FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Frágangur á rafmagnsloftdælu

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Frágangur á rafmagnsloftdælu

This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hjörtur Arnþórsson Hjörtur Arnþórsson 19 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.01.2004 at 18:15 #193497
    Profile photo of
    Anonymous

    Sælir snillingar!

    Hvernig þarf að ganga frá rafmagnsloftdælu svo vel sé (Fini)?

    Ég er ekki með loftlæsingar og mun nota dæluna eingöngu til að pumpa í dekk. Er nauðsynlegt að hafa loftkút eða er hægt að komast af með ventil sem hleypir loftinu framhjá meðan loftslangan er færð milli dekkja og/eða tekin af ventlinum?

    Spyr sá sem ekki veit.

    kveðja og fyrirfram þakkir,
    OHR

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 35 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 19.01.2004 at 18:24 #484854
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Ágætt að stinga henni bara í skottið..:)





    19.01.2004 at 18:39 #484856
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Iceman á bestu lausnina sem ég hef séð með Fini dæluna, og hann var svo magnaður að setja myndir af græjunni í myndaalbúmið sitt.





    19.01.2004 at 22:13 #484858
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sælir.

    það eru auðvitað margar aðferðir við að ganga frá þessum dælum. Sú einfaldasta er að skrúfa hana fasta á góðum stað, leggja að henni sveran vír og muna eftir örygginu, flytja rofann fram í mælaborð og koma slöngunni útúr bílnum. Dælan er með stillanlegum þrýstiloka, sem hleypir lofti framhjá þegar þrýstingi er náð.
    Loftkútur er plús, en ekki nauðsyn. Hann flýtir fyrir að pumpa í, því hann er fullur í upphafi, og í hann pumpast á milli dekkja.

    Ég gekk frá dælu í bílinn hjá mér, og festi hana aftast í bílinn. Við úttakið setti ég einstefnuloka, einfalt stillanlegt pressustat (bara með efrimörkum), mæli, hraðtengi, kúluloka og frá honum út úr bílnum og í loftkúta sem eru í báðum stuðurum. Með þessu fyrirkomulagi get ég sett slöngu í samband inni í bílnum ef eitthvað klikkar úti. Pressustatið þjónar ekki öðrum tilgangi en að spara rafmagn þegar kúturinn er fullur.
    Ég hef séð menn hér á vefnum halda því fram að Fini dælur ræsi ekki nema við þær séu tengd pressustöt með efri og neðrimörkum, og sem hleypi þrýsting af dælunni. Ég er ekki sammála því, og hef ekki séð annað en að dælan fari alltaf í gang þegar ég kveiki á henni, óháð þrýsting fyrir aftan hana.

    Með kveðju,
    Emil





    19.01.2004 at 22:25 #484860
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    ef -øu ætlar bara aå nota hana fyrir dekk, skalltu bara kaupa -þér 12mm rafmagnskappla og leggja frá geymi aftuí skott, ásammt 100A öryggi við geymi.
    Það að setja pressustat og kút, kostar helling, flókið system klikkar frekar, og það þú ert kannski að græða nokkrar sek á öllu vesinu.





    19.01.2004 at 23:16 #484862
    Profile photo of Hannes Jón Lárusson
    Hannes Jón Lárusson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 173

    Sælir,
    passaðu þig bara á því að fylgja ekki leiðbeiningum Aukaraf sem hafa sett í margar svona dælur.
    Þeir sögðu mér að alveg nóg væri að nota 6 mm vír.
    Málið er að hann verður volgur þegar dælan er í gangi, sem sagt ekki nógu sver.
    Takk Aukaraf. Ég þarf nú að kaupa allt draslið aftur til að ganga almennilega frá þessu. Oft er betra að vita hvað maður er að tala um áður en hlutirnir eru gerðir og öðrum sagt til.

    Nota amk. 10 mm vír. Ekki þurfa allir að gera sömu mistök og ég.

    kv. HannesJón





    19.01.2004 at 23:21 #484864
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll snillingur, vertu ekkert að setja loftkút á þetta. Það er bara vesen miðað við hvað maður fær á móti. Dælan virkar flott eins og hún er. Bara koma henni vel fyrir, góðan kapal og verkið er búið.

