This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Átti fróðlegt spjall í gærkvöldi við Árna Alf sem fóstrar flugvélaflök í Eyjafjallajökli af mikilli natni. Það hafa farist tvær flugvélar á jöklinum, B17 vélin og Albatros vél sem fórst 1952. Það hefur verið skrifað nokkuð um slysið þegar B17 vélin fórst, en eitthvað lítið um slysið 1952. Það var fimm manna áhöfn og fórust allir, en fjórir lifðu slysið af, en hurfu í jökulinn og fundust ekki fyrr enn mörgum árum seinna. Draslið sem jökullinn hefur verið að skila af sér undanfarinn ár er úr þessari Albatros vél, en hún endaði í skálinni efst í skriðjöklinu. (Gýgjökull)
Þá fór ég að velt því fyrir mér hvað margar flugvélar hafa farist á íslenskum jöklum. Ég man eftir fjórum slysum núna. Geysir í Bárðarbungu, þessar tvær í Eyjafjallajökli og síðan vélarnar sem fundust fyrir stuttu upp af Eyjafirði. Á stríðsárunum hrundu vélar niður út um allt, en ég man ekki eftir fleiri slysum á jöklum.
Hlynur
You must be logged in to reply to this topic.