FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ford F150

by Hjalti Þórarinn Ásmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Ford F150

This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bragi Þór Jónsson Bragi Þór Jónsson 15 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.04.2010 at 15:06 #212216
    Profile photo of Hjalti Þórarinn Ásmundsson
    Hjalti Þórarinn Ásmundsson
    Participant

    Sælir, ég er að hugsa um hvað maður þarf að vita og hafa í huga við kaup á Ford F150. semsagt kosti og galla hans, er mikið um það að t.d. slithlutir slitni mjög fljótt miða við aðra bíla, ég hef heyrt að það sé mikið um slit á spindilkúlum og spindlum ? er það satt eða er það einhver þvæla?
    Hvort er betra að hafa 4.6L vélina eða 5.4L vélina, er mikið sem munar á þessum vélum í eyðslu og afli?
    svo væri ekki verra ef einhver hérna hefur átt F150 bíl eða hefur góða reynslu af þessum fordum geti sagt mér eitthvað um þá.

    MBK. Hjalti –

  • Creator
    Topic
Viewing 19 replies - 1 through 19 (of 19 total)
  • Author
    Replies
  • 19.04.2010 at 16:51 #691168
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Best að ég ríði á vaðið (vanur því) en ég er búinn að eiga minn síðan ég flutti hann inn í apr. 2005, þá rúmlega eins árs gamlan, keyrðan 10 þ.mílur.
    Kannski má segja að ég hafi verið heppin en viðhald á þessum bíl hefur verið sama og ekkert undanfarin ár. Ég kannski keyri ekki mikið en er þó búin að rúlla um 50 þ. mílur (80þkm).
    Ég keyrði um á honum óbreyttum í nokkra mánuði, en hækkaði hann upp að framan um 2,5" og setti svo undir 35" dekk þá um haustið 2005. Þannig var hann fram á haustið 2008 en þá lyfti ég honum upp með 6" liftkit og nokkrum mánuðum seinna fór hann á 41" dekk með tilheyrandi búnaði og breytingu.

    Það eina sem ég hef þurft að gera við hann, var að skipta um stýrisenda áður en honum var breytt. Þeir fundu að honum í skoðun að mig minnir vorið 2008. Annað hafði ég ekki gert fyrir þann tíma nema að smyrja og skipta um olíusíu. Ég skellti KN síu í hann til að létta öndunina og mæli ég alveg með því.
    Í dag er ég búinn að skipta um alla bremsuklossana sem og lét renna diskana í leiðinni. Ég Þurfti reyndar að skipta um afturdælurnar, þar sem hluti úr stimplunum hafði brotnað (var búið að vera í einhvern tíma, var ekki vandamál í akstri).
    Annað sem hefur verið vandamál í þessum bílum er að þeir hafa átt það til að nötra skeflilega í keyrslu eftir að stöðubremsan hafði verið notuð. Þetta er lítið mál að laga en það eru kjálkar sitthvoru megin út við aftur hjól sem þarf að liðka upp. Vandamálið felst í því að stöðubremsan gengur ekki almennilega til baka. Ég var um 1 klst. að taka þetta í gegn báðu megin, með því að rífa dekkin undan og bremsudótið af að aftan. Ef stöðubremsan var ekki notuð, var þetta ekki vandamál (til hvers að nota hana ?).
    Annað sem ég myndi ráðleggja mönnum að athuga, er hvort það sé búið að skipta um kerti (á ca. 100þ.m. fresti). Þetta á sérstaklega við um þá bíla sem eru að nálgast 100 þ. mílurnar eða komnir yfir þær. Það er visst vandamál með að skipta um þau og ætti ekki hver sem er að gera það. Þau eiga það til að brotna í tvennt þegar reynt er að skrúfa þau úr og þarf þá að snitta brotin úr. Ford er búinn að gefa út ítarlegar leiðbeiningar vegna þessa vandamáls.

