Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Fordæming erlendra akstursíþróttamanna
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Árnason 13 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.08.2011 at 10:36 #220019
Hvernig er það, ætlar stjórn klúbbsins ekkert að láta til sín taka vegna bíls tékknesku ferðaskrifstofunnar sem æddi hér um allt hálendi íslands. Mér finnst að formaður og stjórn f4x4 ætti að koma fram í fjölmiðlum, helst öllum, og lýsa alvarlega yfir áhyggjum sínum af þessu ódæði. Það er nokkuð klárt mál að „okkur“ verður kennt um þetta síðar. Svona bíla þurfum við að stoppa sjálfir því ekki mun löggjafinn gera það.
Kveðja:
Erlingur HarðarPS: Hafi stjórn f4x4 þegar gert eitthvað þá er það gott en ég hef ekki haft tækifæri til að fylgjast almennilega með undanfarna daga.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.08.2011 at 10:44 #735123
Þeir eru fleiri held ég sem hafa ekki getað fylgst almennilega með sýnilegum aðgerðum stjórnar F4x4 undanfarið.
kv.
ÞÞ
12.08.2011 at 11:24 #735125Sæl.
Persónulega finnst mér að stjórn klúbbsins ætti ekki að fordæma verknaðinn, þeir hafa alveg séð um það sjálfir.
Vinnum frekar í því að breyta því sem er að gerst í ferðamennsku á hálendinu, það hefur alltaf farið í taugarnar á mér að sjá þessa stóru trukka sem eru fluttir inn hér á sumrin til að útlendingar geti tröllriðið hálendinu okkar, og hverjum er svo kennt um?? Jú þessu þarf ekki einu sinni að svara.Meðan Íslenska hálendið er auglýst eins og gert hefur verið sem paradís ævintýramanna með lögum villta verstursins þá verður þetta bara fyrsta vandamálið sem við fáum að upplifa. Hálendið er auglýst sem paradís rallkappa og annara ofurhuga. Það sem sást til dæmis í myndbandinu fræga og fór lang mest fyrir brjóstið á mér var aksturlag og hraði bílsins. Það er í flestum tilvikum hægt að laga þar sem ekið er utanvega og skemmt en auðvita kostar það tíma og peninga, en að verða fyrir svona trukki á stórum jeppa það er ekki peningana né tímans virði.
Eins þarf að breyta umræðu í fjölmiðlun þar sem menn hafa rokið upp og tala um stórfelldan utanvega akstur, orðið utanvega akstur er of víðtækt, notum orðið tjón af völdum utanvega akstur, Til að skilgreina um hvað er verið að ræða. Við sem erum að ferðast um hálendið þurfum oft að aka utanvega og gerum það þá á ábyrgan hátt án þess að nein ummerki sjást, í raun og veru er um lögbrot að ræða en ekkert tjón hefur orðið. Reynum að breita þessari umræðu og stöðava frekar þá vileysu sem hefur farið um fréttaheimana og nýtum okkur það til góðs. Það þarf að auka fræðslu ekki veita Landvörðum aukin völd né setja boð og bönn á hálendið.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson R-43
12.08.2011 at 13:04 #735127Heyr heyr….
12.08.2011 at 21:53 #735129Já ég er alveg sammála þér Sveinbjörn. Gott framtak hjá þér í útvarpinu. Það sem ég undrast þó er að núverandi formaður eða stjórn klúbbsins skuli ekki segja orð á nokkrum vettvangi. Hafi hann eða fulltrúi hans gert það þá hef ég ekki séð það né heyrt af.
Klúbburinn þarf klárlega að eignast upplýsinga- eða kynningarfulltrúa. Sveinbjörn, þú ert kjörinn í það starf!Kveðja:
Erlingur Harðar
12.08.2011 at 23:17 #735131Takk fyrir traustið Erlingur en ég held að formaður klúbbsins sé nú nokkuð góður að svara fyrir sig.
Stjórnin tók rétta ákvörðun þegar hún blandaði sér ekki í þessa umræðu sem er og hefur verið í gangi hjá fjölmiðlum. Ég er viss um að það sé miklu betra að við sem félagsmenn stöndum upp og tjáum okkur, það sýnir meiri styrk félagsins ef félagsmenn taka þátt umræðum og tjá sig um það sem er að gerast.Félagið er ekki byggt eingöngu upp á stjórn heldur þeim félögum sem standa á bak við stjórnina og eru tilbúnnir til að taka málstað hennar, ma. með því að tjá sig opinberlega.
