Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ford Bronco áhugamenn
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Davið 16 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.08.2007 at 12:31 #200683
Fyrst umræðan er komin af stað með að standa vörð um gamla jeppa er tilvalið og nausynlegt að Broncoinn fái sitt félag og sameinaða áhugamenn um þann frábæra og oft umdeilda jeppa sem kom hingar fyrst á haustdögum árið 1965 .
‘Eg á eina 5 svona yndisvagna sem eru á ýmsum stigum hrörnunnar vegna húsnæðisleysis
Þeir eru frá 1966 til 1974 .
Einn þeirra er á 44 tommu og er í hópi fyrstu jeppa á ‘Islandi sem var breytt , eða árið 1985 , þá settur á 35 tommu mudder og rafspinn að framan og aftan . Fljótlega settur á 40 tommu mudder og síðan á 44 mudderinn sem er því miður orðinn ófáanlegur í dag . -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.09.2007 at 00:51 #595194
Sælir .
Ef þið vitið um Bronco eða parta í Bronco , allar árgerðir væri ég til í að fá að vita af því . E- mail : harley@harley.is
Lýst vel á að stofnaður
verði Bronco Klúbbur sem stendur fyrir varðveislu þessara bíla og sögu þeirra .Kv. Valli S
07.09.2007 at 09:26 #595196Þetta er auðvitað hárrétt, gamli litli Bronco á vel skilið athygli og varðveislu. Þeir eru örugglega nokkrir til í mjög heillegu standi. Einhvern tíman heyrði ég um einn mjög lítið notaðan og orginal sem mestan part ævinnar hefur staðið í bílskúr í Borganesi. Hef þetta þó ekki staðfest, bara eitthvað sem ég heyrði, en kannski veit einhver meira um þennan bíl.
Rafspinn framan og aftan segirðu, það hafa verið stórkostlegir aksturseiginleikar eða þannig. Broncoinn ekki þekktur fyrir stöðugleika fyrir, hvað þá svona búinn.
Kv – Skúli
07.09.2007 at 11:44 #595198Það er gott og blessað að stofna félag um ýmsa bíla tegundir
og er bara af því góða þar er einkver vill halda því virku en
ekki bara búa til félag og síðan ekker meira eða láta það legjast í dvala svo mánðum skifti. Sem kemur allt of oft fyrir sem má ekki gerast, ég er í einu svona félagi sem er hálfsofandi og lítið að gerast. ( Ég styð þann heilshugar sem
lætur verkinn tala og virka gangi ikkur vel )
kv,,, MHN
07.09.2007 at 13:39 #595200Virkni félaga er alfarið í höndum félagsmannanna. Hvaða félag er þetta Magnús sem þú ert félagsmaður í og sefur værum svefni?
Þetta á reyndar líka við um stór félög eins og 4×4, virkni þess er ekki bara háð stjórninni, allavega svo fremur sem stjórnin haldi ekki aftur af vinnufúsum félagsmönnum.
Kv – Skúli
07.09.2007 at 22:55 #595202Það má líklega finna eitthvað að aksturseiginleikum í gamla Bronco orginal bíl .
Málið var að á þessum tíma var ekki mikið um bíla sem voru fjórhjóladrifnir með eiginleika fólksbíls að hluta .
Menn voru að ofkeyra þessa bíla og velta þeim .
Mín reynsla er allt önnur .
‘I gegn um árin hef ég einu sinni velt Bronco og það var ekki hjá því komist á nokkurn hátt öðruvísi en með veltu .
Með soðnu drifunum erum við ekki að tala um liprasta jeppa ewer . En hann seiglaðist ótrúlega meðan öxlarnir héldu
Þetta voru magnaðir tímar 1985 – 6 og allt að gerast .
Alltaf verið að prófa eitthvað og brasa heilu næturnar við breytingar .
Nú er þetta allt talið eðlilegt og sjáfsagt í dag .
Bara gaman að því .
Man eftir ferðalagi í blæjuWillys um sprengisand í mars 1987.
