This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 11 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Nú styttist hratt í aðalfund klúbbsins og ekkert er farið að kvissast út um væntanlega formannskandídata.
Það fer nú að verða mikilvægt fyrir félagsmenn að fá upplýsingar um þann/þá sem ætla að bjóða sig fram í þetta mikilvæga embætti.
Það skiptir okkur sem viljum fá að ferðast frjáls á jeppunum okkar að í þetta embætti veljist öflugur og kraftmikill málsvari sem hefur hagsmuni jeppamanna að öllu leiti að leiðarljósi.
Við höfum á undanförnum árum háð harða baráttu fyrir ferðafrelsi okkar og í nokkrum tilfellum unnið litla varnarsigra en að öðru leiti bara tapað stórt. Og því miður eru einungis fyrstu orusturnar að baki og klárt mál að stríðið er rétt að hefjast. Þannig er ljóst að þó svo að við náum vonandi að þurka Vistri Græna út í næstu kosningum þá situr gríðarlegur fjöldi af embættismönnum í ráðuneyti og stofnunum, stjórnum þjóðgarða og víðar sem að hefur sömu eða jafnvel öfgafyllri sýn á umhverfismál heldur en núverandi umhverfisráðherra.
Þannig hafa orð eins og „leifum jeppa og vélsleðamönnum að hafa þetta svona á meðan þjóðgarðurinn er að festast í sessi“ og „vetrarakstur inna þjóðgarðsins er mesti skaðvaldur á náttúrunni á svæðinu“ fallið á kaffistofum og fundum meðal stjórnenda í Vatnajökulsþjóðgarði og þetta fær mann til að fá hroll frá hvirfli til ylja…. Þessi barátta er hvergi nærri búin og algerlega kristaltært að það verður þrengt meira og meira að okkur á næstu árum.
Það skiptir okkur því öllu máli að það komi formaður með bein í nefinu og sé aðili sem hefur tíma til að sinna starfinu af viti. Það er mín skoðun að sá sem tekur við þessu starfi eigi ekki að vera virkur í starfi annarra sambærilegra hagsmunasamtaka og/eða ferðafélaga. Slík tengsl hafa verið til staðar áður og þvældust fyrir. VIð þurfum formann sem er 120 % að berjast fyrir hagsmunum jeppamanna – ekki veitir af.
Fráfarandi formaður hefur sinnt þessu starfi að mikilli kostgæfni og skilar mjög góðu starfi. Fyrir það vil ég þakka honum.
En verðandi kandídatar – farið nú að gera vart við ykkur.
Benni
You must be logged in to reply to this topic.