This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 21 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar…
Ég var að skrifa bróður mínum bréf með smá ferðasögu og fannst ég bara verða að deila með ykkur herleg heitunum fyrst þau urðu svona ýtarleg.
Ég fór í ferð um helgina. Svaka fjör…. sjá
myndir undir myndir á síðunni.Það sem maður hefur ekki lennt í orðið.
Við fórum í flottu veðri frá Reykjavík í drauma veðurspá með stefnuna á Grímsfjall. Vorum á þremur bílum. Bjarna (rúta), adda (fiskikar), erlingur (44″ patti, all læstur , lóló, sem sagt alvöru græja). Og ferðin uppeftir gett bara déskolli vel.. við vorum mættir á grímsfjall eftir rétta 6 tímaferð úr bænum og þá tvo tíma úr Jökulheimum og upp. Það var allt Jöklarannsóknafélagið og allir hjálparsveita vinir þeirra. Svo við köstuðum hlutkesti um hvort við færum á fyrst Öræfajökul eða Kverkfjöll. Eins og vana lega vann Kverkfjöll. Við brunuðum af stað þessa rétta 50 km .. og ferðin gékk frábærlega fyrstu 40 km. En síðan komu festur og snjóblindur og hin týpíska keppni í að losa sig og keyra í rétta átt.. :egar þetta var farið að ganga ágætlega og erfiðustu brekkurnar unnar .. fór að hall undan fæti. Ég var að fara að segja að við ættum að reyna eftir fremsta megni að halda hæð … þegar það heyrðist í stöðinni „fuck .. vá .. Erlingur er í lagi með þig. bjarni stoppaðu… erlingur ertu þarna? ég sá og hverfa.!!“ og gengum út til að gá hvað var málið. Og það var augljóst hver málið var. Erlingur hafði keyrt ofan í sigketil við Kverkfjöll. En þar sem að ekkert skyggni var.. ákáðum við að sofa í bílunum og býða eftir skyggni. Dagin eftir kom skyggni í tvær mínútur sást að það voru u.þ.b. 15 metrar ofan í vatnið í katlinum. Svo við fórum að leyta að aðferðum við að ná honum upp. Hann hafði fallið niður 2 metra… og sem betur fer haft næga ferð til að stingast ekki ofan í sprunguna en um nóttina skóf yfir sprunguna. að mestu þannig að daginn eftir gátum við fundið stað þarf sem snjórinn var frekar sterkur.. Með tveimur bílum með teygjuspotta og spilið á pattanum fast í snjóakkeri var lagt af stað.
Spilið dróg bílinn upp ca 1,5 metra háann skaflinn… og burðurinn í nýja snjónum var svo mikill að hann gaf sig ekki og bíllinn komst án þess að þyrfti að draga hann með hinum bílunum. Svo ég verð að segja snjóakkeri er ekkert smá snyðug uppfynning.
Eftir þetta töldumst við opinberlega kvekktir. Svo við létum mann ganga á undan bílnum í burtu þangað til við vorum komnir aftur á hæðina. Þá var stefnan tekin á Grímsfjall til að sjá hvernig veðrið var á Öræfajökli. Er við komum að Grímsfjalli var skyggnið orðið sjaldgæft eða eiginlega ófinnandi. Eins og góð brennd börn var einum(mér) fórnað í spotta í Adda bíl og látinn labba á undan.
