FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Forfaðir jeppans á Íslandi

by Guðmundur Guðmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Forfaðir jeppans á Íslandi

This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 18 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.07.2006 at 08:42 #198265
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant

    Thomsensbíllinn 1904

    Fyrra bréf Ditlevs Thomsens kaupmanns í Reykjavík til Stjórnarráðs Íslands þar sem lýst er reynslunni af fyrstu bifreiðinni sem flutt var til Íslands.

    Reykjavík þ. 10. septbr. 1904

    Samkvæmt tilmælum frá fjárlaganefnd neðri deildar alþingis 1903 hefi jeg keypt mjer mótórvagn og reynt hann á vegunum hjer.
    Leyfi jeg mjer hjermeð virðingarfylltst að láta hinu háa stjórnarráði í tje nokkrar upplýsingar hjer að lútandi.
    Mótórvagnar hafa venjulega 4-5 hesta afl og pláss fyrir 2 menn, en þessi, sem jeg hef keypt, hefur 7½ hesta afl og pláss fyrir 5-6 farþega. Skýli (Kaloche) er á honum, sem má draga upp í slæmu veðri. Vagninn má nota til flutninga á farþegum, pósti og ljettum vörum.
    Vagninn hefur verið talsvert reyndur í sumar, í smáferðir til Hafnarfjarðar, Elliðaánna, Miðdals og Lækjarbotna, og einusinni í lengri ferð, austur á Eyrarbakka og Stokkseyri. Reynsla sú, sem fengist hefur með þessum tilraunum, er einkum falin í eftirfylgjandi atriðum.
    Hestar fælast lítið sem ekkert fyrir mótórvagninum.
    Vegir eru yfirleitt nógu breiðir fyrir mótórvagn, er várúðar er gætt, þegar vagninn mætir lestum eða hestavögnum. Ofaníburður er einnig vel hentugur fyrir mótórvagn víðast hvar, þar sem viðhald er gott á vegunum, en sumsstaðar eru lautir og holur, og þar reynir mjög mikið á lofthringina í vagnhjólunum. Rjett fyrri ofan Lækjarbotna er klettur í miðjum veginum, sem vjelin skall á, þegar vagninn fór yfir hann, og fyrir ofan Elliðaárnar er ofaníburðurinn svo gljúpur, að lítt mögulegt er að koma vögnum upp brekkuna, hvort sem það eru mótórvagnar eða hestvagnar. Á Laugaveginum og þjóðveginum innfyrir verksmiðjuna Mjölnir er færðin mjög slæm, bæði mótórvagnar og aðrir vagnar geta skemmst til muna, ef þessir fjölförnu vegir eru látnir eins afskiptalausir hvað viðhald snertir, eins og var nú í sumar.
    Hallinn á vegunum er víða svo mikill, að mótórvagn með 4-5 hesta afli mundi ekki komast upp brekkurnar, vagninn minn á fullörðugt með að komast yfir, þar sem brattast er, og þyrfti helst að hafa meiri afl, en hann hefur.
    Verð á mótórvagni til pósts- og farþegaflutninga hjer á landi, af sömu stærð og minn, en með 15 hesta afli, mun nema um 10-12000 krónur; litlir vagnar með sætum fyrir 2 menn og 4½ hesta afli fást fyrri 3000 krónur. Vagninn minn kostaði nýr 6000 krónur.
    Kostnaður við að hafa mótorvagn í ferðum er talsvert mikill. Vjelastjóra þarf með hverjum vagni og munu varla fást fyrir minna en 120 krónur á mánuði. Viðhaldsleysið á vegunum gerir það að verkum, að ákaflega mikið reynir á vjelina í hvert skipti, sem vagninn er brúkaður, en allar viðgerðir á þesskonar vjelum eru mjög dýrar. Hreyfingarafl mótórsins er benzín og kostar það á mínum vagni hjer um bil 75 aura fyrir hverja mílu. Alls hefur brúkunin á mótórvagninum í sumar kostað mig yfir 700 krónur.
    Þar sem jeg þykist hafa gjört mitt ýtrasta til að framkvæma þær tilraunir, sem alþingið óskaði eptir, leyfi jeg mjer hjermeð virðingarfyllst að beiðast þess, að mjer verði ávísaðar þær 2000 krónur, sem mjer eru veittar á fjárlögunum til að kaupa og reyna mótórvagn á vegunum hjer.
    Virðingarfyllst
    D.Thomsen

  • Creator
    Topic
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)
  • Author
    Replies
  • 19.07.2006 at 13:03 #556614
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Reykjavík 16. júlí 1905

