FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fræðsla / námskeið

by Helena Sigurbergsdóttir

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Fræðsla / námskeið

This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Alfreð Mortensen Alfreð Mortensen 17 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 02.01.2008 at 22:36 #201513
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member

    Var að sperkúlera í svona í ársbyrjun hvað félagsmenn eru að spá í sambandi við fræðslumál.
    Vill fólk stutta kynningu ? eina kvöldstund ?
    ítarlegri umfjöllun 2 kvöld eða meira ?
    helgarnámskeið ? verklega hluta ?
    ókeypis sem þá fylgjir óhjákvæmilega ókeypis fyrirlesari ? Námskeið sem kostar á ? og hvað er þá ásættanlegt að borga fyrir eitt kvöld ?
    Það er örugglega fullt af hæfu fólki hér innan klúbbsins sem er tilbúið til að koma og messa yfir okkur eða miðla fróðleik sínum, en hversu langt er hægt að ganga í sjálfboðaliðastarfinu ? allir vita nú hvað það er gefandi 😉
    um hvað viljið þið sjá fræðslu ?
    Formlegt eða óformlegt ?
    Samkvæmt könnun sem var hér á forsíðunni í fyrra voru langflestir sem völdu GPS-námskeið, í næsta sæti var svo Arctic-námskeiðið sem jú hver og einn getur farið á, eða eru þau ekki haldin annaðslagið ?
    Endilega tjáið ykkur nú á málefnalegan hátt
    Kveðja Lella

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 03.01.2008 at 09:33 #608738
    Profile photo of Þorgeir Egilsson
    Þorgeir Egilsson
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 188

    Hvað er þetta eiginlega er engin í klúbbnum sem getur tjáð sig á málefnalegan hátt. Á ég að trúa því að ef menn geta ekki kvartað og kveinað eða sett útá þá þegi allir þunnu hljóði.
    Kveðja Þorgeir





    03.01.2008 at 10:52 #608740
    Profile photo of Baldvin Zarioh
    Baldvin Zarioh
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 218

    ég er nýliði hérna og væri alveg til í að fá námskeið bara í öllu draslinu. Veit ekki neitt! GPS námskeið væri t.d. mjög vel þegið og svo eitthvað um almenna umhirðu og umbúnað fjórhjóladrifsbifreiða. Allavegna, ef boðið verður uppá eitthvað námskeið hér hjá 4×4 þá má bara bóka mig strax á það.





    03.01.2008 at 10:57 #608742
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Svo ég hef þá upptalninguna.
    Ég myndi vera dugleg að mæta á námskeið sem haldin væru ódýrt eða ókeypis, þá væntanlega í húsnæði klúbbsins. Frábært að mæta á svona eins eða tveggja kvölda námskeið eða fræðslu.
    Sé fyrir mér t.d. eftirfarandi sem spennandi kosti:
    Námskeið í rötun (með gps)
    Námskeið í notkun tölvukerfa fyrir gps ferlun og úrvinnslu ferla
    Fræðslukvöld um veðurfræði á hálendinu, umgengni við bílinn í ferðum (á vetrum þá aðallega) og það má örugglega telja meira upp en ég ætla að leyfa fleirum að koma með hugmyndir.
    Kv.
    Dúkkan





    03.01.2008 at 11:14 #608744
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Er ekki málið að nota fimmtudagana í þetta.
    Eins og hefur verið gert stundum
    t.d spottakvöld ogsfrv

    Annars líst mér vel á tillögur Fröken Barböru
    úrvinnsla ferla ogsfrv.
    Held að arctic trucks sé með GPS námskeið sem við getum bent fólki á að sækja. Held að það kosti um 3.500 kr





    03.01.2008 at 11:18 #608746
    Profile photo of Unnar Már Sigurbjörnsson
    Unnar Már Sigurbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 193

    Sjálfur er ég nýr og svo rennblautur bak við eyrun að ég er með vatnsgreitt að aftan ! (…eða næstum því).

    GPS námskeið væri örugglega skemmtilegt. Fjarskiptanámskeið, þar sem farið yrði yfir hverjir eru á hvaða rás, hvaða reglur gildi um fjarskipti o.s.frv. Námskeið í umhirðu, hvað beri að varast að vetri og sumri sem og lausnir á þeim vanda (reddinga-handbók jeppans jafnvel) Læra (verklega) einfaldari viðgerðir og fyrirbyggjandi viðhald eins og síur, kerti og þannig háttar mál. Tappanámskeið….

    Það er að nógu að taka, best væri að námskeiðin væru frekar stutt (1 til 2 kvöld) og tækju á afmörkuðu málefni en færu ekki mjög víða á stuttum tíma.





