This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.03.2003 at 21:49 #192422
Eitthvað gengur rólega hjá Jökulheimaförum að koma sér til byggða en það er svosem skiljanlegt því það er svo gaman á fjöllum.
Um níu leitið í kvöld áttu þau 14km í loftlínu eftir að Jökulheimum frá Sylgjufelli og miðaði rólega í þungu færi og litlu skyggni en mjakaðist þó. Snjóbíll þeirra selfossmanna sem fór í bað við Jökulheima var dregin á land af snjótroðara HSSR en var síðan skilinn eftir við þröskuld og verður trúlega bara sóttur í sumar. Beggi og Soffía eru líka búin að fara í bað og þvoðu sætin í Izuzu fyrst þau voru að þessu á annað borð.
Semsagt það klikkar ekki þegar ferðir eru á vegum f4x4 er endalaust stuð.
Kveðja Hlynur R2208
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.03.2003 at 22:15 #471716
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er alltaf mesta fjörið þar sem ferðafélagar koma saman, Ekki spurning með það, en hefur ekki gengið bara ágætlega hjá þessum mönnum um helgina, leiðinlegt þetta með vélsleðamanninn þó hann hafi ekkert verið í ferð á vegum okkar. Þannig að heimkoma er áætluð kl 12:00 eða hehe. Þú skilar kveðju til allra.
Ferðakveðja Jónas
30.03.2003 at 22:33 #471718Hæ
Við sem gerðumst liðhlaupar úr Setrinu og skelltum okkur í pottinn á Hveravöllum erum komnir heim.
Keyrðum frá Hveravöllum í sól og blíðu heim norður Kjalveg. Gott veður og ofankomu laust þangað til á Holtavörðuheiði það var smá él og síðan versnaði veðrið þegar nær dróg Borgarnesi. Voru svo miklar vindkviður við borgarnes að ég hélt að bíllinn ætlaði að leggjast á nefið. Ekki var óhætt að keyra hraða en 60 km hraða ef maður ætlaði ekki að þeytast útaf. Hittum á bíl sem var ný farinn út í skurð á Kjalarnesi.
Annars var þetta pottþétt helgi með sól og blíðu á laugardag og sunnudag. Ferðin inn í Setur um Sóleyjarhöfðavað gékk eins og í sögu. Og fannst mér ganga svo vel að ég ákvað að festa mig til að standa undir nafni. Eftir þessa festu kom leikur í liðið og varð hann svo mikill að það brotnuðu drif og millikassar biluðu. Á laugardeginum var brunað inn í Kerlingarfjöll og var það skot túr. Við AtliE skildum þar við liðið og skelltum okkur í pottin á Hveravöllum.
En hvað um það ferðasagan kemur seinna.
Kveðja Fastur
30.03.2003 at 22:50 #471720Takk til allra sem ég ferðaðist með um helgina, mjög góður hópur sem var í Setrinu, og ekki síður skemmtilegra framhald á Hveravöllum.
Svona eiga allir dagar að vera.
Ferða kveðjur,
Atli E.
30.03.2003 at 23:19 #471722Já ég verð bara að taka undir það sem Atli sagði ..
Seturs hópurinn var hreint frábær…
Takk fyrir helgina
myndir eins og vanalega á [url=http://ferdalag.nt.is:1rru87of]ferðasíðunni[/url:1rru87of] minni undir myndir
Kveðja Fastur
31.03.2003 at 00:34 #471724Núna er farið að ganga betur og átti hópurinn ca 4km eftir í jökulheima núna rétt í þessu (00.30) og veðrið var að ganga niður og allir að verða bjartsýnir á góða heimferð. Eitthvað er farið að ganga á olíu hjá sumum en menn vona að það bjargist til byggða.
Hlynur R2208
31.03.2003 at 09:27 #471726Sælir félagar.
Var að heyra af ferðum Jökulheimahópsins. þau eru nú við Þjórsárbrú, búin að fá olíu í Hrauneyjum og allir í megastuði. HSSR skildi eftir olíusopa vestan við Þröskuldinn, þannig að allir sluppu í Hrauneyjar, þótt sumir væru bara á lyktinni.
Soffía og Beggi tóku með shampo og þvoðu "sushíið" og settu hárnæringu líka…
Þetta er greinilega hörkuhópur sem notar vandamálin bara til að leysa þau.
Ferðakveðja,
BÞV
31.03.2003 at 11:33 #471728Þessi Jökulheimaferð hefur verið alvöruferð með krapafestum og alles.
Hvað er af Seturs- og Hveravallaferð að frétta?Við félagarnir í Rottugenginu fórum með 27 bíla hóp á Langjökul á laugardaginn.
Við fórum í Þjófakrók og þaðan upp á jökulinn. Mjög erfitt færi var á jöklinum og skyggni versnaði þegar leið á daginn. 38 og 44" bílarnir voru komnir langleiðina inn á Hábungu þegar ákveðið var að snúa við.