    Eptir tilmælum hins háa stjórnarráðs, leyfi jeg mjer hjermeð virðingarfyllst að bæta við skýrslu mína dags. 9. septbr. f. á. eptirfylgjandi upplýsingum viðvíkjandi notkun motorvagns þess, er jeg keypti í fyrra samkvæmt ósk alþingis 1903.
    Motorvagninnn hefur ekki verið notaður til að draga annan vagn, enda er hann ekki til þess útbúinn. Það mun vera mjög óalgengt, að slíkir vagnar sjeu látnir draga vagna eptir sjer.
    Þegar frost er, þarf sjerlegrar varúðar með til þess að vatn það, sem er notað til að kæla vjelina, frjósi ekki í henni og sprengi hana.
    Bugður eða krókar á veginum eru vagninum ekkert til fyrirstöðu.
    Þegar vagninn fór upp Kamba var í honum að eins um 100 pund af farangri fyrir utan vjelarstjórann.
    Vjelarstjórinn, sem var í fyrra, Þorkell Clementz, hafði ekki gott lag á að koma vagninum upp brekkur, enda var það engin furða, þar sem öll þekking hans á að stýra motorvagni hafði að eins verið 8 daga nám við sýningu í Kaupmannahöfn. Í sumar hefur það aptur gengið mjög vel, með dálítilli breytingu á notkun vjelarinnar hefur verið hægt að aka vagninum upp brattar brekkur með 5 fullorðnum mönnum í.
    Hinn áminnsti vikunáms-sjerfræðingur hefur í tímaritinu Eimreiðin ritað langa grein um bifreiða, sem mestmegnis er útlegging á leiðarvísirum fyrir motorvagna. Hann notar þar tækifærið til að leggja sleggjudóm á motorvagn minn, í stað þess að játa hreinskilnislega, að það hafi aðallega verið vanþekking hans að kenna, að vagninn gekk ekki sem bezt í fyrra sumar. Jeg keypti vagninn af manni, sem var álitinn hafa bezta þekkingu á mótorvögnum í Kaupmannahöfn, og það er svo langt frá, að jeg sjái eptir kaupunum, að jeg einmitt álít hann þá einu tegund af mótorvögnum, sem hjer er hentug. Aðalkostir vagnsins eru þessir: Mótorinn er óvenju aflmikill og öll vjelin er mjög svo rammger, ljettari vjelar mundu verða endingarlausar á vegunum hjer. Vagninn er rúmgóður og hentugur til langferða, tveggja manna vagnar, skýlislausir, eins og þeir tíðkast mest erlendis, virðast óhentugir hér.
    Eigi að síður mun jeg ekki gerast hvatamaður að því, að motorvagnar af þessari eða annari gerð verði keyptir til praktiskra nota hjer á landi. Reynslan sýnir það alstaðar í heiminum, að motorvagnar, hve vandaðir sem þeir eru, bila við og við, en vegna strjálbyggðar og verksmiðjuleysis er lítt möguelgt að fá gert við þá hjer á landi.
    Kostnarður við úthald og aðgerð á mótorvagninum framyfir tekjurnar nam í fyrra kr. 1109,32 og er þar í auðvitað ekki talinn kostnaður og fyrirhöfn við innkaupin nje heldur flutningsgjald hingað

    D.Thomsen.





    19.07.2006 at 21:07 #556616
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Takk fyrir þetta Gundur, hvar sem þú grófst þetta upp. Skemmtileg lesning og athyglisvert að spá í hvað sumt í umræðu um bíla er nákvæmlega eins í dag. Áhyggjuefnin eru t.d.verð á eldsneyti sem hefur sjálfsagt verið talsvert dýrara þarna en í dag miðað við meðalvinnulaun, slæmir vegir (slæm færð á Laugaveginum) og svo hvað hver bíll sé mörg hestöfl. Thomsen var náttúrulega framsýnn og keypti kraftmikinn bíl, heil 7½ hestafl. Virðist heldur ekki hafa veitt af til að komast upp brekkur og drífa á íslenskum vegum. Greinilegt líka að íslenskir vegir gátu farið illa með ‘lofthringina á vagnhjólunum’ og það náttúrulega þekkjum við jeppamenn. Samt var Thomsen ekki á neinum 38 tommu lofthringum. Ég sé þó að það hefur orðið framför á einu sviði. Það er að ekki þarf lengur vjélstjóra með hverjum vagni, allavega ekki hjá flestum okkar.

    Talandi um vjélstjórann þá segir Thomsen að það þurfi að borga honum allavega 120 kr. á mánuði sem má þá ætla að séu lágmarkslaun iðnaðarmanns. Viðhaldskostnaður ársins á vagninum var 1109,32, þannig að það eru hátt í 10 mánaða laun. Þá er væntanlega eldsneytiskostnaður o.fl. eftir. Bensínkostnaður er 75 aurar á hverja mílu sem þýðir þá væntanlega að eldsneytiskostnaður á 100 km er 45 kr. Mánaðarlaun vjélstjórans hefðu því dugað til aksturs um 267 km ef reiknikunnátta mín er ekki að afvegaleiða mig einhvers staðar. Sennilega bæði eyðsla á kvikindu verið hraustleg og bensínverðið óheyrilega hátt. Það er því líklega ekki rétt að bensínverð hafi aldrei verið dýrara en í dag, allavega ekki sem hlutfall af meðallaunum.

    Að lokum legg ég til að við tileinkum okkur orðaforða Thomsen. Hér eftir deilum við um hvaða mótorvagn sé bestur og spyrjum félagana á hvernig lofthringum mótorvagninn þeirra sé. Og Jón ofsi verður að kalla Danna hér eftir vjélstjóra og borga honum 120 kr. á mánuði, enda held ég að Slóðríkur taki aldrei feilpúst öðru vísi en [url=http://www.siv.is/i_mynd/myndir.lasso?id=7165:21x2ykev]Danni sé kominn undir vjélarhlífina[/url:21x2ykev].

    Kv – Skúli





    19.07.2006 at 21:54 #556618
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ef menn hafa gaman af sögu bifreiða er til ágætis bók sem kom út 1956 sem heitir "Bifreiðar á Íslandi" eftir Guðlaug Jónsson. Nokkuð fágæt bók í dag, en mæli með henni fyrir grúskara.

    Góðar stundir





    19.07.2006 at 22:49 #556620
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    takk fyrir að mynna mig á þessa bók, afi kallinn á hana og ég blaðaði í hana þegar ég var yngri, spurning að fara að fá hana lánaða hjá kallinum 😀





  • Author
    Replies
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.