira en hann gerði áður…TREYSTU MÉR!
28.03.2005 at 18:34 #519988Það er vissulega rétt að fjöðrunin á nýju bílunum er mikið skemmtilegri en á þeim gamla.
En ég átti ’98 módel á 38" og hann fjaðraði mjög vel og fór reglulega vel með þá sem innanborðs voru.
En það er mjög auðvelt að eyðileggja alla fjöðrunareiginleka í framfjöðruninni með því að skrúfa þá endalaust upp – Eina vitið er að boddýhækka bíla með vindustangir til að þurfa sem minnst að skrúfa upp.
Þannig að bíllinn hjá Pabba þínum er annað hvort með bilaðan fjöðrunarbúnað að framan eða of mikið skrúfaður upp ef að hann fjaðrar illa og fer illa með fólk – það er leitun að bílum sem fara betur með fólk en þessi gerð af Pajero og finnst eiginlega varla nema í nýju gerðini af þessum bílum.
En það er hins vegar ekkert að því að spá í hásingar að framan í þessa bíla – ég pældi heilmikið í svoleiðis breytingu, það hefur bæði kosti og galla að fara þá leið og ég var kominn á þá skoðun að það væru fleiri gallar en kostir sem fylgdu því. En ég ætla ekkert að neita því að mér fannst bíllinn ekki drífa nóg við erfiðar aðstæður og það var fyrst og fremst vegna þess hversu lágur hann var, auk þess eru þessir bílar í þyngri mörkunum fyrir 38" dekk. Ég ætlaði því að breyta mínum gamla fyrir 44" og halda klöfunum að framan – en svo bauðst mér bara betri kostur í bílnum sem ég er á í dag.
En það eru til margir svona bílar sem er ekki nógu vel breytt og eru of lágir og þarf að hreynsa fullt af járnarusli undan þeim – þeir tveir bílar sem eru hvað best breyttir eru bíllin hjá Val og bíllinn hjá Ragga (sem Jói í Wurth breytti) Þessir bílar eru báðir nógu háir og búið að taka vel til undir þeim – auk þess er Valur með loftpúða að aftan sem er að koma rosalega vel út.
Ég hef ferðast með báðum þessum bílum og þeir virka þrælvel.En eitt af því sem ég sá sem vesen við hásingarnar var að ég fann enga hásingu sem passaði þokkalega – það þyrfti að færa kúlu og stytta eða lengja – þannig að þetta yrði allt of dýr framkvæmd.
Kveðja
Benni
28.03.2005 at 18:57 #519990
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
reyndar er bíllinn hans pabba 91 árgerð (elsta boddý), en ég held að hann sé ekki mikið skrúfaður upp að framan, en hann er frekar lítið hækkaður, en það er búið að rífa undan honum allar þessar plötur sem að eiga að vernda hina og þessa hluti en gera þá álíka háa og F1 bíla 😛
reyndar gerði það mikið þegar balance stangirnar fóru og PATROL gormar fóru undir að aftan, en þeir henta MIKIÐ betur fyrir þessa þyngd af bílum (elsta boddy) en orginal Pajero gormarnir
28.03.2005 at 22:00 #519992Sæll ísmaður! Hann Raggi í Jeppahlutir suður í Íshellu á móti álverinu í Straumsvík sagði mér að sennilega væri best að fá sér hásingu úr gamla Wagoneer. Þó þyrfti að aðlaga hana eins og Benni talar um hér að framan. Það er líklega heillavænlegast að lyfta þessum bílum upp boddýi og klippa svo bara nóg.
Smá leiðrétting: Bíll pabba þíns er af ættlið þrjú af þessum bílum og byrjar hann síðla árs ´89, en þá koma þessir vagnar með V6 vél og gormum að aftan. Ég á ættlið tvö, enn sem komið er, dæs og stunur!!!, ´89 með fjöðrum að aftan 2.6ltr vél.
Ps. Flottur afmælisdagur sem þú átt, er faðir þinn bílamálari?
29.03.2005 at 00:28 #519994
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þessi sem að pabbi á er samt með elstu degundinni af boddýi 😛
en þetta með afmælis daginn, hvað er flott við hann??? og pabbi er ekki bilamálari 😛
29.03.2005 at 00:32 #519996Það er víst flokkað þannig niður að þessir bílar fá sinn ættlið við hverja boddýbreytingu ekki fjaðrabreytingu.
Gen 1 ’83 – 91
Gen 2 ’92 – 97
Gen 2.5 ’98 – 00
Gen 3 ’00 – ?
29.03.2005 at 00:51 #519998
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
mér fynnst þetta gen 2,5 dót alltaf jafn fyndið, gerð smá breyting á boddýi, ekki næganleg til að gera nýjan ætlið, en samt of mikið til að vera sami ætliður og fyrri tegund 😛
29.03.2005 at 00:57 #520000
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,var að skrá mig inn og er að tékka hvort þetta virki? Fáránlega flókið innskráningarferli hérna!
29.03.2005 at 02:42 #520002Þetta er sennilega rétt hjá Stebba. Hélt að V6 bíllinn með gormunum væri talinn ættliður númer tvö enda gjörbreyttur og mikið þægilegri bíll en svo virðist ekki vera. Ég hélt að þekkti pabba þinn ísmaður en það var bara ágiskun. Dagurinn nefndur til gamans, á hann líka.
Bkv.
Magnús
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.