FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Formannskjör

by Benedikt Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Formannskjör

This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson Jóhannes þ Jóhannesson 12 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.04.2013 at 09:05 #225871
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant

    Nú styttist hratt í aðalfund klúbbsins og ekkert er farið að kvissast út um væntanlega formannskandídata.

    Það fer nú að verða mikilvægt fyrir félagsmenn að fá upplýsingar um þann/þá sem ætla að bjóða sig fram í þetta mikilvæga embætti.

    Það skiptir okkur sem viljum fá að ferðast frjáls á jeppunum okkar að í þetta embætti veljist öflugur og kraftmikill málsvari sem hefur hagsmuni jeppamanna að öllu leiti að leiðarljósi.

    Við höfum á undanförnum árum háð harða baráttu fyrir ferðafrelsi okkar og í nokkrum tilfellum unnið litla varnarsigra en að öðru leiti bara tapað stórt. Og því miður eru einungis fyrstu orusturnar að baki og klárt mál að stríðið er rétt að hefjast. Þannig er ljóst að þó svo að við náum vonandi að þurka Vistri Græna út í næstu kosningum þá situr gríðarlegur fjöldi af embættismönnum í ráðuneyti og stofnunum, stjórnum þjóðgarða og víðar sem að hefur sömu eða jafnvel öfgafyllri sýn á umhverfismál heldur en núverandi umhverfisráðherra.

    Þannig hafa orð eins og „leifum jeppa og vélsleðamönnum að hafa þetta svona á meðan þjóðgarðurinn er að festast í sessi“ og „vetrarakstur inna þjóðgarðsins er mesti skaðvaldur á náttúrunni á svæðinu“ fallið á kaffistofum og fundum meðal stjórnenda í Vatnajökulsþjóðgarði og þetta fær mann til að fá hroll frá hvirfli til ylja…. Þessi barátta er hvergi nærri búin og algerlega kristaltært að það verður þrengt meira og meira að okkur á næstu árum.

    Það skiptir okkur því öllu máli að það komi formaður með bein í nefinu og sé aðili sem hefur tíma til að sinna starfinu af viti. Það er mín skoðun að sá sem tekur við þessu starfi eigi ekki að vera virkur í starfi annarra sambærilegra hagsmunasamtaka og/eða ferðafélaga. Slík tengsl hafa verið til staðar áður og þvældust fyrir. VIð þurfum formann sem er 120 % að berjast fyrir hagsmunum jeppamanna – ekki veitir af.

    Fráfarandi formaður hefur sinnt þessu starfi að mikilli kostgæfni og skilar mjög góðu starfi. Fyrir það vil ég þakka honum.

    En verðandi kandídatar – farið nú að gera vart við ykkur.

    Benni

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 42 total)
1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 18.04.2013 at 13:41 #765345
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Tek undir með Benna. Er einhver einstaklingur búin að gefa kost á sér ?

    Góðar stundir





    18.04.2013 at 13:58 #765347
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Benni ég skora á þig að bjóða þig fram í starfið.
    Kveðja, Theodor





    18.04.2013 at 14:12 #765349
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Teddi – ég fell ekki undir mína eigin skilgreiningu á góðum kandídat í embættið þar sem að ég hef að svo stöddu lítinn tíma aflögu… Kolvitlaust að gera í vinnu og svo álpaðist ég til að fara að byggja yfir mig…

    En kannski seinna – enda hef ég alltaf ætlað að taka slaginn aftur og klára það sem mig langaði að gera þegar ég var formaður en vannst ekki tími til að gera þá… Síðan hafa auðvitað kviknað margar nýjar hugmyndir…

    En að svo stöddu læt ég tækninefndina nægja..

    Benni





    18.04.2013 at 20:47 #765351
    Profile photo of Ingvar Ríkharðsson
    Ingvar Ríkharðsson
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 26

    Þar sem þetta er formaður fyrir aðalklúbbinn er spurning að stinga uppá því að nýr formaður komi af landsbyggðinni, og í framhaldi á því mætti stofna Reykjavíkurdeild og það yrði svo sér yfirstjórn fyrir allt landið. Nei, segi nú bara svona.
    Kveðja að austan.





