Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Fornbilatrygging fyrir jeppa?
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjalti Sigurðsson 11 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.12.2012 at 18:25 #225091
Jæja loksins náði þráláti patrol’inn minn réttum aldri eða 25 árum var ég búinn að hlakka mikið til að fá fornbílatryggingu á gripinn. En það virðist vera mun flóknara en ég hélt, allaveganna er ég búinn að fá neitunn hjá 3 fyrirtækjum og voru ástæðurnar mismunandi. Sjóvá vill ekki tryggja breytta jeppa sem hafa náð tilskipuðum aldri og TM þóttist hafa heimildir fyrir því að bíllinn hafa verið ekinn meira en 1000-2000 km á ári áður en bíllinn varð fornbíll, sem er yfir leifileg mörk fyrir fornbíl. En það sem er doldið áhugavert er að bíllinn hefur farið í 2 ferðir síðan 2008 og hefur verið bilaður síðustu 3 árin og hefur ekki verið skoðaður fyrir vikið.
Er einhver sem getur sagt mér hver skilyrðin eru og bent mér í rétta átt?
Ég er ekki meðlimur hjá fornbílaklúbbnum en er meðlimur hér hjá 4×4.Kv arnar evuson
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.12.2012 at 22:22 #761347
Tryggingafélögin vilja setja breyta jeppa á fornbílatryggingu er búinn að reina með minn og svarið er alltaf nei
08.12.2012 at 00:35 #761349[quote="olafur f johannsson":25qy41o6]Tryggingafélögin vilja setja breyta jeppa á fornbílatryggingu er búinn að reina með minn og svarið er alltaf nei[/quote:25qy41o6]
ha ? hvaða rök hafa þeir fyrir þessu ? Er maður semsagt að tapa 100 – 150þ kr á ári að láta breytingarskoða gamla jeppan sinn sem er jafnvel keyrður minna en gamli ameríski fólksbíllinn hjá nágrannanum sem er eflaust búið að krukka meira í ? Er þetta ekki eitthvað sem félagið þarf að berjast fyrir ??
08.12.2012 at 09:58 #761351Það eru engin rök að ekki sé hægt að tryggja með fornbílatryggingu vegna þess að bíllinn sé breyttur. Held að flestir bílar fyrstu áratuga bílasögu Íslands hafi verið breyttir. Lengdir og smíðuð á þá hús úr spítum til að flytja fólk. Jeppabreytingar eru klárlega hluti af bílasögu landsins og því ætti að vera vandræðalaust að tryggja þá sem fornbíla.
Er að borga um 9000 í tryggingu af 38" Hiluxnum mínum, en er líka að aka honum innan við 1000km á ári.Kv. Smári.
08.12.2012 at 10:18 #761353Mjög góður punktur frá Smára, þetta er náttúrulega bara óþolandi afstaða hjá tryggingarfélögunum að vilja ekki "nýtryggja" breytta jeppa sem fornbíla. Ég veit ekki betur en þau séu að tryggja breytta jeppa sem fornbíla í bunkum eða hvað ?
Ég legg til að erindi verði sent (helst frá lögfræðingi) til viðkomandi tryggingarfélags og óskað verði eftir röksemdafærslu fyrir þessari höfnun með tilvísun í lög eða reglur tryggingafélagsins. Einnig verði óskað eftir upplýsingum um fjölda breyttra bifreiða sem félagið er að tryggja sem fornbíla. Það væri síðan hægt að herja á hin félögin með svipuðum hætti og ég er viss um að þetta myndi leysast í framhaldinu !
Spurning hvort F4x4 ætti ekki að taka þetta að sér, þetta er nú einu sinni hagsmunamál allra jeppamanna þó að það sé ekki endilega það mikilvægasta nú um stundir !
kv / Agnar
08.12.2012 at 16:21 #761355Ég hef svo sem eingin alvöru svör frá þeim en ég náði að væla tryggingarnar hjá mér niður í 30þús á ári með loforði að ég myndi ekki keira 4runner meira en 5þús km á ári . ég var líka búinn að seiga þeim að það sé búið að breytta flestum fornbílum eithvað frá upphaflegri hönnun,og ég veit líka um slatta af breyttum jeppum sem eru 25ára og fá fornbíla tryggingu
10.12.2012 at 02:24 #761357Þetta eru bara geðþóttaákvarðanir og engin rök fyrir neinu. Ég fékk fornbílatryggingu á minn 1985 Suburban, ekkert mál, þegar hann var kominn á aldur. Hann var þegar skráður sem breytt bifreið/torfærutæki, en ég breytti skráningunni yfir í fornbifreið eins og ekkert væri, kostaði 500 kall. Hann var skráður á 35", en ég setti undir hann 39.5" og þurfti þá að fara í breytingarskoðun og það gekk smurt. Þetta er eftir að ég er búinn að skrá hann sem fornbíl og fá fornbílatryggingu á hann. Þetta er bara eitthvað happdrætti, á hverjum lendirðu hjá tryggingarfélaginu eða skoðunarstöðinni.
