Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ford 350, 250 GMC Duramax og fl.
This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Þór Hafsteinsson 20 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
17.02.2005 at 13:07 #195521
Jæja, hvernig er það með þessa nýju trukka. Eru þessir bílar að sigra heiminn og þá meina ég þessa sem búið er að setja á stór hjól. Ég er einn af þessum öfundsjúku sem verð grænn þegar ég mæti svona trukkum.
Eru ekki einhverjar svaðilfarasögur til af svona bílum, drífa þeir meira en andsk. eða eru þetta allt of þungir bílar til að ferðast á? Er þetta sönn saga að Ford 350 hafi tekið vélsleða í spyrnu eða eru þetta bara gróusögur??
Endilega tjáið ykkur um þetta.
Kveðja, Theodór.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.02.2005 at 14:25 #517242
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að það sé nú hálfgerð Gróusaga að Ford hafi tekið vélsleða. En ég hef talsvert ferðast á 250 bíl 2003 árgerð á 44" dekkjum og það hefur bara gengið vel hingað til. Þetta eru aflmiklir bílar sem skila sér vel áfram. Drifgetan er nokkuð góð, við vorum með bílinn á grófum super swamper (bogger) en höfum skipt núna og settum Trxus undir og erum sæmilega sáttir við það. Hann var settur beint á loftpúða og það er því draumur að ferðast á honum.
Þyngdin er ekki að hrjá þennan bíl, þrátt fyrir að hann líti út eins og frystitogari. Ég er nú ekki með neinar nákvæmar tölur, en ég veit að óbreyttur F-350 árgerð 2004 á tvöföldu að aftan er rétt tæp 2,9.
En það hefur ekkert bilað eða brotnað (fyrir utan millibilsstöng sem bognaði í krapaátökum) þrátt fyrir það að oft hafi verið tekið vel á dótinu.
Þú getur kíkt á bílinn á http://www.simnet.is/bj-ingunn
17.02.2005 at 14:26 #517244
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það þarf nú kannski ekkert að nefna það, en ég var að meina 2,9 tonn
17.02.2005 at 19:32 #517246
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Duramax vélin er betri vél en verst er að framendinn á Dodge og GM er drasl.
Fordin það hafa komið vandamál varðandi millikassan veit ekki alveg hver niðurstaðan var.
Svo með báða bílana það er haugur af skinjurum í þeim sem má lítið koma við og þegar menn eru búnir að lenda í einhverju almenilegu þá getur bílinn allt í einu ekki farið í bakkgír eða komist upp í 2 gír.
17.02.2005 at 23:19 #517248
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
F350 vigtar EKKI 2.9 heldur 3.6 tonn tæp …
21.02.2005 at 10:13 #517250
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
F-350 vigtar víst 2,9 tonn. Hann hefur burðargetu upp á 2,3 tonn sem gerir hann 5,2 tonn að heildarþyngd. Þetta er 4 dyra bíll með stuttum palli, 2004 árgerð.
21.02.2005 at 11:28 #517252Teddi, ég hef mikið verið að pæla í því, hvort þetta "Grænn af öfund" hafi einhverja dýpri merkingu…
kv.
eiríkur
21.02.2005 at 11:53 #517254Getur ekki verið að græna öfundin er frekar græn sjóveiki útaf frystitogaranum
Hvernig er að fá þjónustu við þessa bíla, þe. þegar eitthvað bilar. Og hver er bilanatíðnin?
Kveðjur
Elvar
21.02.2005 at 12:12 #517256Smá ábending til þeirra sem eru með vakúm stýrðar lokur á Superduty. Setja þær á handvirkt ef farið er í vatn. Þá á vakúmdótið ekki að fara í gang, það sogar vatn inn í nafið með tilheyrandi veseni.
-haffi
21.02.2005 at 20:49 #517258Teddi fá þér svona apparat. Þetta er ekkert nema þyngslin og bilanatíðnin. Við félagarnir lentum nú í að draga þetta Ford apparat sem Fjallasport breitti og búið er að dásama í öllum fjölmiðlum. Við vorum á tveimur Cruserum og Reynir í Fjallasport á Patrol að draga þetta apparat sem var þvílíkt þungt og minnti helst á togara í stórsjó, svo var þetta fatlað í öllum hreyfingum.
Þú ert allt of skynsamur og á allt of flottum bíl til að fara að skipta yfir í svona amerísk vandræði
kveðja, Guðni
21.02.2005 at 23:33 #517260Smá innlegg í þessa Ford umræðu en ég átti svona bíl reyndar eldri gerðina á 44"Bogger en náttúrulega ekki með sambærilegri vél. Hann var eins "léttur" og hann gat verið þ.e.a.s með engu pallhúsi og engum afturhlera sem er nú bara einn og sér að mér skilst ca.60-70 kg.
þessi bíll vó hvorki meira né minna en 3900 kg þegar ég fór með hann á vigt fyrir páskatúrinn í fyrra.
