Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Frágangur á rafmagnsloftdælu
This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Arnþórsson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.01.2004 at 18:15 #193497
AnonymousSælir snillingar!
Hvernig þarf að ganga frá rafmagnsloftdælu svo vel sé (Fini)?
Ég er ekki með loftlæsingar og mun nota dæluna eingöngu til að pumpa í dekk. Er nauðsynlegt að hafa loftkút eða er hægt að komast af með ventil sem hleypir loftinu framhjá meðan loftslangan er færð milli dekkja og/eða tekin af ventlinum?
Spyr sá sem ekki veit.
kveðja og fyrirfram þakkir,
OHR -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.11.2005 at 10:31 #484894
sælir
Líklega í Verkfærasölunni (eða var það Verkfæralagerinn) í Síðumúla, voru langódýrastir þegar ég verslaði mér….
kv
AB
08.11.2005 at 14:44 #484896Kristján – er það rétt skilið hjá mér að þú sért að nota FINI dæluna á loftlæsingar?
Ég hef nú ekki mikið vit á þessu sjálfur en einhverntíma var mér sagt á þessu ágæta spjalli að þær byggðu ekki upp nægan þrýsting til að vinna með læsingum. Nú er ég farinn að halda að þín reynsla sé önnur?
Það væri gaman að heyra frá þér hvernig læsingar þú ert með, hvaða þrýsting þær þurfa o.s.frv. – Og náttúrulega hvernig dælan er að standa sig í þessu hlutverki.Kv.
Einar Elí
08.11.2005 at 23:07 #484898Er búinn að vera með Fini í ca. 3 ár án vandamála og notað hana bara töluvert mikið.
Hjá mér eru ARB loftlæsingar að framan og aftan. Í bílnum er ca 10 lítra loftkútur og held ég 8 bar þrýsing á honum, þ.e.a.s. loftþjappan startar í 7,2 bar og stoppar í 8 bar.
Við þjöppuna er einstefnuloki en fyrir framan hann er aflestunarloki þannig að startið er álagslaust.
Þjappan er staðsett inni í bílnum (aftast hægra megin í skottinu).
Við að setja læsingarnar báðar á og taka þær af ca 10-12 sinnum þá fer þjappan í gang (sjálfvirkt) og gengur þá ca 15 sekúndur. (hleður frá 7,2 bar í 8 bar)
Auðvitað heyrist svolítið í þjöppunni en það er líka ágætt að heyra að hún er í topplagi. Hávaðinn pirrar mig ekki, heyri meira að segja ágætlega í stöðinni þótt hún sé í gangi.
Kveðja.
Elli.
09.11.2005 at 00:32 #484900Raftæknilegar pælingar vegna loftdælu.
Það skiptir miklu máli að spennufall í raflögnum að loftdælu sé sem allra minnst. Þar skipta þrjú
atriði mestu máli; sverir vírar, stuttar lagnir og góðar tengingar.
Ef vírarnir hitna eitthvað að ráði þegar dælan er í gangi þá er næsta víst að ekki hafi verið valinn
nægilega sver vír. Ef bara hitnar í endann eða samskeytum þá þarf að athuga tengingarnar þar sem hitnar, hreinsa, herða o.s.frv. Sama gildir um öryggishús, rofa og annan búnað sem flytur strauminn.
Huga þarf að því að þegar dælan er ræst þarf hún mun hærri straum en eftir að hún er komin á snúning og ef hún þarf strax í ræsingunni að puða gegn mótþrýstingi á beintengdum loftkút þá eykst straumþörfin enn meir. Hugsanlega liggur skýringin á því hvers vegna sumar dælur vilja ekki ræsa ef þær eru með mótþrýstingi í því að raflögnin skili ekki nægum straumi. Ekki þarf að tíunda það hvað gerist með rafmótor sem stendur lengi kyrr en með fullum straumi.Ég gerði smá útreikninga til að meta það hvaða vírsverleika þyrfti fyrir svona "typiska loftdælu".
