Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Flækjur
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.02.2005 at 16:31 #195497
AnonymousÉg er að fara að setja vél úr swift gti twin cam í foxinn hjá mér og var að spá hvort það væri í lagi að setja flækjurnar af orginal vélinni á hana, ég held að þær passi allveg á milli en þurfa innspýtingar vélar ekki að hafa vissa mótstöðu í pústinu?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.02.2005 at 00:40 #516938
Það er afar lífseig þjóðsaga að fjórgengis vélar þurfi mótstöðu í pústið, en engu að síður misskilningur. Tvígengisvélar (margar hverjar) ganga varla nema með réttu pústkerfi, og/eða vinna illa, en það á bara alls ekki við um fjórgengisvélar, og skiptir þá engu hvort að þær eru með beina innspýtingu eða ekki.
Þessvegna getur þú sett flækjurnar í. Hinsvegar er það misjafnt hvort að beinar innspýtingar hafi skynsemi til að auka eitthvað við bensínið samhliða bættu loftflæði með flækum.
Sumar rafeindastýrðar innspýtingar (t.d eldri GM) taka eingöngu mark á snúningshraða þegar skynja að þær eru "staðnar í botni" (með afstöðuskynjara á inngjöfinni) Þá skammtar tölvan magnið af bensíni eftir fyrirfram ákveðinni töflu og styðjast við vélarhita, snúning, og e.t.v lofthita í soggrein. Slíkar spýtingar fatta bara ekki baun þó að búið sé að setja heitan ás, flækur eða hver veit hvað á vélina og skila því bara sama gamla bensínmagninu og núlla því út mögulega aukningu á afli. (og í ýktari tilfellum verður blandan of þunn með ófyrirséðum afleiðingum)
Hvernig Susuki gerir þetta er mér ekki kunnugt. En ég mundi tippa á að ef það er loftflæðiskynjari (er í loftinntakinu) í þessari vél þá tæki því að setja flækurnar, þar sem slík græja ætti að mæla aukið loftflæði vegna flækjanna. Ef ekki er slíkur skynjari þá mundi ég bara sleppa þeim og fá hljóðlátara pústkerfi.
15.02.2005 at 10:27 #516940"Sumar rafeindastýrðar innspýtingar (t.d eldri GM) taka eingöngu mark á snúningshraða þegar skynja að þær eru "staðnar í botni" (með afstöðuskynjara á inngjöfinni) Þá skammtar tölvan magnið af bensíni eftir fyrirfram ákveðinni töflu og styðjast við vélarhita, snúning, og e.t.v lofthita í soggrein"
Hvaða gömlu GM innspítingar ertu þarna að tala um? Ég veit ekki hve Cross Fire innspítingin (CFI) var fullkomin en eldgamla innspítingin sem var notuð á sjötta áratugnun var auðvitað án skynjara.
Ég hef lítið skoðað TBI en er viss um að bæði TBI og CFI hafi verið með súrefnisskynjara en GM var farið að nota hann við blöndunga á áttunda áratugnum.
En TPI frá 85-89 er með súrefnisskynjara og loftflæðisskynjara (MAF). Frá 90-92 var MAF skipt út fyrir mælingu á vacumi (MAP). Ástæða þess var bæði til að spara kostnað og að MAF skynjarinn sem var notaður hamlaði loftflæði (innspítingin var upphaflega hönnuð fyrir 305 cid en var einnig notuð á 350 cid og virkaði vel þar ef vélinni var ekki mikið breytt) þegar mikið var tekið útúr vélunum.
Þeir sem tjúna þessar vélar velja frekar MAP típuna þar sem að það er hægt að breyta forsendum miðað við vacum en erfiðara að komast hjá MAF skynjara sem hamlar loftflæði.
Ég er nokkuð viss um að frá 93 hefur MAF verið notaður, enda þolir hann betur breytingar en MAP.
Þar að auki eru auðvitað hellingur að öðrum skynjurum notaðir, m.a. Throttle Position Sensor.
Það ástand sem lýst er er því eingöngu þegar vélin er að hitna, þegar vinnsluhita er náð þá stjórnast innspítingin af skynjurum.
Það er hinsvegar sammerkt með flestum innspítingum að þær þola ekki endalausar breytingar án þess að fá nýjar forsendur í forritið (með því að prógramera tölvu eða kubb).
Ef þessar flækjur hafa verið við blöndungsvél þá gæti skort staðsetningu fyrir súrefnisskynjarann (hef ekki hugmynd hvar hann er staðsettur á Suzuki). Ef hann er ekki á sínum stað þá fær tölvan ekki réttar upplýsingar.
Ef hann hefur verið á greininni og er ekki á flækjunum, þá gætir þú þurft að láta sjóða festingu fyrir hann. Sumir hafa lent í vandræðum með að hann hitni ekki nóg þegar þeir eru með flækjur (ekki spyrja mig afhverju en þetta er raunverulegt vandamál) og þá er það leyst með að kaupa skynjara með hitara. Hvort þannig skynjari fáist sem þú getur notað veit ég ekki.
En er nokkuð annað en að prófa og sjá hvernig bíllinn vinnur, ef þetta virkar ekki þá er bara að smella gömlu pústgreininni á aftur.
JHG
15.02.2005 at 18:27 #516942
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
svona svo ég poti mér inn en veit nokkur um svoleiðis mótor handa mér var að fá mér fox leiktæki ?
15.02.2005 at 21:13 #516944Þær vélar sem ég er að tala um eru t.d margar GM á milli 1985 og 1990 (TBI/TPI). Ég játa fáfræði mína með nýrri kerfin hvað þetta atriði snertir.