    Annars er þetta hinn besti bíll, þægilegur og skemmtilegur í akstri og fer vel með mann. Ég myndi mæla með 5,4l, þar sem hann eyðir svipað og 4,6l auk þess sem það munar um 40 hestum. Ég man ekki alveg hvenær 4,6l vélin breytist í 3v, hvort það var 2008 eða 2009 (að mig minnir).
    Heitasti pickupinn í dag er vafalaust 2010 Ford F-150 Raptor SVT og mæli ég með að menn gúggli hann.
    Hugmyndir eru uppi um að diselvæða þessa bíla líka og voru þeir að vinna með 4,4l V8 vél sem skilar 320+ hestum en þeir frestuðu henni út af kreppunni.

    kv. Bragi – stoltur F-150 eigandi
    http://trukkurinn.com





    19.04.2010 at 20:07 #691170
    Profile photo of Trausti Bergland Traustas
    Trausti Bergland Traustas
    Participant
    • Umræður: 105
    • Svör: 381

    Sæll.

    Hver er eyðslan á þessum bíl? Og hvaða vél er í honum?

    Kv TBerg A929





    20.04.2010 at 00:12 #691172
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Þetta er 5,4l 3v sem skilar einhverjum 300 hestum og tæpum 500Nm í tog, þ.a. um 80% við 1000RPM.
    Ég er svo með Edge Evolution til að "tune-a" hann til og get aukið aflið og togið um einhver 10%.
    Eyðslan á honum breyttum er svona frá 16-22l/100km, fer eftir aðstæðum og staðháttum en ég er með 4.88 hlutföll, þannig að mótorinn snýst svipað og þegar hann var upphaflega á 32" og 3.73 hlutföllunum uppreiknuðum. Vindmótstaðan hefur þó aukist töluvert sem og þyngd hjólanna (um 60kg stk).
    Ég er því að sjá ca. 2-3l aukingu í eyðslu frá því sem var en mikið asskoti sem hann er skemmtilegur á 41" og ég sé ekki eftir dropa :)

    kv.Bragi





    20.04.2010 at 01:31 #691174
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Það er tvennt sem ér er að velta fyrir mér í annars góðu og ítarlegu svari þínu hér að ofan Bragi. Væri ekki ráð að skrúfa kertin úr mikið fyrr og setja þau aftur í með koparslip? Þá ættu þau ekki að gróa föst með tilheyrandi kostnaði og höfuðverk. Hitt er þetta með handbremsuna. Ef þú notar hana aldrei eru allar líkur á að hún stirðni og þá þarf að rífa sundur og liðka á hverju ári fyrir skoðun, væri ekki betra að nota hana alltaf og halda henni þannig liðugri?

    Freyr





    20.04.2010 at 07:58 #691176
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Góðir punktar hjá Frey hér fyrir ofan, fínt að skoða kertin helmingi of fljótt, gæti sparað kostnaðarsama viðgerð síðar. Spindilkúlurnar í F150 slitna einhvernveginn öðruvísi finnst mér, þær líta út eins og nýjar þó töluvert slag sé komið upp og niður, í liðinn (sést með því að spenna með kúbeini). Framþungi F150 leggst ofan í slitið, að ég held.

    ÓE





    20.04.2010 at 12:26 #691178
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Ég er búinn að lesa fullt af þráðum varðandi þetta kertamál og voru menn einmitt að gera þetta. Vandamálið virðist vera að það safnast sót meðfram kertahálsinum en hann er mun lengri en á venjulegum kertum. En margir lentu samt sem áður í þessu þótt þeir væru að skipta um kertin þegar bíllinn var kominn í 40-60 þ.mílur. Ef menn fara í þetta sjálfir, þá er líka hægt að spreyja niður með kertunum og vonast til að það nái að liðka fyrir þessu.
    Ég gúgglaði [url=http://www.google.is/search?rlz=1C1GPCK_enIS343&aq=1&oq=f-150+spark+plug&sourceid=chrome&ie=UTF-8&q=f150+spark+plug+removal:2emddn9p]f150 spark plug removal[/url:2emddn9p] og kemur þá ýmistlegt upp varðandi þetta mál.
    Ég á enn eftir að gera upp við mig hvenær ég fer í þessa aðgerð sjálfur.
    Varðandi spindlana, þá hafa þeir verið fínir hjá mér, ég veit reyndar að efri spindillinn öðrum megin er byrjaður að slitna og þarf ég líklega að skipta um hann fyrir næstu skoðun. Ég hef keyrt töluvert á malarvegum og utanvegar á mínum trukk, bæði á 35" og 41".
    Varðandi stöðubremsuna, þá virðist ekki skipta miklu hvort hún sé notuð eður ei. Það er nóg að bíllinn standi smá þar sem járnið í þessum kjálkum er bara þannig að það er mjög ryðgjarnt. Ég tók þetta í sundur og makaði silverslip á báða kjálkana sem ver þá nokkuð. Þessu þarf svo að fylgjast með annað slagið og ef hann byrjar að nötra, þá er greinilega kominn tími á þetta. Ég var eitt sinn farþegi í einum F-150 Lariat sem skalf svo mikið að hann var óökuhæfur. Við stoppuðum út í kanti, bökkuðum smá og héldum svo áfram. Það var eins og ekkert hefði gerst, bíllinn var til friðs eftir það.

