Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Flókið að setja CB í bílinn?
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.01.2005 at 21:57 #195188
AnonymousSælir,er nokkuð flókið eða setja Cb talstöð í bílinn. ER þetta ekki bara loftnet og svo rafmagn á græjuna? Veit einhver hvað svona loftnet kostar? Var að fá svona talstöð að gjöf og hef aldrei sett svona í bíl áður.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.01.2005 at 22:36 #512946
nei það er alls ekki flókið og loftnet og snúra getur kostað frá svona 6000 og uppúr+
08.01.2005 at 00:36 #512948Að setja CB er ekki til neins… dregur ekki baun og því gagnslaust.
E.Harðar
08.01.2005 at 01:33 #512950
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er þetta nú ekki aðeins og hart til orða tekið, cb-ið er svosum ágætt rétt á milli bíla…:
– "dgiiii, Einar, bíddu, ég er fastur, þú verður að kippa… dgiiiii"
– "dgiiii, ok kem, farðu svo að henda toyotunni og fá þér cherokee, þá hættiru að lenda í þessu, yfir og út, dgiiii"Líka með tilliti til þess að VHF stöðvarnar eru margfalt dýrari og alls ekkert allir með þær bílnum. Og þú er ekkert voða inn ef að þú er sá eini bara með VHF í ferðinni en hinir allir með gömlu CB, þá ert þú eginlega bara út, allavega úr öllum samræðum.
kveðja Einar AK, yfir og út!
08.01.2005 at 01:36 #512952
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
…átti kanski frekar að vera datsun, ekki toyota
-Einar AK
08.01.2005 at 05:13 #512954Sælir
Erlingur: Ef að CB stöð er ekki til neins þá er væntanlega betra að sleppa því að vera með hana…
Nei það er ekki rétt!
Ég er sammála því að VHF stöð er betri en að halda því fram að CB stöð sé ekki til neins er bara rugl…
Best er væntanlega að geta ekki átt samskipti við neinn þegar maður lendir í blindbyl og situr einn fastur í lítilli fjarlægð án neinnar hjálpar???
Þú mátt endilega útskýra þetta nánar…Kveðja
Izeman
08.01.2005 at 11:03 #512956
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hann er bara með 44" veikina… ego-ið stækkar með dekkjunum.
-Einar AK
08.01.2005 at 11:21 #512958Sælir
Ég er með bæði CB og VHF í bílnum hjá mér og nota VHF nánast eingöngu.
Reyndar geta CB stöðvar virkað ágætlega ef að þær eru góðar og loftnetin rétt stillt. Með minni CB stöð hef ég talað frá vesturbæ upp í mosó án verulegra skruðninga – helsti gallinn við CB er það hversu margir eru með illa stilltar stöðvar og valda þar af leiðani óþolandi truflunum.
En það er hins vegar ekki nokkur spurning að VHF er miklu betra og langdrægara kerfi.
Benni
08.01.2005 at 11:47 #512960Jú jú auðvitað getur CB verið til þæginda. Það hinsvegar ekki mikið á þær að treysta þar sem ferðafélagarnir gætu auðveldlega keyrt úr kallfæri á stuttri stund. Ég er með CB í bílnum mínum ásamt VHF, hef ekki notað CB síðan ég setti VHF í bílinn nema til að koma upplýsingum til þeirra sem eru ekki með VHF. Það eitt réttlætir CB í sjálfu sér en þá er líka tilgangurinn farinn að helga meðalið… VHF stöð er dýr en hefur umtalsverða yfirburði sem þarf líklega ekki að skýra fyrir ykkur. Já settu CB í bílinn, það er sennilega besta leiðin til að sjá hve nauðsynlegt það er að eignast VHF.
Kveðja E.Harðar
08.01.2005 at 11:51 #512962Áður en Fjarskiptanefnd 4×4 var sett á laggirnar fyrir c.a 6 árum, var staðan í fjarskptamálum einföld, NMT símar voru notaðir til að tala til byggða eða yfir lengri vegalengdir og CB talstöðvar til þess að tala milli bíla innan hóps. Nóg framboð var af ódýrum CB-AM stöðvum, margar uprunnar í USA þar sem slíkar stöðvar fást víða, t.d. í Radio-Shack búðum sem eru allsstaðar og kosta frá 40 dollurum (ikr 2500). Því var vel hægt að ætlast til þess ALLIR bílar í ferðum væru með CB stöðvar, sem er bæði mikið hagræði og hreinlega öryggisatrið í vondum veðrum.
Síðan var farið að hveta menn til að fá sér VHF stöðvar sem kosta frá 40000 krónum, án ísetningar. Til að byrja með var sagt að VHF stöðvarnar ættu ekki að koma í stað CB stöðvanna, en það breyttist þegar frá leið og þá var jafnvel gefið í skyn að það væri í lagi að sleppa NMT símanum því það væri búið að fjárfesta svo mikið í VHF endurvörpum.
