Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ford F350 pælingar
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Ragnarsson 11 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.07.2012 at 11:56 #223946
Jæja Ford snillingar, nú er maður farinn að spá í stóru deildina. Maður fær mjög svo misjafnar sögur hvaða árgerðir væru heppilegastar í breytingar (enda sennilega í 46″). 6L vélin kemur fyrst 2003 og 6.4L 2008.
Það er sára lítið til af yngra en 2008 á markaðnum og því aðeins þessi eina árgerð í 6.4L. Sumir segja að ekki eigi að kaupa eldra en 2006 í 6L bílnum þar sem meiri líkur eru á að hún sé laus við bernskubrek. Má þá ekki segja það sama um 6.4L 2008 bílinn? Hef keyrt bíla með báðum vélartýpunum og má segja að hún sé talsvert skemmtilegri 6.4L vélin. Nú veit ég ekki hvað var búið að eiga við þessar vélar og því kannski ekki réttlátt að bera þær saman. Nú er maður einnig að hugsa um rekstrarþáttinn á þessum árgerðum. Hins vegar er hægt að fá 2005 bíla á ágætu verði. Ætti ég þá að hafa áhyggjur af vélinni í þeirri árg?
Endilega ausið úr viskubrunninnum.
Kv. Júnni R-268 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.07.2012 at 13:07 #756089
Ég er ford eigandi að 2005 6.0L bíl, á 46".
Hann er btw til sölu á mjög góðu verði og því örlítið hlutdrægur en ég fór í gegnum sömu pælingar og þú á sínum tíma. Niðurstöðurnar sem ég fékk voru þessar.
Fram að 2005 bílnum (eða þegar hann fer á gorma að framan) þá eru öðruvísi spíssar og öðruvísi túrbína sem voru stærstu vandamála factorarnir í þessu á sínum tíma. Þetta er ekki orðið frábært að mér skilst í 2005-2008 en mun skárra. Ég hef t.d. ekki lent í veseni með hvorugt. Ég lenti í því að spíss var með vandamál, keypti nýjan og það lagaðist ekki og komst þá að því að vír var nuddaður í sundur inní vélarloominu. Setti nýtt loom.
Annað sem er í öllum 6.0l bílunum og það er headpakkningin. Hún er fín og til friðs ef þú ert ekkert að eiga við vélina en að því gefnu að þú viljir fá öll hestöflin, sem ég mæli með, þá þarftu að setja sterkari headbolta.
6.4 bíllinn er fyrst og fremst dýrari. Á þeim tíma sem ég var að kaupa bíl munaði amk 2mkr í verði og fanst mér það ekki þess virði. Hún er hljóðlátarai og að mörgu leiti skemmtilegri en eyðir meira. Hef þó heyrt af mönnum gera æfingar og ná henni c.a niður í sömu tölur og 6.0 en betra ef einhver myndi staðfesta þetta.Over all, besti jeppi sem ég hef átt og skemmtilegasti í notkunn, en kostar vissulega 30% meira en patrol í rekstri. (kominn með tölu til að þræta um)
Kv. Ívar
24.07.2012 at 13:49 #756091Takk fyrir þetta Ívar.
Er reyndar sjálfur með 46" breyttan Patrol með öllum þeim búnaði hugsast getur. Hann er með 4.2L Patrol vél sem ég er þokkalega sáttur við. Hins vega er hann ekkert að eyða mikið minna en F350 þegar hann þarf að taka á eða keyra á móti vindi. Ég hef við bestu aðstæður komið honum niður í 14-15 lítar en um leið og hann fær mótvind eða brekku er hann kominn í 20+(jafnvel 25+ með hjólhýsið). Var að hugsa hvort ekki væri skemmtilegra að eyða þessum lítrum með 330Hö í húddinu.