    Þessi vandamál eru nú ekki stórvægileg nema þá helst kertamálið en það eru til leiðbeiningar til að komast yfir það. Ég veit um samskonar vandamál t.d. í Trooper, þar sem glóðakertin eiga það til að festast og hafa menn þurft í sumum tilfellum að skipta um heddin vegna þess.

    kv.Bragi





    20.04.2010 at 15:33 #691180
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Sæll Fændi,
    Frændur í þessari ætt verðskulda stóran staf.
    Er þá er bara að nota nógu mikla og jafnvel aðeins meiri þolinmæði og spreyja nógu mikið niður með kertunum og skrúfa bara lítið upp í einu. Jafnvel ekkert að bæta við upp þó að sé ekki nema sentimeters færsla á kertinu rúnta bara andsk… nógu oft þangað til að öruggt sé að olían sé komin niður þá má fara að keyra rólega upp þ.e.a.s. mjög lítið í einu.
    Kær kveðja Hjörtur og JAKINN.is





    20.04.2010 at 16:58 #691182
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Sæll Frændi, það er rétt 😉

    Þeir mæla með "engine clean decarbonizer". Byrja að losa kertin með vélina heita, þangað til þau stoppa, þá skal spreyja niður með þeim og láta þau liggja í þessu í góðan tíma, jafnvel yfir nótt !
    Eftir það ætti að vera hægt að ná þeim heilum út. Annars þarf að snitta í brotin til að ná þeim út.
    Þetta video sýnir [url=http://www.youtube.com/watch?v=xwCRWzTNdNs:k2zqg35a]hvernig kertin, sem brotna, líta út eftir aðgerðina[/url:k2zqg35a]





    20.04.2010 at 17:03 #691184
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    Ég á einn svona óbreyttan, er á sirka 33" dekkjum og hann hefur verið alveg til friðs með slit að mestu, hef þurft að skipta um einn spindil en svo reyndar fékk ég stóra bilun í hann líka þegar skiptingin fór í honum. En þetta er algjör draumabíll hjá mér og ég er ekki að fara að selja hann þrátt fyrir hækkandi sól og bensínverð.





    21.04.2010 at 00:04 #691186
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Sæll Frændi,
    ég myndi fara varlega í að losa kertin með vélina heita því þá er allt svo þanið !! Ég myndi blása lofti niður á kertin duglega þá kólna þau hraðar en heddið og ættu þá jafnvel að vera laus.
    Að losa kertin þar til að þau stoppa hljómar ekki vel í mín eyru, hef ekki trú á að clean gumsið komist niður á milli ef allt er fast. Mæli eindregið með því að láta þau ekki festast heldur hreifa þau fram og til baka og sprauta jafnvel bara Rost Off frá Whurt niður með kertinu og hreifa það þangað til að kertið er orðið það kallt, bæði vegna blásna loftsins og svo oliunar.
    Kveðja Hjörtur og JAKINN.is





    21.04.2010 at 09:55 #691188
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Takk fyrir það Frændi. Þetta er einmitt málið.

