This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Víðir Lundi 18 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Mig langaði nú bara að segja frá mjög góðri þjónustu sem ég fékk á bifreiðaverkstæðinu á Laugum í Þingeyjasýslu núna um helgina. Verkstæðið heitir HP þjónustan ehf og er staðsett fyrir neðan sjoppuna. Málið var að það fór bremsurör í bílnum hjá mér á laugaerdagskvöldið og ég hafði samband við Hermann sem er með verkstæðið, hann komst ekki í að laga þetta þá um kvöldið þar sem hann var staddur í veislu en hann kláraði þetta strax á sunnudagsmorguninn. Ég var alveg viðbúinn því að þetta mundi kosta pínu pons þar sem um útkall var að ræða, en svo var ekki reikningurinn hljóðaði upp á rétt rúmar 6000 krónur með vinnu, útkalsálagi, bremsuvökva og vsk.
Ég vildi bara koma þessu á framfæri og ég vil endilega að þið látið þetta berast út því að svona þjónusta er gulls ígildi.kv
Einar Lárusson
You must be logged in to reply to this topic.