FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Four Wheeler Of The Year 2004

by Guðbrandur Þorkell Guðbra

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Four Wheeler Of The Year 2004

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson Jón Hörður Guðjónsson 21 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.12.2003 at 20:55 #193362
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member

    Tímaritið Four Wheeler hefur valið FWOTY 2004 og það er Lexus GX470, sem er að grunni til sami bíllinn og við þekkjum sem Toyota LandCruiser 90/120. Bíllinn sem boðinn er þarna vestra er þó (að sjálfsögðu þar) með v8 vél. Fjöðrunarbúnaðurinn (sem Nornabælisbóndi myndi af lítillæti sínu kalla þróaðan) er þó sá sami og við þekkjum í LC bílnum á Evrópumarkaði. Í öðru sæti var svo VW Touareg og fékk mun betri dóma en Porsche Cayenne, merkilegt nokk. Alls voru 7 bílar prófaðir, lakastir reyndust Isuzu Ascender og Axiom. Durango í 5. sæti, Nýi, stóri Nissan Pathfinder Armada í fjórða, Porsche í þriðja. Gaman að fylgjast með þessu.

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 29.12.2003 at 23:04 #483000
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ekki kalla staðinn nornabæli, nafnið er Skessuskjól. Skessurnar eru þrjár, ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að kynnast þeim öllum.

    -Einar





    29.12.2003 at 23:10 #483002
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæl öll og gleðileg jólin.

    Já Ólsarinn, taktu eftir því að þróaða fjöðrunin er að vinna á, jafnvel í vestrinu, þar sem öll jeppaþróun gengur hægar fyrir sig en hér í austrinu.

    Jólasaga: Skruppum á Snæfellsjökul 27. des í glymrandi veðri og skemmtilega krefjandi færi. Við Daman ókum brekku eina mikla og enduðum á að taka talsvert stóran stein á milli hjóla efst í brúninni. Vorum býsna montin, þar sem með þessu þeystum við fram úr Páli Halldóri að bagsa upp á sinni "44. Allt gott um þetta, þangað til að rörabíl datt í hug að elta okkur. Sú atlaga endaði með því að hann sat fastur efst í brekkunni þó í slóð væri. Af hverju? Jú, Á RÖRINU…!

    Annars, svo allrar sanngirni sé nú gætt, þá stóðu þeir rörabræður sig vel í túrnum…

    Þróaðar áramóta kveðjur!

    BÞV

    E.s. Annars hefur mér alltaf þótt það lítt spennandi verkefni að skreppa á þennan skafl þarna á Snæfellsnesinu, en þegar til kom var þetta hin besta skemmtan. Mæli með því sem dagstúr!





    30.12.2003 at 00:13 #483004
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir aftur.

    Þetta Skessuskjóls nafn heyrði ég fyrst og tel víst að það hafi verið upphaflega nafngiftin vegna nýtingu hinna 3ja föngulegu meyja á húsinu. Mig grunar að Birgir nokkur Brynjólfsson (Fjalli) hafi síðan bætt um betur og kallað húsið Nornabæli. Það er vissulega nokkuð kröftugt nafn, en þó tæplega í anda hinna ljúfu fljóða sem þarna áttu sumarvist (eða a.m.k. part úr sumri/sumrum).

    Veistu annars Einar hvað þær dvöldu þarna lengi, þ.e. voru þær í mörg sumur og þá hvað lengi á hverju sumri?

    Ferðakveðja,

    BÞV





    30.12.2003 at 06:31 #483006
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Ekki spyr ég nú að hógværðinni hjá Lýtingum. BÞV ætti nú að skoða hvaða dóma MMC Montero fékk hjá Four Wheeler þegar hann var prófaður síðast. Af því að ég veit að hann les Four Wheeler líka, þá væri allt í lagi að hann færi yfir alla greinina um FWOTY 2004 upp á það að gera hvernig "þróuð fjöðrun" kemur út í neðstu bílum í prófuninni. Ekki sakar að minna á að það er rör að aftan undir Lexus/Land Cruiser. Varðandi nafnið á "heiðarbýli" BÞV þá lærði ég þetta Nornabælisheiti af JÖRFÍ mönnum, hvaðan sem þeir hafa haft það. Hef reyndar ekki komið þarna nema einu sinni. Þá var þetta heldur ókræsilegt að sjá miðað við það sem það er víst orðið núna. En líklega er BÞV a.m.k. frímúrari fyrst hann fær að hafa skálann þarna óáreittur! Kannski er ástæðan sú að þetta svæði er víst utan sveitarfélaga?





    02.01.2004 at 09:11 #483008
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég var að vafra um í Nissan hluta veraldarvefsins og rakst m.a. á þessi ummæli;

    "Thats right, get the new issue, the Titan KICK THE SHIT out of the new F-150 and the Tundra, in the overall pro’s and con’s about it, the only thing they could say in the con’s was to avoid it if your driveway or garage couldn’t handle a truck that was truly fullsize. (Compared to avoid it if you actually want to tow or haul anything like the Ford and the Yota). Also, make sure you compare the 1/4 mile and 0-60 times, they did them empty and half loaded, the Titan loaded was still FASTER than an empty F-150 or Tundra!
    Big props to Nissan, they spanked the competition and have the respect of one of the 4×4 mags. Now if I only had the money to buy a Titan!"

    Þarna er minnst á Nissan Titan sem virðist vera allra athygli verður, þótt ég geri ekki ráð fyrir að IH flytji inn svona tæki til landsins, en það má alltaf láta sig dreyma 😉
    Björgólfur





    02.01.2004 at 10:07 #483010
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þessi bíll virðist hafa fengið góða dóma í westrinu, en þeim þótti hinsvegar sem Armada, sem er með sömu vél og gírkassa og Titan, hefði betur verið með svipaðan afturenda og pick-upinn, þ.e.a.s. heila hásingu. Þeim þótti hann reka belginn full mikið niður. Enn lakari þótti þeim Isuzu Axiom og Ascender sem og Durango. Porsche Cayenne var í þriðja sæti og féll aðallega á stífri fjöðrun í "trail" akstri og einnig var spólvörnin ekki að virka. VW Touareg var í öðru sæti, þótti líka of stífur og eitthvað voru þeir að setja út á stjórntæki fyrir A/C ofl. þess háttar hnappavandamál. Spólvörnin virkaði hinsvegar mun betur á VW en Porsche þótt þessi mekanik eigi að vera nánast sú sama. Annars var greinilegt að þeir voru hrifnir af voffanum. Jæja, þetta segja þeir í ammríkunni.





    02.01.2004 at 10:18 #483012
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Er þessi vefur um jeppa eða vörubíla?





    02.01.2004 at 20:52 #483014
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Það fer eftir því hvað jarðeðlisfræðingurinn telur vera vörubíla og hvað jeppa – hvar skilin liggja. VW Touareg verður líklega seint talinn til vörubíla, erlendis er hann flokkaður sem Sports Utility Vehicle, sem er jú eitthvað víðtækara en við köllum jeppa. Nissan Armada er varla vörubíll heldur, 7 farþega tæki á stærð við Toyota Sequoia eða Ford Expedition. En allavega myndi æruverðugur lögvitringurinn BÞV líklega kalla fjöðrunarbúnað þessara bíla þróaðan. Vertu ekki annars svona fjári geðvondur, Einar.





    02.01.2004 at 21:41 #483016
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Þeir kvörtuðu reyndar yfir því í blaðinu að þessir jeppar væru allir að verða líkari fólksbílum (á kostnað jeppaeiginleika).





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.