This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Þór Sigfússon 16 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.04.2008 at 15:19 #202226
Sælir félagar.
Eru einhverjir hér sem geta upplýst hvernig það er að ferðast á fjórhjólum um hálendin ?
Kveðja, Jón
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.04.2008 at 16:56 #619020
kalt en gaman
02.04.2008 at 18:38 #619022Það er ekkert mál að þvælast nánast um allt hér sunanlands, sérstaklega ef þú ert á sæmilega spræku hjóli og á nothæfum dekkjum.
03.04.2008 at 10:08 #619024Eru menn eitthvað að breyta hjólunum, setja stærri dekk ?
03.04.2008 at 10:32 #619026Drífa víst ágætlega…
Ég heyrði það í óspurðum fréttum um daginn að eitt fjórhjól (rautt að lit) hefði hringað hann Gulla á Sonax tröllinu sínu…….
en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það…
kv
Gunnar..ps ég á eitt fjórhjól á sterum… það heitir víst Wrangler.
03.04.2008 at 11:03 #619028það er mjög gaman að ferðast um á fjórhjóli.. þeir eru byrjaðir að troða allt uppí 30" dekkjum undir þetta
03.04.2008 at 11:47 #619030Ég byrjaði á þessu núna í vetur, keypti mér Polaris 800 x2. Hef farið í nokkrar ferðir á orginal dekkjunum.
Ég sé fram á að breytinga sé þörf í dekkjabúnaði til að drífa meira svo er líka svo vont að hleypa úr þessum orginal dekkjum því þau vilja ganga inn af álfelgunum.
Hægt er að kaupa gróf dekk uppi í stormi fyrir 27 tommu og kostar það haug af peningum.
Mig langar meira til að fara í 28 tommur ef einhver möguleiki er á þvi, það er líka hugsað til þess að ná að farta betur í lága drifi sem er visst vandamál á polaris.
Ef einhver hefur hugmynd um hvernig best sé að leysa þetta mál, væri gaman að heyra af því.
En þessi ferðamáti er allveg geggjaður.
fór um síðustu helgi inn á hveravelli, kerlingafjöll og fleira,
Eyðir reyndar meira en ég átti von á, alls ekki minna en vélsleði.kveðja Ólafur.
06.04.2008 at 17:29 #619032Þá er það spurningin ….. hvernig hjól maður að kaupa ? Það eru víst skiptar skoðanir á því eins og með jeppana og hvað teljið þið vera lámarks vélarstærð til að vera á fjöllum ?
06.04.2008 at 18:16 #619034Ég á ekki fjórhjól, en nokkrir vina minna eiga svona gripi. Eitt eru þeir alveg sammála um: ALLS EKKI kaupa kínverskt, of dýr miðað við hvað þau eru andskoti léleg. Honda og Polaris mjög góð, en Bombardier (Ski-doo) bera af m.a. vegna hagstæðs millibils milli fram- og afturhjóla.
06.04.2008 at 18:38 #619036Ég er á Can am Renegate, og á 27" dekkjum, þetta er snilldin ein, enda léttasta og jafnframt kraftmesta hjólið af "stóru hjólunum".
En aðal gallinn sem er er á því er að geymslupláss er nánast ekkert ogrinal.
Þetta drífur alveg helling, Skellti mér á toppinn á Skjaldbreið á Föstudaginn langa sunnan megin og það var lítið mál.
06.04.2008 at 22:20 #619038Skoðaðu Sukkuna nýu 750 ég á nýa 700 og hún er snylld , fleiri hestöfl því betra og súkkan er með helling svo held ég að hún sé léttasta hjólið á markaðnum 273 kg veit ekki með renagadinn en hvað sem þú gerir þá mæli ég eindregið með því að þú fáir þér hjól á hvítum númerum og gerta skroppið eftir hvaða vegi sem er án als samviskubits. Gangi þér vel að velja.
kv:Kalli SÚKKARI
06.04.2008 at 23:08 #619040Get staðfest það að Hemmi flaug uppá Skjaldbreið sunnan megin föstudaginn langa á meðan ég komst ekki upp sunnan megin á pattanum… vantaði sennilega einhverja 500 metra uppá en ég held einmitt að hann hafi verið sá eini á fjórhjóli sem komst uppá Skjaldbreið þennan dag… öll polaris hjólin voru hreinlega að skíta á sig að mér sýndist.
