This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 19 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Í gær var mér sögð saga sem ég má til með að deila með ykkur.
Það gerðist í ferð sem farin var um daginn og nokkuð hefur verið fjallað um, að jeppi, illa búinn til snjóaksturs festist. Annar jeppi í ferðinni, nýlegur dýr og vel búinn, tók að sér að draga hann úr festunni. Ekki vildi betur til en svo að það réttist úr króknum á þeim fasta og tógið kom af fullu afli í dráttarbílinn, braut í honum afturrúðu og skemmdi öftustu hurðina töluvert. Auðvitað var öllum brugðið við þetta óhapp, en eigandi fasta bílsins taldi sig eiga góða að í tryggingum og lofaði allri aðstoð. Segir nú ekki meira af ferðinni annað en það að teppi var sett fyrir brotna afturgluggann og ferðin kláruð.
Snemma á mánudagsmorgni eftir ferðina berst eigendum dráttarbílsins tölvupóstur frá þeim fasta. Í honum segir að hann hafi haft samband við sitt tryggingarfélag. Þar hafi honum verið sagt að öll ábyrgð í tilfellum sem þessum sé á hendi þess sem dregur. Því telji hann sig lausan allra mála og að málinu sé lokið af sínu leiti.Þetta þykir mér alveg lygileg saga og myndi ekki trúa nema af þeirri einföldu ástæðu að góðir kunningjar mínir eru tengdir málinu. Hvað fær menn til að haga sér svona? Þiggja aðstoð frá öðrum, verða valdur að tjóni upp á hundruðir þúsunda og víkja sér svo algerlega undan ábyrgð? Eru menn algerlega frosnir í höfðinu?
Ég skrifa þetta til að vekja ykkur til umhugsunar um hvort við þurfum að fara að haga okkur öðruvísi en hingað til þegar að því kemur að draga einhverja sem við ekki þekkjum þeim mun betur. Þurfum við að taka upp sið sem eitthvað var um fyrir nokkrum árum að láta þá sem þurfa drátt undirrita yfirlýsingu þess efnis að þeir séu ábyrgir fyrir þeim skemmdum sem af drættinum gætu hlotist? Auðvitað þarf líka að hugsa um að tjónið gæti verið á hinn veginn. Gömul drusla gæti tekið að sér að draga nýjan, flottan bíl. Stuðurinn gæti flogið af í heilu lagi og lent í framrúðunni á þeim flotta. Hver er þá ábyrgur?
Ég segi nú ekki annað en það að FÓLK ER FÍFL
Emil Borg
#R-33
You must be logged in to reply to this topic.