Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Framhald af dekkjaumræðu
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl Guðnason 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.02.2006 at 10:51 #197389
Nú eru menn búnir að tala mikið um Irok dekkin og hafa þau fengið þó nokkur viðbrögð hér. Ég er búinn að gera upp hug minn og eru það aðeins tvö dekk sem komast á minn jólagjafalista. Það eru annars vegar Mudder, og hins vegar Ground Hawk, (ekki alveg viss með AT 405)
Hvort dekkið er betra:
Ending?
Drifgeta?
Aksturseiginleikar?
Hopp og skopp?
Hljóð o.s.frv. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.02.2006 at 11:50 #544072
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þessi dekk eru mjög svipuð, hef þó heyrt að GH séu þægilegri á malbiki og mudder séu með meira hliðargrip…sel það ekki dýrara en ég fann það…
23.02.2006 at 12:33 #544074Eftir [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=ferdir/4906:yhif2rcb]Tindfjallajökulsævintýrið[/url:yhif2rcb] eru Ground Hawg dekkin dottin út af listanum yfir þau dekk sem ég myndi hugsanlega kaupa. Þarna voru 3 bílar, einn á nýlegum GH en hinir á gömlum mudder og radial Dick Cepec, í hálku og talsverðu frosti. Það var áberandi hversu minna viðnám GH dekkin veittu. Þetta liggur sennilega í gúmiinu sem notað er í banann, sumar gúmíblöndur harðna meira í miklu frosti en aðrar.
Auk þessa hafa GH dekkin orð á sér fyrir að hvellspringa, þó líklega séu þau ekki jafn slæm að þessu leiti og radial dekk frá Interco (super swamper/parnelli jones).Þá stendur valið á milli AT405 og Mudders, AT dekkin eru væntanlega mun betri en mudderinn í hálku og harðfenni, en líklega eru þau svipuð í krapa og djúpum snjó.
-Einar
23.02.2006 at 12:37 #544076Sæl öll.
Er Mudderinn fáanlegur í 36" ?
Hjölli.
23.02.2006 at 12:39 #544078…ekkert annað en það.
Ég er Mudder maður og elska þessi dekk, ending er mjög góð svo lengi sem bíllinn þinn er rétt hjólastilltur. Drifgeta er mjög góð og fletjast vel út við úrhleypingu.
Já bara frábær dekk…mæli hiklaust með þeim.
kv, Ásgeir
23.02.2006 at 12:40 #544080það var hætt að framleiða mödderinn í 36" fyrir nokkrum árum.
23.02.2006 at 13:04 #544082Er á microskornum GH, og er bara sáttur við þau. Bara fljóta og bara drífa. Mödderinn er örugglega ekkert síðri, enda nánast eins. Skar þau reyndar þannig að mynstrið á þeim er orðið svipað og á mödder (skar kantakögglana frá miðjunni).
Valdi GH á sínum tíma út af fáránlega miklum verðmun sem myndaðst á milli GH og Mödders þegar peningagengið féll en möddergengið ekki.
kv
Rúnar.
23.02.2006 at 13:50 #544084Eik af myndunum að dæma úr Tinfjallævintýrinu er harðfennis skel þarna þegar þessi salíbuna fór fram. Í slíku færi er það oftast sá sem er á minnsta loftinu sem skautar fyrstur af stað. oft er nóg að pumpa vel í og þá er hægt að keyra eins og á teinum um allt. (Er þetta kannski bara vitleysa í mér voruð þið kannski á hreinum ís þegar bíllin fór að renna). Mudderinn er með opnara munstur en GH og brýtur því betur skelina. en ég sé ekki að það geri hann betri nema þá bara vegna þess að hann er með opnara munstur. Margir jeppamenn í dag teikna nýtt munstur í þau dekk sem þeir nota í fjallaferðir og skiptir opnunin á orginal munstrinu því litlu máli fyrir þá. Þar sem þetta eru sömu belgir og GH heldur þynnri ef eitthvað er tel ég ólíklegt að þau hvellspringi frekar en mudder. kannski það hafi eitthvað með notendahópinn að gera GH eru hljólátari óskorinn og því líklegri til að lenda undir bílum í miklum vegakstri.
