This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörleifur Helgi Stefánss 17 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Þannig er mál með vexti að ég á patrol 89´(89-96)sem er farinn að hrekkja mig. Þetta byrjaði fyrir dálittlu síðan að í venjulegum akstri í fjórhjóladrifinu, fóru að koma létt högg í framdrifið með löngu millibili. Eg var viss um að þetta væru driflokurnar eitthvað að svíkja og reif þær af og skoðaði. Ég sá ekkert athugavert við þær, en hann er með manual lokur. Síðan hafa þessi högg orðið þyngri og styttra á milli þeirra og núna er þetta orðið þannig að í átaki kúplar framdrifið út eftir höggið en kemur svo aftur inn með höggi en stundum verður maður að stoppa svo hann fari að taka aftur á að framan.
Ég hef mikið velt vöngum yfir þessu, marg skoða lokurnar víxla þeim og jafnvel skipt þeim út en samt heldur hann áfram að höggva. Eg hef líka prufað að halda við millikassastöngina en hún er ekkert á hreyfingu. Eg er samt farinn að gruna millikassan sterklega. Ef einhver kannast við þetta eða veit hvað þetta er þá eru öll ráð vel þeginn.Kveðja
Finnur
You must be logged in to reply to this topic.