    03.01.2008 at 14:39 #608748
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Hugmyndir.
    Skyndihjálpar námskeið yfir helgi.
    Skyndihjálp kvöldstund.
    Gps kennsla væri sniðug jafnvel helgarnámskeið / skipt í hópa
    ———
    Nýliðakvöld.
    Kvöldstund í töppun á dekkjum / Hnútar á spottum.
    Kvöldstund í hvað útbúnað á að hafa í bílnum/ hversu mikið eldsneyti á að hafa í ferðar.
    Kvöldstund í affelgun koma dekki aftur á felgu /hvernig skal nota drullutjakk.
    Skyndihjálp kvöldstund.

    Kv Dolli





    03.01.2008 at 15:21 #608750
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    góðan dag.

    hefðu einhverjir áhuga á stuttu námskeiði í helstu notkunarmöguleikum og stillingum í Mapsource og Nroute?

    ég var að spá í að halda stutta kvöldkynningu á helstu stillingum og hvernig ég nota þessi forrit til að safna ferlum og vinna með þá. Einnig hvernig gott er að hafa þetta stillt þegar maður keyrir með Nroute.

    hefðu menn áhuga á því?





    03.01.2008 at 15:23 #608752
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Mér sýnist að það væri mjög áhugavert að stilla upp nokkrum stuttum (1 kvöld, kannski annað kvöld sem framhald ef viðkomandi leiðbeinandi sér þörf á…) en hnitmiðuðum kvöldstundum.
    Ég er á því að það eigi ekki að blanda þessu saman við opin hús en margir sem koma þangað til að spjalla og fá sér kaffi, nú eða skoða myndir og skiptast á ferðasögum. Þá sést líka hvort það sé mæting á námskeiðið eða hvort menn séu bara að mæta á opið hús.
    Miðvikudagskvöld eru t.d. ágæt til að ná sér í þekkingu.





    03.01.2008 at 17:26 #608754
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Mér finnst þetta bara alveg fyrirtak að fá fræðlsu um þetta.
    Fyrir minn smekk þá hentar fimmtudagskvöldin einmitt mjög vel í svona…
    kv. stef…. semveitaldreihvorthúneraðkomaeðafara





    03.01.2008 at 17:53 #608756
    Profile photo of Gudni Alexandersson
    Gudni Alexandersson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 336

    Mátt klárlega bóka mig á það námskeið það er eitthvað sem mig langar hvað mest að læra 😀
    búa til trökk og það allt.
    mbk Guðni





    03.01.2008 at 21:25 #608758
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Flottir punktar komnir hér sem verður unnið út frá.
    Vil samt sjá meira af hugmyndum um efni sem menn og konur vilja að komi til greina.
    Ég er sammála Tryggva í því að hafa þetta ekki á fimmtudagskvöldum í Mörkinni, það eru bara opin hús að mér finnst. Dolli um nýliðanámskeiðin þá eru þau að ég held haldin fyrir nýliðaferðir árhvert og ég ætla að hætta að berja haunum í stein í sambandi við skyndihjálparnámskeið. En það eru laus 3 sæti í Hjálparsveit sem er með fræðslumál á sínu skipuriti í vor, aldrei of snemmt að bjóða sig fram.
    En endilega komið með tillögur.
    Hjálp Lella





    04.01.2008 at 00:25 #608760
    Profile photo of Ásbjörn Þór Ásbjörnsson
    Ásbjörn Þór Ásbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 4

    Sælt veri fólkið. Ég er einnig nýliði og veit voða lítið þannig séð og myndi gjarnan vilja fá námskeið í gps.. ferlainnsetningu.. tips og trick í umhirðu bíla.. vetrarferðir… hvað mikið bensín hvert og þannig.

    Og það sem ég hef áhuga á og sé auglýst með lágmark viku fyrirvara þá finn ég tíma til að mæta. Nema þá helst um helgar því ef veður eru skapleg þá væri ég líklegast á rúntinum :)





    04.01.2008 at 02:37 #608762
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Ein hugmynd er….

    að hafa eitthvað eitt ákveðið kvöld í mánuði sem fræðslu kvöld. Dagur sem að yrði í annarri viku þannig að þá er til skiptis hálfsmánaðarlega félagsfundur og svo fræðslufundur. Þannig geta allir gengið að þessu vísu.

    kv. stef ekki sú skarpast.





    04.01.2008 at 09:07 #608764
    Profile photo of Birgir Baldursson
    Birgir Baldursson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 18

    Sem nýliði og bleyjubarn fagna ég þessari umræðu. Sjálfur hef ég aldrei verið bíla- eða jeppadellukarl, en hef nýlega uppgötvað dásemdir hálendisins og spennuna við að þræða grófa slóða á 4×4-tóli. Jeppadellan er því að fæðast.

    Maður er sorglega illa að sér í öllu sem lítur að viðhaldi og viðgerðum. Ég væri meira en til í að fá leiðsögn í flestu sem viðkemur því að halda jeppadruslunni minni í toppformi.