    Jónas





    19.01.2004 at 23:23 #484866
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    farðu bara á eitthvað verkstæði og ´lati þið gera þetta fyrir ykkur það er miklu betra þið kunnið þetta ekki á þessari síðu ræður Jeep Troll





    19.01.2004 at 23:32 #484868
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Sælir Emil og Player
    Í fyrsta lagi Emil þá fer dælan ekki í gang með 7-1/2 kílóa þrýsting á lögninni. Ef þín fer í gang þá er þrýstingurinn minni á lögninni hjá þér. Ég er búinn að margmæla startgetu pressunar. Hún bara koksar á því, og er að rembast við gangsetningu. Með pressustatinu og aflestunarventli fer hún í gang við þennann 7-1/2þrýsting, vegna þess að lögnin að einstefnulokanum er þrýstingslaus.
    Player…pressustatið kostar 3 þúsund kall, kúturinn ekki neitt. Það er hægt að nota flesta kúta sem til falla, og slangan og tengin kosta um 4 þúsund kall þannig að kostnaðurinn við þetta hjá mér var um 7 þúsund kall og kerið er sjálfvirkt. Pressustaið notar bara stýrisstrauminn í gegnum sig sem er 12v og kannski 3-5 amper. Pressustatið sem ég notaði er frá Danfoss og er gæðavara sem bilar aldrei. 7-9-13.

    kv ice





    19.01.2004 at 23:42 #484870
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Sælir aftur
    Smá viðbót. Ég notaði 16 quaröt vír í dæluna, þannig að þetta væri í lagi, ég fanna að orginal vírinn volgnaði þegar ég var að hanna kerfið. Hún var reyndar mikið í gangi þá, maður var alltaf að mæla þrýsting á lögn og kút, mæla straumnotkun í amper og prófa.
    kv ice





    20.01.2004 at 09:00 #484872
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir aftur snillingar!

    Ég vissi sem var að ég kæmi ekki að tómum kofunum. Takk fyrir kærlega!

    Nú vantar mig hins vegar smáskýringar á hvað pressustat er og hvaða tilgangi það þjónar. -fær maður aukabúnaðinn þar sem maður kaupir dæluna?

    Lausnin hans Rúnars er náttúrulega langeinföldust og þægilegust (mér hafið m.a.s. ekki dottið hún í hug þegar ég var að hugsa þetta), en það er stundum meira gaman að gera meira vesen úr hlutunum.

    Iceman þú segir að hægt sé að nota nánast hvaða kúta sem til falla – þurfa þeir ekki að þola einhvern ákv. þrýsting? Hvers konar kúta ertu að tala um?

    Annars reikna ég með að fara leiðina sem Emil, Player og Jónas nefna. En stinga dælunni undir húddið (Traustur og aðeins tilkeyrður LandCruiser á giftingaraldrinum). Undir húddinu eru loftlagnir fyrir aircondition-dælu sem gaf upp öndina fyrir margt löngu að mér skilst. Nema Fini dælan sé hönnuð fyrir heitara loftslag og þurfi að vera inni í bílnum? – er hún ekki hávær?

    -þessi þráður fer að eiga erindi á tæknisíðurnar.

    En það veit kannski einhver um aircondition-dælu úr Scania á lausu – þá passar hún náttúrulega beint í hjá mér….

    Bestu kveðjur,
    ohr





    20.01.2004 at 09:52 #484874
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 664

    Jepptroll heitir þú nokkuð Jakob? Ég veit að minnsta kosti um einn Jakob sem lætur svona á Huga.