Kv. Júnni
24.07.2012 at 14:14 #756093Sælir
Ef ég væri að fara af stað aftur í svona pælingar þá færi ég beint í 6,7 lítra bílinn ( að því gefnu að peningar væru ekki factor)
Annars væri það 6.0 árgerð 2006 / 2007.minn er 2006. Mér dytt ekki í hug í eina mínútu að skoða 6.4 – bæði er eyðslan fáránleg og það er ekkert minna af vandamálum í þeim heldur en 6.0. Það eina sem hún hefur umfram er að hún er hljóðlátari.
En það þarf að klappa 6.0 vélinni svolítið til að hún sé til friðs. Það er betra að skipta strax um heddpakningu og setja heddstudda í stað bolta og jafnvel láta fræsa út fyrir fire hringjum – þá geturðu tekið vel út úr vélinni án áhyggja.
Síðan er gott að setja bypass síu á smurolí og betrumbæta hráolíudælu – sérstaklega ef á að taka eitthvað útúr þessu.Með tímanum þarf svo að setja olíukæli á hann þar sem sá orginal tapar afkastagetu með aldrinum.
Svo má að sjálfsögðu leika sér með að tuna þetta hvernig sem þig langar – ég er sjálfur búinn að setja sverari loftrör að og frá vél, allt 4", annan intercooler, loftsíu og svo tunekit frá Banks power og er að taka þetta 450 – 550 hp út úr honum og allt að 1200 Nm í tog – allt eftir stillingum
En svo er búið að gera endalaust af öðrum betrumbótum sem ég nenni ekki að skrifa um – hringdu bara við tækifæri – 898 6561
Benni
P.S.
46" eru of lítil hjól undir þennan bíl ef hann á að drífa almennilega
24.07.2012 at 16:37 #756095Sæll aftur Júnni.
Ég get vel skilið þetta með eyðsluna í patrolnum en við erum alltaf að tala um yfir 400hö í húddinu. Ferð ekkert minn en það held ég. Ég er sjálfur með þetta stillt á c.a. 450 og dugar mér alveg fínt.
Eyðslan hjá mér á 46" er niður undir 17 á langkeyrslu við bestu aðstæður en almennt er ég í langkeyrslu á 18-20 við 90-100km/klst. Eyðslan er ekkert mikið að breytast eftir þyngd finnst mér og t.d. fór ég hring inní kerlingafjöll með sement um daginn 800-1000kg af hlassi og klakksleið til baka. Það voru 100L sem fóru í þennan rúnt og var aldrei spöruð gjöfin.
Í snjó er ég að fara með 10-12L á klstVarðandi 49" dekkinn þá jú gæti verið að það kæmi betur út í snjó en m.v. það sem ég hef séð fylgir því mikill viðbótarkostnaður í viðhald og brotum. Tek það fram að ég hef bara reynslu af 46" sjálfur en fylgst með hinum á ferð síðastliðinn vetur og þetta dugar mér fínt.
Kæmir þó alveg 49" undir bílinn ef þú vilt 😉Eru ekki aðstæður þannig að ég gæti tekið Patrolinn uppí fordinn
Mig vantar peninga í húsbyggingu en vil ekki alveg hætta í jeppaleik.Ívar
24.07.2012 at 21:52 #756097Ég er með 2008 Ford F350 með 6.4 vélinni.
Er á 37 tommum, bíllinn er óþarflega hár fyrir þau og því með óþarflega mikla loftmótstöðu.Kominn með EGR delete kit, opnara púst og lofthreinsara, líka kominn með tjúnngræjuna frá Jörgen sem gefur mér allt að 270 hesta í viðbót eða alls um 600 hestöfl. Þessi græja setur lockupið á í 4 gír sem er mikill kostur fyrir eyðslu og leiðréttir hraðamælinn. Aflið er bara fáránlega mikið.
Fór með hjólhýsið frá Rvk til Akureyrar og eyddi 20 l á hundraðið ( var á ca 84 km hraða í cruise control ).
