This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristjón Jónsson 19 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Pattinn er tekinn upp á því þegar honum er startað rýkur hann í gang, truntast í nokkrar sekúndur og deyr svo.Eftir að búið er að forhita og starta nokkrum sinnum fer hann að ganga lengur og að lokum gengur hann eðlilega. Einnig er annað sem er nýtt er að forhitunarljósið blikkar í nokkrar mínútur eftir að hann er kominn í gang.
Ég er búin að mæla kertin og skoða relayin við hægri geyminn.Það er greinilega málið að það á að vera hitun í gangi eftir að hann er kominn í gang og það er það sem vantar.Relayin eru í lagi en það virðist vanta boð til þeirra til að þau dragi þegar þessi eftirhitun á að vera í gangi.
Kannast einhver við þetta vandamál ?
Veit einhver hvaðan þessi boð eiga að koma ?
Eiga boðin kannski að koma úr stýringinni sem er neðan við öryggjaboxið ?
Er þá eitthvað annað að gera en að fá nýtt box ?
Er hægt að fá svona box annarstaðar er í IH ?Með kveðju Kristjón
You must be logged in to reply to this topic.