Ég verð nú bara að segja eins og er þetta var eins og í gaman mynd. Ég labbaði út og suður við að reyna að sjá einhvað og elta skafla. Einnig var prufað að hafa vindinn alltaf á sömu síðnuna en alltaf labbaði ég út og suður. Það var ekki fyrr en ég hélt í spottan með hendina út og fann í hvaða átt hann togaðist að ég fór að labba á undan bílnum hans Adda. Síðan var bara allt sett á fullt (göngulega séð) og gangan mikla hafin. Því það voru réttir 4 km eftir að Grímsfjalli. Síðan labbaði ég og labbaði .. Skipti um sólgleraugu og sá merkilega meira með gulum gleraugum ég greyndi alveg stígvélin mín. Og eftir smá stund fundust för sem sáust ekki nema með hjálp skuggans af göngumanninum svo ég labbað þessa síðusta metra(km) að fjallinu eða þangað til við sáum í skálana sem var ekki fyrr en við vorum um 4-500 metra frá þeim. Þá var ég tekinn upp í og skuttlað síðustu metrana. En vegna þess hvað var leiðinlegt veður ákváðum við að skella okkur í Jökulheima og grilla. Redduðum okkur gistingunni og fundum mann á snjóbíl sem var með lykla af skálanum. Og þá var bara brunað af stað. Hittum snjóbílamanninn ógurlega við trukkinn sem hann skutlaði snjóbílnum uppeftir á og tókum lyklana. Drifum okkur í hús og byrjuðum að hita kofann og grilla.
Í svona skemmtilegum vindi tók aðeins 10 mín og þá voru kolinn orðin rauðglóandi. Ég hef aldrei á minni ævi séð hamborgara grillast svona hratt. Maður skellti þeim á sótti ostinn snéri þeim við setti brauðið á. Brauðið brann og osturinn bráðnaði meðan maður sótti diskinn. Áttum við þarna ánægjulega kvöldstund. Tilbreyting frá því að sofa í rútu(toyota dc með húsi) þannig að sumur áttu ótrúlega auðvelt með að sofna í miðjum samræðum.
Daginn eftir vöknuðum við ekki fyrir klukkan 10. Eftir langþráðan svefn fórum við að spá í hvort við ættum að reyna við Öræfajökul en mönnum taldist að það væri alltof mikil keyrsla til að það yrði einhvað gaman eftir spretti fyrri daga. Svo við ákváðum að fara í Hrauneyjar og sjá síðan til. Síðan var rætt um Eyjafjallajökul og einhvað álíka þegar allt í einu mundi ég eftir að hafa séð bíla keyra upp að eldgosinu síðasta í heklu þannig að það hlaut að vera að hægt að kera á Heklu í snjó. Svo við drifum okkur þangað. Er við komum að Heklurótum fannst okkur vera dámikill hliðar halli sem maður þurfti að eiga við. En Erlingur og Addi skelltur sér í brekkurnar en eftir umtal að hætta við fór Bjarni niður brekkuna. Síðan allt í einu voru Addi og Erlingur komnir upp svo við Bjarni gengum upp brekkuna til að sjá hvernig gengi. Fyrst við vorum komnir upp tók Addi okkur með sér í sinn bíl og upphófst einn okkar betri dögum á fjöllum. Á Heklu var gamal harður snjór og nýfallinn griplaus púður snjór. Svo byrjuðum við að vinna okkur upp.. og náðum í 1200 metra eða þar sem norðari gígurinn í síðasta gosi var. Við tókum eftir því þegar bíllinn hjá Adda datt niður að framan.
Við létum okkur þessa hæð nægja og dáðumst af útsýninu. Síðan skelltum okkur austur fyrir Heklu. Þar voru einhverjar smá festur sem ekki voru teljandi. En eftir eina festuna var svo mikil stilla og hiti að menn ákváðu að þarna var góður staður til að grilla enda klukkan um kvöldmatarleitið. Alveg ótrúlegt hvað Hekluborgara og Heklusvín er góður matur. Síðan brunuðum við eins og vélsleðar út um allar trissur upp á Vatnsfell og fleiri hóla sem við fundum.
Er ein af mörgum ljósmyndatökum fór fram tókum við eftir því að það var að koma ljótt ský svo við drifum okkur til baka. En er við komum að bílnum hans Bjarna var ekkert orðið úr skýinu en það var komið nóg og allir mjög sáttir við daginn og algjör óþarfi að eyðileggja svona flottan dag með að skella sér í einhver fleiri vandræði svo við skelltum okkur í bæinn.
Var það samdóma álit mann að þessi dagur á Heklu er með betri dögum sem menn höfðu átt á fjöllum.Kveðja Fastur
You must be logged in to reply to this topic.