Hélt svo áfram í rigningu í gær til Eskifjarðar án hjólhýsis og eyddi 15 l á hundraðið ( var á ca 95 km hraða í cruice control ).
25.07.2012 at 10:00 #756099Sæll Snorri, Ertu með Black Maxx eða eitthvað annað frá Jörgen. Ég setti einmitt Black Maxx í hjá mér og eyðslan datt niður. Og þvílíkt auka power. Hvað varstu með túnerinn stilltann á í þessari ferð, Mild, Wild, Hot…. Ég hef ekki þorað að stilla á Hot. :), en Jorgen heldur að hann eyði jafnvel minnst þar. Frábært að fá lockupið inn í 4 gír.
Agust
25.07.2012 at 13:10 #756101Ég er með MiniMax og stilli á Mild (næstneðsta power).
Hef prófað Wild (hæsta) og það rykkir vel í. Spólar bara á malbikinu ef botnað er á lítilli ferð (þori ekki að trampa í kyrrstöðu). Hann gaf alltaf meldingu um stíflaðan lofthreinsara þegar ég gaf aðeins í Wild stillingu, er kominn með opnari síu og þá hætti það.
Á enn eftir að downloada 330 hp modulnum frá þeim og prófa. Bíð með það þangað til ég verð kominn með stærra loftinntak, það er á leiðinni.
Hef ekki borið saman eyðslu milli power levela.
25.07.2012 at 13:20 #756103Þið eruð klárlega farnir að kveikja í mér með 2008 bílinn. Miðað við þínar eyðslutölur Snorri þá er hann að fara með síst meira en eldri bílinn. En eins og Ívar segir þá er svolítið stökk verðlega frá 2006/2007 yfir í 2008 bílinn.
Eitt sem veldur mér áhyggjum að nokkrir af þeim 2008 sem eru til sölu eru með uppteknar vélar. Hvað veldur?
Kv. Júnni
25.07.2012 at 14:15 #756105Sæll Snorri. Ég er með bílinn á 49" og prófaði að stilla á Hot Damn og ég prófaði hérna á malbikinu á ferð, og ég get svarið að hann spólaði og þetta var bara eins og í flugtaki á Boeing 757. Varð eiginlega hálf smeykur eftir það upp á vera ekki að brjóta eitthvað og hef hann bara stilltan á Wild. Finnst það alveg nógu fjörugt fyrir mig. Hvaða loftinntak ertu að fá þér ? Þetta reykir alveg eins og Kolatogari ef maður tipplar á gjöfinni. Ætli það lagist við stærra loftinntak ?
Veit ekki hvers vegna einhverjir bílar 2008 eru til sölu með uppteknar vélar. Ég á annann svona Ford 2008, 6.4lítra stock og hann er núna keyrður 101 þús og hefur ekki feilað eitt púst frá degi 1. (7-9-13). Þannig að þetta er bara misjafnt eins og allt annað.
Agust
25.07.2012 at 16:30 #756107Minn er 2008 6,4 og 54" með H&S tuningu, get ekki sagt að eyðslumunur á mínum og 6,0 bíl 2006 á 54" með SCT tuningu, sem ég hef verið að ferðast með sé mikill, kannski 10%, en það er ansi mikill munur á hávaða.
Það eru fleiri hedd boltar í 6,4 en 6,0 og þolir vélin betur fleiri hestöfl.
Vatnskassi hefur átt til að leka í 6,4 og það þarf að fylgjast vel með hita á kælivatni.
Svo er það EGR kælirinn sem þarf að loka og virðist vera rót flestra bilana í díselvélum í dag.Eyðslan í mínum orignal var 17 L á langkeyrslu og 23 L í bænum, en 25 með 2 öxla hjólhýsi aftaní.
Með H&S fór eyðslan í 13 L á langkeyrslu.Í dag á 54" er hann í 18 til 25 á langkeyrslu ( fer eftir vindi) og 28 L með 2 öxla hjólhýsi aftaní.
