This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Geir Sigurðsson 10 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Við nokkrir meðlimir skálanefndar og aðrir, alls 7 manns fórum upp í Setur nú um helgina, aðalega að líta á vatnsdæluna en hún hafði slegið út rafmagninu fyrir nokkrum dögum. Í ljós kom að tengingar voru lausar í brunninnum þar sem dælan er staðsett. Því var kippt í liðinn og einnig athuguðum við segulokana sem tæma út vatnslagnirnar. Það vill setjast sandur í þá og þá haldast þeir opnir sem veldur meira álagi á dæluna. Við Setuna er brunnur með segulloka sem tæmir út lögnina frá klósettunum út að Setu. Sandur var í honum og hreinsuðum við hann líka.
Við settum sturtuvatnshitarann í vetrargeymslu þar sem frosthætta er of mikil til að hægt sé að hafa hann í sambandi.
Farið var með fullan olíutank og bætt á byrgðirnar fyrir rafstöðina. Einnig var farið yfir ástand hússins heilt yfir og að loknu dagsverki grilluðum við lambalæri og höfðum ánægjulegt kvöld.Guðmundur Geir Sigurðsson
nefndarformaður.
You must be logged in to reply to this topic.