Hinn punkturinn sem minnst er á hér, þ.e. hvers vegna getur breyttur bíll ekki verið fornbíll, þá eru engin rök fyrir því. Þegar ég var á kafi í kvartmílunni hér áður fyrr, vorum við allir með fornbílatrygginu á bílum sem voru svoleiðis búið að skera í sundur og breyta á alla vegu. Þar að auki með úturtjúnaða mótora og opið pústkerfi. Svo mætti maður í skoðun og húsið hristist þegar maður rúllaði inn. Fornbíll, ekkert mál. "Komið smáslag í stýrisenda hjá þér vinur", sögðu þeir og voru kannski ekkert að spá í að búið væri að többa bílinn að aftan eða einhverjar keppnisbremsur væru undir sem virkuðu varla í almennri umferð. Kannski var búið að skipta öllum stýrisganginum út fyrir eitthvað keppnisdót. Menn spáðu ekkert í þetta, hvað þá hvort þessu væri komið undir af einhverjum sem kynni að smíða.
Tek það fram að þetta var auðvitað ekki svona hjá öllum, en allir voru að hugsa um að hafa bílinn sem léttastan.
Þannig að það mætti benda á þetta mikla misræmi, þegar verið er að tala um að breyttir bíla séu ekki fornbílar. Svona reglur eru bara samdar af möppudýrum sem ekkert vita um þessi mál.
Hvað jeppana varðar, þá eru menn bara að spá í dekkjastærðinni, engu öðru. Það stuðar þessa kontórista.
Til dæmis er minn gamli Suburban í raun ekkert breyttur, þó hann sé á 39.5" dekkjum.
Fornbíll má bara ekki vera með stór dekk. 1000 hestafla big-block? Ekkert mál. Aftermarket stýrisgangur? Ekkert mál. Prófílgrind eða röragrind, soðin saman heima í skúr? Ekkert mál.
Bara ekki stærri dekk. Þá er hann orðinn svo breyttur, þó hann sé í raun ekkert breyttur.Afsakið langlokuna.
Kveðja, Stebbi Þ.
10.12.2012 at 09:54 #761359Ég skráði minn ‘á síðasta ári sem fornbíl. Hann er árgerð ’85. Hann hefur verið 15 ár á 38-39,5 dekkjum, breytingaskoðaður. Ekkert mál.
//BP
10.12.2012 at 20:50 #761361Minn 4runner er skráður fornbíll og búinn að vera á 38" síðan um 94 og er ekki ekið nema ca:5þús á ári og ég er búinn að tala við vís og sjóvá og bæði seigast ekki tryggja hann með fornbíla tryggingu en ég veit um fullt af breyttum 25ára jeppum sem þeir tryggja sem fornbíl svo þetta er bara geðþótta ákvörðun í hvert skipti.En vís bauð mér 30þús í tryggingar á ári svo ég tók því já og 4runner er bíll 2 hjá mér og er ekki mikið notaður
10.12.2012 at 21:29 #761363sælir er hjá sjóvá og þótt ég eigi 2 bíla skiptir það engu máli og ég fæ ekki lækkun niður fyrir 50þús á ári og annar þeirra er fornbíll á 38“ kv Heiðar U-119
10.12.2012 at 22:20 #761365Þetta er klárlega geðþóttar ákvörðun hvers tryggingarfélags, en ég er búin að vera með minn jeppa á fornbílatryggingu frá því að ég færði hann yfir á mitt nafn frá pabba 2007 en þar áður var hann á lágum tryggingum þar sem hann tryggði hann en ekki fornbílatryggingu.
En þegar ég skiptu um tryggingafélag síðast þá sett ég það sem aðal skilyrði að ég fengi fornbílatrygginu á bílinn og það gekk í gegn áreynslulaust, reyndar var það sagt við mig þegar ég lagði númerin inn að ég gæti ekki tekið hann af tryggingum því þá myndi fornbíltryggingin detta út svo ´+eg hef bara haft áfram á trygginum þó ég hefi ekki notað hann frá ´07.