    18.04.2013 at 21:31 #765353
    Profile photo of Friðrik S. Halldórsson
    Friðrik S. Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 17
    • Svör: 129

    Sælir

    Takk fyrir þennan þráð, því þetta er stórt mál eins og Benni bendir á.
    Já það hefði verið flott að fá hann aftur í þetta en eins og hann bendir á þá er þetta krefjandi verk, bæði í tíma og ekki síður á hæfileika til starfsins (hann hefur allavega síðari kostinn).
    Sú spurning hefur skotið upp í huga mínum hvort við 4×4 félagar séum ekki að gera of miklar kröfur, nú á þessum tímum, til okkar stjórnarmanna án þess að vera að greiða þeim nokkuð fyrir það.
    Við virðumst vera í stríði við okkar öflugri andstæðinga og ætlumst til þess að okkar menn standi þar og berjist allan daginn án þess að nokkuð komi til nema þakkir á aðalfundi fyrir góð störf.
    Þetta er kannski skrítið því ég hef verið á móti því að hafa formann á launum. Kannski er staðan önnur nú og allt í lagi að hafa aðra skoðun og velta upp eldri hugmynd í ljósi núverandi aðstæðna.
    Ég tel að nú þurfum við topp lið í okkar forystusveit.
    Spáið í það :
    Við þurfum ekki að leggja pening í Setrið ef það næsta sem við komumst því er í flugvél milli Reykajavíkur og Egilstaða í 19.000 feta hæð.
    Er þá bara ekki betra að leggja fé í baráttumál okkar um að fá að keyra þekkta slóða ?

    Kveðja
    Friðrik





    18.04.2013 at 21:38 #765355
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    Ég sé ekkert að því að greiða formanni félagsins fyrir unnin störf og í reynd hvet ég til þess. Þetta þurfa ekki að vera háar fjárhæðir samt sem áður.
    Ég er með kandidat í huga sem ég mun hveta í þetta framboð.





    19.04.2013 at 09:08 #765357
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Ég hef aldrei legið á skoðunum mínum varðandi það að hafa launaðan mann/konu fyrir klúbbinn.

    Ég er á þeirri skoðun að við ættum að hafa formann og stjórn í sjálfboðastarfi, en vera með starfsmann/talsmann/framkvæmdastjóra eða hvað menn vilja kalla það. Þetta er að virka mjög vel hjá öðrum félögum, t.d. Landvernd, sem sem þó eru aðeins milli 7 og 800 félagsmenn (auk aðildarfélaga). Jú það hefur verið reynt áður hjá okkur en gekk ekki þá. En þó bíll sitji einusinni fastur í snjóskafli, þýðir það ekki að það sé aldrei hægt að fara þá leið aftur ….

    Við þurfum að hafa aðila sem getur mætt á alla fundi og málþing og talað okkar máli. Sem getur komið sér að í fjölmiðla og komið okkar málstað á framfæri. Nuddað í málum á netinu. Því sú barátta sem við stöndum í verður aldrei unnin í átaksverkefnum, þó þau hjálpi, það er undiraldan og vinnan á bakvið tjöldin sem safnast saman og skilar sér á endanum. Ég hef trú á að góður aðili nái að afla styrkja og fjármagns til að standa straum af kostnaði við sig, svo það væri líka hægt að nota pening í Setrið :-)

    Ég sakna þess að sjá ekkert frá þeim sem eru að bjóða sig fram í stjórn, fyrir hvað þeir standa t.d. í ferðafrelsismálum og hvernig þeir hafa hugasð sér að haga þeirri baráttu eftir aðalfund.

    Nóg í bili,
    kv. Óli





    22.04.2013 at 17:51 #765359
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Ég er algjörlega sammála Óla hér (og Friðriki) og hef sjálfur viðrað þessa hugmynd við nokkra. Klúbburinn stendur bara í þannig málum að það þarf launaðann framkv.stjóra til að sitja fundi og fylgja málum eftir.
    Stjórn væri eftir sem áður alltaf kosin á aðalfundi sem og í fastanefndir.





