This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Valur Sveinbjörnsson 19 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Tölvur, GSM-samband og TOYOTA-menn með í för !! skelfileg blanda ef maður er á Pajero og eitthvað kemur upp á ??.
Síðast liðna viku hefur verið skrifa svolítið um framdrifsvandamál sem ég varð fyrir austast á Vatnajökli um þar síðastliðna helgi en þar hlustuðum við á hið skelfilega hljóð sem hljómar eins og ef maður tannburstar sig með slaghamri. Við höfðum keyrt austur fyrir Goðahnjúka og var ætlunin að sjá yfir Lónsöræfin. Þegar við vorum komnir töluvert á veg vorum við komnir í töluverðan hliðarhalla og þungt færi, alveg öfugt miðað við færið annarsstaðar á jöklinum. Á þessum tímapunkti ákváðum við að snúa við þar sem við ætluðum niður í Snæfellskála og klukkan orðin margt. Það getur verið erfiðleikum bundið að snúna bílnum á þungu færi og hliðarhalla því var allt læst fast, orginal lás að aftan og lás frá Algrip að framann, það var tekið hraustlega á og þá ! heyrðist hið skelfilega hljóð og hryggsúlan á mér skrapp saman. Um leið og það gerist slokknaði á gaumljósinu sem segir manni til um hvort framlásinn sér læstur, ég beið (þó ekki til mekka) og þá kom ljósið á aftur, tók á drifinu – brak og ljósið slokknaði aftur. Ég bölvaði lásnum í sand og ösku og fékk ónefndan TOYOTU-mann til að athuga með öxlana, hvort þeir snérust. Það sást á ytri hosum að hvorugur snérist því var alveg ljóst að lásinn var brotinn og brotin úr honum höfðu klárað restina af drifinu.
Nú fór í hönd tímabil með hækkuðum blóðþrýstingi, bölbænum, svartnætti, olíublautum fingrum við að taka flangsana af til að minnka frekari skemmdir, konan þagði eins og grjót og þetta and…. GSM-samband. Það er alveg ótrúlegt að þegar maður hefur þörf fyrir þetta samband er það sjaldnast til staðar en við svona uppákomur þá er samband upp á miðjum jökli.
Þetta er atburðarásinn eins og hún gerðist og ályktanirnar sem voru dregnar af þessari uppákomu í Goðheimum austast á Vatnajökli 29. maí 2005.
Helgina eftir var farið í að rífa til að athuga skemmdir og runna þá tvær grímur á mann. Hér hafði verið drullað yfir rangan aðila. Hásingin og framlásinn frá Algrip voru í fullkomnu lagi. Hásingin heldur ennþá sínum stað að vera ein sterkasta orginal hásing í flotanum (miðað við stærð bíls ofl.). Framlásinn frá Algrip var í fínu lagi og stóð sig alveg eins og af honum var vænst. Það sem hafði gerst var að ytri liðurinn vinstra megin fór í döðlur og öxullinn snérist í hosunni þannig að skoðandinn sá að hosan snérist ekki og dró þá ályktun, réttilega, að öxullin snérist ekki enda var ég, á þessari mínútu, viss um að lásinn hafði gefið sig og þurfti ekki frekari vitnana við.
Ummæli mín og skapofsi urðu til þess að í gang fóru skrif á vef 4X4 sem voru ómakleg og ekki réttlætanleg í garð forráðamanna Algips og vil ég hér með biðja þá afsökunar á þeim. Mér finnst asnalegt að ég fari að lofsyngja lásana frá Algrip til að gera einhverja yfirbót því þeir geta bilað eins og hvert annað járnadrasl. Ég fékk mér lásinn um síðustu áramót því mér leyst vel á hann og er viss um að hann muni reynast mér vel í komandi svaðilförum.Kv. vals.
Es. Það er skelfilegt að hafa þessa TOYOTU-menn í afturendanum hvort sem eitthvað bilar eða maður er að biðja Pajero-guðinn um nýtt drif.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=ferdamyndir/3696
You must be logged in to reply to this topic.