Það var svo skelfilega kalt ! ! Allt frosið sem gat frosið
Blæjan rifin , gangtruflanir , festur og allur pakkinn
08.09.2007 at 17:57 #595204Mhn er örugglega að tala um Jeep klúbbinn.
http://www.123.is/jeep
Hann virðist vera mjög ósáttur við að það sé ekki búið að gera neitt í sumar.
Ég er búinn að segja það áður og segi það aftur. Það er bara mjög erfitt að vera að fá fólk til að gera eitthvað á sumrin þegar allir eru í sínu sumarfríi og nóg annað að gera. Þegar líður á haustið eða veturinn mun örugglega hóað í einhverja ferð.
Það er allavega stefnan hjá mér.
Ég er með E-mail hjá stórum hópi jeep manna sem ég mun örugglega nota. Hörður Aðils setti fína síðu á laggirnar og hann mun örugglega líka gera eitthvað skemmtilegt.En svona klúbbur er mjög skemmtilegt fyrirbæri og mæli ég heilshugar með þessu. Þó það sé ekki annað en til þess að skoða og fræðast um þessa bíla sem við eigum.
Kveðja
Þengill
11.09.2007 at 22:27 #595206Mæli með þessu þá helst 1966-1977 bílana svo lýka gott að vita af öðrum með sömu dellu td ef mönnum vantar varahluti vesen að sækja þetta allt yfir hafið verst að það er búið að henda svo mikið af gömlu Bronco dóti, mig vantar allavega sitt lítið af gramsi í minn hugmyndin að gefa honum smá meikóver í vetur.
12.09.2007 at 11:43 #595208Sælir Broncokallar ! og konur að sjálfsögðu.
Frábært að fólk sýnir þessu áhuga og getur hugsað sér að taka þátt í félagskap í framtíðinni sem hnígur að varðveislu gamla Bronco frá 65 og upp til 77 og jafnvel til okkar tíma .
Fyrsta sem þarf að hyggja að er að koma í veg fyrir að þessum bílum og varahlutum í þá verði fargað .
Geimsluhúsnæði hefur verið ákveðið vandamál og þekki ég það afskaplega vel .
Þegar menn fara að ræða saman koma oft upp hugmyndir og vitneskja um ýmsa hluti eins og gamlan Bronco einhverstaðar inni í hlöðu eða skúr
Síðan væri gott ef kæmu hugmyndir um tölvusnilling sem væri fáanlegur til að setja upp spjallþráð eða bara heimasíðu .
Allar upplýsingar um þessa bíla vel þegnar og einnig hugmyndir um framhaldið .
Kveðja Valli .
12.09.2007 at 20:55 #595210Sæl öll.
Þar sem Ísland er ekki mjög stór markhópur er ekki áhugi á að hafa stóra Bronco með í félagskapnum.
Þetta voru og eru snildar vagnar að mínu mati frá 66-96, minn er 79 Bronco Custom og er eins og er í bútum inni í skúr.
Ég hef aðgang af tölvukalli fyrir vefsiðu gerð og á jafnvel lén sem gæti verið hægt að nota. http://www.fordx4.is
Kveðja Eddi
12.09.2007 at 23:04 #595212Það er hægt að sjá aðeins hvernig þetta byrjaði [url=http://bronco.com/cms/node/18:2j0j8fuu][b:2j0j8fuu]hér[/b:2j0j8fuu][/url:2j0j8fuu]
Eitthvað er misjafn kosnaður við lénin .is eða .com – .dk osfrv. hef ég heyrt .
Veit ekki sérlega mikið um síðugerð .
Svo væri sniðugt að starta bara bloggi um þetta og sjá til hvernig undirtektir verða .
‘Eg sé fyrir mér allar árgerðir og stærðir , breytta og original bíla í þessum tilvonandi félagsskap .
‘Eg geri mér ekki fulla grein fyrir hve margir eru með gamla jeppa í uppgerð inní skúr .
Willy´sinn gamli með Íslenska sveita tréhúsinu er nánast horfinn og sama er uppi á teningnum með Austin Gipsi jeppana . Rússarnir , eða GAS 69 með íslensku yfirbyggingunni eru nánast horfnir líka . ‘Eg á reyndar einn með íslensku stálhúsi .