Í ferðum sem farnar hafa verið á vegum umhverfisnefndar undanfarin ár hafa um 90% þáttakenda verið með CB stöðvar og tæplega helmingur með VHF. Þessi hlutföll hafa lítið breyst síðustu 2-3 árin. Fjarskipti hafa því verið á CB, og túlkað fyrir þá sem ekki voru með CB.
Vegna þess að CB er búið að vera í gangi meðal jeppa manna miklu lengur en VHF og að stöðvarnar eru miklu ódýrari, þá er miklu meira af biluðum eða illa ísettum CB stöðvum í gangi. Það er algengt að menn alhæfi og haldi því fram að CB sé ónýtt drasl.
Ef CB stöð, loftnet og tengingar eru í lagi og loftnet rétt stillt, þá dugar CBið vel til fjarskipta innan hóps, jafnvel þó eitthverjir kílometrar séu milli bíla. Það hefur líka þann kost fram yfir VHF, að miklu fleiri rásir eru í boði, því geta menn yfirleitt haft rás fyrir sinn hóp og hættan á að óviðkomandi heyri samskiptin er miklu minni en með VHF.
-Einar, cb og vhf eigandi.
08.01.2005 at 12:38 #512964
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er bara með cb stöð ásamt nmt síma í mínum bíl og í sumar mældi ég drægnina á milli stöðva og ég náði í rúma 17 km þá var farið að koma verulega miklar truflanir inná. Ég hef ferðast með Litludeildinni og þar hafa aðal samskiptin farið fram á cb og virkar það bara fínt, á meðan ég ferðast ekki meira en raun ber vitni þá sé ég ekki tilgang með vhf þó að óumdeilanlega séu þær langdrægari og meiri öryggistæki. Þessir 17 km voru á nokkurn veginn sléttu landi ég reikna með að þessi fjarlægð styttist ef landið er kishæðótt, báðar þessar stöðvar voru með vandlega frágengnum loftnetum og mjög lítilli sem engri standbylgju.
Kveðja Gunnar már
05.02.2005 at 00:18 #512966
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það ætti ekki að vera neitt vandamál að setja stöðina í bílinn. Vandinn er að stilla standbylgjuna á loftnetinu svo stöðin gagnist þér eitthvað.
Ég skil ekki hvers vegna það er sífellt verið að tala svona illa um CB stöðvarnar því ég hef ekki fundið fyrir þessum vandkvæðum sem flestir tala um.Ég var bæði með stöð í bát og heima og í báðum tilfellum náði ég engu sambandi fyrr en standbylgjan hafði verið stillt. En þegar því var lokið talaði ég á þessu nánast um allt land. Svona næstum því. 😉 Ég bjó í Garðabæ og það var ekki óalgengt að heyra í köllum á Snæfellsnesi, bæði sunnan og norðanverðu, á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Þetta var ekkert mál. Samt var ég nánast ofan í holu með hús og hæðir á 3 hliðar. Það skipti sáralitlu hvort ég var að tala á litlum fíbertopp eða stóru 9 metra loftneti ofan á 12 metra röri. Ég talaði um allt. Helsti munurinn var að á litla loftnetinu var styrkurinn eðlilegur en á því stóra…. ja sumum fannst ég anda helst til mikið ofan í hálsmálið á þeim. he he 😀 Ég hef ekki tengt stöðina mína í 20 ár en þetta var skemmtilegasta næturgagn þegar ég var unglingur. Það voru margar nætur sem ég kom lítið sofinn í skólann þar sem ég var að kjafta við félagana. Töluðum mikið um báta, bíla o.þ.h. og margir sem þurftu að spyrja spurninga. 😀
Ég á því bágt með að trúa þessu með CB stöðvarnar ef standbylgjan á loftnetinu er vel stillt og allt annað í lagi.
05.02.2005 at 00:54 #512968Sterkur, nálgastu nú raunveruleikann, 21 metra loftnet er eins og 7 hæða hús. Gaman að ferðast með það á bílnum. CB virkar ágætlega á 1 metra loftneti sem oftast er á bílum en hver er að ferðast með 21 metra loftnet. Ég meina com on. Þú lýgur þessu nú, þetta þarf að fara í umhverfismat. Já það var gama að leika sér með þetta þegar maður var lítill en þá voru menn ekki farnir að nota VHF almennt.
VHF kveðja
E.Harðar
05.02.2005 at 04:50 #512970
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er alltaf gott að lesa allan textann!
Ég sagði:
?Ég var bæði með stöð í bát og heima?. Talaði aldrei um að hafa verið með stöðina í bíl. Auðvitað var þetta stóra loftnet grafið niður jörð og stagað. Reynd þú að lesa áður en þú fjasar um umhverfismat. 😉Ég sagði:
?hvort ég var að tala á litlum fíbertopp?. Ég man ekki lengdina en hún var ekki mikið yfir 1,2 m. mesta lagi 1,5 m. Ég á þetta loftnet einhvers staðar ennþá, rautt að lit með vafinni spólu alla lengdina. Virkaði vel bæði á þakkantinum hjá mér og á bátnum.
