FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Flugeldasala.

by Pétur Viðar Elínarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Flugeldasala.

This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Villhjálmur Halldórsson Villhjálmur Halldórsson 15 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.04.2010 at 08:01 #211939
    Profile photo of Pétur Viðar Elínarson
    Pétur Viðar Elínarson
    Member

    Sælir.

    Finnst rétt að minnast aðeins á að það er einmitt núna sem það skipti svo miklu máli að hafa keypt flugelda af Björgunarsveitunum en ekki einhverjum einkaaðila útí bæ.

    Sveitirnar eru eflaust að moka út milljónum þessa dagana í kringum gosið og því mikilvægt að styðja við bakið á þeim þegar hægt er.

    Kv

    Pétur

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 21 through 25 (of 25 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 10.04.2010 at 10:06 #689614
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Mér hefur nú fundist að umræðan um þessi ferðamál varðandi gosið hafa stundum verið svolítið skrítin. En hvað veit ég svo sem, gamall maðurinn. En varðandi kostnað af úthaldi björgunarsveitanna þarna á Fimmvörðuhálsi og Mýrdalsjökli líka reyndar, þá finnst manni nú kannski orðin spurning um þátt ríkisins í þessu öllu. Við vitum flest hvernig eldsneytisverðið er sett saman. Verulega stór hluti þess er eldsneytisskattur, vörugjald og virðisaukaskattur, sem rennur beint í ríkissjóð. Eldsneytisgjaldið á samkvæmt lögum að renna beint við nýbygginga og viðhalds vega. Mig grunar og tel mig vita að svo sé í raun ekki, því flestir fjármálaráðherrar hafa með fulltingi Alþingis í raun krækt í meira og minna af þessu fé til greiðslu á öðrum útgjöldum ríkisins. Nú er sitjandi samgönguráðherra búinn að lýsa því yfir, að stefnt skuli að því að skattleggja umferðina með nýjum hætti til þess að standa undir vegagerð. Ekki er einu orði minnst á að hætt verði að innheimta eldsneytisgjald, enda er það afskaplega sjaldgæft að skattur, sem einu sinni er kominn á, sé afnuminn. Jæja, hvað um það, en mér sýnist ljóst að eldsneytiskostnaður sé stór þáttur í útlögðum kostnaði við að hafa björgunarsveitirnar "on patrol" þarna á svæðinu. Það má reikna með að af hverjum 1000 krónum, sem fara til að kaupa eldsneyti fari 400 – 500 að minnsta kosti beint til ríkisins aftur. Sennilega meira. Þótt ríkið komi hér inn með einhverja "styrki" til sveitanna í tengslum við þetta, þá kemur það trúlega nettó út með tekjur hvað björgunarsveitirnar varðar. Mér sýnist að það sé farið að teygja samninga Almannavarna við Landsbjörgu um aðkomu sveitanna að almannavarnamálum ansi langt, þegar farið er að láta þær sinna almennri löggæslu. Það þarf að hafa í huga að þjálfun sveitanna miðar fyrst og fremst að gera sveitameðlimi sem hæfasta til leitar og björgunar, sem og annast fyrstu hjálp við slasaða. Löggæsla er allt annað mál og því má efalítið finna hnökra á framgöngu einstakra meðlima sveitanna, ef fólk er gagngert að leita að slíku. Er þó slíkt líklega merkilega lítið, ef skoðað er af sanngirni.





    10.04.2010 at 10:42 #689616
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    6 millur á viku eru jú sennilega of mikið fyrir olíukostnað einn og sér Lella ég get alveg tekið undir það með þér en það er spurning um annan kostnað sem ég veit svo sem ekkert hver gæti verið en ég var að hugsa um eitt, getur verið að það verði greiddur launakostnaður til þeirra sem koma til með að hafa eftirlit þarna þ.e björgunnarsveitar manna?. Ég er alltaf tilbúinn í útkall hvaða dag sem er en ég gæti ekki verið í útkalli og í starfi sem björgunarsveitar maður dögum saman og í fríi frá vinnu það gengi bara ekki upp launalega séð. Það er ekkert mál að smala saman sjálfboðarliðum í einhverja daga héðan og þaðan en þegar þetta er farin að vera svona langur tími og á eflaust eftir að vera enn lengri þá verður alltaf erfiðara og erfiðara að fá menn til starfa. Bara svona smá pæling.





    10.04.2010 at 11:50 #689618
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Það er nóg af fólki atvinnulaust, skikka þá þarna í vinnu :)
    Kv Lella





    10.04.2010 at 11:58 #689620
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Áttu við að það séu svona margir björgunarsveitar menn/konur atvinnulausir??? eða ætlar þú bara að plannta Jóni og Gunnu þarna???





    10.04.2010 at 15:11 #689622
    Profile photo of Villhjálmur Halldórsson
    Villhjálmur Halldórsson
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 9

    Það er talað um að þessar 6 milljónir á viku fari í aukinn kostnað vegna gæslu á svæðinu, bæði lögreglu og björgunarsveita. Lögreglan er á launum þarna þannig að þetta fer ekki allt í eldsneytiskostnað björgunarsveitanna.





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 21 through 25 (of 25 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.