FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Flugvélabensín

by Arnór Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Flugvélabensín

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Arnór Magnússon Arnór Magnússon 21 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.04.2004 at 00:37 #194279
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant

    Sæl öllsömul!

    Ég var að spá í með flugvélabensín á bíla. Ég ek um á 4 lítra Cherokee 93 árgerð. Er einhver möguleiki að flugvélabensín færi illa með eitthvað í vélinni?
    Hef heyrt að það þurrki strokkana að innan og að maður þurfi að bæta einhverju efni útí, er þetta rétt?

    Annarsstaðar hefur maður heyrt að þetta sé alveg eins og venjulegt bensín nema bara betra.

    Nú er bíllinn með „kveikjubanksvörn“ þannig að hærra oktana bensín á að hafa í för með sér betri bruna. V-power og flugvélabensín hafa jú svipaða oktantölu þannig að það ætti ekki að vera mikill munur? Eða hvað?

    Hefur einhver hérna prófað þetta?

    Kveðja
    Izeman

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 29.04.2004 at 08:59 #500575
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Izeman

    Cherokeeinn minn er með 4,0l vélinni og er með þjöppunarhlutfallið 8,8:1 sem gerir 92 og 95 oktana bensín heppilegast miðað við þjöppnarhlutfallið, ég mundi halda að sama þjöppunarhlutfall sé í þínum bíl.

    Ég var með í bíl sem var með Cleveland 351 vél með þjöppunarhlutfallið 11,3:1 sem er með því hæsta sem gerist og samkvæmt útreikningi hentaði 103 oktana bensín best.

    Það þarf að spá svoldið í þjöppunarhlutfall vélanna með val á bensíni.

    kveðja
    Lýður Skúlason
    R-3174





    29.04.2004 at 12:14 #500579
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég held ég fari rétt með að helsti munurinn (fyrir utan örugg gæði og hátt oktan) er að flugvélabensín inniheldur blý. Mjög gott fyrir vélar, smyr ventla og sæti, kælir og margt annað gott fyrir vélina. Er aftur á móti meira mengandi og fer mjög illa í hvarfakúta.





    29.04.2004 at 13:02 #500583
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Vél sem er keyrð á bensíni með of háa oktantölu getur skilað minna afli en á réttu bensíni. 100LL er með lágmarksoktan 100 oktan MON en ef við reiknum það miðað við venjulegt bensín þá minnir mig að það komi út sem 104-105 oktan (RON+MON)/2 (ég verð samt að viðurkenna að ég er aðeins farinn að ryðga í þessum fræðum).

    En aðalvandamálin snúast um hvarfakútinn (eins og áður var bent á) og súrefnisskynjarann. Blýið sest á súrefnisskynjarann (byggist á virkni hans) og innan tíðar fer hann að senda röng skilaboð til tölvu bílsins. Það getur því farið að bera á verri gangi og jafnvel aukinni eyðslu.

    Ég held að þú ættir að halda þig við venjulegt bensín.

    JHG





    29.04.2004 at 13:58 #500586
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    Ef þú notar flugvélabenzín eiðir hann aðeins meira en venjulegt og lítrinn kostar 75k, en með hvarfakútinn þá er sniðugast að bora hann út ef þú ert með nýlegan jeppa, upp á bifreiðarskoðun.

    Kalli.





    29.04.2004 at 13:59 #500590
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    Ef þú notar flugvélabenzín eiðir hann aðeins meira en venjulegt benzín og lítrinn kostar 75kr, en með hvarfakútinn þá er sniðugast að bora hann út ef þú ert með nýlegan jeppa, upp á bifreiðarskoðun.

    Kalli.





    30.04.2004 at 00:05 #500594
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sælir.

    Takk fyrir svörin, þetta er athyglisvert alltsaman. Kanski maður haldi sig við venjulegt bensín.

    En að vísu skiptir hvarfakúturinn engu máli hjá mér því þeir eru ekki nauðsynlegir í bílum árgerð 95 og yngri, og er þess vegna að fara að hverfa úr mínum bíl.

    Hitt er svo annað mál að súrefnisskynjarann er víst betra að hafa í góðu lagi :)

    Ég ætla allavega að bíða með þetta, hafði ekki hugmynd um að það væri blý í flugvélabensíninu.

    Svona eftirá að hyggja þá eykur kveikjubanksvörnin fyrrnefnda að sjálfsögðu ekki þjöppuna eftir hentugsemi 😉
    Hún er bara ef maður setur eitthvað minna en 95 oktana bensín væntanlega. Það er svona að hugsa ekki áður en maður skrifar :)

    Kveðja
    Izeman





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.