Svo ég ráðlegg mönnum bara að hóta því að skipta um tryggingarfélag ef menn er með leiðindi, peningar eru það eina sem þessir menn skilja 😉
11.12.2012 at 14:18 #76136725 ára aldur bifreiða hefur, eftir því sem ég bezt veit, eingöngu merkingu gagnvart bifreiðagjalda innheimtu ríkisins. Tryggingarfélögum er alveg í sjálfsvald sett hvaða afslætti þau kjósa að gefa sínum kúnnum.
Málið snýst um að sína tryggingarfélögum fram á að bílar séu mjög lítið eknir og öll áhætta í kringum þá lítil og þá fá menn einhverja afslætti.
Ég skil vel að tryggingarfélög séu að gefa góðan afslátt á 50-70 ára bílum sem eru viðrarðir tvisvar á sumrin, en þau eru ekki skildug til þess (bara slæmur bisness að missa slíka gullkúnna yfir til hinna).
Ef ég ræki tryggingarfélag gæti ég alveg ímyndað mér að einhverjir jeppar á risadekkjum séu líklegri til að valda slysum í umferðinni en flestir aðrir bílar, jafnvel frekar ef þeir eru orðnir 25 ára, og biði þeim iðgjöld eftir því (að teknu tilliti til ætlaðs akstursmagns).
11.12.2012 at 23:59 #761369Get nú ekki skilið að breyttir jeppar séu að valda einhverju meira tjóni í umferðinni “bara“ af því að þeir eru á stórum dekkjum kv Heiðar U-119
12.12.2012 at 10:20 #761371[quote="HSB":3tphwddd]Get nú ekki skilið að breyttir jeppar séu að valda einhverju meira tjóni í umferðinni “bara“ af því að þeir eru á stórum dekkjum kv Heiðar U-119[/quote:3tphwddd]
T.d. jeppaveiki sem veldur því að þeir hoppa á milli akreina, bremsubúnaður hannaður fyrir dekk með hverfitregðu upp á brot hverfitregðu 44" felgna+dekkja og talvert minni þyngd, hækkaður þyngdarpunkur og persónulega væri ég meira til í að lenda í árekstri við óbreyttan jeppa en 44" jeppa á yarisnum, en ábyrgðatryggingin fer í að borga fyrir skaða sem maður veldur öðrum. Þá held ég að gamlir bílar séu aldurs síns vegna ekki öruggari í umferðinni en aðrir bílar.
Megin breytan fyrir því að fornbílar fá betri kjör eru að þeir eru lítið keyrðir. Það gefur auga leið að bíll sem er sjaldan á götunum hefur færri tækifæri til að lenda í árekstri en sá sem er notaður meira. Það gerir akstur í fornbíl ekki öruggari á meðan á honum stendur. Það ætti því fyrst og fremst að vera kappsmál að sína fram á bílarnir séu lítið notaðir.
12.12.2012 at 10:38 #761373Mér vitalega hefur einungis verið gerð ein ransókn á tjóna hlutfalli breitra jeppa og annara faratækja og voru breittir jeppar undir meðatali þar
12.12.2012 at 21:02 #761375[quote="jökli":avoe7q40]Mér vitalega hefur einungis verið gerð ein ransókn á tjóna hlutfalli breitra jeppa og annara faratækja og voru breittir jeppar undir meðatali þar[/quote:avoe7q40]
Það kæmi mér ekki að óvart ef að ástæðan fyrir því væri að þeir eru minna keyrðir en aðrir bílar í umferðinni, bæði absalút og hlutfallslega (þ.e. minna keyrðir en aðrir bílar og hlutfallslega minna keyrðir í umferðinni þar sem stærri hluti aksturs þeirra fer fram á öræfum.). Þessu varpa ég fram án þess að hafa kynnt mér rannsóknina. Sé svo snýst ábatinn fyrst og fremst í því að vera lítið keyrðir (bæði almennt og þá sérstaklega í umferð).