Það væri gaman að geta varðveitt söguna um hvernig íslendingar hafa breytt jeppum í marga áratugi á sinn hátt , sem er einstakur í heiminum .
13.09.2007 at 08:53 #595214Sæl öll.
Eru Bronco bifreiðar félagsmanna í því standi að við gætum haft hitting og síðar ferð?
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/1091/6734:3k0sx5x5][b:3k0sx5x5]66Bronco[/b:3k0sx5x5][/url:3k0sx5x5]
Hjölli.
13.09.2007 at 08:56 #595216minnimáttarkennd er þetta í eigendum stóra bronco. Ég vona að ég móðgi ekki neinn þegar ég segi að félag um gamla bronco á bara vera vegna 66-77. Allir geta verið með í félaginu burt séð frá því hvort þeir eigi slíkan eða ekki. Höfum gamla bronco í heiðri.
13.09.2007 at 11:23 #595218Reyndar er ég að sumu leyti sammála að aðal áherslan verði gagnvart 66 -77 bílanna . Hinir eru að sjálfsögðu með , ekki viljum við glata 78 línunni vegna rangrar uppsetningar á starfseminni .
Eins og einn sagði , þá erum við bara á ‘Islandi og markhópurinn ekki stór .
Bronco er alltaf Bronco sama hvað hann er gamall
‘Eg er með einn ferðaklárann eftir örlitlar strokur og nýjann skoðunnarmiða í gluggann .
1966 orginal , einn úr sveitinni með pínu fjósalykt
13.09.2007 at 22:49 #595220Myndir Valgeir, ég sýndi þér minn maður!
Hvað vantar þig af drasli?
Hjölli.
14.09.2007 at 05:06 #595222Vefsíður og spjallþráðarkerfi er hægt að nálgast fyrir lítið fé víða, og frítt ef menn sætta sig við auglýsingar í bland. Og lén sem eru t.d. .net .org eða .com kosta lítið, mig minnir að ég sé að borga um 10 dollara á ári fyrir mitt lén sem er .net . Íslensk .is lén eru hins vegar óeðlilega dýr. [url=http://www.isnic.is/payments/tariff.php:3ktv5huy][b:3ktv5huy]Hérna[/b:3ktv5huy][/url:3ktv5huy] er gjaldskrá [url=http://www.isnic.is:3ktv5huy][b:3ktv5huy]ISNIC[/b:3ktv5huy][/url:3ktv5huy] fyrir Íslensk lén.
Hins vegar vilja síður sem fjalla um tiltekið málefni á litlum markaði oft deyja drottni sínum á tiltölulega skömmum tíma og þess vegna vil ég leggja fram tvær tillögur sem gætu orðið til þess að lengja líftímann:
1. Áhugamenn um jeppategundir almennt (Jeep – Bronco – Rússi – fleyri?) stofni sameiginlegan vef með spjallþráðum og fræðsluefni.
2. Einhverjar viðbætur yrðu gerðar á vef f4x4.is sem gerðu mönnum fært að fjalla sérstaklega um hinar ýmsu tegundir jeppa.
14.09.2007 at 16:53 #595224Þetta er gott innlegg og er ég sammála þessu að koma á koppinn nokkurs konar deildum innan 4×4 vefsins með spjall og gagnasöfnun , varahluti og allt sem við kemur þessum tegundum .
‘Eg er mikill áhugamaður um varðveislu gömlu jeppanna og sögu þeirra .
Okkar saga er að mínu mati mjög merkileg og sérstök .
Allar þessar breytingar á jeppum frá stríðslokum og reyndar miklu fyrr því fljótlega var farið að smíða íslensk hús á tildæmis Ford T og fleyri upp úr þar síðustu aldamótum .
Svo taka við dekkjastækkanir um 1980 og er sú þróun einnig sérstök á heimsvísu .
Þess vegna er svo mikilvægt að td. þessir jeppar sem voru í byrjunarliðinu í nútímabreytingum glatist ekki .