Guðmundur
23.02.2006 at 14:44 #544086Ég held að svellið hafi verið það hart að dekkin hafi ekki náð að brjóta það. Ég hef lent í aðstæðum þar sem það hjálpaði að pumpa í, en það var ekki þarna. Cepekinn er með fyllra mynsur en hin dekkin, en skautaði þó ekki. Þetta var ekki í fyrsta skipti þennan dag þar sem bíllin á GH dekkjunum rann til, þó við hinir yrðum ekki varir við hálku. GH dekkin voru microskorin, hin ekki.
Ef sú tilgáta mín að gúmíblandan skipti þarna máli, er rétt, þá er óvíst að hun hafi jafn mikið að segja þegar frostið er minna. Þarna var um 17° frost.
-Einar
23.02.2006 at 15:11 #544088sælir ,
Ég keyri um á Irok. Ég hef ekki upplifað þetta sem einhverjar segja sig hafa upplifað. Þau komu mjög vel út í snjó hjá mér.
Ég hef ekið um á GH, Mudder DC o.fl og finnst mér Irokinn vera betri en þau.Annars þurfa menn að passa sig á einu í dekkjavali.
Dekk eru = Trúarbrögð. Þannig að ráðleggingar manna eru ekki litlausar.Svo vill ég meina að öll dekk reynast ekki eins undir hvaða bíl sem er.
Annars þá langaði mig aðeins að taka upp hanskan fyrir Irok.
En gangi þér vel með dekkjavalið þitt.
23.02.2006 at 17:30 #544090Guðmundur nefnir áðan mjög mikilvægan punkt, en það er þykktin í hliðunum. Því þynnri sem hliðarnar eru, því betur henta dekkin til snjóaksturs. Ef það er rétt eins og hann segir, að GH sé með þykkari hliðar, en mudder, þá þýðir það að þau hitna meira þegar ekið t.d. með minna en 5 psi, bæði vegna þess að það er minni varmaleiðni í gegnum þykkt gúmí en þunnt, en þó frekar vegna þess að það fer miklu meiri orka í að aflaga hliðarnar, og ölls sú orka hitar dekkið, og rænir afli sem annars væri hægt að nota til að koma bílnum betur áfram, og sóar eldsneyti. Það er þessi hitamyndun sem stuðlar að því hliðarnar eyðileggjast, það myndast blöðrur á hliðunum sem e.t.v. hvellspringa, stundum með skelfilegum afleyðingum.
Sem sagt, ef það á að nota dekkin til snjóaksturs, þá eru þau því betri sem hliðarnar eru þynnri. Interco auglysir að hliðarnar á þeirra dekkjum séu sérlega sterkar og þess vegna sé minni hætta á að grjót rífi þær. Það er einmitt þessi eiginleiki sem gerir að þau henta ekki til snjóaksturs, hvorki undir þungum bílum né léttum.
Ef menn nota dekkin eingöngu til aksturs harðpumpuð, þá skipta þessir hlutir ekki höfuð máli. Það getur vel verið að önnur dekk séu hjóðlátari á vegum en mudderinn, en það eru engin dekk sem þola úrhleypingar betur.
-Einar
23.02.2006 at 18:25 #544092míkróskorinn mödder verður það þá, gaman að svona umræðum
kveðjur, Þorvaldur
23.02.2006 at 18:37 #544094Hvað hafa menn á mót AT405. Var í ferð um helgina með Hilux á þeim og þau virkuðu mjög vel. Gott grið og flott flot
23.02.2006 at 18:59 #544096hvernig er með þessi dekk fer engin á fjöll á þessum dekkjum eða hvað????? Mig vantar dekk og er mikið að pæla í tegundum og ég held að valið standi á milli AT og Mudders en hefði viljað heyra reynslusögur svo komanú strákar hvernig reynast þessi AT dekk eiginlega.???
kv: Kalli dekkjalausi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.