This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Ragnar Karl Gústafsson 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sæl veriði, gaman að vera orðinn hluti af þessu prýðis spjalli hér. Lýsingu á „mínum fjallabíl“ er að finna í notendalýsingu minni en mig langar að spyrja reynslubolta að einu. Eru þessar hásingar mínar (dana 38 og 8,8″ ford undir Bronco með 200 línusexu) hættulega veikar fyrir þennan bíl? Ég hef haft hann á 35″ dekkjum og tekið vel á honum við ýmsar aðstæður en aldrei lent í vandræðum en þessar hásingar eru engu að síður eitur í beinum margra. Er ég ekki óhultur fyrr en með dana 44 og 9″ undir eða dugir þetta leikandi? Kveðjur, Hjölli.
You must be logged in to reply to this topic.