Elsta heimild sem ég hef um dekkjaúrhleypingar er úr Bárðardal um 1950 .
Þá var hleypt úr dekkjum á tractor sem notaður var við mjólkurflutninga á veturna þar í sveit .
Við það gekk töluvert betur að þæfa snjóinn þarna á mörkum hinns byggilega
Það verður bara gaman að geta séð þessa þróun með eigin augum á safni , hvenær sem það verður .
02.10.2007 at 10:02 #595226Er með 1974 bíl og vantar í hann ýmislegt td rúður þar sem einhverjir ræflar hafa ekki haft neitt annað að gera en að mölva þær . S:6632123
02.10.2007 at 12:39 #595228Sæll .
Hvað varðar rúðurnar er best að láta skera þær á næsta glerverkstæði . Allt slétt gler sem er auðvelt að vinna með .
Þetta er óþolandi ósiður að þurfa alltaf að rústa rúðum í gömlum bílum sem standa og bíða eftir uppgerð .
‘Eg á ekki mikið af hlutum sem eru á lausu . Ætla helst ekki að rífa neitt af þeim bílum sem ég er með í dag .
Hvað er þetta sem þig vantað aðallega ? Kveðja Valli .
02.10.2007 at 17:41 #595230Ómar Ragnarsson var að spjalla um gamla bíla með íslenskum yfirbyggingum á bloggsíðunni sinni. Þarft mál að fitja upp á eins og Ómari er lagið. Nú dettur manni í hug í framhaldi af því sem sagt hefur verið hér að ofan, hvort menn sjái einhvern flöt á því að hafa einhverskonar samstarf eða samband við það ágæta félag Fornbílaklúbbinn um skrásetningu og söfnun mynda af þeim tegundum yfirbygginga, sem þekktar eru á árunum 1945 – 1965, þegar algengast var að byggja yfir hinar ýmsu tegundir jeppa. Broncoinn var meðal þeirra bíla, sem byggt var yfir, þótt ekki væri mikið um það, en þó var nokkuð um að þeir væru innréttaðir og húsið styrkt, sem og að gluggar væru stækkaðir og þeim breytt. Ég átti t.d. Bronco 1967 sem ég keypti gamlan 1982 og held ég hafi selt hann 1986 eða 1987. Mér finnst að það hafi verið komið á sjötta ár sem ég átti gripinn. Sá hafði fengið svona "treatment" og var alveg ágætur að innan. Kannski er óþarfi að flokka þetta með yfirbyggingum, en þó. Hvað segið þið um þetta, félagar góðir?
02.10.2007 at 18:10 #595232‘I gegn um tíðina hafa glatast óhemju margir sjaldgjæfir og oft á tíðum ómetanleigir gullmolar í hreinsunarátaki hjá sveitarfélögum .
Núna gengur eitt slíkt átak yfir á Akureyri .
Hverjum hlut sem tengst getur bíl eða járniðnaði er velt við og límdur á miði og vandlega tekin mynd og skráð niður staður og stund gjörningsins .
Gamlir bílar eru þar engin undantekning og gildir einu hvort um er að ræða flak af bíl eða heilan og óskemdan bíl , ef hann er ekki á skráningarnúmeri . Allt þarf að fjarlægja .
Hreysi á vegum hestamanna er stutt frá aðstöðu sem ónefnt félag hefur aðstöðu og fær það að standa óáreytt á meðan límdur var fjarlæingarmiði á hverja skrúfu á umráðasvæði félags þessa .
Það er tvennt ólíkt hvort gengið er svona harkalega til verks eða tekið vel til í kring um sig .
Það er full ástæða til að vekja fólk til umhugsunar um þennan mikilvæga menningararf og standa um hann vörð .
Gamlir Willy´s jeppar með íslenska húsinu eru orðnir ansi fáir eftir .
Rússajepparnir nánast horfnir .
‘Eg á núna 5 Bronco bíla og er ég hvergi hættur .
Einn þeirra hef ég átt sem fyrr seigir í 21 ár .
Allar upplýsingar um gamla jeppa /bíla vel þegnar .
Kveðja Valli S.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.