    22.04.2013 at 23:34 #765361
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    ég er sammála ykkur. við þurfum að hafa mann á launum við það að sinna almanna tengslum fyrir klúbbin. Ég tók saman ritgerð um klúbbin sem íslensku verkefni fyrir nokkrum vikum, sem bar heitið F4x4 náttúruverndar sinnar eða náttúru sóðar. Og mér fannst nokkuð sláandi hversu lítið og erfitt er að finna nokkuð um þessi málefni hjá klúbbnum.
    Mér fynnst að launaður maður hvort sem er í fullu eða hlutastarfi ætti að ná að hafa betri yfirsýn yfir þau málefni sem raunverulega er þörf á að vinna í. Þá á ég við barátumálin okkar sem tapast auðveldlega ef almenningur lítur á okkur sem umhverfis sóða sem skilja ekkert eftir sig nema sviðna jörð.





    22.04.2013 at 23:55 #765363
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn,
    ég hef áður viðrað þá hugmynd og verið sammála um að gott væri ef það væri maður á launum sem berðist með kjafti og klóm fyrir málstaði klúbbsins það er að segja ef einhver er. Samkvæmt því sem Bæring segir að þá getur hann ekki gert sér fyllilega ja alla vega er það ekki skýrt hvort við séum SÓÐAR eða VERNDAR. (hef ekki rýnt í það sjálfur) En alla vega eru margar hendur sem vinna allar á móti okkur og það þarf einhvern sem getur gefið sig í baráttuna á móti því afli af fullum hug.
    Kveðja Hjörtur og JAKINN.is





    23.04.2013 at 10:34 #765365
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    Ég setti saman ritgerð þar sem ég átti að varpa framm spurningu og svara henni svo með rökum og heimildum.
    spurningin var: Er Útivistarhópur sem samanstendur af áhugamönnum um breytingar á jeppum, góður fyrir náttúruna?

    Ég hélt að það væri nú lítið mál að sýna frammá að við værum nú æðislegir og til mikillra fyrirmynda. En í þeim heimildum sem ég fann á netinu og með því að rína í bókina Farið. Er helst að sjá að við séum klúbbur uppfullur af bensínhausum sem halda sýningar og ferðast um hálendið…
    Mér fynnst vanta gífurlega uppá að við höldum umhverfis stefnu okkar meira á lofti. t.d. það litla sem hægt er að finna um umhverfismál klúbbsins er grein um umgengni við náttúruna og fréttir frá umhverfisnefnd klúbbsins.

    https://old.f4x4.is/index.php?option=com_con … Itemid=323
    https://old.f4x4.is/index.php?option=com_con … Itemid=309

    Útkoman hjá mér var auðvitað sú að klúbburinn sé umhverfisvænn. En það sem ég er að reyna að segja er að ef einhver annar hefði skrifað þessa ritgerð hefði ekki verið stór mál að sýna frammá aðra útkomu.

    Spáið aðeins í þetta. Hvernig kemur klúbburinn fyrir þann sem veit ekkert um klúbbinn. Hafið í huga að fréttirnar um utanvega akstur og skemmdir á náttúrunni lenda allar á okkur.





    23.04.2013 at 11:28 #765367
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Það er greinilegt að umhverfisnefndin þarf að bretta upp ermarnar…





    23.04.2013 at 12:40 #765369
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Þetta helgast kannski fyrst og fremst af því að við höfum hreinlega ekki verið nógu dugleg við að koma efni á vefinn og gera það sýnilegt, eitthvað sem við klárlega þurfum að bæta okkur í og hefur verið á stefnuskránni, því miður, allt of lengi.





    23.04.2013 at 13:28 #765371
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    umhverfisnefndin er að gera sitt… það er frekar að kynna okkur, koma þessu á vefinn. Koma okkar sjónarmiði í almanna vitund. Ef almanna hugur er sá að við séum sóðar er auðvelt að banna okkur að ferðast.





