Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Framgormar í Patrol
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Garðar Helgason 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
19.11.2006 at 20:19 #198996
Hvaða gorma hafa menn verið að setja að framan í Patrol með 44″ breytingu?? heyrði eitthvað um landcruiser gorma.. að þeir væru lengri og nógu stífir, eitthvað til í þessu???
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.11.2006 at 23:02 #568740
hef góða reynslu af þessum fjólubláu frá AT, bara fjári dýrir. Væri til í að finna e-h sambærilegt sem kostar ekki hvítuna úr augunum þ.e. gorma sem eru a.m.k. 10 cm lengri en orginal og mátulega stífir.
20.11.2006 at 09:48 #568742Eru þessir Cruiser gormar nógu stífir í Patrol 98-?
Kveðja,
Klemmi.
20.11.2006 at 09:55 #568744Fyrir Cruiser hafa komið flott út. Eru langir og stífleikinn fínn.
Held að það þurfi að skipta út gormasætinu á hásingunni til að þeir passi.kv
Rúnar.
20.11.2006 at 13:15 #568746Ég var með þessa gorma í 6.5l. pattanum – besta fram fjöðrun sem ég hef prófað í pat ´98 . . . . . . . . . . . . en hann var náttúrulega léttari en þessir hlunkar sem við ökum á í dag :)Eru þeir ekki líka eitthvað stífari ? Er með nýja OME að framan í nýja bílnum – alls ekki nógu ánægður með þá.
20.11.2006 at 17:30 #568748að hvaða leyti ertu óánægður með þá ?? og mjúkir of stífir.. ekki nógu langir ??? hvað er vandamálið og yfir í hvað ertu að spá í að skipta þá ??
20.11.2006 at 18:04 #568750Vantar meiri mýkt. Hef trú á að þeir séu í það stysta. Er ekki hrifinn af þessum svakalegu klossum sem settir eru undir gormana. Annað sem gæti verið að spilla fyrir er "vitlaus" samsláttur og/eða samsláttarpúðar, mun byrja á að skipta um þá. Koni demparar eru undir þannig að ég hef ekki trú á að höggdeyfarnir séu vandamálið. Hef góða reynslu af þessum fjólubláu í svona bíl þannig að þeir yrðu mitt fyrsta val, nú eða þá lengri OME.
Allt í lagi að láta það fylgja með að einn besti 38"breytti bíll sem ég hef keyrt var með OME fjöðrun en það var LC 80, þannig að ég hef ekkert út á OME að setja í sjálfu sér, er bara ekki að virka sem skildi hjá mér.
Kv.
JKK
20.11.2006 at 19:01 #568752Cruiser framgormar voru 2002, allir 220 pund/tommu, og ca 50 cm langir.
Patta gormar (fyrir nýja pattann) eru 250 pund/tommu, eða 320 pund/tommu, eftir gerðum. Allir ca 40 cm langir.Einhver besta fjöðrun í jeppa sem ég hef upplifað er patti með HT-gormum og Koni dempurum. Var svo sem ekkert betri en markt annað á jöklum, en át upp þvottabretti og holur eins og þær væru einfaldlega ekki til staðar.
/Rúnar.
20.11.2006 at 19:16 #568754ætli munurinn á þyngdarþoli á gormum stafi af því hvort bíllinn hafi verið sjálfskiptur eða beinskiptur??? er ekki sá sjálfskipti þyngri??
20.11.2006 at 20:52 #568756svo einkennilega sem það kann að hljóma þá er víst beinskipti 3.0L bíllinn þyngri en sá sjálfsk. Er víst með sverari/þyngri afturhásingu.
Rúnar, hvað getur þú sagt mér meira um þessa HT gorma sem þú minnist á?
20.11.2006 at 22:34 #568758þeir eru fjólubláir og seldir í Arctic Trucks…. !
20.11.2006 at 22:37 #568760Fjörunin í mínum Patta er ein og Thule bjór, best í heimi.
Að framan eru OME lift gormar fyrir 80 Cruiser, en þeir eru 10 cm lengri en orginal Cruiser gormur og mikið lengri en Patrolgormar. Með þessu er OME demparar sem eru gerðir fyrir þessa gorma og Toyota samsláttarpúðar. Jafnvægisstöng var tekin úr að framan. Travel á þessari fjöðrun er 30cm.
Að aftan voru fyrst 10cm OME liftgormar fyrir Patrol og OME dempara sem fylgja gormunum. Mér þótti þeir full stífir fyrir tourhesta svo þeim var skipt út fyrir HT gorma, en sömu demparar notaðir áfram. Travel að aftan er 27 cm. Þetta er alveg skítvirka og betur fjaðrandi jeppi er vandfundin.
JeppaþjónustanBreytir smíðaði þetta allt saman og ég er alveg drullu ánægður með útkomuna, hann gleypir allar ójöfnur og hraðakstur á óslettu landi er alveg yndislegur.
Góðar stundir
20.11.2006 at 22:41 #568762Djöfull hefurðu látið Bigga ljúga að þér Hlynur minn
/Rúnar.
20.11.2006 at 22:42 #568764Ég stóð yfir þeim með málbandið út í eitt og mældi og mældi.
Góðar stundir
20.11.2006 at 22:46 #568766OME gormar eru almennt ekkert lengri en orginal gormarnir, aðalega bara stífari, mikið stífari. Orginal Cruiser gormur er 50 cm langur. Lengsti OME gormurinn eru heilir 51 cm að lengd
Ekki það að ég efast ekkert um að pattinn þinn sé bestur, hefur reyndar alltaf verið það, hvaða bíll sem það hefur nú verið….
/Rúnar
21.11.2006 at 21:59 #568768Það er svo mikið af toyota dóti í pattanum að hann gæti komist í klúbbin með Hallgrími með svona "want to be toyota" patrol. Kunningi minn ætlaði að skipta út lift ome fyrir lc 80 yfir í HT (fjólubláu) en svo kom í ljós að þeir voru uppá hár jafn langir undir bílnum og sáralítill munur á honum í fjöðrun.
21.11.2006 at 22:51 #568770Rúnar: OME gormar í cruiser eru lengri. Það er til 2 týpur, ein sem er 50mm(2") lengri og hin sem er 70mm(3") lengri. Það er reyndar rétt hjá þer að þeir eru miklu stýfari, en það eru til 2 gerðir af afturgormun fyrir sitthvort loadið sem er hlaðið í að aftan.
21.11.2006 at 23:03 #568772Daginn
Ég keyti Partol og var sagt að það væru orginal landcruiser gormar undir honum að framan og síðan eru klossar að aftan og original Nissan Patrol demparar. Þetta virkar bara fínt en er ekki alveg nógu mikil hækkun fyrir 38" dekk. mig vantar örfáa cm uppá en fjöðrunin er fín.
Kv Izan
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.