Gaf mér þær forsendur að leiðin frá rafgeymi að dælu væri 3 metrar og dælan tæki 100 Ampera straum í ræsingu. Með 33 kvaðrata koparvír, sem hefur þvermálið 6,5 mm, fellur spennan um ca 0,3 Volt frá geymi að dælu, sem er vel ásættanlegt. Ef straumnotkunin lækkar niður í t.d. 25 Amper eftir að dælan er komin á snúning þá minnkar spennufallið niður í 0,075 Volt.Ef notaður væri helmingi grennri vír, 3,25 mm eða 16 kvaðröt þá fjórfaldast spennufallið í 1,2 Volt eða ca. 10% af geymisspennunni og þá fer að draga verulega úr ræsigetunni. Ef alltaf er séð til þess að dælan sé þrýstingslaus við ræsingu þá kann þetta samt að vera í góðu lagi.
Með því að setja dæluna í vélarhúsið styttast lagnir og spennutap minnkar að sama skapi. 3,25 mm sver vír gefur t.d. aðeins 0,4 Volta spennutap við 100 Amper ef lengdin er 1 Metri.
Jarðpólinn (mínuspólinn) mæli ég með að tengja með vír af sama sverleika alla leið milli dælu og
rafgeymis eða vélarblokkar. Leiðni í boddýstáli er ekki nógu traust fyrir svona há strauma svo maður tali ekki um áhrif af ryði og tæringu.
Ál er verri rafleiðari en kopar og þyrfti mun sverari kapla úr því efni. Silfur og gull eru hins vegar frábærir rafleiðarar og mæli ég með þeim málmum fyrir þá sem hafa efni á.Læt þetta duga í bili.
Ágúst
09.11.2005 at 07:19 #484902Sælir! Er ekki hægt að nota kúta af slökkvitækjum?
Bkv. Magnús G.
09.11.2005 at 08:58 #484904Þetta er ágætis pistill hjá Agústi, en ég hnaut um tvö atriði:
Vír sem er 3.25 mm í þvermál er 8 fermillimetrar, ( kvaðröt), ekki 16, þverskurðarflatarmál fer eftir þvermáli í öðru veldi.Ef ég man rétt, þá er rafleiðni járns um það bil 1/6 af leiðni kopars. Til þess að fá samsvarandi straum flutnings getu og í 32 kvaðrata koparvír þarf því ca 200 kvaðröt, sem svarar plötu sem 1 mm á þykkt og 20 cm á breidd. Boddíið eða grindin á bílnum, getur því vel flutt þann straum sem þarf, ef vandað er til jarðtenginga. Raunar má sýna fram á að það þurfi 4 sinnum meiri kopar, ef lagt bæði fyrir jörð og 12 Voltum, en ef aðeins er lagt fyrir 12 voltunum, miðað við sama orkutap. Enda hef ég aldrei séð bíl þar sem lagt var sérstaklega fyrir jörð, t.d. í afturljós, frá verksmiðu.
-Einar
09.11.2005 at 20:23 #484906Að sjálfsögðu leiðir tvöföldun á vírsverleika til fjórföldunar á kvaðrötunum. Hvernig getur nokkrum heilvita manni dottið annað í hug ?? Sá hlýtur að hafa verið orðinn mjög syfjaður.
Varðandi það hvort maður splæsir rándýrum eðalmálmi í mínuspólinn eða lætur boddýblikkið duga, verður hver og einn að gera upp við sig. Ég hef bara svo oft séð afturljós bíla dofna þegar bremsuljósin kvikna eða blikka í öfugum takti við stefnuljósin. Orsökin er oftast tæring í jarðtengingu afturljósanna. Straumstyrkurinn í loftdælu er margfaldur á við afturljósin.
Eitt atriði enn varðandi kvaðrötin er það að í fjölþættum kapli er leiðarinn ekki massífur. Það er svolítið loftbil milli þráðanna þannig að mælt þvermál 33 kvaðrata kapals er ekki 6,5 mm, heldur nokkrum prósentum meira, e.t.v. nær 7 mm.
Kv.