    23.04.2013 at 15:41 #765373
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    [quote="Bazzi":aanei8mp]umhverfisnefndin er að gera sitt… það er frekar að kynna okkur, koma þessu á vefinn. Koma okkar sjónarmiði í almanna vitund. Ef almanna hugur er sá að við séum sóðar er auðvelt að banna okkur að ferðast.[/quote:aanei8mp]

    Þetta var vel að merkja ekki gagnrýni á umhverfisnefndina, heldur virðist svo vera sem ég sé að verða hluti af henni.





    23.04.2013 at 16:33 #765375
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég var þeirrar skoðunar þegar ég var formaður að það þyrfti að vera launaður framkvæmdastjóri / talsmaður hjá klúbbnum. Það er svo útfærsluatriði hvort viðkomandi er formaður eða ekki… Ég viðraði þessar skoðanir á þeim tíma og reyndi að hrinda þeim í framkvæmd en menn voru ekki tilbúnir í þetta þá.

    Það virðist hins vegar hafa breyst og því tel ég alveg nauðsynlegt að næsta stjórn komi þessu í framkvæmd og ráði talsmann – hvort sem hann er í hlutastarfi eða fullu.

    Annað sem þarf að hafa í huga og taka upp, en það er þátttaka klúbbsins í kostnaði þeirra sem starfa fyrir hann. Það fylgir oft gríðarleg vinna og kostnaður því að sinna þessum sjálfboðaliðastörfum. Það þarf því að vera á hreinu að ef menn gefa sig á fullu í starfið, eru jafnvel að taka sér frí frá vinnu og leggja út í heilmikinn kostnað eins og ferðakostnað, að sá kostnaður sé greiddur.

    Formennska í klúbbnum krefst mikillar vinnu og þess að menn taki sér frí frá vinnu. Það þarf því að bæta þetta upp svo að það sé ekki eingöngu á færi þeirra efnameiri í klúbbnum að bjóða sig fram til að starfa – við getum hæglega misst af mjög álitlegum kandídötum bara vegna þess að þeir telja sig ekki hafa efni á að starfa fyrir okkur…

    Ef klúbburinn hefur ekki efni á þessu þá eru félagsgjöldin einfaldlega of lág.

    Benni

    P.S. það er rétt rúm vika í aðalfund – hverjir eru í framboði ?





    24.04.2013 at 00:30 #765377
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Heir Heir !!!
    Ég viðraði einhvern tímann á fundi að í þessum ferðum hjá Umhverfisnefndinni ( alla vega [url=http://www.jakinn.is/?album=landgraedsluferd-4×4-i-jorsardal-i-juni-11&mynd=2011_0613landgraedsla0023.JPG:1k13zblp][color=#008040:1k13zblp]Landgræðsluferð og [url=http://www.jakinn.is/?album=stikuferd-i-sept&mynd=2011_0904Sikuferd0078.JPG]Stikuferð[/url:1k13zblp] ) yrði eldsneitið borgað. Eða það sem ég átti við þá er að Klúbburinn og Umhverfisnefd Klúbbsins hafa fengið styrki til Umhverfismála. Við erum að eiða töluverðum tíma í að finna það sem við á í þessum ferðum, eins ódýrt og hægt er. Ég trúi ekki öðru en því að þeir sem veita okkur þessa styrki geri ráð fyrir eldsneiti. Því varla sér högg á vatni á þessum styrkjum, sem þíðir að stykirnir myndu örugglega greiða eldsneitið í þessum ferðum, klúbburinn sem slíkur þyrfti ekki að hafa svo miklar áhyggjur að þeim kosnaðinum !!!
    Kveðja [color=#0000FF]Hjörtur og JAKINN.is[/color:1k13zblp]





    24.04.2013 at 09:03 #765379
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    [quote="jong":2ektjch5][quote="Bazzi":2ektjch5]umhverfisnefndin er að gera sitt… það er frekar að kynna okkur, koma þessu á vefinn. Koma okkar sjónarmiði í almanna vitund. Ef almanna hugur er sá að við séum sóðar er auðvelt að banna okkur að ferðast.[/quote:2ektjch5]

    Þetta var vel að merkja ekki gagnrýni á umhverfisnefndina, heldur virðist svo vera sem ég sé að verða hluti af henni.[/quote:2ektjch5]

    Til hamingju með Það Jón. Það er afskaplega gefandi og skemmtilegt að starfa fyrir klúbbin, en eins og menn hafa komið að hérna. Þá er talsverður kostnaður í þessu sem menn verða að taka á sig.





