This topic contains 56 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Guðmundsson 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.01.2004 at 19:55 #193570
Sælir félagsmenn
Eru þið ekki til í að koma næstu helgi ef veður leyfir eitthvert í dagsferð með fjölskylduna þar sem yrði hægt að leika sér í snjónum og gera eitthvað skemmtilegt.Snjóþotur skíði og spóla.
Er á 31″Kveðja Jóhannes
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.01.2004 at 19:44 #485834
Var þarna áðan lofar góðu sá fullt af orginal bílum upp á skjaldbreið. Fint færi fyrir minna breytta bíla
Hvenær er stefnd að leggja af stað.
Kveðja siggi
31.01.2004 at 19:56 #485836Sælt veri fólkið
Við fjölskyldan vorum að koma ofan af Skjaldbreið. Þetta var alveg frábær túr enn það verður þó að viðurkennast að sú leið sem þið eruð að stefna á og ég vil gjarnan vera með er slæm á köflum enn þó ekki fyrr en kemur að Skjaldbreið.
Þannig að ég held að það komist ekki allir upp enn það skiptir kanski engu máli?
Ég er á Hilux 38" við vorum í dag á rás 19 cb það gekk ágætlega.
Við fórum Þingvellir, Lyngdalsheiðil, Stóri Dímon, og svo bara uppúr, þetta er slóði alla leið að Skjaldbreið.
gsm 862-8511, NMT-854-6271, XK-877
kveðja Guðmundur
31.01.2004 at 20:01 #485838sæll siggi
stefna er að mæta á esso höfða kl 9 í fyrramálið.
kv jóhannes
31.01.2004 at 20:06 #485840allir velkomnir sem vilja koma með.
kv jóhannes
01.02.2004 at 18:28 #485842Þá er sunnudagurinn að kveldi kominn og hreint fábær ferð afstaðin. Ég vill bara þakka fyrir mig og mína. Frábært veður, góður félgas skapur og bíllinn nánast heill heim 😉 Hvað er það hægt betra ????? TAKK FYRIR MIG ( gerum þetta aftur vonandi )
01.02.2004 at 19:06 #485844‘Eg tek undir með Páli þetta var frábær ferð og félagsskapurinn ekki síðri,ég er til í næstu ferð og vonandi verður hún fyrr en seinna ,30+ er góður flokkur,Kveðja Klakinn og Bylgja (hún er södd ennþá)
01.02.2004 at 19:41 #485846Takk fyrir frábæra ferð, við fjölskyldan skemmtum okkur frábærlega.
Nú er bara að skipuleggja næstu ferð, var einhver sem nefndi Langjökul?
Ég er vanur að bjóða vinum mínum í heimsókn á heimasíðuna okkar.
endilega skrifa í gestabókina.
kveðja Guðmundur XK-877
01.02.2004 at 19:43 #485848Sæl öll,
Ég tek undir það að þetta var frábær ferð í alla staði og ég þakka kærlega fyrir samfylgdina.
Við þurfum endilega að reyna að koma fleiri ferðum minna breyttra bíla á fljótlega.
Það eru nookrar myndir frá deginum í myndaalbúminu mínu……
Áhöfnin á Pajero þakkar kærlega fyrir sig…
01.02.2004 at 20:29 #485850Sæl aftur
Ég setti nokkrar myndir úr túrnum í dag í myndaalbúmið mitt hér að síðunni, þið skoðið þetta.
kveðja Guðmundur
ps. einn möguleiki er að við förum með jeppa ræktinni hjá Útivist 14/2 2004 hjá heimsíðuna þetta undir febrúar neðst. Þetta eru góðar æfingaferðir.
01.02.2004 at 20:48 #485852sannanlega öfunda ég ykkur – frábært veður og góðir félagar, kasta öllum verkefnum fyrir róða og kem með næst!
Útivistaferðin lítur efnilega út.
kv.
Sigurður M.
01.02.2004 at 22:11 #485854sælir allir saman !!!!
við viljum þakka kærlega fyrir okkur.
þetta var alveg frábær ferð , þótt við höfðum fest okkur ansi oft.
Enn endilega gerum þetta aftur , maður lærir alltaf eitthvað nýtt.
einnig kveðja frá bakarafjölskyldan á fordinum, og einnig á græna 33" toyotan fjölskyldan þakkar fyrir sig .
kveðja jóhannes og matthildur
02.02.2004 at 11:29 #485856
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég þakka fólkinu fyrir aldeilis ljómandi ferð.
Eitt fannst mér þó vanta upp á, en það var metnaðurinn og ákveðnin til að komast upp á topp. Mér tókst að lokum að komast ólæstur í 6,5 pundum að komast upp á topp, svo þetta var vel hægt.
Við urðum reyndar viðskila við rauða terranoinn sem var með okkur mestalla leiðina upp og náðum ekki sambandi við hann aftur.
En endilega að skipuleggja aðra ferð og þá mun ég leggja mig allan fram til að komast með í þá för líka.Kveðja, Andri og Wranglerinn
02.02.2004 at 16:49 #485858
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæl öllsömul.
Viljum bara þakka endilega fyrir frábæran dag og frábært framtak. Skemmtum okkur konunglega í frábæru veðri sem og félagsskap.
Feðgarnir á grænu súkkunni.
10.02.2004 at 23:26 #48586014. febrúar. Jepparæktin – Hellisheiði, festum okkur, leikum okkur og umfram allt skemmtum okkur!
Dagsferð fyrir allar tegundir jeppa. Ekið frá skrifstofu Útivistar, Laugavegi 178, kl. 10:00. Í þetta sinn verður farið á Hellisheiði þar sem brugðið verður á leik. Markmiðið er að þjálfa leikni þátttakenda í að keyra í snjó og losa bíla sem hafa fest sig. Allir hjálpast að og með í för verða reyndir jeppamenn. Verð 1000 kr. á bíl.
Þetta er ferð með Útivist.
kveðja Guðmundur
10.02.2004 at 23:53 #485862Ég mæti og verð ekki lengi að festa mig,og dreg bakarann á fordinum með og jafnvel toyotu fólkið líka.
þetta verður gaman,verð með góða spotta
kv Jóhannes
13.02.2004 at 20:25 #48586414. febrúar. Jepparæktin – Fellur niður
Því miður þarf að fella þessa ferð niður sökum snjóleysis!
kveðja Guðmundur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