Það er rétt að þær hafa flestar súrefnisskynjara, og notast við MAF (mass air flow) eða MAP (manifold absolute pressure) eftir týpum og árgerðum.
Undir fullri gjöf, þ.e þegar afstöðuskynjarinn á loftspjaldinu gefur boð um slíkt, þá ræðst bensínmagnið sem vélin fær (lengd púlsanna á spíssa) af snúningshraða vélarinnar, vatns og lofthita. Púlstíminn er sóttur í fasta töflu og væntanlega fínstilltur eftir hitastiginu. Upplýsingar frá súrefnisskynjara, og MAF/MAP eru ekki teknar til greina undir botngjöf, og gildir þá einu hvort vélin er heit eða köld.
Ástæður fyrir því að þetta er gert akkúrat svona eru nokkrar, og ég geri ekki ráð fyrir því að ég viti allt um það mál. En súrefnisskynjarar þessara véla voru notaðir sem fínstilling á bensínmagnið og þegar þeir voru inni þá keyrði kerfið í "closed loop" en þá er markmiðið að halda blöndunni sem næst 14.7:1 (massahlutfall). Undir léttu álagi jafnvel enn þynnra eða kringum 15:1. Aftur á móti þá er blandan styrkt nokkuð við botngjöf til að fá meira afl (og kaldari bruna) og fer kerfið í "open loop" við þær kringumstæður. Annarsvegar er það ekki krítískt að stýra blöndunni nákvæmlega undir botngjöf (sparnaður ekki aðalatriðið) en hinsvegar voru á þessum árum vandræði með nákvæmni súrefnisskynjara undir botngjöf. Þetta skýrir af hverju nefndur skynjari fær ekki að vera með í leiknum á þessum vélum undir botngjöf.
Hversvegna MAP/MAF er sleppt líka undir botngjöf skal ég ekki fullyrða um. En trúlega er það einfaldlega vegna þess að það er engin sérstök þörf fyrir upplýsingar frá þeim. Ákveðin vél á ákveðnum snúningi þarf ákveðið bensínmagn þegar hún er staðin í botni, hitastig spilar auðvitað rullu. Hver þrýstingurinn er í soggreininni, eða hversu mörg kg af lofti hún étur á mínútu eru ekki nauðsynlegar breytistærðir. Þær upplýsingar eru ekki svo breytilegar.
Þetta þýðir einfaldlega að þessar innspýtingar svara ekki breytingum á vélinni, t.d er þýðingarlaust að setja flækur, stærri hedd, hærri þjöppu, heitari ás.. os.frv NEMA gera einhverjar ráðstafanir til að auka bensínmagnið samhliða. Kerfið óbreytt tekur ekkert tillit til bættar skolunnar eða meira lofts í gegnum vélina. (við botngjöf)
Þetta atriði gerir það að verkum vélarnar skila oftast fullu afli þó svo að bilun sé til staðar. T.d vinna þessar vélar ágætlega þó að MAP/MAF séu ónýtir, súrefnisskynjarar ónýtir, vélarnar "frjálslega" tengdar ofan í bíla osfrv.
Kv
Óli
15.02.2005 at 22:15 #516946Flestar innspítingar fara í Open Loop við botngjöf.
Súrefnisskynjarar sem mæla öfgarnar hafa verið það dýrir þangað til nýlega að fæstir hafa notað þá.
Einnig eru vélarnar í Open Loop þangað til vélin er búin að ná ákveðnu hitastigi, en mælingum frá súrefnisskynjara er ekki treyst fyrr en hann hefur hitna (þessvegna eru menn stundum með "hitara" á súrefnisskynjaranum).
En tölvan les bæði MAF og MAP í Open Loop. Hún sleppir aðeins súrefnisskynjaranum. Enda er MAF og MAP notað til að mæla flæði inná vélina við breytilegt álag og gjöf, og væri tilgangslaust ef það væri aðeins notað á lægri snúning.
Við botngjöf gefur MAP um 5 volt til tölvu en við lausagang nálægt 0. Sama á við um MAF.
Við botngjöf fer tölvan þar að auki í Enrichment mode. Þegar voltmæling frá TPS fer yfir 80% af 4 voltum er blandan styrkt. Engu að síður er lesið af MAF og MAP.
Þar sem að breytingar hafa oft áhrif á vacum þá þurfa menn frekar að eiga við TPI frá 90-92 sem byggist á MAP. Þar sem að MAF (85-89) skynjarinn segir til um flæðið inn (en reiknar það ekki eins og gert er útfrá MAP mælingu) þá ræður innspíting með MAF skynjara að öllu jöfnu betur við breytingar, eins og flækjur. Ef öllum forsendum er gjörbreytt þá dugir það ekki til og menn verða að brenna kubb (það er yfirleitt sagt að ef vélin er farin að skila 325 hp+ þá verði að fara að gera eitthvað róttækt).
Ég held að TBI hafi ekki notast við MAF (sé ekki hvar hann hefði átt að vera) en TPI notaðist við báða eftir árum.
En við erum komnir laaangt útfyrir það sem þessi þráður fjallar um 😉
JHG
16.02.2005 at 16:09 #516948
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
En í guðuna bænum haldið áfram… þettar er afbragðs fróðleikur og góð gullkorn sem koma sér vel þar sem ég er í miklum innspýtings-tjúninugnum og hausverkjum þessa dagana… Látiði nú vaða allt sem þið vitið.
Takk strákar
Kv. Einar AK
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.