    24.04.2013 at 09:51 #765381
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn,
    ég ætlaði að laga mín skrif en var truflaður og gleymdi því svo :-)
    En reynum nú …….

    Ég viðraði einhvern tímann á fundi að í þessum ferðum hjá Umhverfisnefndinni ( alla vega [url=http://www.jakinn.is/?album=landgraedsluferd-4×4-i-jorsardal-i-juni-11&mynd=2011_0613landgraedsla0023.JPG:3gvs0ejx][color=#008000:3gvs0ejx]Landgræðsluferð[/color:3gvs0ejx][/url:3gvs0ejx] og [url=http://www.jakinn.is/?album=stikuferd-i-sept&mynd=2011_0904Sikuferd0078.JPG:3gvs0ejx][color=#00FF00:3gvs0ejx]Stikuferð[/color:3gvs0ejx][/url:3gvs0ejx] ) yrði eldsneitið borgað. Eða það sem ég átti við þá er að Klúbburinn og Umhverfisnefd Klúbbsins hafa fengið styrki til Umhverfismála. Við erum að eiða töluverðum tíma í að finna það sem við á í þessum ferðum, eins ódýrt og hægt er. Ég trúi ekki öðru en því að þeir sem veita okkur þessa styrki geri ráð fyrir eldsneiti. Því varla sér högg á vatni á þessum styrkjum, sem þíðir að stykirnir myndu örugglega greiða eldsneitið í þessum ferðum, klúbburinn sem slíkur þyrfti ekki að hafa svo miklar áhyggjur að þeim kosnaðinum !!!
    Kveðja [color=#0000FF:3gvs0ejx]Hjörtur og JAKINN.is[/color:3gvs0ejx]





    25.04.2013 at 18:38 #765383
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sælir.

    Eru menn ekki að fara fram úr sér núna?? Á ekki bara að borga öllum sem gera eitthvað fyrir klúbbinn???

    Ef svo færi að klúbburinn færi að borga formanni einhverjar 100 þús. kr. á mánuði þá væri það fín greiðsla sem þjáningarbætur fyrir eiginkonuna og fjölskylduna því það fer mjög mikill tími í að sinna störfum félagsins. Að ráða framkvæmdarstjóra í fullt eða hálft starf fyrir klúbbinn þá þyrfti að lámarki tvöföldun á félagsgjöld. Slíkur maður fengist ekki undir 600 – 1 millj. á mánuði. Starfið er áhættustarf þar sem klúbburinn er félagasamtök og er algjörlega bundin tekjum af félagsgjöldum auk þess sem skipt er um stjórn á tveggja ára fresti, þannig að framkvæmdarstjórinn er alltaf að vinna fyrir nýja stjórn og veit ekkert hvernig verður að vinna með næstu stjórn.

    Upphaflega var félagið stofnað sem áhugamannafélag og hefur verið rekið þannig hingað til. Ef við förum að greiða td. bensín á þá bíla sem eru að fara í stikuferðir, skálaferðir eða litlunefndarferðir þá er öll áhugamennskan farinn og lang best að stofna frekar fyrirtæki um starfsemina og verða eins og FÍ.

    Við verðum að fara varlega í að stíga þessi skref, en ég er sammála að það gæti farið svo að við yrðum að lokka góða menn í starfið með því að bjóða upp á greiðslu fyrir formennskuna.

    Kveðja
    Sveinbjörn Halldórsson R-043





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 42 total)
1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.