12.12.2012 at 22:38 #761377Mín skoðun er reyndar að mikið breittir bílar fá flestir frekar gott viðhald, engin vill lenda í því að vera sóttur upp á hálendið eða dreginn heim í hveri ferð. Þetta með jeppa veikina held ég að sé svo lítið ýktur fjöldi og þá vegna þess að menn eru duglegir að sækja sér fróðleik um það td á netinu vegna þess að enginn vill keyra svoleiðis bíl. þetta með að jeppar séu útum allan veg veit ég ekki af hverju það eigi að vera frekar en á öðrum bílunm tala ekki um þegar búið er að setja auka tjakk á stýrisgang alavega hefur það ekki verið vandamál hjá mér í mínum bílum.
Ps það eru fullt af litlum bílum í umferð með lélegt viðhald td ónýta bremsudiska en bara skift um klossa eða ryðkuð bremsurör hef séð fullt af svoleiðis.
13.12.2012 at 02:56 #761379[quote="jökli":1grvc5pa]Mín skoðun er reyndar að mikið breittir bílar fá flestir frekar gott viðhald, engin vill lenda í því að vera sóttur upp á hálendið eða dreginn heim í hveri ferð. Þetta með jeppa veikina held ég að sé svo lítið ýktur fjöldi og þá vegna þess að menn eru duglegir að sækja sér fróðleik um það td á netinu vegna þess að enginn vill keyra svoleiðis bíl. þetta með að jeppar séu útum allan veg veit ég ekki af hverju það eigi að vera frekar en á öðrum bílunm tala ekki um þegar búið er að setja auka tjakk á stýrisgang alavega hefur það ekki verið vandamál hjá mér í mínum bílum.
Ps það eru fullt af litlum bílum í umferð með lélegt viðhald td ónýta bremsudiska en bara skift um klossa eða ryðkuð bremsurör hef séð fullt af svoleiðis.[/quote:1grvc5pa]Alveg sammála.
Hélt að það sem væri kallað jeppaveiki væri skjálfti í stýri á vissum hraða. Þetta með að bílar séu útum allan veg væri svo eitthvað allt annað og ótengt.
13.12.2012 at 16:33 #761381Þess ber að geta að einhver misskilningur virðist vera um hvað jeppaveiki er og af hverju hún hlíst.
Jeppaveiki er þegar dekk titra á eigintíðni sem veldur afar slæmum skjálfta uppí stýri, en veldur ekki því að jeppar rása á milli akreina. Orsökin fyrir jeppaveikinni og að jeppar rásir getur hinsvegar verið sú sama.Þetta er skemmtileg skýrsla um slysatíðni breyttra og óbreyttra jeppa.
http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Fil … pa2002.pdf
13.12.2012 at 18:31 #761383[quote="Ulfr":3o3d0iye]Þess ber að geta að einhver misskilningur virðist vera um hvað jeppaveiki er og af hverju hún hlíst.
Jeppaveiki er þegar dekk titra á eigintíðni sem veldur afar slæmum skjálfta uppí stýri, en veldur ekki því að jeppar rása á milli akreina. Orsökin fyrir jeppaveikinni og að jeppar rásir getur hinsvegar verið sú sama.Þetta er skemmtileg skýrsla um slysatíðni breyttra og óbreyttra jeppa.
http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Fil … pa2002.pdf[/quote:3o3d0iye]þssu er ég sammála og var að reyna að segja hér ofar
14.12.2012 at 20:42 #761385Ég sendi svipaðann póst inn á fornbílaspjallið og það hefur spunnist áhugaverð umræða út frá því.
Endilega kíkjið á það og hjálpið mér verja rök eiganda breytra fornbíla.Hér eru svörin sem ég fékk frá sjóvá þega ég sótti um:
Sjóvá: Sæll xxxx, hér kemur tilboðið. Við getum því miður ekki skráð xxxxh sem
fornbíl því hann hefur verið keyrður meira en
1.000- 2.000 km á ári þangað til að númerin voru lögð inn. En ég sendi
samt sem áður á þig tilboð sem þú getur kíkt á ef þú vilt.Ég bað um að fá að vita hvar hún/hann hefði fengið þessar upplýsingar því bíllinn hefur ekki verið skoðaður síðan 2008 og svarið var.
Sjóvá:
Skilyrði okkar fyrir fornbílum eru að bílarnir séu uppgerðir eins og þeir voru upprunalega og skráðir í fornbílaklúbbinn. Er þessi bíll skráður í fornbílaklúbbinn? Þar að auki eru jeppar yfirleitt ekki að fara í fornbílaflokk.Þetta er bara bull og algjörlega óskiljandi. Fornbíll er fornbíll og þetta heitir fornbílatrygging
Kv arnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.