    Haukur





    20.01.2004 at 10:10 #484876
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Nokkur svör til OHR.
    Að hafa dæluna í skottinu bara eins og hún er er ágætt, það er hreinlega ekkert að því. Bara góð lausn.
    Það var líka ágætt hérna í gamla daga að keira bara Willisjeppana óbreitta, það var bara fínt. Allir ánægðir, nema einhver sem vildi komast meira en hinir og fór að stækka dekkin og hækka upp bílana. Og hinir fóru að gera eins.
    Þannig er það líka með þessar Fini-loftdælur. Þær eru sterkar og dæla miklu lofti. Eigum við að láta þar við sitja eða eigum við að nýta okkur kosti dælunnar og ná meira notagildi útúr dælunni með því að flétta smá búnaði við hana?? Menn hafa þetta val, ég kaus það og sé ekki eftir því.
    Svo ég svari nú OHR aðeins vegna hans spurninga en sé ekki bara með smá söguhorn þá koma nokkur svör við hans spurningum.
    Pressustat er rofi sem rýfur straum eins og allir aðrir rofar í bílnum þínum. Í staðinn fyrir að þú sért alltaf að kveikja á Finiloftdælunni þinni þá sér þessi rofi(pressustat) um það fyrir þig. Í staðinn fyrir að þú notir puttann til þess að kveikja eða slökkva þá gerir lofþrýstingurinn það fyrir þig. Þegar þýstingurinn er kominn í 8 kíló slekkur rofinn á pressunni, þegar þú ferð að nota loftið minnkar þrýstingurinn í kútnum og þá kveikir rofinn(pressustaið) á Fini-dælunni. Hvar þú vilt láta hana kveikja og slökkva er still með einföldu stjörnujárni. Rofinn(pressustatið) færð þú til dæmis hjá Danfoss og heitir: Þrýstirofi CS 4-12 bar, Partnúmer 031E0235. Og aflestunarventill heitir: F.CS R partnumer: 031E0297. Alsjálfvirkt.
    Kosturinn er að þú er með meira loft og ert um það bil 10 mínútum fljótari að dæla lofti í dekkin en án búnaðarins. Þú getur notað loftlikil líka við kerfið.
    Loftkútarnir eru allavega, ég notaði gamlann Freonkút 25 l, það er einnig hægt að nota gaskúta sem þú færð á næstu bensínstöð tóma fyrir smá pening. Það er smá mix að setja stútana á kútana en það geta flestallir þessir jeppakallar, annað eins sjóða þeir og mixa. það er best að slaglóða þá við eða koparbrasa, eða silfurkveikja. Pís of kake. Ef einhverjum vantar kúta þá get ég útvegað 12 lítra kúta, þeir eru alltaf öðru hverju að falla til hjá mér. Þeir vega 4 kíló tómir, en þá á náttúrulega eftir að brasa á þá stútana og einhverjar festingar. Flestallir þessir kúta eru gerðir fyrir mun meiri þrýsting, allt að 50 kíló þannig að þetta er auðvelt með loftþrýsting uppá 6-8 kíló. Eins og ég sagði, Pís of Kake.
    Aircondition dælurna eru ágætar þar sem það við, ókosturinn við þær er að þetta eru kæli og frystidælur sem eiga að ganga í lokuðu kerfi þar sem olían í kerfinu fer alltaf hring eftir hring. Þegar búið er að rjúfa þessa hringrás og það fer bara loft inn en engin olía þá verða þær olíulausar fyrr eða síðar og bræða úr sér. Sumir hafa þó passað sig á þessu og smurt í þær reglulega, eins hafa menn tengt loftinntakið á dælunni við loftöndunina á vélinni í bílnum og kemur þá smá olíumettað loft inná dæluna sem heldur henni á lífi, eða allvega lengir lífaldur hennar.
    Í Fini-loftdælunni er þú laus við þetta allt nema ókostinn við að þú þarf að hafa hana inni í bílnum, og jú það heirist í henni. En hún er fljót að dæla og slekkur því á sér fljótlega. Ég held að þær séu ekki heppilegarúti í 10-15 stga frosti eða meira.
    Vona að þetta hafi hjálpað OHR eitthvað.

    kv ice





    20.01.2004 at 11:08 #484878
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Takk Iceman – þetta var mikil hjálp og pósturinn þinn skýrir margt sem ég ekki vissi um loftdælur og efni tengt þeim! Reikna fastlega með að það gildi um fleiri en mig.

    -eins og ég sagði, þessi þráður á fullt erindi á tæknisíðuna (hún hefur nú reyndar ekki tekið miklum breytingum í nokkur ár, er það?).

