This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Jæja spekingar. Ég er búinn að vera lesa talsvert um fjöðrun á þessum svosem ágæta vef. Málið er að ég er með Jeep Grand Cherokee 1995 (V8, 38″)sem ég er ekkert sérlega ánægður með fjöðrunina (samt orðin talsvert betri núna). Mig langar að endursmíða stífusystemið undir honum. Ég er búinn að setja hann á Range Rover gorma (progressive að aftan og heavy duty að framan) og stillanlega koni dempara framan og aftan. Fjöðrunin breyttist talsvert við þetta en mér finnst hann ekki alveg nógu góður. Sérstaklega finnst mér stífurnar vera alltof stuttar og hásingarnar fara talsvert mikið undir bílinn þegar hann fjaðrar í sundur. Þar sem ég á patrol framstífur var ég að hugsa um að setja þær að framan og smíða nýjar stífur (4-link) að aftan og um leið að setja tvöfaldan lið á skaftið og snúa hásingunni. Getið þið sagt mér hvað ég á að hafa stífurnar langar, bilið á milli þeirra (bæði upp við grind og á hásingu. Er einhver ríkisformúla fyrir þessa uppsetningu? Hvernig lýst ykkur á að setja patrol stífur að framan sleppa 4 linkinu? Hvernig munduð þið snúa ykkur í þessu? öll gáfuleg comment vel þegin
kv
Sigfús
You must be logged in to reply to this topic.