Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › flutningar félagsins
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 16 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.02.2008 at 08:49 #201847
sjá hér FRÉTT FRÁ STJÓRN
ætla ekki allir að vera duglegir að hjálpa?
Ég get komið á laugardag og sunnudag og hjálpað við flutninga, kem með kerruna með mér. Þarf ekki að tæma geymsluna líka?
p.s. það mætti auglýsa GPS hnitin á nýja húsinu svo maður rati á staðinn….
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.02.2008 at 10:32 #613866
Er það ekki þetta hús hér:
[img:iytu26kj]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/3742/48441.jpg[/img:iytu26kj]Hvar er gengið? Hvar fær klúbburinn bílastæði?
Aðeins stærra samhengi á þessari mynd:
[img:iytu26kj]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/3742/48442.jpg[/img:iytu26kj]
Kv – Skúli
12.02.2008 at 10:41 #613868Þetta er gamla mötuneyti Orkuveitunnar Skúli,húsið sem klúbburinn er búinn að fá er beint fyrir aftan bílasöluna bílabankann og ( Er með rauðu þaki á myndinni aðeins til hægri og við erum í miðjunni á því.
Kv Dolli.
Es.Hef flensupest til sölu sem hrjáir alla hér á bæ,ath borga með henni ef hún fer strax.
12.02.2008 at 13:00 #613870
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
[img:3o3sk664]http://www.f4x4.is/new/files/archive/hofdi.jpg[/img:3o3sk664]
ÓE
12.02.2008 at 15:44 #613872hvar náðiru í svona gervihnattarmyndir eða hvað sem þetta er…efast um að google earth er svona skýrt….
12.02.2008 at 16:06 #613874loftmyndir af vefsíðu Fasteignamats Ríkisins. Hægra megin á forsíðunni er "Skoða loftmynd af fasteign". Slærð inn heimilisfangið og þá ætti húsið (eða þakið á því) að sjást vel. Flestar eignir á landinu eru þarna inni, ekki allar.
p.s. Meðhjálparinn virkar ekki í Firefox vafranum mínum. Samt er búinn að slökkva á script block dæminu.
12.02.2008 at 17:00 #613876http://www.map24.is
þar er hægt að vera með götukort og leita eftir heimilisföngum, blanda götukorti og loftmynd saman eða bara loftmyndir ásamt því að finna bestu leið á milli staða o.s.frv….
kv
Agnar
12.02.2008 at 20:26 #613878Nú þegar eru mættir á Eirhöfðann 2 félagsmenn til að hjálpa til við að mála og gera klárt fyrir flutningana. Þetta rokgengur.
Kv.
12.02.2008 at 21:12 #613880Skemmtilegt að félagið sé að flytja á gamla vinnustaðinn minn.
Og gaman að minnast á það að bragginn sem er á hægri hönd við braggann sem bent er á á myndinni var íþróttahúsið Hálogaland og stóð ekki langt frá Mörkinni þar sem klúbburinn er eða var með aðstöðu. Hann var svo rifinn og fluttur upp eftir og breytt í verkstæði.
Kæmi feginn að hjálpa, en er í öðru landi.Kveðja
Olgeir
13.02.2008 at 10:56 #613882Mig langar að hvetja félagsmenn til að mæta á Eirhöfðann í kvöld og annaðkvöld til að klára málningarvinnuna fyrir helgi svo hægt sé að flytja í nýja húsnæðið um helgina. Margar hendur vinna létt verk.
Kv.
Barbara Ósk
14.02.2008 at 00:03 #613884Sorglega fáir félagsmenn hafa mætt á Eirhöfðann til að hjálpa til við að gera hann klárann fyrir flutninga.
Enn og aftur, við getum notað aðstoð við málningarvinnuna og þrif á morgun og föstudag svo hægt sé að flytja. Einnig vantar mannskap í flutningana um helgina ef okkur tekst að klára.
Kv.
Barbara Ósk
14.02.2008 at 01:03 #613886´´með fyrirvara á því að ekkert gerist í milli tíðinni´´ ekki veitir okkur nýliðunum að kynnast einhverju fólki í klúbbnum
kv. Atli
14.02.2008 at 22:36 #613888Sælir félagar.
Nú er málningarvinnu lokið og er verið að klára að gera klárt fyrir bón. Gólfin verða svo bónuð á morgun og svo eru flutningarnir á laugardaginn.
Gert er ráð fyrir að byrja að flytja á laugardagsmorguninn klukkan 10:00.
Þeir sem geta séð af smá stund til að hjálpa til við flutningana mega gjarnan mæta þá.
Kv.
Barbara Ósk
14.02.2008 at 23:57 #613890Ég mæti í flutninga á laugardag kl 10.
kveðja,
Lalli, hjálparsveit
15.02.2008 at 00:33 #613892ef ekkert verður gert á föstudag þá reynir maður bara að sjá af tíma á laugardaginn í staðin en er mæting í mörkina
15.02.2008 at 08:50 #613894Mæting í Mörkina.
15.02.2008 at 09:30 #613896Sæll Þorgeir og þið hin.
Vantar ekki sendibíl ? Ég gæti lummað á litlum lyftubíl, sem myndi smellpassa í verkefnið. Gæti komið sjálfur, ef ég verð ekki í "hraðamælisbreytingarísmíðisverkefni" eða í "plastbrettakantaásetningum". Veit þetta fyrir kvöldið. En bíllinn er klár, bara sækja hann fyrir kl 18 í dag á bílasölu á Höfðanum. Hringdu í mig, ef það vantar bíl(a).
Kv
Palli 664 2103
15.02.2008 at 10:51 #613898Hvernig gengur að fá geymslu?
Meiripartur af kompudótinu er þess legt að mér finnst ómögulegt að fara að bera það upp í herbergið. Þetta eru stikur og fleira frá Umhverfisnefnd, sólóvélin og hellingur af dóti sem mætti vera annarsstaðar.
Bara spurning um að þurfa ekki að forfæra þetta seinna.Kem af vaktinni um kl. 17 á laugardag og skal hnýta endahnútinn á þessa flutninga.
Bkv. Magnús G.
15.02.2008 at 11:29 #613900Við erum að vinna í málum í dag. Kemur vonandi í ljós seinnipartinn hvernig þetta verður.
Sjáumst í fyrramálið í Mörkinni.
Kv.
Barbara Ósk
15.02.2008 at 16:32 #613902Væri ekki hægt að fá eina geymslu hjá Geymslur.com gegn auglýsingu á síðuni t.d.? til að geyma dótið úr gömlu geymsluni?
allavega meðan verið er að redda þessu?
nei bara hugmynd….
16.02.2008 at 11:29 #613904Nú þegar þið eruð búin með morgunmatinn og morgunkaffið á eftir þá má minna á það að núna í þessum töluðum orðum er harðduglegt fólk að flytja föggur okkar úr Mörkinni og upp á Eirhöfða. Nokkur aukapör af höndum óskast svo þetta lendi ekki allt á sama fólkinu, en við erum búin að mála og þrífa síðustu daga. Þetta verður flott aðstaða og öllum líður vel sem leggja hönd á plóginn.
Koma nú
Bkv. Magnús G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.