Bílar sem drifu minna (alveg niður í 33" hjól) komust upp í miðjar brekkur.
Við fórum síðan suður Kaldadal heim. Mikill púðursnjór var þar á köflum og erfitt færi, en mjög gaman.Kv.
Kjartan
31.03.2003 at 11:59 #471730Kom einbíla á laugardag eftir samtal upp eftir. Ferðin sóttist vel, tók um 4 klst frá Selfossi. Þá höfðu Hveravallafarar komið í heimsókn og þeir sem voru fyrir í Setrinu flestir búnir að skreppa í Kerlingarfjöll og gátu yfirlitt ekki hamið sig í blíðunni þarna og keyrðu þarna um allt nágrennið. Eitthvað fengu bílarnir að kenna á því, eitt afturdrif brotið, milli kassi og kúppling fór hjá einum og vatnskassi var fylltur af kaffikorg eftir tjón. Með þessa bíla bilaða ræddi ekki um annað en að fara sömu leið til baka þ.e. Sóleyjarhöfðann. Sóttist ferðin vel eftir að búið var að binda 4-5 bíla saman upp bröttustu brekkuna við Páfagarð. Sjálfur kom ég heim um hálf sex, en keyrði þá aðeins á undan þeim.
Ferðin gekk vel inn eftir á föstudag, smá krapar voru sem oftast var hægt að sneiða hjá. Mig minnir að þeir hafi komið inn í hús um hálf tvö um nóttina.
Segiði einhverjar meiri fréttir af Björgunarfélagi Árborgar ?? Einhverjir töluðu um það í Setrinu að þeir hefðu líka misst Patrolinn hjá sér á svartakaf !!!!!
31.03.2003 at 14:06 #471732
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nei Patrolinn fór ekki á kaf hann fór ekkert það voru of langir boltar til að festa dekkinn þannig að rærnar skrúfuðust bara í fullt þannig að dekkin losnuðu hægtóg rólega. Það náðist að losa snjóbílinn upp við þurftum bara að eyðileggja 4 símastaura til þess. En allt gekk vel og enginn slasaðist.
31.03.2003 at 23:37 #471734Við fórum á 5 bílum af Skaganum á föstudegi og ætluðum að fara yfir jökul á Hveravelli. Þetta var hópur sem var búinn að taka Þverbrekknamúla á leigu og ætlaði í afmæliskaffi í Setrinu, en það var blásið af því Palli þurfti að fara og passa pæjurnar. :).
Þegar ferðin á Hveravelli var blásin af fengum við að nota gistinguna sem búið var að panta. Við renndum í Húsafell þar sem tveir bílar bættust í hópinn. Ekkert skyggni var á jökulinn, auk þess sem við fengum fréttir af mjög þungu færi. Því var sú ákvörðun tekin að keyra norður þjóðveg og fara upp Kjalveg að norðanverðu. Segir nú ekki frekar af ferðum okkar fyrr en við fórum að nálgast Hveravelli. Vestan við flugvöllinn komum við að tveimur bílum, annar vel fastur í krapa. Rétt búnir að koma auga á þá þegar þrír bílar úr okkar hóp voru búnir að sökkva í krapann. Vel gekk að ná þeim upp og svo var bara að læðast yfir. Enduðum síðan á að draga þennan sem við komum að upp úr krapanum. Fréttum seinna að þetta hefðu verið staðarhaldarar á Hveravöllum á leið að gera við hitaveituna í gamla skálanum. Fengum samt engann afslátt.
Laugardagurinn brosti við okkur með veðrinu sem við vonumst alltaf eftir að lenda í þegar við förum á fjöll, brakandi sólskini og blíðu, svipað og er á Skaganum flesta daga. (Spyrjið þið bara Tedda). Ákváðum að taka stefnuna á Setrið, tókum beint strik á Fjórðungsöldu í fínu færi og þaðan stefnuna á Loðmund. Smá krapavesen á leiðinni, en með því að hafa augun hjá sér og forðast mestu lægðir þá gekk þetta bara vel. Færið þyngdist aðeins eftir því sem nær dró Kerlingarfjöllum en þó ekkert til vandræða. Hittum svo hluta af Seturhópnum á sléttunum undir Loðmundi, þar sem þeir voru á leið í Kerlingarfjöll. Við héldum hins vegar áfram í Setrið og fengum okkur kaffi, þó ekki afmæliskaffi.
Fórum svo frá Setrinu í Kerlingarfjöll þar sem einn bíll bættist í hópinn, en hann kom yfir Bláfellsháls og norður Kjöl. Síðan var keyrt aftur yfir á Hveravelli, þar sem kokkurinn galdraði fram dýrindis máltið á augabragði, punkturinn yfir i-ið á vel heppnuðum og góðum degi á fjöllum. Þess má geta svona í framhjá hlaupi að engin Toyota var með í för.
