This topic contains 1 reply, has 2 voices, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 10 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Lagt var af stað frá Össuri í 24 bílum. Stefnan var tekin á Nesjavallarleið inná Þingvöll og stefnan tekin á Gullfoss og Geysi. Þar borðuðum við hádegisverð og skoðuðum okkur örlítið um og teknar voru myndir. Síðan héldum við áfram á Bláfellsháls, stoppuðum þar og hleyptum bæjarloftinu úr dekkjunum. Síðan var ekið inná Skálpanes. Menn vildu spretta örlítið úr spori og tóku uppá því að festast áður en í almennilegan snjó var komið. Þar tóku menn uppá því að festa sig óumbeðnir og sumir oftar en einu sinni. Hinir reyndu en urðu að gefast upp við það. Það mátti segja að menn voru í því að festa sig, spóla og spæna og draga hvorn annan upp. Annars var þessi ferð í alla staði mjög skemmtileg og ég held að börnin hafi haft mikla ánægju af þessu öllu saman. Þegar komið var að Gullfossi og Geysi var pissustopp. Eftir það var brennt í bæinn að Össuri aftur og þar var ferðinni slitið. Takk fyrir mig 😀
MHN
You must be logged in to reply to this topic.