Ég var einn í bílnum með mat,verkfæri og 350 lítra af olíu og mátti það litlu muna að ég kæmist í hrauneyjar á síðustu olíudropunum eftir túrinn.Kveðja,
Glanni.
22.02.2005 at 11:58 #517262
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Á hvaða vikt fórstu með fordinn, Eysisig?
Ég verð að fá að vita það vegna þess að ég er að borga krónuskatt og ef ég get sannað að bíllinn er 500kg. léttari þá munar mig um það.Ég er á 350 ´03 með stuttum pall og þegar ég skráði hann þá viktaði hann samkvæmt viktarseðli 3400 kg.
Ég fór svo með annan ford 350 ´03 í síðustu viku og hann viktaði líka 3400 kg. samkvæmt viktarseðli.
Mín skoðun er sú, að þessir bílar eru ansi þungir til að ferðast á hálendinu á vetrartíma nema með miklum breytingum, þá ætti fátt að stoppa þessa bíla nema einhver bilun(sem er fátítt) en þegar þessir bílar festast þá eru fáir sem draga þá lausa.
En ég kaupi minn til að ferðast um landið okkar á sumrin, betri bíl fær maður ekki til ferðalaga.Sannir Fordmenn vita að Fordinn bilar ekki, sama má segja með Patrolin að vélin bilar aldrei og Toyotan brýtur aldrei drif. o.s.v.
En eins og allir vita þá eru Fordeigendur nær himnaríki en hinir jeppaeigendurnir.
Kv. Sigurður-112
22.02.2005 at 13:54 #517264
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skal bara kanna það. Bílinn fór í aðalskoðun á Selfossi og því finnst mér líklegt að hann hafi farið á vigtina við Kirkjuferjuhjálegu. Ég er á leið til útlanda, en ég skal kanna þetta fyrir þig eftir næstu helgi!
Kveðja
Eysisig
22.02.2005 at 22:41 #517266
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þakka þér fyrir. Eysisig
Kv. Sig. 112
23.02.2005 at 03:02 #517268
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Varðandi bilanatíðni á óbreyttum bíl þá er ég að vinna á 99 árg af 350 , 7,3l bíl sem er kominn yfir 300,000 mílur , dragandi 3 bíla flutningavagn frá fyrsta degi og ekkert lát á honum utan vatnsdælu og nokkra umganga af dekkjum .
Með þetta í huga þá held ég að maður þurfi ekkert að vera feiminn þó maður sé á "útdauðri risaeðlu" á fjöllum .
PS; mér þætti gaman að sjá asíudruslur leika það eftir sem þessi ford hefir gert sl 6 ár .
Alli.
23.02.2005 at 11:58 #517270
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einhver sagði að duromax vél væri beti en 6lítra Ford.Afhverju eru þeir ekki notaðir sem dráttarbílar ef þær eru svona góðar.Ferð búin ford vigtar 4,2-4,6 tonn
23.02.2005 at 17:16 #517272
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Hvaða munur er á 250 & 350 Fordinum. Ég veit að 350 ber meira.
Er eitthvað öflugra kramið í 350 bílnum eða eru bara fleiri blöð í fjöðrunum?????
Endilega koma með svör:o)Kv
Einn sem er orðin alveg veikur í alvöru power!
23.02.2005 at 21:07 #517274
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ÞETTA ER SKO SATT, ÞESSIR BÍlAR TAKA VÉLSLEÐA Í NEFIÐ; hef sko séð það sjálfur, hviss bang búmm og hananú.
Örugglega þrælskemmtilegir bílar þó þungir séu, hef alltaf langað að kaupa mér svona bíl, en veit ekki, snilldar bílar að manni sýnist
Jónas
23.02.2005 at 21:09 #517276
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svaraðu….. svaraðu
Svaraðu…..
Kallinu….
frá mér…..
frá mér…..
Biðlari til Ford guðana um miskun vegna Patrol Eignar.
Biðlarinn á þakinu
Jónas
23.02.2005 at 21:24 #517278
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Munurinn á 250 og 350 er sá að 350 bíllinn er með dana 70 hásingu en 250 er með 60 hásingu.
Sem sagt að hásingarnar undir 350 bílnum eru aðeins öflugri.
Það skýrir burðargetuna. Að öðruleiti eru þessir bílar eins.Kv.
Sig. 112
23.02.2005 at 21:46 #517280Ég get tekið undir þetta með Powerið,það eru viljugir 325 hestar sem öskra af stað þegar ýtt er á pinnan
Var á einum 250 á 38" í eina viku(eingöngu innanbæjar)og þetta eru þrælskemmtilegir bílar í akstri fyrir utan beigjuradíusinn hann mætti vera meiri(fjaðrir að framan)en þeir leggja víst meira á ef það eru komnir gormar undir að framan.
Þannig að þetta ætti að komast aðeins áfram á fjöllum,og ekki vantar þægindin því nóg er af plássi fyrir farþega og aukabúnaðinn.Góðar ford
stundir
Kv
JÞJPs.
vitið þið um góða MMC vél 2,5 DTI
á hagstæðu verði?
Endilega senda mér Mail
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.