Fór í mars með 4×4 reykjavík sprengisandur mývatn, eyðslan var 200 lítrar total.
Þessi síða er með gagnlegar upplýsingar um powerstroke vélar http://powerstrokehelp.com/
Kveðja Jón
R12
25.07.2012 at 18:27 #756109Ég hef nú flestar mínar upplýsingar um vandamál í 6.4 vélinni frá mönnum sem eiga 6 lítra vélina, flest hefur komið þar í óspurðum fréttum. Eða eins og sagði í sögunni: "Þau eru súr" sagði refurinn þegar hann náði ekki upp í berin í trénu.
Helstu vandamálin sem virðast hrjá 6.4 vélina eru þau að EGR dótið setur sót í smurolíuna. Ef ekki er skipt um smurolíu eftir því sem Ford segir til um, þá eiga undirlyfturnar til að festast útaf sóti og þá fer allt í steik.
Lausn á þessu er að skitpa um smurolíu á réttum tíma ! Þetta vandamál hverfur með EGR delete kitti.Svo á vatnskassinn til að fara að leka. Virðist vera einhver veikleiki. Ef menn fylgjast ekki vel með vatnshitanum, þá enda þetta í yfirhita og þá fer allt í steik.
Þannig að lausnin er að fylgjast með vatnshitanum eða vatnshæðinni í forðabúrinu.
Þetta þýðir að 6.4 vélin hentar ekki fólki sem trassar að skipta um smurolíu eða keyrir eins og blindir kettlingar án þess að fylgjast með kælivatnsborði á forðakút eða vatnshita þangað til allt er komið í steik.
Hentar vel fyrir hina.
Eitt í viðbót hefur líka bilað. Hráolíudælan er staðsett inni í vélarblokkinni til að minnka hávaða. Þessi dæla smyr sig úr olíunni. Þegar menn keyrðu á steinolíu, þá átti að setja 1% smurolíu með til að tryggja smureiginleika olíunnar. Ef það var ekki gert, þá átti þessi dæla til að hrynja með miklum kostnaði fyrir eigandann. Lausn á þessu er að kaupa ekki svona bíl nema eigandinn ábyrgist að hafa ekki keyrt eins og asni á steinolíu án þess að setja 1% smurolíu með.
25.07.2012 at 18:46 #756111Hver er munurinn á MiniMAxx og BlackMaxx???
25.07.2012 at 19:47 #756113Minimaxx í mínum, skjárinn er minni en í blackmaxxx og eithvað færri fítusar.
25.07.2012 at 19:53 #756115Kristján, þetta er allt á heimasíðunni hjá www. h&sperformance.com eða í síma hjá Jörgen Wolfram hjá Sturlaugi Ólafsson í Hafnarfirði. Minimaxx og Blackmaxx eru mismunandi útgáfur af sama túnir. Óbreytti Fordinn minn, 6.4 2008 eyðir 16 lítrum að meðaltali. Sá 49" var í 21 líter í vor í ágætu veðri á steady 90km hraða. Hafði reyndar séð hærri tölur en þetta lækkaði til muna við að setja þennann túner í. Líklega er aðalmálið að lockupið kemur inn í 4 gír. Ég er að spá í að setja 5,38 hlutföll í hann, en venjulega eru þeir með 5.13 f. 49". Hugsa að ég kæmi eyðslunni neðar með því. Snorri, ég spyr aftur, hvaða loftinntak ertu að fá þér.
25.07.2012 at 20:56 #756117Aðeins svona útúrdúr.
Nú var heddið tekið upp í bílnum sem ég var að versla mér í Kistufelli 2006 og var á öll vélin tekin í gegn. Þegar ég hringdi í þá í dag þá gátu þeir ekki sagt mér hvort þeir hefðu sett sterkari studda í heddið þegar það var hert á.Er einhver möguleiki að sjá það, þá með að lyfta upp ventlalokinu án þess að það sé enhver dags vinna???