    Ég hef svo samband við þig þegar mig vantar loftkút :)

    Bestu þakkir!
    ohr





    20.01.2004 at 11:48 #484880
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sælir.

    Þetta er ábyggilega rétt með aflestunarventilinn. Ég hef trúlega ekki prófað þetta nóg.

    En það er eitt sem þarf að passa vel. það er lögnin frá geymi að dælunni. Ég mæli með 16q vír, og 70A. öryggi. það þarf auðvitað að vera við geyminn en ekki dæluna. Eins þarf að passa að ef rofinn fyrir dæluna er færður frá henni þarf líka að setja öryggi á hann, því hann fær straum beint frá sama stað og dælan. 5-7A. duga fyrir hann.

    Emil





    20.01.2004 at 12:08 #484882
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Er líka kostur. Hann er léttastur og bilar minnst.

    Ef Þú ert ekki með kút á dælunni, þá mæli ég með að dælan sé staðsett þannig að þú heyrir vel og vandlega í henni meðan hún er í gangi. Þannig gleymir þú henni ekki í gangi, sem gæti leitt til þess að hún bræðir úr sér.

    kveðja
    Rúnar (með lausa Fini, sem dælir líka í -20C).





    20.01.2004 at 15:48 #484884
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Sæll Ohr

    Eytt sem gleymist að nefna hérna er að með loftkútnum ertu með slatta af loftið sem getur nýst þér til að skjóta dekki upp á felgu.

    Ég er með 5 lítra kút og þetta loft dugar alveg til að skjóta flestur dekkjum aftur á felguna.

    Reyndar er ég með loftkælidælu (AC) og 8 bör á kútnum. Mér finnst það þægilegt að hafa kútinn.

    Ég er með pressustat og relay. En ég er með ljós í rofanum inn á dæluna og lítið ljós sem kviknar á þegar dælan er að dæla. Þannig getur þú séð hvort leki sé kominn á lagnirnar eða kútinn.

    Kveðja Fastur





    20.01.2004 at 16:40 #484886
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Hægt er að sjá útfærsluna mína hérna á þessum slöngum og hraðkúplingu. Ég hafði allar tengingar fyrir 8 mm slöngur þannig að ekkert hindaði loftflæðið.
    http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … ionid=1281
    Kv ice





    20.01.2004 at 19:07 #484888
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Víst menn eru farnir að flækja dæmið svona, þá verð ég að segja frá systeminu mínu!

    ég er með einstefnuloka, strax og loftið yfirgefur dæluna, þaðan ferð það inn í 2,5l loftkút(þeir kosta c.a 1000kr/pr l.)
    á honum eru svo fimm "göt" eitt er fyrir pressustat sem slær út í 6bör svo dælan sé ekki alltaf að dæla uppgefinn hámarksþrýsting, einfaldlega til að minka álagið á henni og auka líftímann. Já og á pressustatinu er ég líka með öryggisventil, sem hleypir framm hjá sér ef þrýstingurinn fer yrir 8bör

    Sv er ég með þrýstijafnara sem lækkar þrýstinginn nirí 2bör, í þrýstijafnarann tengjast svo tveir segulrofar sem tengjast svo í frammhaldinu niður í loftlæsingarnar, með gúmmíslöngum, en ekki nælon einsog sumir hafa verið að gera með misjöfnum árangri.

    Svo er náttúrulega kúpling fyrir slöngu, útak fyrir loftmælinn og síðast en ekki síst dekkjaventill til að pumpa inná kútinn ef dælan gefur sig, til að halda loftlæsingunum inni!

    Allt efni í þessu kerfi endaði í tæpum 25.000 ISK
    Sem að kom mér mjög á óvart. Dýrastir voru segullokarnir, þrýstijafnarinn og slöngurnar niðrí læsingarnar.

    Kv LOFTUR





    20.01.2004 at 19:09 #484890
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    ég meinti segul-lokar en ekki -rofar





    08.11.2005 at 09:50 #484892
    Profile photo of Hjörtur Arnþórsson
    Hjörtur Arnþórsson
    Participant
    • Umræður: 12
    • Svör: 75

    Hvar fást fini loftdælur á besta verðinu í dag ?





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 35 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.