FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fornbílar og tryggingar

by Óskar Hauksson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fornbílar og tryggingar

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hjörtur Már Gestsson Hjörtur Már Gestsson 18 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.01.2007 at 21:18 #199412
    Profile photo of Óskar Hauksson
    Óskar Hauksson
    Member

    Sælir/ar

    Þannig er mál með vexti að krúserinn minn varð í þessum mánuði 25 ára. Þá hélt ég að bíllinn yrði fornbíll og bifreiðagjöld og tryggingar myndu lækka verulega.

    Sendi ég inn fyrirspurn til Elísabetar þess efnis. Þar fékk ég þau svör að það færi eftir notkun tækis en ekki aldri hvort bíll teldist sem fornbíll og flokkaðist sæti krúserinn minn ekki undir það

    Ég hafði nú heyrt einhvern tíman að skrá þyrfti ökutækið sem bíl númer 2 til að þetta gengi í gegn.
    Er þetta allt rétt eða?

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 16.01.2007 at 21:29 #575940
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    ég heyrði það að ekki væri hægt að skrá breytta jeppa fornbíla. enda eiga þeir fátt sameiginlegt með orginal fornbíl, bærði notaðir allt árið og vart til skrúfa í þeim orginal, svo maður getur vel skilið viðhorfið





    16.01.2007 at 21:31 #575942
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    Þegar bíll er orðinn 25 ára þá er hann fornbill, en ef þetta er bíll sem er mikið notaður þá lækka tryggingar ekki á bilnum. Sum trygginga félög setja ákveðinn mörk sem bíllinn er keyrður á ári og er oft miðað við 5oookm. Ef bíllinn er keyrður undir því þá er hægt að sækja um nyðurfellingu á tryggignum. en ég held að bifreiðagjöldinn eiga að falla nyður þrátt fyrir að bíllinn sé keyrður meira.
    k.v
    Þórður





    16.01.2007 at 22:02 #575944
    Profile photo of Ari Þráinsson
    Ari Þráinsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 338

    eru ekki svo fornir þó þeir seu einhver serstök árgerð þá er yfirleitt búið að skifta um allt í þeim oft en þú átt að sleppa við bifreiðagjöld mig minnir að það se bara rukkað uferðar örygisgjald ca.2000kr verður að vera m/auka bil til að fara á lægra gjald í tryggingum.
    með fornjeppakveðju Ari





    16.01.2007 at 22:23 #575946
    Profile photo of Hjörtur Már Gestsson
    Hjörtur Már Gestsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 478

    Lenti í nákvæmlega þessu sama, þú þarft að fara niðrí umferðastofu og láta breyta bílnum frá almennri notkun í fornbíll, þá hrinja tryggingarnar, auðvitað bara "eðlilegt" að trygginga félagið þitt vilji að þú borgir meira, en NB þú þarft að eiga bíl í almennri notkun með fornbílnum til að fá lægri tryggingar á hin síðari.





    16.01.2007 at 22:45 #575948
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Fyrir tuttugu árum átti ég fjörutíu ára gamlan Willys CJ-2A. Bifreiðagjöld féllu niður en ekki tryggingar. Er hugsanlegt að eitthvað hafi breyst síðan?

    Árni Alf.





    16.01.2007 at 22:58 #575950
    Profile photo of Hjörtur Már Gestsson
    Hjörtur Már Gestsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 478

    nú var þetta fólksbíll sem ég lenti í þessu með, en það ætti ekki að vera neinn munur á jeppa með orginal hásingum og mótor þó hann sé á aðeins stærri túttum en "venjulegum" bíl.

    Málið er að bifreiðagjöldin falla sjálfkrafa niður við 25 ára aldur en það þarf að biðja (og borga) umferðastofu um að breyta skráningunni í fornbíl, þá verða þeir liðlegri hjá tryggingunum.





    16.01.2007 at 23:59 #575952
    Profile photo of Smári Sigurbjörnsson
    Smári Sigurbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 473

    Þar sem Gamli Rauður er orðinn tuttugu og fimm ára og vel það taldi ég sjálfsagt að ég fengi á hann fornbílatryggingu en það var nú öðru nær.
    Bifreiðagjöldin féllu sjálfkrafa niður en tryggingafélagið ætlaði ekki að gefa sig þar sem bíllinn væri breyttur.
    Þetta þóttu mér léleg rök þar sem Íslendingar breyttu nánast hverjum einasta bíl sem fluttur var til landsins frá því byrjað var að flytja bíla inn 1904 og langt fram eftir 20. öldinni og minn bíll væri alveg ómetanlegur hluti af bílasögu Íslendinga alveg eins og hinir. Fyrir rest gaf tryggingafélagið sig og fékk ég á hann fornbílatryggingu sem munar miklu.

    Kv. Smári.





    17.01.2007 at 00:48 #575954
    Profile photo of Sigurður G. Kristinnsson
    Sigurður G. Kristinnsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 149

    Fékk gamlan Bronco sem ég átti trygðann sem ferðabíl eftir stapp við tryggingarnar. Var búinn að nota þau rök að fornbíll færi út á Sunnudögum þegar gott væri veður og allir á ferli en ég færi bara út um helgar þegar væri vont veður og snjór og einginn á ferli við sættumst svo á ferðabílatryggingu sem er bara sangjarnt að mér finnst
    kv
    SIGGI





    17.01.2007 at 10:59 #575956
    Profile photo of Hjálmar Sigurjón Gunnarsson
    Hjálmar Sigurjón Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 143
    • Svör: 526

    Er á ´72 willys og breytti honum á 38" en fékk samt fornbílatryggingu en reyndar með því að hafa hann "bíl nr. 2" (og smá nöldri) en engin bifreiðagjöld, bara nóg af bensíni:/





    17.01.2007 at 12:59 #575958
    Profile photo of Hjörtur Már Gestsson
    Hjörtur Már Gestsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 478

    Svo er það nú einsog með allt annað í þessum monkey bissness sem tryggingar eru að það er ekki sama hvort þú sért Jón eða Séra Jón :)





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.