Kl 10 á Sunnudagsmorgni mættum við til að tanka. Þar bættist einn bíll í hópinn, "Djúpa Laugin" í óvissuferð og fengu þau að slást með í för. Ákváðum að fara út í Þjófadali yfir Þröskuld og keyra svo niður hraunið meðfram Fúlukvísl. Fínt færi og nægur snjór á þessari leið, en lentum nokkrum sinnum í krapafestum. Þó ekkert í líkingu við krapann sem Beggi og Soffía lentu í, en þau eru líka extreme í öllu sem þau taka sér fyrir hendur, er það ekki.
Jæja hvað um það, einn félagi okkar ákvað að slást í hópinn og brunaði norður Kjöl og við fórum á móts við hann þar sem hann kom yfir Svartá fyrir norðan Innri-Skúta. Héldum okkur frekar austan til í hrauninu eftir það og þar virtist vera minni krapi, lentum bara einu sinni í krapa frá Innri-Skúta niður að vaði við Árbúðir, þar sem við fórum yfir. Áin var lokuð en krapi svo það var aðeins bras en ekkert til að tala um. Þegar þarna var komið vorum við í fínu veðri, aðeins ofankoma sem gerði skyggnið svolítið leiðinlegt, en þegar við erum að keyra upp brekkuna frá vaðinu skall á blindbylur. Við vorum því drjúga stund að koma okkur niður að brúnni yfir Hvíta, en þar rofaði aðeins til. En Adam var ekki lengi í Paradís, þegar við vorum komin fram hjá Beinakerlingunni brast á aftakaveður auk þess sem mikið hafði snjóað og skafið í skafla. Við vorum því drjúgan tíma að komast niður af hálsinum, en um leið og við fórum að lækka okkur hlýnaði og úrkoman breyttist í rigningu og það hætti að skafa. Ferðahraðinn var því talsvert minni heldur en daginn áður. Þess má geta svona í framhjá hlaupi að þarna hafði ein Toyota bæst við í hópinn.
Eftir það var leiðin greið, síðasta stopp var á Geysi þar sem sjoppan var opnuð fyrir okkur, einhverjir þurftu eldsneyti og aðrir eitthvað annað. Vorum kominn á Skagann um miðnættið eftir aldeilis fína helgi.
Ferðakveðja,
Eiríkur
02.04.2003 at 10:16 #471736Það vantaði nú alveg að dásama stikurnar á Bláfellshálsinum í ferðasögunni. Ég trúi ekki öðru en að umhverfisnefnd og Arnþór hafi fundið hlýja strauma þegar við vorum að paufast yfir hálsinn í blindbyl.
kv.
Eiríkur
02.04.2003 at 12:15 #471738
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er einhver með punkt á staðinn þar sem snjóbíllinn fór niður, væri forvitnilegt að sjá staðinn og jafnvel gagnlegt síðarmeir!
Kv – Skúli
02.04.2003 at 12:54 #471740
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Skúli,
Sjálfsagt er þessi punktur einhverstaðar til, en ég held að það sé ekki rétt að opinbera hann, því þegar snjóbíllinn kom uppúr rann nokkur búnaður aftur úr honum og ofaní vökina, ég veit ekki hvað Árborgarmenn þurfa að selja marga fluelda til að kaupa nýjan.
Þetta er nú bara sagt því nú eru heilu jepparnir farnir að hverfa.ÓE
02.04.2003 at 13:42 #471742
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góður punktur, allavega rétt að þeir nái að hirða upp sitt dót áður og það verður væntanlega ekki fyrr en með vorinu!
Kv – Skúli
03.04.2003 at 13:58 #471744
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það fór kafari þarna niður og hirti flest upp þannig að punkturinn er frjálst val þeirra sem eiga hann.
03.04.2003 at 23:14 #471746
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki náðist að taka allan búnaðinn heim svo að menn ættu að fara um svæðið með varúð. Helstu fréttir af snjóbíl Árborgar: Kom heim á þriðjudagskvöld, kaldur og þreyttur, og er það nú ljóst að taka þarf vélina upp. Vil ég þakka öllum Jökulheimaförum sem aðstoðuðu okkur við að reyna að ná snjóbílnum upp.
Kveðja
Stefán
umsjónamaður snjóbíls
06.04.2003 at 16:41 #471748
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hér koma hnitin þar sem snjóbíllinn fór niður, N 16 18.660 W 18 15.456 (wgs-84). Þessi punktur er svona nokkurn veginn þ.e. hann var tekin eins nálægt vökinni eins og þorandi var á öflugum Datsún jeppa, c.a. 10 metra frá.
ÓE
06.04.2003 at 18:11 #471750
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Smá fótaskortur á lyklaborðinu, hnitin þar sem snjóbíllinn fór niður eiga auðvitað að vera, N 64 18.660 W 18 15.456 (WGS-84).
ÓE
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.