    Í nýjasta Setri er t.d. minnislisti jeppamanna þar sem mælt er með því sem tékka skal á fyrir ferð. Þar stendur t.d:

    * Smyrja alla koppa
    * Athuga hjöruliði
    * Athuga legur

    Ég hef aldrei smurt koppa, veit varla hvar hjöruliðir eru undir bílnum og þori ekki að fást við hjólabúnaðinn til að tékka á legum. Ég veit að þessi klúbbur er yfirfullur af speísalistum sem væru til að að leiða okkur smábörnin í allan sannleik um þessa hluti fyrir hóflegt verð.

    Einnig mætti athuga að skrifa fræðslugreinar um þessi efni í næstu Setur handa okkur sem ekki höfum alist upp liggjandi undir bílum.

    Er ekki um að gera að nota veturinn í svona námskeiðahald svo maður sé ekki hálf ósjálfbjarga þegar druslan byrjar að vera með leiðindi uppi á fjöllum í sumar?





    04.01.2008 at 12:12 #608766
    Profile photo of Árni Leósson
    Árni Leósson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 6

    Sammála Birgi hér að ofan. Ég er líka byrjandi og væri til í að fá tilsögn (og verklega kennslu) um grunnreddingar eins og töppun, hvernig dekk er sett á eftir affelgun, drullutjakkanotkun, smurning koppa og tékk á hjólalegum. Auk ráðlegginga um hvernig keyra á yfir ár. Allt í lagi að borga nokkra þúsundkalla fyrir góða tilsögn.





    04.01.2008 at 12:45 #608768
    Profile photo of Birgir Baldursson
    Birgir Baldursson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 18

    Árni, ég fann þetta ágæta lesmál um vöð og aðferðir við að krossa ár:

    http://www.gopfrettir.net/g_vinir/ferdir/_vod.htm





    04.01.2008 at 18:23 #608770
    Profile photo of Atli Þorsteinsson
    Atli Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 260

    væri til í

    Kvöldstund í töppun á dekkjum / Hnútar á spottum.

    Kvöldstund í hvað útbúnað á að hafa í bílnum

    Kvöldstund í affelgun koma dekki aftur á felgu /hvernig skal nota drullutjakk.

    og fleira um hvernig má bjarga sér á fjöllum
    eins og þá spurði eg um hvernig mætti sjóða með geymum og fékk til dæmis mörg góð svör um það





    04.01.2008 at 18:43 #608772
    Profile photo of Sigurður T. Valgeirsson
    Sigurður T. Valgeirsson
    Member
    • Umræður: 25
    • Svör: 144

    Sbr það sem fjallaleiðsögumenn eru að bjóða upp á

    http://www.mountainguides.is/Netklubbur/Namskeid/

    Þ.e. námskeið s.s. í
    jöklamennsku, sprunugusigi, mati á snjóflóðahættu leit í snjóflóðum o.s.frv.

    Eitthvað samkrull sem miðaði að jeppamönnum er ferðast á jöklum yfir veturinn .

    Alla vega tillaga

    Mbkv

    Stv





    04.01.2008 at 19:42 #608774
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Mér sýnist á öllu að ekki skorti áhugan … á netinu… fyrir allri fræðslunni.

    Mér sýnist að allt stefni í það að hjálparsveitin verði að setja upp alvöru stundarskrá og taka upp einingakerfi svo að þessi fræðsla verði lánshæf hjá LÍN.

    Greinilegt er að ef að það á að sinna þessu öllu þá er verið að horfa á fræðslukvöld í hverri viku. ;->
    En það er gaman að þessi áhugi skuli vera fyrir hendi þannig að þegar fræðsla verður auglýst að þá er um að gera að mæta þá eða skrá sig eða hvernig sem að fyrirkomulagið verður.
    –
    Mér finnst sérstaklega gaman að sjá að nýliðar eru að tjá sig hérna og menn sem að eru með 1-4 pósta á bakinu… bara frábært.

    kv. stef… ekki sú skarpasta
    yfir til þín… Lella ;->





    04.01.2008 at 20:23 #608776
    Profile photo of Baldvin Zarioh
    Baldvin Zarioh
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 218

    það er nú varla hægt að kalla það námskeið, skúrakvöldið fyrir nýliðaferðina. En þar var nú gott samt. Hvað námskeið varðar, þá held ég að það væri góð byrjun að bjóða fyrst uppá námskeið í jeppanum og allt sem honum fylgir (viðhald, eins og minnst var a fyrr). Ég væri líka þakklátur fyrir allar heimildir sem mér er bent á, er búin að skoða "vaðráða" linkinn sem minnst var á hér að ofan og "Jeppar á fjöllum" hefur verið mín jólabókarlesning (þótt gömul sé)





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.