Mér finnst að félagsmenn ættu að vera duglegri að láta í sér heyrast og sýna þannig hvert við viljum stefna.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson R-43
13.08.2011 at 04:37 #735133Nú vildi það svo til að það var einmitt bent á okkur jeppamenn í útvarpi í dag, föstudag. Það var á Rás 2 í þættinum Virkir morgnar þar sem liður er á föstudögum sem kallast föstudagsuppgjörið og það er farið yfir fréttir vikunar og einmitt fjallað um þetta mál. Þar var þeirri spurningu velt upp, hvaðan þessir aðilar fengju sínar hugmyndir af akstri á hálendinu og viti menn, þar var áliktað að íslenskir jeppamenn væri þeir sem gæfu þessum aðilum sínar hugmyndir. Við færum eins og unglingar á GT/Túrbo bílum sem þyftum að sýna okkur á okkar mikið breittu bíllum og þeystum því um hálendið á fullu gasi. Mæli með að menn hlusti á þetta á ruv.is, held að þetta sé þar á hlaðvarpinu. En síðan má deila um hvort menn eigi að svara svona ásökunum eða láta þessi ummæli dæma sig sjálf. En greinilegt var að Magnús Einarsson er ekki mikill jeppamaður. En persónulega finnst mér að það þurfi nú að svara svona bulli, þarf ekki marga til að trúa svona ummælum til að við séum dæmdir ökuníðingar á hálendinu.
Kv, Stefán Höskuldsson A-859
13.08.2011 at 10:31 #735135Okkar klúbbur er því miður að mínu mati stefnulaus og sinnir ekki þeirri hagsmunagæslu sem hann á að gera. Ímynd klúbbsins er því miður þannig að fólk sér okkur sem samtök klíkukalla á stórum jeppum sem vilja keyra hvar sem er, en í raun ætti ímyndin að vera að við séum baráttusamtök almennings sem vilja tryggja frjálsa ferðamennsku um hálendi Íslands þar sem ferðast er af ábyrgð fyrir íslenskri náttúru.
Er til einhver áætlun hjá nýrri stjórn F4x4 um aðgerðir og stefnumörkun í okkar hagsmunamálum. Því hefur verið hafnað að stjórnin ráði starfsmann til að sinna okkar hagsmunamálum á sama tíma og til er mikið fjármagn í félaginu sem hægt væri að nota til að setja í þetta.
Við liggjum undir áróðri frá mönnum eins og Páli Ásgeiri, Magnús Einarssyni og fleirum um utanvegaakstur og stjórnvöld eru um leið markvisst að loka okkar umhverfi á hálendinu. Á sama tíma er áhugafólk og landeigendur að stuðla að stofnun Geopark þjóðgarða þar sem í framtíðinni verður hugsanlega ekki hægt að ferðast nema greiða aðgangseyri eða gjald fyrir leiðsögumann.
Ferðaklúbburinn 4×4 þarf að sameina hinn almenna ferðamann á fjórhjóladrifnum bílum í baráttu fyrir ferðafrelsi til framtíðar. Valið stendur um að fara norsku leiðina þar sem allt er bannað eða sænsku leiðina þar sem hinum almenna ferðamanni eru tryggð réttindi til að ferðast um landið sitt.
Ég lýsi því því eftir markvissri stefnu okkar hjá Ferðaklúbbnum 4×4 í hellstu hagsmunamálum og hvet stjórn klúbbsins til að leggja grunn að öflugum talsmanni (formann, stjórnarmann eða framkvæmdastjóra) eins og öll alvöru samtök gera. Að láta félagsmenn koma fram eftir einhverri hentistefnu með sínar eigin skoðanir er ekki góð leið til árangurs (Sveinbjörn er þó undantekning frá þessu og er vel inn í flestum málum). Það þarf að vinna þessa hagsmunagæslu báráttu eftir nákvæmri stefnumótun innan klúbbsins, hafa markvissar upplýsingar fyrir hendi um stefnu klúbbsins í öllum hellstu hagsmunamálum og öflugan talsmann til að koma þessu á framfæri.
Guðmundur G. Kristinsson
15.08.2011 at 07:08 #735137http://mbl.is/frettir/innlent/2011/08/1 … pp_med_am/
Þetta fer að verða daglegur viðburður í fjölmiðlum.
15.08.2011 at 12:53 #735139Meiri umfjöllun hér:
[url:1ywir6vx]http://mbl.is/frettir/innlent/2011/08/15/utanvegaakstur_med_olikindum/[/url:1ywir6vx]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.