26.07.2012 at 09:51 #756119Jörgen er að panta þetta fyrir mig:
S&B Intake for Ford Powerstroke 6.4 2008 2009 2010
[url:3sxfgb48]http://www.hsperformance.com/store/browse-by-item/intakes/sandb-intake-for-ford-powerstroke-6-4l-2008-2009-2010.html[/url:3sxfgb48]
26.07.2012 at 21:38 #756121Ég má til með að leggja orð í belg, Ég var með 6,4 bíl extra langan einhver sá skemmtilegasti bíll sem ég hef átt verst að konan var bara ekki sama sinnis svo ég varð að selja hann.
keyrði hann cirka 50 þús, það fór hjá mér Vatnskassinn og það er víst mjög algengt í þessum bílum einhver vandamál með yfirþrýsting sem reynt er að leysa með einhverju framhjáhlaupi og fleira. ( hef reyndar heyrt að þessi redding virki ekki nema takmarkað)
Frábær mótor og svo hljóðlátur og skemmtilegur. Hann eyddi hjá mér óbreittur 17 til 20 lítrum þangað til ég fór með hann í IB og þeir hreinsuðu út úr kútnum á honum og settu í hann tölvu sem ég notaði bara á economi stillingu.
Hljóðið í honum varð miklu skemmtilegra og og eyddi miklu minna. fór í 14 í langkeyrslu en ef ég hengdi aftan í hann fellihýsi eða hestakerru þá fór hann í 18 til 20Ég prófaði þegar ég keyrði á selfoss einu sinni að núllstilla tölvuna þegar ég kom út úr hringtorgi við norðlingaholt og dólaði á krúsi á 90 alla leið á selfoss, við ölfusárbrú sá ég að meðaltalseyðsla við þessar aðstæður væri 12 lítrar.
Í annað skipti prófaði ég að núllstilla og keyra upp bröttubrekku með hjólhýsi aftan í á 90 kílometra hraða nánast alla leið upp og þá hefði meðaltalseyðsla á 100 kílómetrana verið 59 lítrar dágóður slatti það.
ég var að skoða 2005 og 2006 bíla til að breyta hugsanlega í rólegheitunum mér til skemmtunar þar sem ég hef nokkuð góða aðstöðu, ástæða þess að ég er að spá í þessa bíla frekar en 6,4 er bara vegna þess að það er hægt að fá þá á ótrúlega lágu verði, bara lítið keyrða bíla.
En mig langar að vita meira um nýja bílinn 6.7 sögurnar sem maður heyrir er að þetta sé töfratæki
kveðja Ólafur
27.07.2012 at 09:02 #756123Þetta er einmitt málið Óli. 6.4 bíllinn er að öllu leiti skemmtilegri í akstri og að sama skapi talsvert meiri fjárfesting. Ég er hræddur um að ef ég fer í þann pakka þá verði ég tregari að breyta honum alla leið (46"+). 2005/2006 bílinn er hins vegar hægt að fá á mjög góðu verði óbreyttann. Hins vegar finnst mér verðið á breyttum 2005 bíl vera það mikið að það borgi sig að breyta sjálfur ( þetta er jú víst einnig hoppy).
Nú er bara að huga að því með haustinu að koma þeim gamla (46" Patrol) í verð taka í framhaldi ákvörðun hvaða leið skuli valin.
Kv. Júnni R-268
27.07.2012 at 12:52 #756125Svona til að halda þessu þræði líflegum þá langar mig að spyrja að einu.
Hvaða gír hafa menn verið að nota sem milligír í þessa bíla og vita menn ca verðmiðann á því
ef menn láta gera það á verkstæði?
17.05.2013 at 15:05 #756127mig langaði bara aðeins að vekja þennan þráð aftur
eru einhverjar reynslusögur komnar af 6,4 ford vélinni eða þá nýju vélinni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.