This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Guðjónsson 21 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Tímaritið Four Wheeler hefur valið FWOTY 2004 og það er Lexus GX470, sem er að grunni til sami bíllinn og við þekkjum sem Toyota LandCruiser 90/120. Bíllinn sem boðinn er þarna vestra er þó (að sjálfsögðu þar) með v8 vél. Fjöðrunarbúnaðurinn (sem Nornabælisbóndi myndi af lítillæti sínu kalla þróaðan) er þó sá sami og við þekkjum í LC bílnum á Evrópumarkaði. Í öðru sæti var svo VW Touareg og fékk mun betri dóma en Porsche Cayenne, merkilegt nokk. Alls voru 7 bílar prófaðir, lakastir reyndust Isuzu Ascender og Axiom. Durango í 5. sæti, Nýi, stóri Nissan Pathfinder Armada í fjórða, Porsche í þriðja. Gaman að fylgjast með þessu.
You must be logged in to reply to this topic.