Ágúst
17.01.2006 at 16:04 #484908Hvar hafa menn verið að setja þessar dælur í hilux/aðra fisksalabíla ?
Er alveg óhætt að setja þær undir húddið ? Er rakinn þar ekkert að skemma þær ?
Safnast ekkert raki í dæluna og svo frýs allt saman ?
Má dælan hallast til að hún komist betur fyrir ?
17.01.2006 at 16:16 #484910Ég fasttengdi mína aftur í skúffu, fyrir aftan hjólaskálina. Er mjög sáttur við þetta svona, heyrist voða lítið í henni þegar maður er að keyra. Svo er ég með loftkút beint undir dælunni (fyrir ofan varadekksfestinguna). Ég gerði þetta svona í mínum Hilux af því að það er fremur lítið pláss eftir í hesthúsinu.
Kv.
Óskar Andri
17.01.2006 at 18:17 #484912Henti henni bara í skottið. Samt betra að strapp’ana niður.
Fínt að hafa hana bara lausa, með enalausri slöngu (nema þegar húddið frís fast).
kv
Rúnar.
17.01.2006 at 19:24 #484914Ef ég set 10 lítra kút við dælu, hversu mikið loft geymir hann? Er hann orðinn tómur eftir 1 35" dekk ef dælan er ekki í gangi? Er í lagi að setja 2 – 3 kúta og tengja þá saman með slöngum?
Ég er bara að pæla hversu mikinn tíma maður sparar.
17.01.2006 at 20:27 #484916
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
17.01.2006 at 21:52 #484918Sælir
Það er gaman að sjá hvað menn eru vel að sér í rafmagnsfræði en ég ætla samt að leiðrétta nokkra smávægilega hluti.
Þverskurðarflatarmál einþátts leiðara mælir maður með því að mæla þvermál deila með 2 og þá gldir formúlan radíus í 2 sinnum pí (sem er 3,141592654)
Þverskurðarflatarmál fáþætts eða fjölþætts leiðara (sem ætti eingöngu að nota í bílum) er mælt með því að nota áðurnefnda aðferð á einn þátt og margfalda með fjölda þáttanna.
Þegar ég legg að aukarafmagnstæki í bíl svo ég tali ekki um straumfreku þá legg ég bæði + og -. Mínusinn tengi ég svo í bodýið ef ég kem því við þar sem ég tengi rafmagnstækið. Ryðmyndum verður eingöngu til út af spennumun. Það er öruggt að það er eðlisspennumunur á bodýhlutum, suðum og öðrum járnhlutum sem veldur ryði á ákveðnum stöðum í bodýinu. Með því að tengja frá – pól geymisins erum við að stuðla að því að minnsti mögulegi spennumunur sé að bodýhlutum og þannig ryðverja bílinn.
Kv Izan
17.01.2006 at 23:56 #484920Mér datt í hug um daginn á reglulegu rölti mínu um Europris, að hagstætt væri að taka loftpressu eins og seldar eru þar á slikk (innan við 8000 kall), henda dælunni og nota kútinn og stýringarnar.
Þarna er yfirlestunarventill, pressostat með efri og neðri mörkum, 2 þrýstimælar, 2 hraðkúplingar (og handfang sem ég veit ekki alveg hvað væri hægt að gera við )
Allavega, hægt væri að nota stýringarnar inn á relay sem ræður við strauminn sem þarf, þó myndi ég ekki hafa þetta dót undir bílnum.8000 kall er varla fyrir kútnum, hvað þá meira.
kv
Grímur
18.01.2006 at 08:26 #484922Jæja ætli ég setji hana ekki bara á pallinn.
Smíða kassa utan um hana þar til að skilja frá öðru dóti.
Eina vesenið er þá að það lengist aðeins í rafmagnslögnum.
Ekki nema að maður hafi pressustatið fram í húddi.
Ég vill hafa möguleikann á því að hafa takka inn í bíll með ljósi sem sýnir hvenær það er straumur á dæluna og annað ljós sem sýnir hvenær dælan er í gangi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.