05.02.2005 at 07:13 #512972Sælir félagar
Ég með í þessu cb æði um kringum 1980 og er enn með fibertopp á þakinu á blokkinni,en staðreyndir tala sínu máli til er klúbbur sem kallast Alfa Tango og eru meðlimir um alla evrópu þar sem menn eru að tala milli landa í sínum cb stöðvum nánast´á hverjum degi ennþá í dag og er ég var í Færeyjum 78-80 fór ég oft á kvöldin upp á eyju og spjallaði heim til Íslands og það var undantekning ef ég náði ekki sambandi heim og var ég það bara með 5w Royce stöð.
Það að vera með cb í bílnum með rétt net og standbylgjulaust þa´er það bara að virka hvað sem Whf menn eru að segja og það skrítna er með whf er að það nær svokallaða sjónlínu og því hafa verið setttir upp endurvarpar og er alt gott um það að segja en flestir sem setja cb í bílinn kaupa pakkann stöð loftnet og kapal og svo er raðað saman en sjaldan eða aldrei standbylgjustillt á eftir og þa eru cb stöðvar ekki að virka sem er leiðinlegt því úthlutuðum rásum á whf heyrist stundum bara flaut þegar margir hópar eru að tala samtímis á sömu rás enda ekki um margar að ræða svona alment og þar að fá leyfi fyrir hverri og einni á meðan cb er með sínar 40 rásir og margar með bæði am og fm og sumar með upper og lower sideband og þar afleiðandi æði mikið fléirri möguleikar á samskiptum.
Nú er ég ekki neitt á móti whf og er reyndar að fá eina slíka í bílinn en cb stendur allaf fyrir sínu láta stilla þær rétt og þá er stöðin að virka standbylgjumælar eru ódýrir og einfalt að stilla og nota síðan á milli hópa og whf í þar sem það á við.
Kv Klakinn
05.02.2005 at 08:14 #512974Hef yfirleitt látið setja í bílinn á verkstæðum seinni ár eftir að ég varð þreyttur á að setja í sjálfur og ná svo ekki í neinn nema hann væri við hliðina á mér
Stilla verkstæðin þetta ekki saman fyrir mann?Kv. Baddi Blái
05.02.2005 at 08:35 #512976Hvernig væri að fjarskiptanefnd klúbbins fjárfesti eitt ca. prómill af þeim pening sem settur hefur verið í VHF ruglið, í standbylgjumæli sem félagsmenn gætu komist í til að tékka loftnetin hjá sér. Þetta myndi nýtast jafnt fyrir CB, VHF og NMT loftnet.
Það er ekki alltaf hægt að treysta því að þeir sem setja loftnet á bíla geri þetta almennilega, þó þeir rukki fyrir ísetninguna.-Einar
05.02.2005 at 16:03 #512978Ég tek undir þetta.
Flestir sem ég hef heyrt að eru með eitthvað skítkast um CB stöðvarnar hafa ekki stillt standbylgjuna eða þá að loftnetið mær ekki jörð eða er á fáránlegum stað.
Ég á von á standbylgjumæli að utan og ætla e.t.v. að halda stillingarkvöld fyrir klúbbmeðlimi ef vel liggur á mér.
05.02.2005 at 23:30 #512980Ég keypti minn í aukaraf á 3000 kall fyrir einhverjum árum.
06.02.2005 at 00:57 #512982Jamm… ég hef nú kannski ekki margt merkilegt til málanna að leggja – en af því að jeppinn er ekki kominn á stóru dekkinn þá hef ég ekkert annað að gera
Það er eitt sem mér finnst stundum gleymast í CB (Citizen band) vs. VHF (Very High Frequency).
Þegar ég fer á fjöll, hvort sem það er á bíl eða fótgangandi, þá reyni ég að taka alltaf með mér aukapar af sokkum og vettlingum, auka húfu og helst auka ullarbol – ef maður blotnar.
Mér þykja líka góð fræði að nota gps með Íslandskorti – ef lappinn skyldi bila.
Og áttavitinn er alltaf með í för – ef gps-ið skyldi bila.
Auka brúsi af eldsneyti er þyngdar sinnar virði í… ja, eldsneyti – ef maður lendir í verra færi en maður reiknar með.
Og… það er alltaf kostur að vera með fleiri fjarskiptatæki en færri… ef eitthvert þeirra skyldi bila.
Að ekki sé nú minnst á dótastuðulinn.
Ég held því að CB, NMT og VHF sé bara fínt combó. Fólk forgangsraðar svo bara eftir því hvernig maður ferðast, hvað félagarnir eru með og hvað maður vill geta hringt oft heim í mömmu.
kv.
Einar Elí
06.02.2005 at 09:15 #512984Ég tek undir þetta, menn eiga að nota það sem þeir hafa, eiga, og hafa efni á í jeppanum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.