    [url=http://www.championsparkplugs.com/results_app.asp?AAIA=1422751:3suonb5a]Champion[/url:3suonb5a] eru með kerti sem eru smíðuð úr einu stykki, ekki samsett eins og [url=http://www.autolitecatalog.com/Application.aspx?b=A:3suonb5a]Autolite kertin[/url:3suonb5a] og eiga því ekki að brotna (samkv. Champion, hægra megin á síðunni).
    Autolite eru reyndar komnir með [url=http://www.autolitecatalog.com/PartDetailWindow.aspx?b=A&pn=HT1:3suonb5a]endurbætta útgáfu, HT1,[/url:3suonb5a] en upphaflega voru notuð [url=http://www.autolitecatalog.com/PartDetailWindow.aspx?b=A&pn=HT15:3suonb5a]HT15[/url:3suonb5a] í F-150 og Lincon Mark LT (sami bíll, sem heitir F-150 platinum edition í dag).
    Ég er að leita að upplýsingum varðandi þessi Champion kerti, hvort þau séu betri.

    Hér er [url=http://www.f150online.com/forums/v8-engines/389422-04-08-f150-plug-choices.html:3suonb5a]þráður[/url:3suonb5a] hjá einu stóru spjllborði um F-150 bilana.





    21.04.2010 at 10:41 #691190
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Er eitthvað eitt kerti líklegra að vera til vandræða, frekar en annað?

    ÓE





    21.04.2010 at 11:27 #691192
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Já það eru þessi Autolite/Motorcraft kerti sem eru original í þeim. Samkv. TSB frá Ford á að setja svona "anti slip" á hálsinn á nýjum kertum áður en þaueru sett í. Við það eiga þau ekki að festast. En þau eru samt sem áður tvískipt (sjá video í fyrri pósti).
    Það er ekki eins mikið mál að skipta um þau ef þú ert með réttu tólin í þetta, en það er kallað [url=http://www.denlorstools.com/home/dt1/page_17932_520/lisle_ford_broken_spark_plug_remover_lis_65600_alt.html:3lkyvlhk]"Ford Speciality tool"[/url:3lkyvlhk] og er snittað inn í hólkinn og hann svo dreginn út. Það er ekkert sem brotnar af og fellur niður í cylinder en spurning hvort þetta tól sé til hér á landi en algent verð á því er um og yfir $70 úti.

    Þessi þráður sem ég nefndi áðan fer nokkuð vel í þetta (fyrir utan krappið sem alltaf fylgir). [url=http://www.denlorstools.com/autoblog/2008/11/ford-spark-plug-removal-tool-picture-of-fords-bad-design/:3lkyvlhk]Eins er þetta gott summary[/url:3lkyvlhk]

    Ath. að það er búið að breyta þessu í MY09 og nýrri.

    Kv. Bragi





    21.04.2010 at 13:23 #691194
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég átti eiginlega við hvort kertin á tveim öftustu cylend-runum færu frekar?

    ÓE
    p.s. það er bara eitt kerti pr. cyl. ..right?





    21.04.2010 at 14:19 #691196
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Menn skrifa ekkert um það, líklega misjafnt, oft 2-4 kerti sem brotna. En ef menn fylgja [url=http://www.denlorstools.com/home/dt1/page_17932/lisle_ford_broken_spark_plug_remover_lis_65600_alt.html:2v9f9hd1]TSB-08-7-6[/url:2v9f9hd1], þá minnkar hættan verulega á að menn brjóti kertin.
    Þetta [url=http://www.denlorstools.com/home/dt1/page_17932/lisle_ford_broken_spark_plug_remover_lis_65600_alt.html:2v9f9hd1]Lisle 65600[/url:2v9f9hd1] tól virðist vera málið og er líka ódýrast. Spurning hvort helstu Ford verkstæði bæjarins eigi svona tól til þessara verka ??

    Jú, það er bara 1 kerti per [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Cylinder:2v9f9hd1]cylinder[/url:2v9f9hd1]





    25.04.2010 at 11:43 #691198
    Profile photo of Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Member
    • Umræður: 35
    • Svör: 308

    Gott að skrúfa kertin úr og smyrja upp eins og bent hefur verið á en allra best að láta þau ekki verða of gömul og ryðguð. Það brotnaði Motorcraft kerti hjá mér nýlega í Ranger 92 vegna þess að veggirnir voru orðnir mjög þunnir í kertinu vegna ryðs og líka vegna þess að kerti og hedd voru samangróin því að hörð ryðskán hafði myndast á milli kertisleggs og heddar. Samt var platínukertið ekki komið á tíma kílómetra séð. Kertið var frá 2003. Eftir að hafa skrapað í heilan klukkutíma með litlu skrúfjárni ryðskána burt meðfram kertinu og heddinu og startað vélinni til að skjóta postulíninu út (ekki vera í skotlínu) þá lamdi ég Torks topp inn í kertið og skrúfaði það úr. TORKið leyfir meira átak og heldur betur en öfuguggar.