07.04.2008 at 02:50 #619042hvar kaupir maður svona tæki
07.04.2008 at 18:14 #619044Þegar kemur að því að velja sér hjól koma inn talsverð trúarbrögð af ýmsu tagi.
Eitt get ég þó sagt með góðri samvisku að hjólið skal vera ekki minna en 700 cc. í vondri færð munar mikið um aflið.
renegate hjólið er á margan hátt langskemmtilegast, en til að ferðast á því holt og bolt sumar sem vetur er það nú ekki skásti kosturinn.
Helstu ástæður þess: ber þar að nefna fjöðrunina hún er alls ekki eins skemmtileg eins og á stóra can am hjólinu og Polarishjólinu (einu hjólin sem ég þekki almennilega) og svo er það geymsluplássið sem er nákvæmlega ekki neitt.
Ég hef ferðast með canam 800 hjólum og er á mínu pólaris. canaminn er 60kg léttara sem munar mikið um. Það er reyndar töluvert dýrara líka. svo um munar. einnig kemst það hraðar í lága drifi sem er kostur.
En aðalmáli skiptir hvernig dekkjum þu ert á.
08.04.2008 at 14:17 #619046Ég geng út frá því að dekkjaval sé hálfgerð trúarbrögð í þessu eins og jeppunum.
Hvaða dekkjastærð mæla menn með og hvaða tegund.
Einnig hef ég séð að menn eru farnir að nota bíldekk. Virkar það vel ?
10.04.2008 at 20:27 #619048Ég hef ekki prófað jeppadekk, það gefur ábyggilega mjög gott flot, en eru ekki eins gróf og fjórhjóladekkin, ég er mjög sáttur með mín dekk en þau eru milligróf 27"
Þau gefa mér ágætis flot enda er hjólið ekki nema einhver 270 kg.
11.04.2008 at 12:50 #619050Jepplingadekk 225/70 eða 215/75 á 15" felgu er víst að rokka og það merki sem hefur verið að koma vel úr er "winterclow",þetta hef ég frá mjög reyndum fjórhjólara á Can Am.
Mitt mat
Can Am
+ fjöðrun, afl
– verðPolaris
+ verð, mismunadrif að aftan, læsngar að framan.
– afl, verð[url=http://http://www.polarisindustries.com/en-us/Ranger/2008Navigation/800Series/RZR/Pages/Features.aspx:3e3r7upo][b:3e3r7upo]en hafa menn pælt í þessu?[/b:3e3r7upo][/url:3e3r7upo]
Það er víst að mér skilst að koma svona Can Am líka.
11.04.2008 at 16:18 #619052Kaninn er með þetta á hreinu. Þar er hægt að fá Bigfoot kit í fjórhjólin. Gæti virkað á íslenskri fönn?
[url=http://www.mud-throwers.com/atv_big_foot_kits:3dxvhnnv][b:3dxvhnnv]ATV Bigfoot kits[/b:3dxvhnnv][/url:3dxvhnnv]
11.04.2008 at 16:49 #619054Afhverju ekki að fara alla leið og skella 46" undir kvikindin 😉
[img:2tavckjs]http://newcomcs.blindskill.com/dunns4x4/images/Artcat500-2/001_1.JPG[/img:2tavckjs]
–
Bjarni G.
11.04.2008 at 19:13 #619056Það væri nú ekki amalegt að þeysa um á 350 kg fjórhjóli á 38" með svona ca 120 hestöfl til skiptanna.
Mann dauðlangar bara til að tína saman Súkkuhásingar, GTi mótor og slatta af háþrýstiglussarörum og byrja að henda þessu saman. Verst að maður hefur engan tíma í svona ævintýri….en það má alveg leyfa sér að pæla aðeins í því.
11.04.2008 at 21:37 #619058Stefán þú bendir þarna á flotta síðu með girnilegum dekkjum en þekkir þú eða þá einhver þarna úti hvernig best er að flytja þessi dekk inn til landsins.? Ég ætlaði nefnilega að flytja inn dekk á mína ofur Súkku en varð að hætta við vegna óheyrilegs kostnaðar við flutning.! Ég var reyndar á spá í hvort hægt væri að láta kanann senda þetta á Eimskip í ameríkunni og fá þetta með skipi. það væri gaman áð fá komment á þetta.
kv:Kalli innflytjari
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.