Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ford Expedition
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2008 at 09:22 #203303
Sælir,
Vitið þið hvað Ford Expedition 2007 eða nýrri er að eyða á 46″-49″. Kannski er ekki til reynsla á því.
Kveðja,
Stebbi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.12.2008 at 09:38 #634040
Ég hef ekki enþá séð neinn Expedition á stærri hjólum en orginal.
Þeir fordar sem menn hafa verið að breyta fyrir stór hjól eru fyrst og fremst Excursion, Econoline og F350.
Excursioninn hætti árið 2005 – því miður.
En eyðslutölur sem að ég þekki eru á 6,0 l Powerstroke vélinni og eru ca 22 l/100 á F350 á 46" og ca 26 l/100 á F350 á 49" (malbikskeyrsla)
6,4 l powerstroke vélin er að eyða svolítið meira en 6 l vélin, allavega ef að marka má minn samanburð og svo skrif á bloggsíðum í USA.
V10 vélin er svo að eyða enþá meira að því er ég les á vefnum í USA – en hef þó nákvæmlega enga reynslu af því sjálfur.
Benni
03.12.2008 at 09:49 #634042Takk fyrir svarið. Maður hefði helst vilja hafa þetta dísel og + 6 í sæti en núna er ekki besti tíminn að láta flytja inn bíl fyrir sig

03.12.2008 at 19:59 #634044Ég var nú svo illa upplýstur að ég hélt satt að segja að Ford væri ekki enn farinn að bjóða diesel í Expedition og F 150, en Benedikt M. veit þetta áreiðanlega betur en flestir aðrir eins og annað sem Ford varðar. Hitt er annað mál, að ég hefði nú spurt hvort ekki væri bara miklu skynsamlegra að vera með Expedition með 351w vélinni. Ég er ekki viss um að meðaltalseyðsla yrði mikið meiri í lítrum talið. Auk þess er sú vél léttari en diesel sleggjan. Verðmunurinn á eldsneytinu, diesel í óhag, er orðinn gríðarlega mikill og olíuinnkaupamenn segja að hann komi ekki til með að minnka, því eftirspurnarkúrvan þróast öll í þá áttina, enda er notkunarsvið dieselolíu svo mikla víðfeðmara en bensínsins og aukningarlínan miklu brattari þar. Framboðið á dieselolíu er hinsvegar mjög nálægt því að vera hið sama og af bensíni, það kemur ámóta mikið úr hverri rúmmálseiningu af jarðolíu af diesel og bensíni.
03.12.2008 at 20:20 #634046Ford á 49" sem eyðir 26 lítrum á hundraðið hefur verið að keyra niður brekku, undan vindi, ekki í gangi og dregin af Patrol.
Góðar stundir
03.12.2008 at 22:58 #634048Það er alveg rétt að expedition og F150 eru ekki í boði með díselvélum. Ég hef hins vegar lesið að það hafi í það minnsta staðið til að slíkt yrði boðið 2010 eða 2011. Allavega í F150. Svo veit maður ekkert hvaða áhrif þrengingarnar hjá bílaframleiðendum þarna úti hafa á þessi áform.
En ég var búinn að gleyma því að ég átti til skamms tíma 2006 explorer með 4,6 l V8 vél. Hann eyddi um 18 l/100 óbreyttur. Expedition er með 5,4 l Triton og ég held nú tæplea að hún sé neitt sparneytnari.
Hlynur – ég veit að það er sárt að sjá svona svart á hvítu að Fordinn eyðir lítið meira en pattinn en er samt svona miklu miklu meiri bíll….. Fær heilmikla menn til að fara bara út í 44" patta hróið sitt og gráta – en svona er þetta bara…. Ætlarðu svo ekki að fara að koma þér á fjöll með mér ?
Benni
04.12.2008 at 16:41 #634050Benedikt, er þessi 5,4 L Triton ekki basically sama vél og 351 vélin, er það ekki aðallega eldsneytiskerfið og aðrir ventlar sem ber í milli?
04.12.2008 at 16:52 #634052Triton eru mjög líklega ekki byggðar á Windsor, t.d. eru þær með yfirliggjandi knastás að mér [u:16cbemzk][b:16cbemzk][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Ford_Modular_engine:16cbemzk]sýnist[/url:16cbemzk][/b:16cbemzk][/u:16cbemzk].
-haffi
04.12.2008 at 17:34 #634054Það er nefnilega málið. Ertu ekki annars sammála mér í því, Hafsteinn, að ástæða sé til að skoða það áður en menn fara í kostnaðarsamar breytingar, eða kaup á bílum hvort ekki sé alveg ástæða til að skoða bensínvélar? Að frátöldum verðmun á eldsneytislítra, þá eru bensínvélar nú alltaf snarpari, hljóðlátari og léttari?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