    25.04.2010 at 13:14 #691200
    Profile photo of Gunnar Arngrímur Birgisson
    Gunnar Arngrímur Birgisson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 284

    mig vantar einn góðan F-150 helst crew cap s:8201004





    26.04.2010 at 00:14 #691202
    Profile photo of Hjalti Þórarinn Ásmundsson
    Hjalti Þórarinn Ásmundsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 78

    Ég þakka fyrir þessi góðu svör, en er með eina í viðbót. það er hver munurinn er á Lariat og super crew og svo super crew lariat ?

    kv. Hjalti





    26.04.2010 at 16:04 #691204
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    [quote="Hjalti730":2zi8ltm4]Ég þakka fyrir þessi góðu svör, en er með eina í viðbót. það er hver munurinn er á Lariat og super crew og svo super crew lariat ?
    kv. Hjalti[/quote:2zi8ltm4]

    F-150 mátti fá í 49 mismunandi útfærslum (04-06 (08) allavega) 😉
    Í grunninn eru 5 týpur en þær eru XL, XLT, SLT, XLT Lariat og FX4.
    Síðan eru 3 mismunandi hús í boði, Regular (Reg. einfalt hús), Super Crew (kallað Screw eða Extended cap) og Super Cap (Scap eða full cap). Eins eru mismunandi pallalengdir miðað við hús, 5,5 fet (Scap), 6,5 fet (Screw, Reg., Scap eftir 07 að mig minnir) og 8 fet (Reg. vinnutýpan (ath. 7 bolta felgur til 08))
    Regular er ýmist 2-3 manna, með 2 litlum suicide afturhurðum til að koma dóti "aftur í" :)
    Screw er það sem við köllum oft Extra Cap, með 2 suicide aftur hurðum. Það hús er 6" styttra en á Scap, annars er allt eins( aðeins minna fótapláss), s.s. sami afturbekkur o.fl. Lengri pallur á móti og meiri burðargeta.
    Síðan eru til svona hliðar týpur, aðallega á Lariat, t.d. Harley Davidson, King Ranch og nú Platinum en hann kemur í staðinn fyrir Lincon Mark LT og er allur í krómi og fínheitum (já, miklu meira en Lariat).
    FX4 er í svipuðum verðklassa og Lariat, nema hann býður upp á "Off-Road" pakka á móti Luxus pakka í Lariat, svo sem styrktri fjöðrun, hlífðarpönnu og 32" dekk (á móti 31" á hinum) og er rúmlega 1" hærri. Eins eru þeir standard með 3.73 hlutföll og LSD að aftan.
    Það er misjafnt hvað er í hinum, 3.55 eða 3.73 og ekki endilega með LSD. Þetta sést á tegundarmiðanum í hurðinni. B6 stendur fyrir 3.73/LSD. 26 er að mig minnir 3,73/án LSD.
    Lægstu hlutföll sem hægt er að fá eru 4.88 (alla vega þegar ég var að versla). Úrval driflása hefur aukist nokkuð síðust 2 ár og mæli ég með Eaton E-Locker. Ég er með slíkan að framan og hann bara virkar, ekkert loftvesen, bara 2 vírar.

    Kannski ég bendi á tvö forum/spjallsíður um þessa bíla (o.fl Ford) en það eru [url=http://ford-trucks.com:2zi8ltm4]ford-trucks.com[/url:2zi8ltm4] eða FTE, en þeir eru með nánast allt um Ford trukka/SUV. Síðan er það einnig [url=http://www.f150online.com:2zi8ltm4]f150online.com[/url:2zi8ltm4] með fullt af efni og fyrirspurnum.





  • Author
    Replies
Viewing 19 replies - 1 through 19 (of 19 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.